Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2007, Qupperneq 5
5Það er greinilegt á öllu látæði Luries aðhann er vanur að flytja mál sitt þóttekki sé hann beinlínis litríkur fyrirles-ari. „Segja má að á 9. áratugnum fjalli flestar skáldsögur föður okkar á einn eða ann- an hátt um vald,“ heldur hann áfram. „Vald er vald, það ræðst inn í líf manns,“ segir frú Cur- ren í Age of Iron enda fer karl faðir okkar þá leið að setja valdið í persónulegt samhengi. Ár- ið 1986 kemur frá honum bókin Foe þar sem hann skrifar Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe að vissu marki upp á nýtt. Í bókinni er sagan af konungsríki Krúsós á eynni sögð Daniel nokkrum Foe af konu sem dvaldi um tíma á eynni hjá Krúsó. Hún tekur Frjádag, fulltrúa hins aðraða og „ósiðmenntaða“, með sér til Englands og reynir að hafa uppi á Foe í þeirri trú að hann geti skráð sögu þeirra á eynni. Það fer þó öðruvísi en ætlað er, tungan hefur verið skorin úr Frjádegi svo hann getur ekki sagt sögu sína og Daniel Foe reynist and- stæðingur sannleikans, eins og einn gagnrýn- andi orðaði það. Hér er það meðal annars vald frásagnarinnar sem er til skoðunar, hlutverk textans í mannheimum og tengsl hans við aðra texta, en um leið staða hins aðraða gagnvart frásögninni. Frjádagur er það sem hinn vest- ræni skrásetjari segir hann vera. Ef hann kall- ar hann mannætu verður hann mannæta.“ Nú heyrist hljóð úr horni, en ef erfitt var að skilja Michael K þá er nánast vonlaust að skilja Frjádag þótt hann reyni að láta þögn sína tala. „Mér þykir fyrir því, Frjádagur, en þú verður eiginlega að skrifa mér bréf ef þú vilt að ég skilji þig. Varstu ekki að læra að skrifa? Frú Curren skrifar af kappi í Age of Iron frá árinu 1990, en hún er reyndar hvít kona með klassíska mennt- un. Frú Curren býr í Höfðaborg á tímum aðskiln- aðarstefnunnar og fær í upphafi bókarinnar þau válegu tíðindi að hún sé með banvænt krabba- mein. Daginn sem hún kemur heim frá lækninum bíður hennar umrenningur sem síðar verður hennar helsta stoð og stytta í veikindunum. Í gegnum þjónustufólk flyst síðan baráttan gegn aðskilnaðarstefnunni beinlínis inn á heimili frú Curren með þeim afleiðingum að það verður smækkuð mynd af vígvelli. Bókin á að heita bréf sem frú Curren skrifar dóttur sinni sem fluttist til Bandaríkjanna vegna ástandsins í landinu. Ástandið í landinu hefur því tekið frá frú Curren þá manneskju sem henni þykir vænst um. Hún felur umrenningnum að koma handritinu í póst, sýnir honum traust sem er svo vandfundið í Suð- ur-Afríku. Í Age of Iron kemst faðir okkar trú- lega næst því að skrifa á raunsæjan hátt um aðskilnaðarstefnuna og lýsa skoðun á henni. Að mínu mati er þetta ein vanmetnasta bók hans, honum tekst afbragðsvel upp í persónusköpun og stílar eins og vanalega betur en flestir.“ 6„Við höldum okkur við tímaröð enda erviss samfella í höfundarverki ættföður-ins. Þó kemur nú að bók sem stingur svo-lítið í stúf við önnur viðfangsefni hans. Það er bókin The Master of Petersburg sem kom út árið 1994, nokkrum árum eftir að faðir okkar missti 23 ára gamlan son í slysi. Þar tekur hann enn á ný raunverulega persónu úr bókmennta- sögunni, í þetta skipti engan annan en stór- skáldið Dostójevskí. Bókin lýsir viðbrögðum Do- stójevskís við andláti Pavels stjúpsonar síns.“ „Hvað segiði, er Pavel dáinn?“ spyr Dostoj- evskí. „Ja, hann er dáinn í bók föður okkar, en hafðu engar áhyggjur, í raunveruleikanum lifði hann þig.“ „Hjúkket.“ „Sagðirðu hjúkket?“ spyr Elizabeth Costello. „Ha, nei, ég var bara að hnerra,“ segir Do- stójevskí. „ Dostojevskí fer til Pétursborgar,“ heldur David Lurie áfram, „til þess að ganga frá eig- um stjúpsonar síns. Hann gistir í herberginu sem sonurinn hafði leigt og reynir að átta sig á tilfinningum sínum og komast að því hvernig hann dó. Hann hittir fólk sem stjúpsonurinn umgekkst og fellur fyrir ekkjunni sem hann leigði hjá. Um leið kemst hann smátt og smátt að því hver sonurinn var. Eina nóttina finnst honum einhver kalla nafn sonarins, en það reynist þá vera spangól í hundi.“ „Ég sem var alveg viss um að einhver hefð kallaði nafn hans,“ tautar Dostójevskí, miður sín eftir missinn. 7„Talandi um hunda, þá er röðin vístkomin að bókinni um mig, Vansæmd.Ég veit nú ekki hvort ég er best til þessfallinn að fjalla um hana.“ „Það er einmitt sérstaklega spennandi að heyra hvað þú hefur að segja um hana,“ segir Elizabeth Costello. „Ja, þetta er nú ekki beinlínis upplífgandi at- burðarás sem karlinn lætur mig lenda í, fyrst hálfnauðga ég nemanda mínum, neita svo að biðjast afsökunar, missi starfið og enda uppi í sveit hjá dóttur minni þar sem svertingjar kveikja í mér og raðnauðga dóttur minni.“ „Þú gast nú sjálfum þér um kennt,“ segir Elizabeth Costello. „Ég skil ekki hvernig þér, miðaldra manninum, datt í hug að þröngva þér upp á kornunga stúlku sem var auk þess nem- andi þinn.“ „Aðstæður höfðu breyst, aðskilnaðarstefnan var fyrir bí …“ „Þú hefðir nú átt að sjá það, pabbi, að hvítir kæmust ekki upp með svonalagað lengur,“ seg- ir Lucy sem virðist vera kasólétt. „Þú varst nú kominn á sextugsaldur, hvað heldurðu að há- skólastelpum finnist um svoleiðis karla? Þeir eru hálfgerð lík fyrir þeim.“ „Ég var nú fórnarlamb líka, gleymið því ekki. Svartir beita líka ofbeldi. Bílnum mínum var stolið, mér var misþyrmt …“ „Þú getur ekki skákað í því skjólinu,“ segir Lucy. „Ekki gleyma hundunum,“ segir Dostój- evskí. „Þeir eru nú það magnaðasta í bókinni.“ „Já, hundabúgarðurinn gerði sitt,“ segir David, „allir varðhundarnir sem hvíta liðið í Suður-Afríku hafði komið sér upp. En verst þykir mér, svona eftir á að hyggja, að hafa ver- ið gerður að eins konar útfararstjóra fyrir hunda.“ „Ja, er það ekki táknrænt?“ spyr Elizabeth Costello. „Það má vera, en veit maður nokkurn tíma hvert faðir vor er að fara? Ef þið lesið fræði- greinar um verk hans þá eru þau sögð grafa undan allegórískum lestri á útsmoginn hátt svo það er aldrei hægt að ganga að neinu vísu.“ „Það má til sanns vegar færa,“ segir Eliza- beth Costello. „Hér í salnum eru til dæmis nokkrar útgáfur af föður okkar. Þarna er hlé- drægi guttinn úr Barndómi, alltaf að spyrja spurninga, já og sárfættur eftir að hafa spilað tennis berfættur, og þarna er ungi maðurinn sem fór til Lundúna og vann við tölvuforritun og skammaðist sín fyrir búaupprunann.“ „Þetta er ekki faðir okkar,“ segir David Lu- rie, „þetta er skáldaða útgáfan af honum. Hann skrifar um sjálfan sig í þriðju persónu, sem gerir honum vissulega kleift að vera ærlegri, en um leið er eins og hann sé ekki að skrifa um sjálfan sig. Meira að segja í Nóbelsverðlauna- ræðunni, „Hann og hans maður“, skýlir hann sér á bak við skáldaða persónu.“ „Auk þess er hann fluttur til Adelaide í Ástr- alíu,“ skýtur Paul Rayment inn í. „Nú er hann Ástrali.“ „Það sem mig langar til vita,“ segir hrjáð rödd sem virðist berast frá handritsbunka á gólfinu, hlýtur að vera frú Curren, „það sem mig langar til að vita er hvernig samskipti hans við móður sína þróuðust. Hann var svo kulda- legur við hana í endurminningabókunum, klippti hana eiginlega alveg út úr lífi sínu og sem móðir veit ég hvað það er óskaplega sárt.“ „Vilt þú leggja orð í belg, skapari vor, ef þetta ert þú,“ spyr David Lurie með von- arglampa í augum. „Þú ert náttúrlega þekktur fyrir að vera fámáll og hlédrægur, mættir í hvorugt skiptið til að taka við Bookerverðlaun- unum … Ég vil ekki að neyða þig til neins.“ Coetzee segir ekkert, situr bara þarna svip- brigðalaus og horfir út um gluggann. „Má kannski bjóða þér að lesa brot úr nýju bókinni, Diary of a Bad Year? Mér skilst að hún sé nýkomin út. Þú vilt kannski lesa kaflann um ungu konuna sem þú hittir í þvottahúsinu?“ Feimnislegur maður með tvö ör á hálsinum en ekkert andlit ræskir sig nú. „Ég er íslenski þýðandinn sem Coetzee vísar til í greininni „Speaking in Tongues“. Hann skrifaði mér einu sinni tölvuskeyti þar sem hann sagði eitt- hvað í þá veru að fjölmiðlar hefðu dregið upp mynd af sér sem einfara. Hann væri hins vegar bara ofurvenjulegur maður.“ „Ja, dæmi hver fyrir sig,“ segir David Lurie. Coetzee er farinn og sést von bráðar hjóla fyrir gluggann. Coetzee mun flytja ræðu við opnun hátíð- arinnar í Norræna húsinu á sunnudag. Hann mun lesa upp í Iðnó á sunnudagskvöld kl. 20 og flytja fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Ís- lands á miðvikudag kl. 16.  Ritverk J.M. Coetzees. J.M. Coetzee and the Ethics of Reading eftir Derek Attridge. J.M. Coetzee – South Africa and the Politics of Writing eftir David Attwell. Ljósmynd/Corbis Höfundur er rithöfundur og hefur þýtt bækurnar Barndóm og Vansæmd eftir J.M. Coetzee. Í HNOTSKURN »Coetzee fæddist árið 1940 í Höfðaborg í Suður-Afríku. »Hann hefur sent frá sér 11 skáldsögur, þá nýjustu á þessu ári,Diary of a Bad Year. Að auki hefur hann skrifað fjölda ann- arra bóka, meðal annars tvær sjálfsævisögur en önnur þeirra hefur komið út á íslensku, Barndómur, en fyrir þýðinguna hlaut Rúnar Helgi Vignisson Íslensku þýðingaverðlaunin. »Coetzee er margverðlaunaður. Fyrir skáldsöguna Waitingfor the Barbarians hlaut hann Tait Black Memorial- verðlaunin árið 1980. Hann hefur þrívegis unnið til CNA- verðlaunanna, sem eru ein helstu bókmenntaverðlaun Suður- Afríku. Hann er fyrsti rithöfundurinn sem hlotið hefur Booker- verðlaunin tvisvar. Fyrst fyrir Life & Times of Michael K árið 1983 og aftur árið 1999 fyir bókina Disgrace sem heitir Van- sæmd í íslenskri þýðingu Rúnars Helga. Coetzee hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 2003. Ættfaðirinn Coetzee „Við höldum okkur við tímaröð enda er viss samfella í höf- undarverki ættföðurins. Þó kemur nú að bók sem sting- ur svolítið í stúf við önnur viðfangsefni hans. Það er bókin The Master of Pet- ersburg sem kom út árið 1994, nokkrum árum eftir að faðir okkar missti 23 ára gamlan son í slysi. Þar tek- ur hann enn á ný raunveru- lega persónu úr bók- menntasögunni, í þetta skipti engan annan en stór- skáldið Dostójevskí. Bókin lýsir viðbrögðum Dostój- evskís við andláti Pavels stjúpsonar síns.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.