Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 B 17 Rannsóknasetur verslunarinnar/ Háskólinn á Bifröst óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa við rannsóknasetrið Verkefni þess sem verður ráðinn: - Uppbygging reiknilíkana vegna vinnslu á tölfræði og vísitölum fyrir verslun. - Framsetning tölfræðiupplýsinga. - Frumkvæði að vinnslu hagtalna fyrir íslenska verslun. - Kennsla og stjórnun rannsóknaverkefna varðandi verslun og þjónustu. Krafist er eftirfarandi af umsækjendum: - Meistara- eða doktorsgráða í hagfræði. - Reynsla og góð þekking á vinnslu tölfræði- gagna og vísitalna. - Sýni glöggan skilning á viðhorfum og þörfum atvinnulífsins. - Hafi frumkvæði og góða samstarfshæfileika. Umsóknir ásamt yfirliti um nám og starfsferil óskast sendar fyrir 2. mars 2007 til Emils B. Karlssonar, forstöðumanns Rannsóknaseturs verslunarinnar, Háskólinn á Bifröst, 311 Borgar- nes, sem veitir jafnframt nánari upplýsingar í síma 822 1203. Fasteignasala – Sölustarf Stór og öflug fasteignasala, miðsvæðis í Reykjavík, leitar að duglegri sölumanneskju til starfa. Við leitum að hörkuduglegum sölu- manni sem er tilbúinn til að takast á við ögr- andi og skemmtileg verkefni í lifandi umhverfi þar sem nóg er að gera. Reynsla af sölumennsku er nauðsynleg og ekki skemmir fyrir að við- komandi hafi starfað á fasteignasölu. Við störfum í umhverfi þar sem mikil áhersla er lögð á fagleg og vönduð vinnubrögð. Fyrsta flokks vinnuaðstaða í glæsilegu húsnæði. Umsóknir skulu sendast á augldeild Morgun- blaðsins, box@mbl.is, merktar: ,,Sölumanneskja - 19562” fyrir 25. febrúar. Sölumaður nýrra og notaðra bíla Vegna mikillar sölu á nýjum og notuðum bílum óskar Bílabúð Benna ehf. eftir sölumönnum fyrir nýja og notaða bíla. Starfið felur í sér kynningu, sölu og frágang við afgreiðslu á nýjum og notuðum bílum. Umsækjandi þarf að koma vel fram, vera þjónustulipur og samviskusamur. Umsóknir berist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: ,,Sölumaður - 19565’’. Bílabúð Benna ehf. er 30 ára þjónustufyrirtæki bílaáhugamannsins. Fyrirtækið flytur inn og selur vara- og fylgihluti í allar tegundir bifreiða. Bílabúð Benna ehf. er umboðsaðili nýrra bíla frá Porsche, Chevrolet og SsangYong. Fríhöfnin ehf. óskar eftir að ráða sumarstarfsfólk í vaktavinnu í verslun fyrirtækisins, bæði hluta- og heilsdagsstörf. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fyrir 1. júní n.k. Í boði eru afleysingastörf, bæði til þriggja og sex mánaða. Störfin felast í afgreiðslu og áfyllingum í verslun. Við leitum að reyk- lausum, snyrtilegum og þjónustuliprum einstaklingum. Einnig leitum við að starfsfólki á lager en unnið er í dagvinnu og er meirapróf æskilegt. Hæfniskröfur: - Góð þjónustulund - Hæfni í mannlegum samskiptum - Tungumálakunnátta - Aldurstakmark 20 ár Nýir umsækjendur fá stutta undirbúningsþjálfun áður en starf hefst. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Fríhafnarinnar á þriðju hæð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á heimasíðu Fríhafnarinnar www.dutyfree.is. Ljósmynd óskast ásamt umsóknum og eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Upplýsingar um starfið veitir starfsþróunarsvið í síma 425 0432 fyrir hádegi. Tölvupóstfang: thorunn@fle.airport.is. D Y N A M O R EY K JA V ÍK Óskum eftir starfsfólki í afgreiðslu- og skrifstofustörf, heilsdags- og hlutastörf í boði. Reglusemi og reykleysi er skilyrði. Umsóknir sendist í netpósti á spaksmannsspjarir@islandia.is Ferilskrá og meðmæli nauðsynleg. Spaksmannsspjarir Almennt skrifstofustarf hlutastarf Móttaka viðskiptavina, símavarsla, undirbún- ingur námskeiða og almenn bókhaldsstörf. Hæfniskröfur: Stúdentspróf eða sambærileg menntun, reynsla af skrifstofustörfum, haldgóð tölvuþekking, þekking á Navision, góð kunnátta í íslensku og ensku, góð samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð. Umsóknir sendist merktar: ,,Skrifstofustarf” á verkefnalausnir@verkefnalausnir.is Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 23. febrúar 2007. Verkefnalausnir, www.verkefnalausnir.is bjóða upp á hagnýta lausnir á sviði verkefnastjórnunar; forrit, fræðslu, ráðgjöf og verkefn- astjórnun. Verkefnalaunsir eru endursöluaðili fyrir forritin MindManager® og NotesLiner® og Visual Project Maps Prince 2. - Einn vinnustaður Lögfræðingur hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar Velferðarsvið ber ábyrgð á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar, þ.m.t. barnavernd og félagsþjónustu fyrir alla aldurs- hópa. Í því felst undirbúningur stefnumótunar í velferðarmálum, áætlanagerð, samhæfing og samþætting á sviði vel- ferðarþjónustu, eftirlit og mat á árangri og þróun nýrra úrræða. Velferðarsvið sér enn fremur um rekstur margs konar miðlægrar þjónustu, s.s. barnavernd, hjúkrunarheimila og sérhæfðra heimila fyrir börn og fullorðna. Laus er til umsóknar staða lögfræðings á lögfræði- skrifstofu Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Um hlutastarf er að ræða. Verksvið: Lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu Velferðar- sviðs sinnir margvíslegri ráðgjöf við yfirstjórn, aðra stjórnendur og starfsmenn sviðsins á grundvelli þeirra laga er gilda um velferðarþjónustu á vegum sveitarfé- laga. Auk þess hefur lögfræðingur umsjón með sam- skiptum við aðrar opinberar stofnanir varðandi ýmis álitaefni í daglegum rekstri auk þess að sinna öðrum tilfallandi verkefnum hverju sinni. Menntun og hæfni: Umsækjandi þarf að hafa embætt- ispróf í lögfræði. Einnig þarf umsækjandi að sýna frum- kvæði og sjálfstæði í starfi og hæfni í mannlegum sam- skiptum. Reynsla af störfum í stjórnsýslu er æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborg- ar og Stéttarfélags lögfræðinga. Umsóknarfrestur er til 5. mars 2007. Upplýsingar veitir Helga Benediktsdóttir, lögfræðingur, í síma 411 9015 / 411 9000. Umsóknir sendist til Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.