Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingur á skrifstofu menntamála Menntamálaráðuneyti auglýsir laust til um- sóknar starf sérfræðings á skrifstofu menntamála. Um er að ræða fullt starf. Leitað er að háskólamenntuðum einstaklingi með þekkingu og reynslu af starfi framhalds- skóla. Starfið er einkum fólgið í vinnu við námskrá og er æskilegt að umsækjandi hafi reynslu og þekkingu á sviði námskrárgerðar. Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, góð kunn- átta í ensku og einu Norðurlandamáli og þekk- ing á nýtingu upplýsingatækni er nauðsynleg ásamt ritfærni og hæfni í mannlegum samskipt- um. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun greiðast samkvæmt launakerfi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknar- frestur er til 9. mars 2007. Menntamálaráðuneyti, 16. febrúar 2007. menntamalaraduneyti.is Leikskólakennarar og annað starfsfólk óskast í leikskólann Sjónarhól, Völundarhúsi 1 í Grafarvogi. Leikskólasvið Í leikskóla er gaman, þar ………..................... Sjónarhóll er notalegur þriggja deilda leikskóli, þar sem 64 börn dvelja. Leikskólinn er í fallegu, rólegu umhverfi og stutt er út í náttúruna. Á Sjónarhóli er lögð áhersla á skapandi vinnu með einingarkubbum og stærðfræði með elstu börnunum. Verið velkomin í heimsókn á Sjónarhól eða hringið í okkur í síma 567-8585 og 693-9813. RÁÐHÚS SKAGFIRÐINGABRAUT 21 550 SAUÐÁRKRÓKUR ✆ 455 6000www.skagafjordur.is Spennandi störf í Skagafirði Sveitarfélagið Skagafjörður er spennandi valkostur Nálægð við náttúru, góðir skólar á öllum skólastigum, ein ódýrasta hitaveita á landinu, fjölbreytt þjónusta, öflugt íþróttalíf, mikil veðursæld og kröftugt menningarlíf er meðal þess sem gerir Skagafjörð að fýsilegum búsetukosti, ekki síst fyrir fjölskyldufólk. Íbúar í Skagafirði eru um 4.300, þar af um 2.600 á Sauðárkróki. Sauðárkrókur er einn öflugasti byggðakjarni landsbyggðarinnar þar sem saman fer öflug útgerð, úrvinnsla afurða af stóru landbúnaðar- svæði og þjónusta sem jafnast á við það besta. Það er alltaf pláss fyrir fleira gott fólk í Skagafirði! N ÝP RE N T eh f SA UÐ ÁR KR Ó KI Verkefnastjóri skipulagsmála Helstu verkefni verkefnisstjóra verða umsjón með aðalskipulagi, deiliskipulagi, kynningarferli skipulagstillagna og samskipti við Skipulagsstofnun. Gerð er krafa um jákvætt hugarfar og hæfni í mannlegum samskiptum, góða skipulagshæfileika og frumkvæði. Leitað er eftir arkitekt, skipulagsfræðingi eða einstaklingi með sambærilega menntun. Starfsreynsla er æskileg. Sjá nánari lýsingu á starfinu á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Örn Berndsen sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs í síma 455 6000 eða í netfang: jobygg@skagafjordur.is Umsóknarfrestur er til 5. mars 2007 Skriflegar umsóknir, sem tilgreina m.a. menntun og fyrri störf skulu sendar í Ráðhúsið við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Verkefnastjóri í atvinnuþróunarmálum Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir verkefnastjóra til að vinna að samstarfsverkefnum sveitarfélagsins og atvinnulífs á sviði atvinnuþróunar í Skagafirði. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á sviði verkefnastjórnunar, ráðgjafar, rekstri fyrirtækja, gerð rekstraráætlana eða annarri þróunarvinnu. Umsækjandi þarf að hafa hæfileika í mannlegum samskiptum, geta unnið sjálfstætt og staðið í forsvari verkefna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs í síma 455 6000 eða í netfang: heidar@skagafjordur.is Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknum skal skila í Ráðhúsið við Skagfirðingabraut, 550 Sauðárkróki. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is og fréttir úr Skagafirði finnur þú á www.skagafjordur.com og í héraðsfréttablaðinu Feyki. – tími til að lifa SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR AUGLÝSIR Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði! Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.