Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 B 11 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Starfsmannasvið Álfabakka 16, 109 Reykjavík www.heilsugaeslan.is Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar Heilsugæslan Fjörður, Hafnarfirði, auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum til starfa við heilsu- gæsluhjúkrun. Heilsugæslan Fjörður er ný heilsugæsla í hjarta bæjarins sem tók til starfa í upphafi ársins 2006. Leitað að hjúkrunarfræðingum til starfa þar sem starfssviðið er m.a. í skólahjúkrun, heimahjúkrun, ung- og smábarnavernd og almennri móttöku. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall getur verið samkomulagsatriði. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðimenntun í heilsugæsluhjúkrun eða búi yfir góðri reynslu í hjúkrun. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomu- lagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Heilsugæslan Fjörður, Hafnarfirði, auglýsir eftir sjúkraliðum til starfa við heimahjúkrun. Starf sjúkraliða í heimahjúkrun krefst sjálfstæðra vinnubragða og þarf umsækjandi að búa yfir góðri reynslu og hæfileikum til að geta unnið sjálfstætt. Um er að ræða gefandi starf þar sem starfsandinn er góður. Bíll til umráða á vinnutíma. Laun eru samkvæmt kjarasamningi sjúkraliðafélags Íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Nánari upplýsingar um störf hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða hjá Heilsugæslunni Fjörður gefur Ingibjörg Ásgeirsdóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 540-9400 eða á netfangi ingibjorg.asgeirsdottir@fjordur.hg.is Heilsugæslan Seltjarnarnesi auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi til starfa við heilsugæslu- hjúkrun. Leitað er að hjúkrunarfræðingi til starfa þar sem starfssviðið er m.a. í ung- og smábarnavernd og almennri móttöku. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall getur verið samkomulagsatriði. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðimenntun í heilsugæsluhjúkrun eða búi yfir góðri reynslu í hjúkrun. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Nánari upplýsingar veitir Emilía P. Jóhannsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslunnar Seltjarnarnesi í síma 561-2070 eða netfangi:emilia.p.johannsdottir@seltj.hg.is. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist til starfsmannasviðs Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík, fyrir 5. mars n.k. Laus störf hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins Reykjavík 18. febrúar 2007. Launadeild Glitnis ber ábyrgð á launaútreikningi bankans á Íslandi og hjá erlendum starfsstöðvum hans. Vegna aukinna verkefna vantar okkur nýjan liðsmann í hópinn. Helstu verkefni: • Almenn launavinnsla • Frágangur á launatengdum gjöldum innanlands • Bókun og afstemming á launum og bankareikningum • Skýrslugerð úr launakerfi • Upplýsingagjöf til stjórnenda og eftirfylgni mála • Önnur verkefni eftir nánara samkomulagi Hæfniskröfur: • Háskólamenntun, rekstrar- eða viðskiptafræði • Þekking á SAP launakerfi æskileg • Bókhaldsþekking og reynsla • Enskukunnátta, sérstaklega á hugtökum á launa- og bankasviði • Hæfni til að vinna undir álagi • Nákvæmni og talnaskilningur • Færni í mannlegum samskiptum H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nánari upplýsingar veitir Ragnar Torfi Geirsson, deildarstjóri launadeildar, sími 440-4182, ragnar.geirsson@glitnir.is. Tengiliður á mannauðssviði er Sigrún Ólafsdóttir, sími 440 4172, sigrun.olafs@glitnir.is. Umsóknir óskast fylltar út á www.glitnir.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá fyrir 24. febrúar nk. SÉRFRÆÐINGUR Í LAUNADEILD GLITNIS Atvinnuauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.