Morgunblaðið - 27.02.2007, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 45
dægradvöl
Staðan kom upp á ofurmótinu Mor-
elia/Linares sem stendur nú yfir. Ar-
menski stórmeistarinn Levon Aronj-
an (2.744) hafði hvítt gegn Vishy
Anand (2.779) frá Indlandi. Armeninn
fann leið til að virkja frípeð sín til
sigurs. 38. Kf1! Rd2+ 39. Ke1 Rxb1
40. a6! þó að hvítur sé tveim mönnum
undir stendur hann til vinnings.
Framhaldið varð: 40. … Bc6 41. a7
Kf7 42. d7! Ke7 43. Hxf8 Kxd7 44.
a8=D Bxa8 45. Hxa8 h5 46. Ha7+
Ke6 47. Hxg7 Kf5 48. Hg3 og svartur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Vanhugsað útspil.
Norður
♠KD93
♥D105
♦G92
♣652
Vestur Austur
♠G1082 ♠654
♥86 ♥KG9432
♦ÁK74 ♦1083
♣D94 ♣G
Suður
♠Á7
♥Á7
♦D65
♣ÁK10872
Suður spilar 3G.
Tyllum okkur í vestur. Það er eng-
inn á hættu og makker opnar á tveim-
ur hjörtum, veikum. Suður lítur til
lofts, en finnur þar engin svör og
stekkur í þrjú grönd. Viltu dobla?
Spilið er frá tvímenningi Bridshátíðar
og á einu borði doblaði vestur. Sem
var út af fyrir sig í lagi, allt þar til
hann kom út með spaðagosann: Sagn-
hafi drap heima, fríaði laufið og tók
tíu slagi. Útspilið var vanhugsað, því
vestur má vita að suður á langan lauf-
lit og því verður sennilega að hafa
snör handtök í vörninni. Besta útspilið
hlýtur að vera tígulás. Austur vísar
frá og þá skiptir vestur yfir í hjarta-
áttu. Sagnhafi neyðist til að dúkka
slag á hjarta til að slíta þar samgang-
inn, en þá klárar austur verkið með
því að skipta aftur yfir í tígul.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 mánuður, 8 fal-
legur, 9 skólagangan, 10
nöldur, 11 horaðar, 13
vesælar, 15 sterts, 18
karldýr, 21 stök, 22 dökk,
23 kjánum, 24 ómerki-
legt.
Lóðrétt | 2 bleytukrap, 3
hreinar, 4 spilla um-
hverfi, 5 gufusjóðum, 6
mjög, 7 fugl, 12 kraftur,
14 dveljast, 15 ský, 16
mjó, 17 létu, 18 stólkoll,
19 geðsleg, 20 lofa.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 slaga, 4 fullt, 7 afrit, 8 niðra, 9 inn, 11 gekk, 13
Erna, 14 ertur, 15 spor,
17 roks, 20 arg, 22 kokks, 23 urðar, 24 senna, 25 lynda.
Lóðrétt: 1 slang, 2 afrak, 3 atti, 4 fönn, 5 lýður, 6 tjara,
10 notar, 12 ker, 13 err,
15 sekks, 16 orkan, 18 orðan, 19 syrpa, 20 asna, 21 gull.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
1 Vin Diesel er í aðalhlutverki íkvikmynd sem hann að verða
tekin hér á landi. Hvað heitir mynd-
in?
2 Íslenskur vísindamaður hefurfengið risastyrk frá Heilbrigð-
isstofnun Bandaríkjanna. Hvað heitir
hann?
3 Ronja ræningadóttir náði merk-um áfanga í sýningafjölda um
helgina. Hversu oft hefur leikrið verið
sýnt í Borgarleikhúsinu?
4 Samfylkingarfólk hefur valið sérnýjan formann Kvennahreyf-
ingar flokksins. Hver er það?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Merk bílategund á fimmtudagsafmæli
um þessar mundir. Hvaða bílategund?
Svar. Trabant. 2. Tvær ungar konur voru
fyrsta til að dæma saman leik í efstu deild
kvenna en í hvaða grein? Svar: Körfuknatt-
leik. 3. Femínistar hafa látið mjög til sín
taka undanfarið, m.a. á baráttunni gegn
ráðstefnu klámfarmleiðenda hér á landi.
Hver er talskona Femínistafélags Ís-
lands? Svar: Katrín Anna Guðmunds-
dóttir. 4. DV er tekið að koma aftur út sem
dagblað. Hver er formaður útgáfufélags
þess? Svar: Hreinn Loftsson.
Spurt er…
ritstjorn@mbl.is
ÞAÐ var mikið ævintýri að hlusta
á tríó Alex Riel á 10 ára afmæl-
ishátíð Múlans um helgina og ekki
var verra að einn fremsti djass-
leikari Íslands, Jón Páll Bjarna-
son, lék með í seinna setti föstu-
dagstónleikanna. Það er 41 ár
síðan Alex kom hér fyrst og lék
með Íslendingum í Tjarnarbúð, og
hann hefur auk þess hljóðritað
með tveimur löndum; Birni Thor-
oddsen á plötu hans Quartet frá
1988 og Eyþóri Gunnarssyni á
The Reykjavik Recordings Ben-
jamis Koppels frá 2005. Fyrri tón-
leikarnir hófust á „Yesterdays“
eftir Jerome Kern þar sem hinn
ungi píanisti Heine Hansen sýndi
að hann þekkir djasssöguna út og
inn; síðan fylgdu hin ólíkustu lög
allt frá latínskotnum „Nature
Boy“ til húmorískrar blöndu á
þemanu úr myndum Steina og
Olla og „The Way You Look To-
night“. Tríóið hefur fullt vald á
galdri sveiflunnar og Heine er
geysilega efnilegur píanisti þótt
stíll hans sé kannski ekki fullmót-
aður; áslátturinn er léttur og hann
raðaði stundum inn blokkhljómum
einsog í „All The Things You Are“
á laugardagskvöldinu eða bregður
fyrir sig stríðshljómum a la Don
Pullen. Yfirleitt er hann þó á hefð-
bundnari línu og átti seiðandi lag
á efnisskrá tríósins: 100 m Spurt.
með petersonískri bíboppsveiflu.
Jesper Lundgaard var með Ya-
maha-plötubassa, ekki óáþekkan
þeim sem Jón Rafnsson leikur á,
segist vera búinn að gefast upp á
að ferðast með kontrann, það séu
eilíf slagsmál við flugfélögin.
Tónninn kom á óvart, breiður og
voldugur, og í sumum sólóunum
var hann dramatískur eins og
Mingus. Alex sannaði enn snilld
sína. Músíkalskari trommusláttur
er vandfundinn og sólóar hans
alltaf vel uppbyggðir og sér í lagi
var hann magnaður í gamla Stone
slagaranum: „Idaho“ þar sem
hann þyrlaði eins og sá sem valdið
hefur. Burstaleikur hans er frá-
bær, sveiflan leikandi og alltaf
styður hann einleikarann eins og
best verður á kosið. Jón Páll
Bjarnason, helsti bíboppleikari ís-
leskrar djasssögu, lék með tríóinu
eftir hlé á föstudagkvöld. Þeir fé-
lagar hófu leikinn með „I Rem-
ember You“ og síðan verk eftir
Charlie Parker, „Anthropology“.
Jón fór næmum höndum um „A
Nightingal Sang in Berkeley
Square“. „How Deep is The
Ocean“ var litað blúsuðum nótum
og svígriffum, „All The Things
You Are“ var leikið með tilþrifum
og lokalagið var „Smile“ Chaplins
og fór brosið hvorki af hlust-
endum né hljóðfæraleikurum, lag-
ið var svo undurfallega spilað.
Jesper Lundgaard sagði eftir tón-
leikana að stundum væru heima-
menn að leika sem gestir með
tríóinu; flestir með alla tækni á
hreinu en snillin fjarri. Jón Páll
væri annarrar gerðar; gítaristi
sem setja mætti í flokk með
Jimmy Raney.
Djassvinafagnaður
DJASS
Múlinn á DOMO
Heine Hansen píanó, Jesper Lundgaard
bassa og Alex Riel trommur. Gestaleikari
á föstudagskvöld: Jón Páll Bjarnason gít-
ar. Föstu- og laugardagskvöld 23. og 24.
februar 2007.
Tríó Alex Riel
Guðmundur Albertsson
Snillingur „Alex sannaði enn snilld sína. Músíkalskari trommusláttur er
vandfundinn og sólóar hans alltaf vel uppbyggðir,“ segir m.a. í dómi.
Vernharður Linnet