Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 B 13 Landhelgisgæsla Íslands leitar eftir áhugasömum og öflugum starfsmanni til starfa á rekstrarsvið Starfssvið: - Vinna við gerð rekstraráætlana, eftirfylgni þeirra og frávikagreiningu - Umsjón og þróun gæðamála - Ýmis önnur verkefni samkvæmt nánari ákvörðun. Menntunar- og hæfniskröfur: - Haldgóð rekstrarmenntun eða önnur menntun á háskólastigi sem nýtist í starfið - Reynsla af vinnu við áætlanagerð - Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli - Góð tölvukunnátta. Mikilvægt er að viðkomandi hafi skipulags- hæfileika, geti unnið sjálfstætt og sýnt frum- kvæði. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, ásamt sakavottorði, skal skilað til Landhelgisgæslu Íslands, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík, fyrir 6. mars nk. merktum „Umsókn – rekstrarsvið“ . Nánari upplýsingar veita Sólmundur Már Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, (solmundur@lhg.is) og Svanhildur Sverrisdóttir starfsmannastjóri (svanhildur@lhg.is) í síma 545-2000. Stígamót bjóða laust starf við fjármálaumsjón og fjáröflun Stígamót óska eftir að ráða öflugan starfskraft í hálfa stöðu til þess að hafa umsjón með fjár- málum og til skipulegrar fjáröflunar. Eftirspurn eftir þjónustu Stígamóta hefur aukist mjög og starfsemin að þenjast út á ýmsa vegu. Hug- myndir eru uppi um ný og þörf, metnaðarfull verkefni. Þó starfsemin standi undir sér, þarf að sækja meira fjármagn til nýrra verka. Stígamót njóta mikillar velvildar og vaxandi skilnings, svo verkefnið ætti að vera hið ánægjulegasta. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á starfi Stíga- móta, hafa góða samskipta og samstarfshæfi- leika og sýna frumkvæði, sjálfstæði og ábyrgð. Innsýn í fjármálaheiminn og reynsla af fjáröfl- un og fjármálaumsjón er mikilvæg. Umsóknir sendist til Stígamóta, Hverfisgötu 115, 105 R., fyrir 5. mars merktar: ,,Starfs- umsókn”. Öllum umsóknum verður svarað. Stígamót óska eftir að ráða sálfræðing í sérhæfð verkefni Starfsemi Stígamóta er krefjandi, gefandi og fjölbreytt grasrótarstarf sem byggir á kynjaðri sýn á samfélagið. Samábyrgð, frumkvæði og traust eru forsendur farsæls starfs með vanda- söm mál. Í starfshópnum ríkir bæði áhugi og starfsgleði sem mikilvægt er að varðveita. Í hópinn vantar okkur sálfræðing til þess að sinna sérstaklega fræðslu, kynningu og ráðgjöf við fatlað fólk sem beitt hefur verið kynferðis- ofbeldi. Umsóknir sendist til Stígamóta, Hverfisgötu 115, 105 R., fyrir 5. mars merktar: ,,Sálfræðiþjónusta”. Öllum umsóknum verður svarað. Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar leitar að öflugu starfsfólki til að taka þátt í þróun og uppbyggingu á einu stærsta og mest spennandi tækniumhverfi Íslands. Rekstur borgarinnar spannar mjög vítt svið og notar borgin ríflega 5.000 tölvur, er með á annað hundruð vefi og á fimmta þúsund síma svo dæmi sé tekið. Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar, UTM fer með forystuhlutverk í upplýsinga- og tæknimálum borgarinnar. UTM gegnir þjónustuhlutverki við viðskiptavini sína sem eru svið og stofnanir Reykjavíkurborgar og er ætlað að annast rekstur og þróun upplýsingatæknibúnaðar borgarinnar. UTM tilheyrir Þjónustu- og rekstrarsviði borgarinnar, skrifstofu þjónustu og upplýsingatækni. Markmið skrifstofu þjónustu og upplýsingatækni er að nýta upplýsingatæknina til að betrum- bæta þjónustu við íbúa borgarinnar. Víðnets- og kerfisrekstur Starfssvið: ● Daglegur rekstur víðnets Reykjavíkurborgar ● Daglegur rekstur á Linux og Unix netþjónum ● Daglegur rekstur á tæknirýmum ● Þátttaka í þróun tækniumhverfis Reykjvíkurborgar ● Samskipti við starfsmenn sviða og stofnana borgarinnar Menntunar- og hæfniskröfur: ● Reynsla af net- og linux rekstri er æskileg ● Reynsla af netlögnum er kostur ● CCNA, CCNP, RHCE eða sambærilegar gráður eru æskilegar ● Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi ● Lipurð í mannlegum samskiptum Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar Þjónustu- og rekstrarsvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Vefforritari Starfssvið: ● Forritun og smíði vefja og vefhluta í samráði við vefteymi borgarinnar ● Umsjón með uppfærslum vefkerfis ● Umsjón yfir aðkeyptri forritunarvinnu og verkefnum birgis vefumsjónarkerfis ● Þátttaka í vefverkefnum með sviðum og stofnunum ● Önnur tilfallandi forritunarverkefni Menntunar- og hæfniskröfur: ● Formleg menntun í forritun ● Forritunarreynsla í Microsoft .net ● Ítarleg þekking á HTML og CSS ● Ítarleg þekking á forritun og hönnun gagnagrunna (SQL) ● Þekking og reynsla af vefþjónustuhögun (SOA) ● Reynsla af vefforritun og vefsmíði ● Þekking á ContentXXL er kostur ● Frumkvæði og metnaður í starfi ● Lipurð í mannlegum samskiptum Hugbúnaðarsérfræðingur Starfssvið: ● Þarfagreining og hönnun lausna ● Forritun og innleiðing hugbúnaðarlausna ● Ráðgjöf vegna hugbúnaðarlausna og þróunar tækniumhverfis borgarinnar ● Samskipti við starfsmenn sviða og stofnana borgarinnar Menntunar- og hæfniskröfur: ● Tölvunarfræði eða sambærileg menntun ● Starfsreynsla við hugbúnaðargerð ● Reynsla af Lotus Notes forritun æskileg ● Reynsla af forritun í Java eða .Net æskileg ● Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi ● Lipurð í mannlegum samskiptum Nánari upplýsingar um störfin veita Hjörtur Grétarsson forstöðu- maður Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar (hjortur.gretarsson@reykjavik.is) í síma 411 1910 og 693 9338 og Álfheiður Eymarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu og upplýsingatækni (alfheidur.eymarsdottir@reykjavik.is) í síma 411 1058 og 693 9332. www.rvk.is/utm Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað til Upplýsingatækni- miðstöðvar Reykjavíkurborgar, Borgartúni 1, 105 Reykjavík eða á netfangið hjortur.gretarsson@reykjavik.is Umsóknir skulu berast eigi síðar en 23. febrúar nk. Sérfræðingur í plöntusjúkdómum Laust er til umsóknar starf innan matvæla- og umhverfissviðs Landbúnaðarstofnunar við vöktun og eftirlit með plöntusjúkdómum. Helstu verkefni: ● Eftirlit með innflutningi og útflutningi plantna og plöntuafurða. ● Skráning á innflutningi. ● Vottun fyrirtækja vegna viðarumbúða. ● Eftirlit með kartöfluútsæði og sjúkdómum og meindýrum í annarri innlendri ræktun. ● Eftirlit með innflutningi, framleiðslu og útflutningi á sáðvöru. ● Afleysing í eftirliti með innflutningi fóðurs og áburðar. Starfið krefst góðrar samvinnu við tollyfirvöld, erlenda plöntueftirlitsaðila, innflytjendur plantna og plöntuafurða, framleiðendur viðarumbúða, innlenda plönturæktendur, aðra sérfræðinga, ráðunauta o.fl. Menntunar- og hæfniskröfur: ● Háskólamenntun í líffræði, búvísindum, garðyrkju, skógrækt eða annarri menntun sem talin er henta til starfsins. ● Góð þekking á plöntum og plöntusjúkdómum. ● Góð tölvukunnátta. ● Góð tungumálakunnátta. ● Nákvæmni, sjálfstæði og stundvísi í starfi. ● Skipulags- og samskiptahæfileikar. Starfsmaður þarf að vera reiðubúinn til að sérhæfa sig og sérmennta á þessu fagsviði. Starfsmaður mun starfa á Selfossi og verða launakjör samkvæmt kjarasamningi opinberra starfs- manna. Umsóknir skulu vera skriflegar og sendar Landbúnaðarstofnun, Austurvegi 64, 800 Selfoss, ásamt ferilskrá og öðrum nauðsynlegum upplýsingum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurgeir Ólafsson (sigurgeir.olafsson@lbs.is) eða Sigurður Örn Hansson (sigurdur.hansson@lbs.is) í síma 530 4800. Umsóknarfrestur er til 4. mars 2007. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir um ráðningu. Landbúnaðarstofnun sinnir stjórnsýslu, eftirliti og þjónustu við íslenskan landbúnað, fyrirtæki og neytendur. Hlutverk stofnun- arinnar er að stuðla að öryggi matvæla og neytendavernd, standa vörð um heilbrigði dýra og plantna, stuðla að aukinni velferð dýra, hafa eftirlit með áburði, fóðri, sáðvöru og veiði í ám og vötnum, sinna stjórnsýslu vegna kjötmats, lífrænnar matvælaframleiðslu, almenns búfjáreftirlits og búvara. Starfsmenn eru um 60 talsins. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu stofnunarinnar, lbs.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.