Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 2
2 F ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ                                                                             !  "       # # # #                 %                  !  "             %    %   && ' ( )  *  + + &  ' ( +  )  * % #$%      "  !  !   "  ! !"  "!! "&         %   %   % ,- . '     / 0 12 345 / 6 7 0 0 6 8  12 9 :556   ; <  =    '($ *$%  ; <  =    '($ + ,-  .  ; <  =    '($ 8 .6 >     "  !    101 Reykjavík ...................... 24-25 Akkurat ........................................ 27 Ás .................................................. 26 Ásbyrgi ........................................... 11 Borgir .................................... 32-33 Brynjólfur Jónsson ..................... 3 Eignaborg .................................... 23 Eignamiðlunin ....................... 12-13 Eignaumboðið .............................. 31 Eik ................................................. 38 Fasteign.is ................................... 15 Fasteignamarkaðurinn ....... 16-17 Fasteignamiðlunin .................... 35 Fasteignamiðstöðin .................... 11 Fasteignasala Íslands ............... 18 Fasteignasala Mosfellsbæjar .. 19 Fasteignastofan ........................... 6 Fjárfesting .................................. 34 Fold ........................................ 20–21 Garðatorg .................................... 40 Garður .......................................... 33 Gimli ..................................... 28–29 Heimili ........................................... 14 Hraunhamar ............................ 8-10 Húsavík .......................................... 4 Höfði ............................................. 37 Kjöreign ....................................... 39 Miðborg ........................................... 5 Skeifan ............................................ 7 Efnisyfirlit í t o n / S Í A F I 0 1 7 8 8 7 Sel Söluvernd fyrir skaðab eftirmál ko Með Söluve VÍS sér alfa Söluvernd og þarf að g Það er bæð Tryggðu þé og kynntu Þar sem tryggingar snúast um fólk 000 vis.is Seldu án eftirsjár! Söluvernd er nýjung á íslenskum tryggingamarkaði þar sem seljandi fasteignar tryggir sig fyrir skaðabótakröfum sem hann gæti fengið á sig í allt að 5 ár eftir að eign er seld. Slík eftirmál koma ekki einungis illa við fjárhaginn heldur eru þau bæði tímafrek og leiðinleg. Með Söluvernd tryggir þú þig gegn skaðabótakröfum vegna seldrar eignar auk þess sem VÍS sér alfarið um öll samskipti og málarekstur ef til skaðabótakrafna kemur. Söluvernd er eingöngu fyrir einstaklinga sem ætla að selja íbúðarhúsnæði og þarf að ganga frá vátryggingunni þegar eignin er sett á sölu. Það er bæði einfalt og fljótlegt að kaupa Söluvernd. Tryggðu þér áhyggjulaus fasteignaviðskipti og kynntu þér Söluvernd VÍS. Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is Áttavitinn á sér merkilega sögu en þó veit enginn hvaðan hann er upp- runninn og til hvers hann var not- aður áður en sjómenn tóku að nota hann. Trúlega er áttavitinn kominn frá Kína en þar mun hann fyrst hafa verið notaður til þess að spá um framtíðina og síðar sem áttaviti í orðsins fyllstu merkingu í Gobi- eyðimörkinni. Hvernig hann barst til Evrópu er þó hulin ráðgáta en hann kemst í notkun hundrað árum eftir að Kín- verjar fóru að nota hann sem sigl- ingatæki. Evrópubúar eiga þó heið- urinn af að hafa fundið upp hina svokölluðu „vindrós“ sem sýnir norðrið sem höfuðátt himinhvolfs- ins. Kínverjar létu hins vegar átta- vitann vísa til suðurs. Athyglisvert er að íslenskar heimildir geta fyrr um áttavitann en arabískir sæfarendur en áttavit- inn eða leiðarsteinninn er nefndur í Hauksbók í sögunni um Hrafna- Flóka. Hvernig sem þessu er varið eru kínverskir – og evrópskir – áttavitar bæði skemmtilegir og skrautlegir. Sögugripur Þessi kínverski áttaviti hefur líklega verið notaður um borð í flota Ming-keisaranna á 17. öld, en getur þó verið yngri. „Kitsch“ Eftirlíking af kínverskum áttavita frá Song-tímabilinu um miðja 11. öld, sem seldur er sem minjagripur. Áttavitar geta verið skemmti- legt skraut Skrautlegt Eftirlíkingar af kínverskum áttavitum. Sá minnsti er hluti af útbúnaði bandarískra hermanna í Víetnam-stríðinu. ÍAV og 101 Skuggahverfi hafa und- irritað samstarfssamning um bygg- ingaframkvæmdir við annan áfanga Skuggahverfis. Á bygg- ingareitnum rísa fimm íbúðarhús með 97 íbúðum. Framkvæmdir eru þegar hafn- ar.„Við erum ákaflega ánægðir með þetta samstarf og finnst spenn- andi að fá að taka þátt í uppbygg- ingu miðborgarinnar með þessum hætti. Byggingarnar munu setja glæsilegan svip á strandlínu borg- arinnar“, sagði Gunnar Sverrisson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka. „Það er ekki á hverjum degi sem ráðist er í jafn mikla uppbyggingu í Reykjavík á einu bretti. Íslenskir aðalverktakar hafa sýnt það í gegn- um árin að fyrirtækið er mjög vel í stakk búið til þess að takast á við verkefni af þessari stærðargráðu enda fá verktakafyrirtæki á Íslandi sem hafa yfir jafn mikilli reynslu að ráða. Byggingarsvæðið afmarkast af Skúlagötu, Frakkastíg, Lindargötu og Vatnsstíg. Hæsta byggingin mun standa við Vatnsstíg og verður 63 metrar eða 19 hæða. Þá munu tvær lægri byggingar standa við sömu götu, sem verða annars vegar átta hæða og hins vegar þriggja hæða. Við Lindargötu verða síðan tvær byggingar, önnur þriggja hæða en hin 11 hæða. Húsasamstæðurnar verða tengdar saman neðanjarðar með bílageymslum á þremur hæð- um, en samtals verða rúmlega 250 bílastæði í öðrum og þriðja áfanga. Byggingastjóri er Oddur H. Oddsson og verkefnisstjórar Guð- mundur Karl Marinósson og Heiðar Ásgeirsson. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Háhýsi Í Skuggahverfinu gamla er risin glæsileg byggð hárra sambygginga. Nú hafa Íslenskir Aðalverktakar og 101 Skuggahverfi gert samstarfssamning um byggingu fimm íbúðarhúsa með 97 íbúðum í hverfinu. ÍAV sjá um byggingafram- kvæmdir í Skugganum Til himins ÍAV byggir hátt í Skuggahverfinu. Hæsta byggingin mun standa við Vatnsstíg og verður 63 metrar eða 19 hæða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.