Morgunblaðið - 20.01.2007, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.01.2007, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 19 G O Ð A S T E I N N - héraðsrit Rangæinga Goðasteinn, árgangur 2006, fæst hjá Laufafelli Hellu, Bláfelli Hvolsvelli, Söluskálanum Landvegamótum, Bókakaffi, Austurvegi 22 á Selfossi, sími 482 3074 og Bókabúðinni Hamraborg, Hamraborg 5, Kópavogi, sími 554 0877. Eldri árganga má nálgast hjá Fannberg á Hellu, sími 487 5228. Héraðsnefnd Rangæinga Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel Ísafirði 25.-26. janúar 2007 Dagskrá fundarins Fimmtudagur 25. janúar 12.30 Hótel Ísafjörður - Afhending fundargagna 13.00 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands Setning - Pétur Rafnsson, formaður 13.10 Ávarp Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra 13.25 Skipað í fastanefndir aðalfundar: Kjörnefnd-Kjörbréfanefnd-Fjárhagsnefnd. 13.30 Erindi: Uppbygging Markaðsstofu Vestfjarða Jón Páll Hreinsson, framkvæmdarstjóri 13.45 Erindi: Sameinaðir kraftar koma okkur lengra, stefnumótun og miðlun upplýsinga. Stefán Stefánsson, formaður Ferðamálasam taka Austurlands og Sævar Örn Sævarsson, vefráðgjafi og verkefnastjóri hjá IGM. 14.20 Umræður og fyrirspurnir 15.00 Kaffihlé 15.30 Aðalfundarstörf samkvæmt lögum FSÍ 19.00 Móttaka í boði bæjarstjórnar 20.00 Kvöldverður og kvöldvaka Veislustjóri Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. Föstudagur 26. nóvember 09.00 Kynnisferð Ferðaþjónusta á svæðinu kynnt Flug til Reykjavíkur Fundarstjóri er Ingi Þór Ágústsson, bæjarfulltrúi Skráning á fundinn er í síma 898-6635 eða petur@icetourist.is Bókun herbergja á Hótel Ísafirði er á hotelisafjordur.is eða í síma 456-4111. Bókun flugs til Ísafjarðar á aðalfund FSÍ: Hópadeild Flugfélags Íslands í síma 570-3075 virka daga frá kl 9-16 eða hjá hopadeild@flugfelag.is Stjórn FSÍ Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is STJÓRNARHERINN á Srí Lanka náði yfirráðum yfir bænum Vakarai, einu helsta vígi Tamíl Tígranna á austurströnd eyjarinnar, í áhlaupi í gær. Allt að 15.000 tamílar voru tald- ir hafast við í flóttamannabúðum skammt frá bænum þegar uppreisn- armenn voru hraktir á flótta og hafa hjálparstofnanir lýst yfir áhyggjum af öryggi þessa fólks. Fregnir hafa borist af því að fólkið hafi þegar flúið en það hefur enn ekki fengist stað- fest. Harðir bardagar hafa geisað á svæðinu á síðustu vikum og hafa talsmenn hersins sakað Tígrana um að nota flóttafólkið sem „skildi“ í átökunum. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna og ýmis hjálparsamtök höfðu skorað á Tígrana að hleypa flóttafólkinu, sem upphaflega var 35.000 talsins, frá svæðinu, sem hef- ur verið mikilvæg samgönguæð upp- reisnarmanna til norðurs. Talsmenn hersins áætluðu í gær að minnst 331 uppreisnarmaður og 45 hermenn hefðu fallið í bardögun- um í austurhlutanum síðustu daga. Aðeins eru um þrjár vikur liðnar frá því að Sarath Fonseka yfirhers- höfðingi lýsti því yfir, að hann hygð- ist „hreinsa“ austurhlutann, þar sem ýmis þjóðarbrot eru búsett, af vopn- uðum uppreisnarmönnum Tígranna. Atburðir gærdagsins eru mikið áfall fyrir Tígrana sem voru einnig hraktir frá vígi sínu í Sampur, norð- ar á austurströndinni, í september- byrjun á nýliðnu ári. Víglínan hefur því verið að breytast og saka Tígr- arnir herinn um að taka yfir stór, samfelld svæði þeirra eins og þau voru skilgreint í ákvæðum vopna- hléssamkomulagsins frá 2002. Hálf milljón á vergangi Ef marka má reynsluna af átök- unum í fyrra, róstusamasta árinu frá 2002, munu Tígrarnir svara með hefndaraðgerðum, líkt og þeir gerðu í október eftir misheppnað áhlaup hersins norður á Jaffna. Má fastlega búast við, að herinn sé á varðbergi gegn sjálfsmorðsárásum. Eins og fyrr segir er óttast um þúsundir Tamíla sem hafast við í ná- grenni Vakarai, en að sögn Þorfinns Ómarssonar, talsmanns norrænu eftirlitssveitanna, SLMM, á Srí Lanka er of snemmt að segja til um hvort allir þurfi að yfirgefa svæðið. „Það er ljóst að vandi þessa fólks verður ekki leystur með aðgerðum hersins,“ sagði Þorfinnur. „Sam- kvæmt nýrri skýrslu hafa 213.000 nýir flóttamenn bæst í hópinn á síð- ustu níu mánuðum. Þetta þýðir að fjöldi flóttamanna í landinu er kom- inn yfir hálfa milljón.“ Tígrarnir á flótta Herinn á Srí Lanka hrekur uppreisnarmenn frá Vakarai AP Framsókn Hermenn hvílast eftir að hafa tekið yfir búðir Tígranna í Mad- urakavi fyrr í vikunni. Gagnger endurskoðunarvinna fer nú fram hjá yf- irmönnum SLMM sem munu senda lið til svæðisskrifstofanna í næstu viku. Fréttir í tölvupósti Lundúnum. AFP. | Ruth Turner, mik- ilvægur tengiliður bresku stjórnar- innar við Verkamannaflokkinn, var í gærmorgun handtekin á heimili sínu í Lundúnum, í tengslum við rann- sókn lögreglunnar á meintri fjár- málaspillingu innan flokks Tonys Blairs forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn hefur ver- ið sakaður um að láta aðalstignir í staðinn fyrir fé í kosningasjóði flokksins. Turner var yfirheyrð í tengslum við þessar ásakanir, vegna grunsemda um að hún hefði staðið í vegi fyrir framgangi réttvísinnar. Blair brást skjótt við tíðindunum og sagðist hafa „fullkomið“ traust á Turner, sem væri „heiðarleg mann- eksja“, sem hann hefði mikið álit á. Alls hefur breska lögreglan yfir- heyrt um 90 manns í tengslum við málið, sem vindur sífellt upp á sig. Á hinn bóginn hafa aðeins þrír verið handteknir fram að þessu, Lord Levy, helsti fjár- öflunarmaður Verkamanna- flokksins, Des Smith, sem unnið hefur að mennta- málum innan stjórnarinnar og Sir Christopher Evans, sem látið hefur fé af hendi rakna í sjóði flokksins. Enginn hefur enn verið ákærður. Grunsemdir um yfirhylmingu Turner var látin laus gegn trygg- ingu en hún var fyrst handtekin og svo sleppt án ákæru vegna málsins í september. Hún þarf að mæta aftur til yfirheyrslna. Rannsóknin hófst eftir að í ljós kom að Verkamannaflokkurinn hafði þegið háar „lánagreiðslur“ frá fjár- sterkum aðilum fyrir þingkosning- arnar 2005 og að mörgum þessara aðila hefði verið veitt aðalstign. Hún hefur síðan tengt anga sína um breska stjórnkerfið og allir helstu flokkarnir flækst í málið með einum eða öðrum hætti. Eins og breska ríkisútvarpið, BBC, rifjaði upp á vefsíðu sinni í gær var búist við að Scotland Yard myndi skila af sér skýrslu um málið í þessum mánuði. Talsmaður lögreglunnar hafi hins vegar upplýst, að vegna atburða gærdagsins sé frekari rannsókna þörf. Að sögn breska blaðsins The Times, leiðir handtakan til vanga- veltna um hvort Scotland Yard sé að útvíkka rannsókna til að kanna hvort reynt hafi verið að hylma yfir málið. Ráðgjafi Blairs grunaður um að hindra réttvísina Ruth Turner
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.