Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 22
22 F ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hornbjargsviti stendur íLátravík á Ströndum,sem er talinn einn af-skekktasti staður á Ís- landi þar sem mannabústað er að finna. „Víst er að fáir staðir á landinu eru eins langt frá þjóðvegakerfinu en það er jú það sem við setjum sem viðmið er við ræðum um hvað sé af- skekkt en með nýrri tækni hafa öll viðmið breyst og þannig hefur Látravík komist í gott samband við vegakerfið, þar á ég auðvitað við sjó- leiðina og bátinn Sædísi sem Reimar Vilmundarson gerir út og siglir oft í viku til okkar frá Norðurfirði, með viðkomu í Reykjafirði og Bolung- arvík á Ströndum,“ segir Ævar Sigdórsson sem ásamt konu sinni Unu Lilju Eiríksdóttur hefur rekið ferðaþjónustu í húsi Hornbjargsvita. „Fyrr á öldum þótti þessi vík ekki álitlegur kostur til ábúðar, og var hún ekki byggð fyrr en 1872, þegar Jóhann Halldórsson bóndi og refa- skytta settist þar að. Jóhann er talinn síðasti landnáms- maðurinn þar sem Látravík er síð- asta jörðin sem mæld var úr óskipt- um almenningi hér á Íslandi. Í Látravík var svo búið allt fram til 1909 en þá fór jörðin í eyði. Það var svo árið 1930 að Vita- málastofnun keypti jörðina og reisti þar Hornbjargsvita. Saga vitans frá 1930–1995 verður ekki rakin hér, ég hef aðeins kynnt mér þessa sögu og veit að ekki hefur verið auðvelt að lifa og starfa í Látravík sem vitavörður, sú saga bíður betri tíma. Það var sumarið 1998 sem við hjónin komum fyrst í Hornbjargs- vita. Fram að þeim tíma hafði ég fremur óljósar hugmyndir um stað- inn, hafði heyrt talað um erfiðleika vitavarða með ráðskonuhald og síðar um kommúnista sem þarna væri best geymdur, fjarri siðmenning- unni. Skemmst er frá því að segja að ég varð fyrir þvílíkum hughrifum eftir dvöl á þessum stað að það var ekki spurning um hvort, heldur hvenær, ég kæmist aftur. Seinna komst ég að því að eins var um konu mína farið. Það varð þó ekki fyrr en árið 2004, að aftur var farið í vitann, þetta var eins og fyrri ferðin, svokölluð vinnu- ferð þar sem tekið var til hendinni með þrif og annað smálegt. Það var þó ekki fyrr en við sigld- um burt frá vitanum og ég horfði heim að húsinu að hugmyndin kvikn- aði.“ Hvernig væri að fá húsið á leigu? „Hvernig væri að fá húsið á leigu? Ég sagði engum frá þessum hug- renningum mínum en fór á fund for- stjóra Siglingastofnunar strax er við komum í bæinn og bar upp erindið. Skemmst er frá því að segja að þeim leist vel á mínar hugmyndir varðandi framtíð staðarins og samn- ingur var gerður um eignirnar. Upphaflega var ferðaþjónusta ekki það sem við hjónin höfðum í huga, miklu frekar athvarf sem hægt yrði að dvelja í, einskonar sumarbústaður sem yrði opinn fyrir vinum og ættingjum. Þetta breyttist þó fljótt, því um leið og þetta spurðist út fóru að ber- ast pantanir, þannig að þá varð ekki aftur snúið. Við öfluðum okkur því tilskilinna leyfa, mættum næsta vor með bílf- arma af húsbúnaði og öllu því sem þarf til að opna gististað fyrir 35–40 manns og hófum rekstur. Eftir tveggja sumra reynslu, get- um við fullyrt að rekstur á gistiheim- ili í tengslum við vita er ákaflega já- kvæður. Vitar eru jákvæð mannvirki, vitar eru ljósberar, þeir lýsa veginn, eru óbreytanlegir í huga fólks, eitthvað ankeri þeirra sem nútíminn er að æra með sífelldu áreiti og stressi, allt er hverfult, ekkert er víst, allt er „group!“ Þannig hafa þeir ennþá hlutverk, bæði raunverulegt og ekki síður huglægt. Maður sér hvernig það slaknar á fólki þegar það kemur inn í vitavarð- arhúsið í Látravík. Oftar en ekki sefur fólk yfir sig fyrstu nóttina, komið hefur fyrir að konan hefur sent mig upp til að at- huga hvort einhver andi ennþá! Af öllum þeim fjölda sem nú hefur gist hjá okkur, man ég engan sem verið hefur andvaka, engan sem hef- ur séð neitt óhreint eða orðið var við neitt óvenjulegt.“ Húsinu fylgir ró „Þessu gamla húsi virðist fylgja ró og friður sem ég tengi svo vitanum og þeim jákvæðu hugsunum sem honum fylgja. Við getum því ekki selt drauga eða galdraferðir, enda aðrir í þeim geira. Ég hef stundum farið með hópa upp í vitann, sagt sögu hússins og vitans sem best ég kann hverju sinni, stór hluti fólks heldur að vitinn sé ekki starfræktur lengur og að vit- ar séu óþarfir í dag. Því verða marg- ir ansi langleitir er ég útskýri hve vitinn er nauðsynlegur, þrátt fyrir nútímatækni í skipum og bátum. Hornbjarg og Látravík, aðeins nöfnin kalla fram sterk viðbrögð – þetta er hæsta standbjarg við sjó og var lengi vel afskekktasta byggð á Íslandi. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Ævar Sigdórsson sem hefur ásamt konu sinni undanfarin sumur rekið ferðaþjónustu í húsi Hornbjargsvita og hefur séð um viðhald staðarins. Íbúðarhúsið. Séð heim að íbúðarhúsinu í Látravík. Hús Hornbjargsvita Lending Lendingin í Látravík var endurbyggð af Ævari og félögum árið 2005 og er nú í góðu lagi. Umhverfi vitans er ákaflega fjölbreytt og fallegt. Hjónin Una Lilja Eiríksdóttir og Ævar Sigdórsson á rómantískri stundu með haustblóm í fangi, sem þau fengu að gjöf frá gestum sínum. Málarastörf Mikið þurfti að mála áður en flutt var inn í húsakost Horn- bjargsvita. Hér sést Ævar sveifla málningarkústinum kunnáttusamlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.