Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 B 19 Styrktarfélag vangefinna Forstöðumaður í búsetu óskast til starfa við Frekari liðveislu hjá félaginu. Um er að ræða 100% starf frá 1. maí 2007. Forstöðumaður ber ábyrgð á rekstri, sam- starfi og þjónustu við íbúa og aðstand- endur, starfsmannahaldi og faglegu starfi. Tekur þátt í stefnumótun og þróun þjón- ustu. Fær stuðning í starfi frá ráðgjöfum, m.a. með þátttöku í starfstengdri hand- leiðslu, markvissu samstarfi og fræðslu. Menntunar- og hæfniskröfur: - Próf í þroskaþjálfun eða sambærileg menntun á háskólastigi. - Þriggja ára starfsreynsla í vinnu með fötluðum. - Góð almenn tölvukunnátta. - Samstarfshæfileikar, sveigjanleiki og jákvæðni. - Æskileg reynsla af starfsmannahaldi og/eða verkstjórnun og skipulagsvinnu. - Kunnátta í bókhaldi æskileg. Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu félagsins, Skipholti 50c, eigi síðar en 28. febrúar. Nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri á skrifstofutíma í síma 414 0500. Hægt er að nálgast upplýsingar um Styrktarfélagið á heimasíðu þess, www.styrktarfelag.is. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamn- ingum. Helstu verkefni eru þýðingar á textum og skjölum úr íslensku á ensku, yfirlestur enskra texta og textagerð á ensku. Flest verkefnin eru unnin fyrir Samskiptasvið en einnig fyrir önnur svið bankans. Óskað er eftir starfsmanni sem hefur ensku að móðurmáli og einnig mjög góðan skilning á íslensku. Menntun og þekking • Háskólapróf • Reynsla af þýðingum á íslenskum llltextum á ensku • Góð tölvukunnátta Hæfni og eiginleikar • Framúrskarandi mannleg samskipti og hæfni til lllað vinna í hópi • Starfsmaður hafi ánægju af því að því að veita lllgóða þjónustu • Góð tjáningarhæfni Nánari upplýsingar veitir Jónas Hvannberg, sími: 444 6376, netfang: jonas.hvannberg@kaupthing.com Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2007. Umsækjendur sæki um á vefsíðum bankans: www.kaupthing.is Kaupþing, sem er stærsta fyrirtæki landsins, veitir alhliða viðskipta- og fjárfestingarbankaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og fagfjárfesta. Kaupþing er leiðandi á öllum helstu sviðum íslensks fjármálamarkaðar og starfar í 9 löndum auk Íslands. Hjá bankanum starfa yfir 2.700 manns, þar af 1.500 erlendis. Við bjóðum • Krefjandi og skemmtileg verkefni í hópi l kraftmikils samstarfsfólks • Gott starfsumhverfi þar sem framtak llleinstaklingsins fær að njóta sín • Góð launakjör E N N E M M /S ÍA /N M 2 5 7 10 Vinnumiðlun ungs fólks, sem oft er nefnd VUF í daglegu tali, verður opnuð á morgun og geta þá ungmenni, 17 ára og eldri, reynt að finna sér sumarvinnu hjá Reykjavíkurborg. Helst lögheimili í borginni „Við höldum til í Hinu Húsinu, sem er í Póst- hússtræti 3–5 í hjarta Reykjavíkur. Þar þjón- ustar VUF allt ungt fólk sem orðið er 17 ára og þarf á góðri og gagnlegri sumarvinnu að halda,“ segir Selma Árnadóttir, starfsmaður VUF. Umsækjendur verða þó að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að geta sótt um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg eða VUF. „Þeir þurfa að vera á sautjánda ári eða eldri og hafa lögheimili í Reykjavík. Undantekning frá skilyrði um lögheimili var gerð vegna starfa leiðbeinenda hjá Vinnuskóla Reykjavík- ur og Leikskólum Reykjavíkur. Þessi und- antekning var gerð vegna þess hversu erfitt hefur verið að manna í stöður á leikskólunum og Vinnuskólinn hefur í áranna rás verið opin öllum óháð búsetu,“ segir Selma. Margir sækja um hjá VUF Langstærsti hluti umsækjenda er skólafólk, en eins og fyrr segir geta allir þeir sem eru 17 ára eða eldri og með lögheimili í Reykjavík sótt um. „Vinnumiðlun ungs fólks opnar fyrir um- sóknir um sumarstörf á morgun, 19. febrúar, en hætt er að taka við umsóknum um sum- arstörf 21. apríl 2007.“ Selma segir að umsóknir frá 2.557 umsækj- endum hafi borist á síðastliðnu ári. „Í ár er áætlað að ráða í um það bil 1.000 sumarstörf hjá stofnunum borgarinnar. Upp- lýsingabæklingur um hin ólíku störf og starfs- staði er fyrirliggjandi á heimasíðu og móttöku VUF meðan á umsóknartíma stendur,“ segir Selma. Tveir yngstu árgangarnir eru ætíð stór hluti umsækjenda, en þeir voru tæplega 30% árið 2006 og áttu þeir hvað erfiðast með að fá vinnu. „Þessu vandamáli er mætt af Reykjavík- urborg með sérstöku fjármagni þeim til handa. Reykjavíkurborg veitir sérstaka fjárveitingu til að taka á atvinnumálum ungs fólks yfir sum- armánuðina með sérstaka áherslu á tvo yngstu árgangana. Samtals voru 374 ungmenni ráðin í sumarstörf í 6–8 vikur af þessari fjárveitingu árið 2006,“ segir Selma. Allt milli himins og jarðar Flestir starfsstaðir borgarinnar, sem ráða til sín fólk í sumarstörf, fara með ráðningar sínar í gegnum VUF. Þau svið borgarinnar sem fara með sum- arráðningar sínar að hluta til eða að öllu leyti í gegnum Vinnumiðlun ungs fólks eru eftirfar- andi: Framkvæmdasvið, en sem dæmi um störf má nefna almenna verkamannavinnu, slátt og hirðingu, grasviðgerðir, hreinsun opinna svæða, viðhald á leiksvæðum og á stofn- analóðum. Ennfremur viðhald á gangstéttum og göngustígum og viðhald gatna. Selma segir að dráttarvéladeild og umferð- armerkingar séu einnig með störf í boði. „Þá er menningar- og ferðamálasvið með störf í boði, en þau eru á Borgarbókasafni og Árbæjarsafni og á leikskólum,“ segir Selma. Íþrótta- og tómstundasvið Vinsæl störf hafa verið störf við sundlaugar, leikjanámskeið, smíðavellir, og ýmsir skapandi sumarhópar eins og götuleikhús, jafningja- fræðsla og margvísleg störf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, sem Íþrótta- og tóm- stundasvið annast. „Umhverfis- og tæknisvið er einnig með störf í boði, en þar ber að nefna sorphreinsun, starf sem leiðbeinendur í Vinnuskólanum, leið- beinendur í Skólagörðum og almenn garð- yrkjustörf.“ Velferðarsvið býður störf við búsetuþjón- ustu fatlaðra, ýmis þjónustustörf á hjúkr- unarheimilum og annað. Þjónustu- og rekstrarsvið hefur störf í boði í heimaþjónustunni og ýmis þjónustustörf í Fé- lagsstarfi aldraðra. „Af þeim 2.557 sem sóttu um í gegnum VUF árið 2006 voru 1.411 ráðnir til starfa en 1.126 drógu umsóknir sína til baka. Eftir á skrá voru 20 einstaklingar. Reynt var að ná í alla um- sækjendur og bjóða þeim starf en ekki náðist í alla sem voru á skrá,“ segir Selma. Flestir þeirra sem sóttu um sumarstarf í gegnum Vinnumiðlun ungs fólks síðastliðið sumar áttu kost á því að vinna hjá Reykjavík- urborg, en þó ekki endilega í þeirri vinnu sem þeir hefðu helst kosið sér. Atvinnuástand hefur með ári hverju farið batnandi og áttu einstaka vinnustaðir fullt í fangi með að manna í stöður sem ætlaðar voru fyrir 20 ára eða eldri. Vinnumiðlun ungs fólks opnuð á morgun Morgunblaðið/ÞÖK Sumarvinna VUF opnar á morgun og geta þá ungmenni 17 ára og eldri reynt að finna sér sumarinnu hjá Reykjavíkurborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.