Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.01.2007, Blaðsíða 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 20. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðaustan 8– 13 m/s og dálítil snjókoma eða él. Hægari vindur og léttskýjað sunnantil á land- inu. » 8 Heitast Kaldast 0°C 8°C HERRAMANNSMATURINN lifrarpylsa og blóðmör var víða á borðum í gær enda bóndadagur og fyrsti dagur í þorra. Þessir ungu sveinar á leikskólanum Hvammi í Hafnarfirði tóku hraustlega til matar síns og verða því án nokkurs vafa bæði stórir og sterkir. Morgunblaðið/Ásdís Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is EFTIR að Byrgið varð gjaldþrota árið 2002 var skipt um kennitölu á starfseminni og hún hélt áfram að fá fjárframlag frá ríkinu. Féð rann því til Líknarfélagsins Rockville en ekki í þrotabú Byrgisins, kristilegs líknarfélags. Félagsmála- ráðuneytið sendi Ríkisendurskoðun bréf í janúar 2003 þar sem spurt var hvort ráðuneytinu væri heimilt að fara að ósk rekstraraðila Byrgisins og greiða það framlag sem merkt hafði verið Byrg- inu á fjárlögum til Líknarfélagsins Rockville eða hvort féð ætti að fara í þrotabúið. Ríkisendurskoðun svaraði bréfleiðis að al- mennt séð væri mönnum eða stofnunum ekki skapaður lögvarinn réttur til greiðslna sam- kvæmt fjárlögum einum saman, þótt skoða þyrfti hvert tilvik fyrir sig. „Telja verður að yfirgnæf- andi líkur séu fyrir því að forsendur fyrir fram- laginu til Byrgisins séu brostnar, þar sem ljóst er að þrotabú þess mun ekki veita þá umönnunar- og endurhæfingarþjónustu, sem framlaginu er að öllum líkindum ætlað að standa undir,“ segir í bréfinu. Öll gögn yrðu skoðuð Ríkisendurskoðun taldi því heimilt að láta framlagið renna til nýs rekstraraðila Byrgisins þar sem peningunum væri fyrst og fremst ætlað að standa undir kostnaði við umönnun og end- urhæfingu skjólstæðinga Byrgisins á árinu 2003. Í bréfinu er þó tekið fram að setja þurfi skilyrði sem tryggi að framlagið renni til þess að standa undir kostnaði við alla starfsemi sem Byrgið sinnti áður. Þar sem engin gögn fylgdu bréfi ráðuneytisins sagði Ríkisendurskoðandi nauðsynlegt að grand- skoða öll gögn tengd Byrginu áður en ákvörðun væri tekin í málinu. Utandagskrárumræður fóru fram á Alþingi í gær um málefni Byrgisins. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og málshefjandi, segir að eftir að Byrgið var úrskurðað gjaldþrota árið 2002 hafi kostnaður ríkissjóð vegna Byrg- isins numið rúmum 200 millj. króna. „Það má líta svo á að með þessum vinnubrögðum sé félags- málaráðuneytið að samþykkja kennitöluflakk. Það er algerlega óásættanlegt,“ segir Lúðvík. Fékk fjárframlög á nýja kennitölu eftir gjaldþrot Ríkisendurskoðun samþykkti með fyrirvara um ströng skilyrði  Byrgið fékk/14 ALAN Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham United, kveðst í samtali við Morg- unblaðið vera heillaður af framtíðarsýn Eggerts Magnússonar stjórnarformanns sem stefnir að því að koma West Ham í fremstu röð í enskri knattspyrnu innan fimm ára. „Metnaðurinn er svo sannarlega fyrir hendi og það var tími til kominn að stjórnendur West Ham United færu að hugsa með þessum hætti.“ Aðspurður hvort hann hafi trú á því að þetta takist svarar hann afdráttarlaust játandi. „Þetta er hægt en það mun kosta mikla vinnu. En undirstaðan er fyrir hendi.“ | 20 Morgunblaðið/Daniel Sambraus Metnaður Eggert Magnússon og Alan Curbishley bera saman bækur sínar á Up- ton Park í Lundúnum. Tímabært að West Ham hugsaði svona SKIPULAGI Glaðheima í Kópavogi hefur verið vísað til Skipulagsstofnunar og óskar umhverfisráðuneytið eftir afstöðu hennar vegna athugasemda frá bæjaryfirvöldum í Garðabæ. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garða- bæ, ritaði umhverfisráðherra bréf í nóvem- ber vegna verslunar- og þjónustusvæðis Glaðheima í Kópavogi. Litlu áður hafði Skipulagsstofnun afgreitt skipulagið eftir að hafa yfirfarið gögn Kópavogsbæjar. Gunnar taldi rétt að benda ráðherra á að Skipulagsstofnun hefði ekki verið upplýst um athugasemdir Garðabæjar þar sem um- ferðarmagn er gagnrýnt. | Miðopna Athugasemdir Garðabæjar teknar til greina BANKAR og sparisjóðir greiddu 11,3 milljarða króna í tekjuskatt til ríkissjóðs í álagningu síðasta árs, vegna tekna ársins 2005. Það er meira en tvöföldun greiðslna frá árinu áður og nærri sextíu- földun frá árinu 1993. Þetta má lesa út úr svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi. Stökkbreyting á greiðslunum varð aðallega milli álagningarár- anna 2001 og 2002 er þær fóru úr 104 milljónum króna í 1.274 milljónir. Er breytingin einkum rakin til einkavæðingar ríkis- bankanna og þess að skatthlut- fallið var lækkað úr 30% í 18%. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri SBV, segir að við einkavæðingu hafi mikill frum- kraftur verið leystur úr læðingi og tekjuskattslækkunin hafi virk- að sem hvati fyrir atvinnulífið að gera enn betur. Skattumhverfið hafi um leið orðið samkeppnis- hæfara við önnur lönd. | 16 Tekjuskattur banka og sparisjóða sextíufaldaðist 7       0  4552 4554 4558 4559   52          2: ;4 22: ♦♦♦ EITT hundrað ár eru í dag frá því fyrsta leikritið var frumsýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri, árið eftir að húsið var byggt. Það var Ævintýri á gönguför sem fyrst var sýnt í húsinu 20. janúar 1907 og haldið verður upp á tímamótin í kvöld með því að frumsýna nýlegt enskt leikrit, Svartur köttur, í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórð- arsonar leikhússtjóra. | 52 | Lesbók 100 ár frá fyrstu frumsýningu í Samkomuhúsinu á Akureyri ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.