Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skólastjóri Þjórsárskóla Laus er staða skólastjóra við Þjórsárskóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í skólanum verða næsta skólaár 50 nemendur í 1. til 7. bekk. Skólinn er í Árnesi. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru 530 íbúar. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður, en einnig lítilsháttar iðnaður og ört vaxandi ferðaþjón- usta. Náttúrufegurð er mikil í sveitarfélaginu og margir þekktir sögustaðir. Þéttbýliskjarnar eru í Árnesi og Brautarholti. Í sveitarfélaginu er leikskóli, félagsheimili, sundlaug, bókasafn. Dvalarheimili fyrir aldraða er á Blesastöðum og í Skaftholti er heimili fyrir þroskahefta. Þjórsárskóli hefur lagt mikla áherslu á um- hverfismál og fékk grænfánann 2004. Einnig hefur verið lögð áhersla á nýsköpunarkennslu. Meginhlutverk skólastjóra er að: Vera leiðtogi skólans og veita faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans. Menntunar- og færnikröfur: Kennaramenntun. Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeld- is- eða kennslufræði er æskileg. Stjórnunarhæfileikar og reynsla af stjórnun. Fjölbreytt reynsla af kennslu og vinnu með börnum. Lipurð í mannlegum samskiptum. Staðan er laus frá og með 1. júní 2007. Sveitarfélagið aðstoðar við útvegun húsnæðis. Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og störf á sviði skólamála, auk annrra gagna er málið varðar. Umsóknarfrestur er til 20. mars 2007. Umsóknir sendist til: Skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Árnesi, 801 Selfoss. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar gefa: Jón Vilmundarson, formaður skólanefndar, sími 486 5592, 897 6247. Sigurður Jónsson, sveitarstjóri, sími 486 6014, 895 8432. Sveitarstjóri. Á sterkstraums- og háspennusviði leitum við að rafmagnsverk- eða rafmagnstæknifræðingi til hönnunar- og eftirlitsstarfa. Á raflagnasviði leitum við að rafmagnsverk- eða rafmagnstæknifræðingi til hönnunar- og eftirlitsstarfa. Einnig óskum við eftir tækniteiknara til starfa. Upplýsingar veitir Magnús Kristbergsson, netfang: magnus@vji.is eða Árni J. Gunnlaugsson, netfang: ajg@vji.is, í síma 560 5400 Umsóknum skal skila til VJI, Síðumúla 1, 108 Reykjavík. Síðumúli 1 • 108 Reykjavík • Sími 560 5400 • Fax 560 5410 • www.vji.is Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar ehf. Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar er elsta stofa landsins á sviði rafmagnsverkfræði, stofnuð 1960. Fyrirtækið veitir alhliða ráðgjöf og hannar kerfi fyrir háspennu, lágspennu og smáspennu. Verkefni VJI tengjast jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum og öðrum orkumannvirkjum; vatns- og hitaveitum; samgöngumannvirkjum; iðnaðar-, stjórn- og skjákerfum, sem og húsbyggingum og verksmiðjum, ljósleiðara- og fjarskiptakerfum. Þá annast stofan einnig viðhaldsverkefni, áætlana- og matsverkefni, verkeftirlit og gangsetningar. STARFSFÓLK ÓSKAST Við leitum að starfsfólki sem hefur jákvætt viðmót, góða þjónustulund og er tilbúið að veita viðskiptavinum okkar afburðaþjónustu. HEKLA er eitt öflugasta bílaumboð landsins. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og tækifæri til að vinna með hópi framúrskarandi starfsmanna. BÍLASVIÐ HEKLU SÖLUSTÖRF HEKLA er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bílum og vélum. Markmið félagsins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu við viðskiptavini og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar. Starfsfólk HEKLU er hvatt til að sýna frumkvæði, metnað og vilja til að ná árangri í starfi. HEKLA Laugavegi 172-174 Sími 590 5000 www.hekla.is Sölumaður Audi Sölumaður er annar af tveimur starfsmönnum í söludeild Audi en á næstu vikum standa til miklar breyting- ar í sýningarsal Audi á Laugaveginum. Audi vörumerkið er eitt af fremstu lúxusbílavörumerkjum heimsins og því eru gerðar miklar kröfur um fagmennsku, þekkingu á vörumerkinu og þjónustulund. Ábyrgð og verkefni • Ráðgjöf og sala bíla • Svörun fyrirspurna og tilboðsgerð • Samskipti við fjármögnunar- og tryggingafélög • Samskipti við umboðsmenn • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur • Löggilding í bílasölu • Áhugi og góð vöruþekking • Góð almenn tölvukunnátta • Þekking á fjármögnun bíla • Sjálfstæð vinnubrögð • Rík þjónustulund • Reynsla af sambærilegu starfi Sölumaður aukahluta Starfið felur í sér samskipti við erlenda birgja, tiltekt, sölu og þjónustu á öllum aukahlutum sem tengjast vörumerkjum HEKLU. Starfið er umfangsmikið og krefst gríðarlegs áhuga á öllu sem tengist bílum og góðrar þekkingar á þeim aukabúnaði sem í boði er. Ábyrgð og verkefni • Samskipti við birgja • Ráðgjöf og sala • Svörun fyrirspurna og tilboðsgerð • Samskipti við umboðsmenn • Innkaup og utanumhald birgða • Ábyrgð á vöruskrá aukahluta Hæfniskröfur • Reynsla af starfi í kringum fólksbíla/jeppa • Áhugi og góð vöruþekking • Góð almenn tölvukunnátta • Sjálfstæð vinnubrögð • Rík þjónustulund Vinsamlega sendið umsókn og ferilskrá í gegnum heimasíðu HEKLU, www.hekla.is, eða til Valdísar Arnórsdóttur starfsmannastjóra á netfangið va@hekla.is. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2007. Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Háskóli Íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, s. 525 4000 HUGVÍSINDADEILD AÐJUNKTAR Í SAGNFRÆÐI Í Hugvísindadeild eru laus til umsóknar tvö störf aðjunkta í sagnfræði. Aðjunktunum er m . a . æ t l a ð a ð s i n n a k e n n s l u í skyldunámskeiðum á BA-stigi. Doktorspróf og kennslureynsla í sagnfræði á háskólastigi er æskileg. Sjá nánar á www.hi.is/page/storf og www.starfatorg.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.