Morgunblaðið - 27.02.2007, Síða 2

Morgunblaðið - 27.02.2007, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                  ! " # $ %     &         '() * +,,,                    Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Staksteinar 8 Umræðan 28/32 Veður 8 Bréf 32 Alþingi 10 Minningar 33/37 Úr verinu 10 Brids 39 Viðskipti 14/15 Menning 40/43 Erlent 16/17 Leikhús 42 Menning 18 Myndasögur 44 Akureyri 19 Bíó 46/49 Austurland 19 Staður og stund 46 Suðurnes 20 Víkverji 48 Landið 20 Velvakandi 48 Daglegt líf 21/25 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent  ELF Films í Los Angeles, kvik- myndafyrirtæki í eigu þriggja ís- lenskra systra, undirritaði í gær samning við Thelmu Ásdísardóttur, Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur og Eddu útgáfu, um kaup á réttindum til gerðar kvikmyndar eftir bókinni Myndin af pabba. Þar birtist frásögn Thelmu af kynferðislegu ofbeldi sem hún og systur hennar urðu fyrir af hálfu föður síns og fleiri. Gerður Kristný skráði sögu Thelmu. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem samið er um rétt- indi að leikinni kvikmynd eftir ís- lenskri bók sem ekki er skáldsaga. » Forsíða  Hjá sýslumanninum í Reykjavík ligga fyrir nokkur þúsund kröfur um fjárnám sem ekki hefur tekist að ljúka þar sem fólk hunsar boðanir sýslumanns. Í sérstöku átaki sem standa mun yfir næstu daga munu einkennisklæddir lögreglumenn handtaka fólk sem hefur ekki sinnt boðunum, hvar og hvenær sem í það næst. Á miðvikudag og fimmtudag verður opið hjá sýslumanni fram til klukkan 22 svo hægt verði að koma með þá sem ekki næst í á vinnutíma og þá daga setur lögregla stóraukinn mannskap í átakið. » Baksíða  Svifryk fór yfir heilsuvernd- armörk í Reykjavík í gær. Milli klukkan 10 og 10:30 mældist loft- mengunin 186 míkrógrömm af svif- ryki á rúmmetra við Grensás og á háannatíma seinna um daginn reyndist svifryksmengunin 132 míkrógrömm við sömu mælistöð. Meðaltal dagsins klukkan fimm í gær var 68,8 míkrógrömm, en viðmiðunarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólar- hring. » Baksíða  Skuldatryggingaálag á skulda- bréfum íslensku viðskiptabankanna hefur lækkað hratt í kjölfar þess að matsfyrirtækið Moody’s hækkaði lánshæfiseinkunnir bankanna. Hef- ur álagið ekki verið lægra síðan í október 2005. » Baksíða Erlent  Pólitísk ódæðisverk, sem framin hafa verið á Filippseyjum á und- anliðnum sex árum, tengjast herafla stjórnvalda, samkvæmt niðurstöðu tveggja nýlegra skýrslna. Skýrsl- urnar styrkja ekki Gloríu Macapagal Arroyo, forseta Filippseyja, í sessi og pólitískt líf hennar er undir stuðningi hersins komið. » 16 STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra segir að aldrei áður hafi hærra hlutfall vegafjár farið til höfuðborg- arsvæðisins. Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæð- inu telja, í tillögum til þingsályktunar um samgöngumál, að fjárveitingar til vegamála á höfuðborgarsvæðinu séu ekki nægilegar. Í ályktun frá fram- kvæmdastjórunum segir að verja þurfi 22 milljörðum til stofnfram- kvæmda á höfuðborgarsvæðinu á ár- unum 2007–2010, en í samgönguáætl- un er gert ráð fyrir að varið verði 8,7 milljörðum til verkefna á þessu svæði, auk 9,3 milljarða af símapen- ingum til Sundabrautar. Framkvæmdastjórar sveitarfélag- anna fara þess á leit við samgöngu- nefnd Alþingis að hún endurskoði samgönguáætlun. „Komi tillögurnar til framkvæmda óbreyttar er ljóst að í mikið óefni stefnir í umferðarmálum á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Umferð á helstu stofnleiðum verður eftir aðeins 5–10 ár um og yfir flutn- ingsgetu þeirra, sem þýðir miklar tafir á umferð, langar biðraðir, aukna slysahættu í íbúðahverfum og veru- lega skert lífsgæði íbúa svæðisins. Þjóðvegaumferð er nú þegar lang- mest á höfuðborgarsvæðinu og slys tíðust þar eins og kemur fram í fram- lagðri þingsályktunartillögu til sam- gönguáætlunar 2007–2010.“ Gerðu úttekt á þörf fyrir úrbætur á höfuðborgarsvæðinu Forstöðumönnum tæknideilda sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæð- inu var í mars árið 2005 falið að gera úttekt á þörf fyrir úrbætur á vega- kerfi höfuðborgarsvæðisins miðað við skipulagsáætlanir sveitarfélag- anna til næstu ára. Miðað við þessar tillögur er þörf á að leggja verulegt fjármagn til vegakerfisins á höfuð- borgarsvæðinu á næsta áratug um- fram það sem framlagðar þingsálykt- unartillögur gera ráð fyrir. Óraunhæfar væntingar „Það hefur aldrei áður verið hærra hlutfall af heildarútgjöldum sam- gönguáætlunar sem farið hefur til höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Sturla um gagnrýni framkvæmdastjóranna. Í ályktuninni eru nefndar nokkrar framkvæmdir sem þeir telja brýnar. Sturla sagði að á síðasta kjörtímabili sveitarstjórnanna hefðu fram- kvæmdir við mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar verið slegnar út af borðinu, en undirbúningur undir þessa fram- kvæmd hefði þá verið kominn á loka- stig. Í samgönguáætlun væri gert ráð fyrir að hefja þessa framkvæmd og tengingu niður fyrir Lönguhlíð. Þetta verkefni væri því í eðlilegum farvegi. Sturla sagði að framkvæmdir við Hlíðarfót væru inni í áætluninni og sömuleiðis jarðgöng undir Öskjuhlíð, þótt göngin væru aftarlega í röðinni. Ennfremur væri gert ráð fyrir mis- lægum gatnamótum á Reykjanes- braut. „Ég held að þessir ágætu fram- kvæmdastjórar sveitarfélaganna séu með meiri væntingar um fram- kvæmdir en eðlilegt getur talist við þessar aðstæður. Að mínu mati eru áform þeirra óraunhæf. Ég bendi á að Sundabraut er fullfjármögnuð inni í áætluninni. Ég bjóst satt að segja miklu fremur við því að þeir myndu fagna þeirri aukningu sem þarna er á ferðinni en að setja fram óraunhæfar kröfur eins og gert er í þeirra sam- þykkt,“ sagði Sturla. Hlutfall vegafjár aldrei hærra Telja að það stefni í óefni í umferðar- málum á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Sverrir Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is JÓHANNES Kjarval málaði mynd- ina „Hvítasunnudagur“ árið 1917 og gaf verkið danska kaupsýslumann- inum Nienstedt og konu hans í silf- urbrúðkaupsgjöf, en Kjarval hafði búið hjá þeim þegar hann var við nám í Listakademíunni í Kaup- mannahöfn. Listaverkið verður boð- ið upp á uppboði hjá Bruun Rasm- ussen listaverkasala í dag. Berlingske Tidende fjallar um Kjar- valsmálverkið undir fyrirsögninni „„Týnt“ íslenskt málverk undir hamrinum“. Þar kemur fram að Kjarval hafi málað myndina árið 1917 og gefið það Nienstedt-hjón- unum árið 1919. Þetta komi fram á myndinni þegar hún sé tekin úr rammanum. Í frétt blaðsins er vitnað í bókina um Kjarval sem kom út hjá Nes- útgáfunni árið 2005 en þar kemur fram að verkið hafi verið sýnt 1919 og 1927. Í bókinni er vitnað í bréf sem Kjarval skrifaði Einari Jóns- syni árið 1917 þar sem hann ritar að hann hafi málað þrjár myndir með gulli og sé að íhuga að stækka eina þeirra í einn metra. Þessi lýsing passar við verkið Hvítasunnudag. Gæti farið á fimm milljónir Í Berlingske Tidende segir að verkið sé metið á 100–150 þúsund danskar krónur en haft er eftir Niels Raben hjá Bruun Rasmussen að það geti allt eins farið á 500 þús- und krónur, þ.e. rúmlega fimm milljónir íslenskra króna. „Mér kæmi ekki á óvart að þetta verk seldist á fimm milljónir króna,“ sagði Tryggvi Páll Friðriks- son, listmunasali hjá Galleríi Fold, þegar hann var spurður út í upp- boðið. Mikill áhugi er á uppboðinu og er reiknað með að margir freisti þess að eignast verkið. Málverkið Hvítasunnudagur eftir Jóhannes Kjarval er málað í kúb- ískum anda 1917 þegar Kjarval hafði nýlokið námi í Konunglegu dönsku listakademíunni. Tryggvi Páll sagði að þegar tekið væri mið af höfundarverki Kjarvals væri ljóst að þessi kafli í lífi hans væri merki- legur og það gerði þetta listaverk áhugavert. „Þetta er merkilegt verk og að mínu mati skemmtilegt.“ Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur lýsti því yfir í Morg- unblaðinu fyrr í mánuðinum að safnið hefði áhuga á að eignast myndina. „Hvítasunnudagur“ silfurbrúðkaupsgjöf Silfurbrúðkaupsgjöf Dönsku kaupmannshjónin fengu verk Kjarvals að gjöf frá honum árið 1919. Kjarval gaf dönskum kaupmannshjónum verkið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.