Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Líttu upp, drengur, horfðu í kringum þig og teiknaðu það sem þú sérð, af nógu er að taka. Ströng, lítið eitt óþolinmóð en glaðklakkalega rödd Magnúsar hljómar enn í eyrum þar sem við göngum eftir sólríkri húsa- götu í Braunschweig í Þýskalandi fyrir réttum 40 árum, ég nýbyrjaður að læra arkitektúr, Magnús langt kominn með rafmagnsverkfræði. Magnús var afar hreinskiptinn og sagði mönnum hiklaust meiningu sína. Hann kvartaði ekki yfir hlutun- um og þoldi illa víl yfir því sem hon- um fannst vera lítilræði eins og óleyst skólaverkefni. Magnús gerði miklar kröfur en fyrst og fremst til sjálfs sín enda skilaði hann sínum verkefnum alltaf fyrir lokadag og hafði þá leyst þau svo vel að umtalað var í skólan- um. Einnig við hin sem vorum í óskyldum greinum nutum hins góða orðstírs landa okkar, vorum stolt af frammistöðu hans, fannst að við stæðum harla vel, útlendingar í stóru framandi menningarumhverfi. Þegar Magnús leit upp úr námsbókunum greip hann færið til að liðka líkamann og stundaði þá einmenningsíþróttir eins og tennis. Þar sló hann heldur ekki slöku við og hvatti okkur hin til dáða á þeim vettvangi líka. Magnús var keppnismaður en hann þurfti enga mótherja því að keppni hans snerist um að bæta sjálfan sig í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Ég undraði mig stundum á því að Magnúsi virtist aldrei verða misdægurt. Seinna komst ég að því að hann fékk svo sem flensu eins og aðrir en dró sig þá í hlé því að hann kærði sig ekki um að sýna veikleika af neinu tagi eða þurfa að hlusta á Magnús Þór Magnússon ✝ Magnús ÞórMagnússon fæddist í Reykjavík 27. júní 1942. Hann lést á heimili sínu á Seltjarnarnesi 29. desember síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Hallgríms- kirkju 10. janúar. vorkunnsemi. Samt sýndi hann öðrum samúð og var alltaf tilbúinn til að hjálpa og létta undir með félög- unum. Sjálfur naut ég þeirra eiginleika Magnúsar oftar en einu sinni svo sem þeg- ar hann ferðaðist með barnunga dóttur okkar Ragnheiðar frá Íslandi til Þýskalands. Hann sýndi einnig þá nær- gætni að heimsækja hana fyrir brottför til að draga úr kvíða hennar fyrir að ferðast með alókunnugum manni. Þegar foreldrar mínir komu í nokk- urra daga heimsókn til Braunsch- weig bauð hann þeim af eðlislægum höfðingsskap í skoðunarferð um nær- liggjandi fjallahéruð svo að nefnd séu aðeins tvö dæmi. Eftir nám starfaði Magnús þrjú ár í Ameríku en kom þá aftur til tækniháskólans í Braunsch- weig og lauk þaðan doktorsprófi árið 1977. Lagt var að honum að stunda áfram rannsóknir í Þýskalandi þar sem vafalaust hefði beðið hans glæst- ur frami en ættjarðarást hans, tryggð og skyldurækni drógu hann heim til Íslands að taka við fyrirtæki föður síns, Volta. Magnús gerði fyr- irtækið á skömmum tíma að einu öfl- ugasta raftæknifyrirtæki landsins og naut þar staðgóðrar þekkingar á sér- sviði sínu, rofatækni; virðingar og sambanda sem hann hafði aflað sér á meginlandinu. Ég er af hjarta þakklátur fyrir að hafa fengið að ganga um stund með þessum góða dreng og harma svip- legt fráfall hans en hugga mig við erfiljóð Jónasar: Hvað er langlífi? lífsnautnin frjóvga, alefling andans og athöfn þörf; margoft tvítugur meir hefir lifað, svefnugum segg er sjötugur hjarði. Við Ragnheiður vottum Hrefnu, konu Magnúsar, börnum þeirra hjóna og fjölskyldu allri dýpstu sam- úð. Sigurþór Aðalsteinsson. Heimakær er orð sem sækir á hug- ann þegar ég minnist Magnúsar Þórs. Maggi var fulltrúi gamalla gilda sem eru á hverfanda hveli. Sem dokt- or í verkfræði og forstjóri framsæk- ins fyrirtækis var hann nýskapandi og með báða fætur í nútímanum en ræturnar hafði hann djúpt í hefð- bundnum fjölskyldugildum, frænd- rækni, heiðarleika og orðheldni. Hann var stoltur af konunni sinni, börnum, barnabörnum, garðinum og heimilinu sem Hrefna hans skapaði og nærði. Hann var drengur góður. Maggi dó alltof ungur eftir erfiða sjúkdómslegu en hafði þá gæfu til að bera að liggja og deyja á sínu kæra heimili. Þessa dýrmætu gjöf gaf Hrefna Magga af heilum hug. Kæra Hrefna, Áslaug, Þorri, Kata og fjölskyldur, ég sendi ykkur sam- úðarkveðju frá Stokkhólmi um leið og ég þakka ykkur og Magga vináttu og samveru á liðnum árum. Ásgeir R. Helgason. Kynni mín af Magnúsi hófust þeg- ar hann kom heim frá Þýskalandi 1977 með fjölskylduna og kom til starfa hjá föður sínum í Rafvélaverk- stæðinu Volta sem þá var til húsa á Norðurstíg 3A í Reykjavík. Strax frá fyrsta degi Magnúsar þar urðum við sem fyrir vorum hjá fyrirtækinu var- ir við jákvæðar breytingar sem áttu eftir að gjörbreyta fyrirtækinu á næstu árum. Það var mjög athygli- vert að vinna með Magnúsi, skipu- lagðari mann hef ég ekki hitt. Annað var hið ótrúlega minni hans sem kom öllum á óvart er hann kom með at- hugasemdir um hluti og atvik sem engan óraði fyrir að hann myndi, jafnvel mörgum árum síðar. Samstarf okkar varð mun nánara er fyrirtækið var flutt um set að Vatnagörðum 10 og meiri áhersla var lögð á heildsöluhluta þess. Í upphafi vorum við Magnús eingöngu tveir sem sinntum þessari deild. Upp úr því þróaðist vinátta okkar og áttum við oft mjög ýtarlegar samræður sem náðu langt út fyrir daglegar hug- renningar um fyrirtækið og þróun þess. Magnús lagði mikið upp úr því að starfsmönnum hans liði vel jafnt á vinnustað sem heima og voru þau hjón Magnús og Hrefna Gunnars- dóttir áhugasöm um hagi og fylgdust af einlægni með þeim. Minnisstæður er áhugi þeirra á hvernig konu minni og dóttur reiddi af eftir komu þeirra til Íslands. Mátum við hjón sérlega þessa umhyggju þeirra. Einstaklega var ánægjulegt að ferðast með Magnúsi til útlanda hvort sem farið var á fagsýningar eða heimsókn til birgja. Þá varð hann all- ur annar maður, geymdi hið daglega amstur eftir heima og naut þess að ferðast. Sérstaklega naut hann sín er við komum til Þýskalands og var þar hrókur alls fagnaðar. Sennilega náði vinátta okkar hæstu hæðum er við fórum í veiðitúr norður í Vatnsdalsá fyrir tveimur ár- um og nutum þess að vera úti í á og renna fyrir fisk þótt kalt væri. Ári áður hafði Magnús fengið heilablóðfall sem tók mjög á hann og fjölskyldu hans en aðdáunarvert var að sjá hve ákveðinn hann var að ná aftur heilsu til að halda áfram starfi sínu sem hann unni svo mjög. Þarna í Vatnsdalnum voru þau hjón búin að kaupa Eyjólfsstaði þar sem ætlunin var að dvelja öllum stundum sem gæfust þegar hann færi að minnka við sig vinnu. Á þessum tíma var upp- bygging þar í fullum gangi. Áttum við margar stundir saman þar sem ræddar voru hugmyndir og útfærslur á ýmsu er snerti Eyjólfsstaði. Svo fór þó að þreki og heilsu Magnúsar hrakaði svo að ekki varð hjá því komist að hann ásamt fjöl- skyldu og meðeigendum seldi fyrir- tækið og síðastliðið vor þegar sölu- ferliðnu var að ljúka fékk Magnús hjartaáfall sem gekk mjög nærri hon- um og náði hann aldrei að rífa sig al- mennilega upp úr því. Kæri vinur, með þessum fátæk- legu orðum langar mig að þakka fyrir nærri 30 ára kynni sem ekki féll skuggi á. Elsku Hrefna, Áslaug, Þorsteinn, Katrín og aðrir ástvinir Magnúsar. Við hjónin sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Bjarni og Nongnart. Látinn er langt um aldur fram, Magnús Þór Magnússon, rafmagns- verkfræðingur og fyrrum forstjóri og aðaleigandi Volta hf. Við áttum nær þriggja áratuga samstarf í Volta en Magnús faðir hans og Oddur föður- bróðir hans byggðu það fyrirtæki upp. Magnús kom þar til starfa 1977 og tók við stjórn þess við lát föður síns á árinu 1980. Magnús stýrði fyrirtækinu mjög farsællega og það óx og dafnaði undir stjórn hans. Hann var mjög nákvæm- ur í störfum sínum og vildi hafa alla hluti í röð og reglu. Hann víkkaði út starfssvið þess og fékk umboð fyrir ýmis velþekkt vörumerki og var jafn- framt í samstarfi við erlenda aðila um tilboð í ýmis stórverkefni á sviði raf- verktöku hér á landi. Naut hann mik- ils trausts þessara samstarfsaðila en Magnús var vel menntaður í raforku- verkfræði og lauk doktorsprófi í þeirri grein við Tækniháskólann í Braunschweig í Vestur-Þýskalandi. Magnús var góður húsbóndi og mjög vel liðinn af starfsfólki og við- skiptavinum Volta. Það var gott að vinna undir hans stjórn og samstarfið við hann var eins og best var á kosið en þegar litið er til baka er vináttan við hann mest um verð. Ég átti því láni að fagna að ferðast með honum bæði hér heima og erlendis. Hann var hinn besti ferðafélagi, margfróð- ur um þá staði sem hann heimsótti, en hann skipulagði ferðir sínar vand- lega og þá sérstaklega ferðir á sýn- ingar erlendis. Veiðiferðir með hon- um í Flóku voru einkar ánægjulegar en þar þekkti hann hvern hyl og hvern streng. Magnús Þór kvaddi of snemma og nú er skarð fyrir skildi. Ég sé á bak góðum vini sem gott er að minnast. Hrefnu og öðrum ástvin- um hans votta ég innilega samúð. Jóhannes Þórðarson. Fallinn er frá fyrir aldur fram, vin- ur minn og fyrrverandi vinnuveit- andi, Magnús Þór Magnússon, lengst af kenndur við fjölskyldufyrirtæki sitt og nefndur Magnús yngri í Volta, til aðgreiningar frá föður sínum Magnúsi Hannessyni sem einnig var jafnan kenndur við Volta. Ég fékk að vera þeirrar gæfu að- njótandi að vinna fyrir Magnús bæði niðri á Norðurstíg og norður á Eyj- ólfsstöðum í Vatnsdal, við þau kynni fékk ég bæði sögu Volta og ættarsög- una að norðan, ljóslifandi og ná- kvæma. Okkar síðasta samtal var á haust- dögum og snerist um Eyjólfsstaði og Vatnsdalinn og hvenær við skyldum skreppa næst norður og halda áfram að gera upp húsið á Eyjólfsstöðum sem var við að klárast er örlögin gripu inn í. Hrefna, börn, tengdabörn og barnabörn, megi Guð geyma og styrkja. Þorvaldur Haraldsson. Fallinn er frá langt um aldur fram Magnús Þór Magnússon. Ég kynnt- ist Magnúsi fyrir rúmum 20 árum þegar ég hóf störf á skrifstofu Volta. Það var mjög gott að vinna með Magnúsi, hann var mjög nákvæmur og þolinmóður. Alltaf gat ég leitað til hans og talað við hann hvort sem var um að ræða vinnuna eða um heima og geima. Skemmilegast þótti honum að tala um náttúru Íslands, þá sérstak- lega um Norðurland vestra þaðan sem hann var ættaður. Magnús var mikill fjölskyldumaður og talaði mik- ið um hana. Að vinna með Magnúsi í Volta var eins og ég eignaðist aðra fjölskyldu og var honum annt um mig og mína fjölskyldu og vil ég þakka honum fyrir það og er ég sannfærð um að fleiri starfsmenn Volta eru sama sinnis. Elsku Hrefna, Áslaug María, Þor- steinn Ingi, Katrín Lillý og aðrir vandamenn, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Jónína Hafdís. Magnúsi kynntist ég, persónulega, á síðasta ári, þegar í gang fóru samn- ingaviðræður, um kaup okkar á Volta, en því fyrirtæki hafði hann stýrt af miklum myndarskap, um langa hríð. Reyndar hafði ég vitað af honum lengi, bæði vegna þess að við störfuðum á svipuðum vettvangi, og svo hins, að vinskapur hafði skapast á milli sonar míns og sonar hans, þegar báðir voru við nám í Þýskalandi. Þó að mín persónulegu kynni af Magn- úsi væru ekki löng, þá fór það ekki fram hjá nokkrum manni, að þar fór skarpgreindur og heiðarlegur maður. Mér er minnisstæð frásögn hans af því, þegar hann fékk heilablóðfall fyr- ir nokkrum árum, og í kjölfarið þurfti hann að byrja að læra að tala upp á nýtt. Af frásögn hans mátti glöggt merkja, hversu miklum járnvilja hann bjó yfir. Því þótti okkur vænt um, þegar Magnús ásamt meðeig- endum sínum ákvað, á vordögum síð- asta árs, að selja Jóhanni Ólafssyni & Co fyrirtækið, en ekki einhverjum öðrum. Í því fólst mikið traust, af hans hálfu, og fullvissa um það, að ný- ir eigendur myndu halda merki Volta hátt á lofti til framtíðar. Þetta var honum mjög mikilvægt, enda þótti honum afar vænt um fyrirtækið, og hafði léð því alla sína starfsorku, mestan hluta ævi sinnar. Þessi gildi voru hins vegar ákveðnir utanaðkom- andi aðilar ekki tilbúnir að virða, í söluferli fyrirtækisins, og tók hann það afskaplega nærri sér. Þeim tókst þó ekki ætlunarverk sitt og samning- ar tókust um söluna. Þó að heilsu Magnúsar hafi verið farið að hraka á þessum tíma, þá ól ég ávallt þá von í brjósti að hann mætti njóta afrakst- urs ævistarfs síns, enn um sinn, í faðmi fjölskyldunnar. Því var mér það mikil harmafregn, þegar sonur Magnúsar hringdi til mín, og til- kynnti mér lát föður síns, nú rétt fyr- ir áramótin. Að leiðarlokum vil ég þakka Magn- úsi samfylgdina og tel mig vera ríkari mann að hafa átt þess kost að kynn- ast honum. Hrefnu, eiginkonu Magn- úsar, börnum og öðrum ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið þeim Guðs blessunar á þessari sorgarstundu. F.h. eigenda og starfsmanna Volta. Sigurður H. Ingimarsson. Þá er einn enn fallinn frá. Z-bekk- urinn í MR 1962 var sérlega samheld- inn hópur, 10 strákar og 13 stelpur, og hefur hópurinn hist reglulega æ síðan. Við komum úr ýmsum áttum, komum saman í fyrsta sinn í 4. bekk haustið 1959, flestir víðs vegar að úr Reykjavík og nágrenni. Maggi Þór var einn af þessum hóp, hress og skemmtilegur félagi og, eins og sagði í vísu um hann í Fánu „öruggur bæði í bíl og við bannsettu dæmin að fást“. Hér var vísað til þess að Maggi var alltaf bestur í stærðfræði og virtust hin erfiðustu viðfangsefni þeirra vís- inda hið minnsta mál þegar hann var annars vegar. Jafnvel bar það við að Sigurkarl Stefánsson, stærðfræði- kennarinn okkar, leit til Magnúsar til að kanna hvort hann hefði ekki fengið það sama og hann út úr flóknum dæmum. Faðir Magga rak fyrirtækið Volta og tók Maggi á sínum tíma við því, eftir að hafa numið rafmagnsverk- fræði í Þýskalandi, og rak það æ síð- an. Magnús er annar bekkjarfélaginn sem fellur frá. Er það líklega óvenju- legt langlífi í slíkum hóp. Við kveðj- um hann með söknuði og um leið þakklæti og flytjum Hrefnu og fjöl- skyldunni okkar einlægar samúðar- kveðjur. Bekkjarfélagar í 6.-Z í MR 1962. Faðir minn, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, BALLI, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Gunnar Guðmundsson og barnabörn. Konan mín, SVALA GUÐMUNDSDÓTTIR í Selsundi, er látin. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sverrir Haraldsson. ✝ Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ÞÓRA KRISTINSDÓTTIR, Silfurbraut 40, Höfn, Hornafirði, andaðist á líknardeild Landspítalans að morgni föstudagsins 19. janúar. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Kári Alfreðsson, Hlynur Kárason og Bjarki Kárason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.