Morgunblaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
menning
VIÐ fyrstu sýn gæti Bar Par virkað
sem hið fullkomna viðfangsefni fyrir
þessa leikara og þessar forsendur.
Tveir dáðir grínistar, fullt af skrítn-
um týpum, fyndinn texti, gerist á
bar, tækifæri til að „fara á kostum“.
Verkið segir sem sagt frá hjónum
sem reka bar, eða réttara sagt ensk-
an pöbb, og gestunum sem þangað
reka inn nefið. Mikið og skrautlegt
gallerí kemur fram, og svo er greini-
lega eitthvað í fortíð bar-parsins
sjálfs sem hefur eitrað samband
þeirra árum saman, og hlýtur að
brjóta sér leið upp á yfirborðið. Og
allt er þetta leikið af tveimur leik-
urum.
En ekkert gerist af sjálfu sér og
því miður eru þess of skýr merki í
sýningunni að hér hafi bæði verið
kastað til höndum og dómgreind-
arskortur ráðið för.
Fyrir það fyrsta þá liggur styrkur
þeirra Steins Ármanns og Guð-
laugar sem gamanleikara að mínu
mati alls ekki í því að skapa fjöl-
breyttar persónur í svipmyndastíl á
skýran og trúverðugan hátt. Sem er
grundvallaratriði. Þau hafa ýmislegt
með sér sem gamanleikarar. Tíma-
setningu, sviðssjarma og tækni. En
þetta geta þau ekki. Guðlaug er
skondin sem fávís ljóska með fjöl-
þreifinn mann, en gamlar kellingar
og kúgaðar konur eru ekki í gall-
eríinu hennar. Og auðvitað er hlægi-
legt að sjá Stein taka töffaratakta,
eða láta sem hann, erkitöffarinn, sé
pínulítill kall. En hann getur ekki
stillt sig um að reyna líka að vera
fyndinn sem ofbeldismaðurinn, og
drepur þá mögnuðu senu fyrir vikið.
Bæði eru þau síðan úti að aka í
hinum dásamlega tvíleik geðfötluðu
fitukeppanna. Fráleit gervin hjálp-
uðu vitaskuld ekki neitt.
En verst er þó að það er meira í
verkinu en tóm fíflalæti, og á því
falla þau prófi bæði, en þó einkum
leikstjórinn. Hér er áreynslan við að
skemmta áhorfendum alltof sýnileg,
sem sprengir botninn á verkinu, sem
fyrir vikið verður hvorki áhugavert,
né fyndið. Áreynslan verður of mikil.
Þetta kemur verst niður á hinum
klisjulega dramatíska hápunkti,
helstu synd höfundarins. Afhjúpun
fjölskylduleyndarmálsins mikla í lífi
parsins sem rekur barinn krefst
þess af leikurunum að þau lifi þján-
inguna í botn, séu einlæg og heit í
túlkun sinni á melódramanu. Allt
annað mun virka eins og svik.
Og þannig virkaði uppgjörið á
frumsýningunni. Lengst af stóðu
leikararnir ekki með persónunum
sínum, heldur vildu fyrst og fremst
sýna okkur hvað þær væru hlægileg-
ar. Og þegar til átti að taka voru
engar persónur til að túlka, heldur
bara skopmyndir sem enginn leið
var að finna til með.
Hráslagaleg og vanhugsuð um-
gjörðin hjálpaði ekki, né heldur
skortur á snerpu í skiptingum sem
vel má vera að náist að laga síðar.
Sama má vonandi segja um skort á
raddstyrk sem gerði okkur erfitt
fyrir að greina orðaskil.
Ég efast samt um að rútínering
sýningarinnar nái að eyða þeirri
óþægilegu tilfinningu að hér hafi
verið kastað til höndunum listrænt
séð, í von um að búa til kassavænt
skemmtiefni. Sem lýsir aftur ótrú-
legri glámskyggni á hina húmanísku
ljóðrænu í verkinu sem hér mistekst
að miðla áhorfendum.
Kráarsamfélag
Bar „Ég efast samt um að rútínering sýningarinnar nái að eyða þeirri
óþægilegu tilfinningu að hér hafi verið kastað til höndunum listrænt
séð, í von um að búa til kassavænt skemmtiefni,“ segir m.a. í dómi
LEIKLIST
Nasa
Höfundur: Jim Cartwright, þýðandi: Guð-
rún J. Bachmann, leikstjóri: Gunnar
Gunnsteinsson, leikmynd: Vignir Jó-
hannsson, búningar: María Ólafsdóttir.
Leikendur: Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir
og Steinn Ármann Magnússon.
NASA 23. febrúar 2007.
BAR-PAR
Þorgeir Tryggvason
Fréttir á SMS
DAGUR VONAR
Fim 1/3 kl. 20 UPPS. Lau 3/3 kl. 20 UPPS.
Sun 4/3 kl. 20 UPPS. Fim 8/3 kl. 20 UPPS.
Fös 9/3 kl. 20 UPPS. Fim 15/3 kl. 20
Fös 16/3 kl. 20 Lau 24/3 kl. 20
SÖNGLEIKURINN GRETTIR
Mið 28/3 kl. 20 FORSÝNING MIÐAVERÐ 1.500
Fim 29/3 kl. 20 FORSÝNING MIÐAVERÐ 1.500
Fös 30/3 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Sun 4/3 kl. 14 Sun 11/3 kl.14
Sun 18/3 kl. 14 Sun 25/3 kl. 14
Síðustu sýningar
KILLER JOE
Í samstarfi við leikhúsið Skámána
Fim 1/3 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
Lau 3/3 kl. 20 Fim 8/3 kl. 20
KARÍUS OG BAKTUS
Sun 4/3 kl. 13,14, 15, Sun 11/3 kl.13, 14, 15,
Sun 18/3 kl. 13, 14, 15, Sun 25/3 kl. 13, 14, 15,
Sun 1/4 kl. 13, 14, 15, Sun 15/4 kl. 13,14,15
Sun 22/4 kl. 13,14, 15 Uppselt á þessar sýningar!
Sun 29/4 kl. 13, 14, 15 AUKASÝNINGAR
Sun 6/5 kl. 13, 14, 15 AUKASÝNINGAR
Gestaleikur frá Leikfélagi Akureyrar
FEBRÚARSÝNING Íd
Sun 4/3 kl. 20 3.sýning Rauð kort
Sun 11/3 kl. 20 4.sýning Græn kort
Sun 18/3 kl. 20 5.sýning Blá kort
„DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“
DAGUR VONAR
ÓFAGRA VERÖLD
Fim 1/3 kl. 20 Fös 9/3 kl. 20
Síðustu sýningar
VILTU FINNA MILLJÓN?
Fös 2/3 kl. 20 Lau 10/3 kl. 20
Lau 17/3 kl. 20 Lau 31/3 kl. 20
MEIN KAMPF
Mið 28/2 kl. 20 AUKAS.
Sun 18/3 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar
EILÍF HAMINGJA
Í samstarfi við Hið lifandi leikhús
Sun 4/3 kl. 20 Sun 11/3 kl. 20
Sun 18/3 kl. 20 Sun 25/3 kl. 20
LADDI 6-TUGUR
Lau 3/3 kl. 20 UPPS. Lau 3/3 kl. 22:30 UPPS.
Fim 8/3 kl. 21 UPPS. Fös 16/3 kl. 21 UPPS.
Lau 24/3 kl. 20 UPPS. Lau 24/3 kl. 22:30 UPPS.
Mið 28/2 kl. 20 UPPS. Lau 10/3 kl. 14 UPPS.
Fim 15/3 kl. 20 UPPS. Fös 16/3 kl. 21 UPPS.
Lau 24/3 kl. 20 UPPS. Lau 24/3 kl. 22:30 UPPS.
Lau 31/3 kl. 14 AUKAS. Fös 27/4 kl. 20 UPPS.
Fös 27/4 kl. 22:30 AUKAS.
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fös 2/3 kl. 20 AUKAS.
Þri 13/3 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar
SÖNGLEIKURINN ÁST
Í samstarfi við Vesturport
Mán 5/3 kl. 20 FORSÝNING UPPS.
Þri 6/3 kl. 20 FORSÝNING UPPS.
Mið 7/3 kl. 20 FORSÝNING UPPS.
Lau 10/3 kl. 20 FRUMSÝNING UPPS.
Sun 11/3 kl. 20 Lau 17/3 kl. 20
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
FLAGARI Í FRAMSÓKN - The Rake’s Progress e. STRAVINSKY
fös. 2. mars - SÝNINGIN HEFST KL. 20
ALLRA SÍÐASTA SÝNING- TRYGGÐU ÞÉR MIÐA!
IGOR STRAVINSKY
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Kynning fyrir sýningu í boði VÍÓ - Kynningin hefst kl. 19.15
ÞJÓÐARÓPERA ÍSLENDINGA
Í 25 ÁR
GULLÖLD GÍTARSINS
HÁDEGISTÓNLEIKAR - ÞRIÐJUD. 27. FEB. KL. 12.15
Pierre Laniau - gítarleikari
Miðaverð kr. 1.000
sun. 4. mars kl. 17 UPPSLET
sun. 11. mars kl. 17 Örfá sæti laus
sun. 18. mars kl. 17
pabbinn.is
2/3 UPPSELT, 3/3 UPPSELT, 4/3 UPPSELT, 7/3 LAUS SÆTI,
9/3 ÖRFÁ SÆTI LAUS, 10/3 LAUS SÆTI kl. 15,
15/3 ÖRFÁ SÆTI LAUS, 17/3 UPPSELT, 18/3 LAUS SÆTI,
22/3 LAUS SÆTI, 23/3 ÖRFÁ SÆTI LAUS,
24/3 UPPSELT, 30/3 LAUS SÆTI,
31/3 kl.19 LAUS SÆTI, 31/3 kl. 22 LAUS SÆTI.
Allar sýningar hefjast kl. 20 nema 10/3 kl. 15.
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA!!
BJARNI HAUKUR (HELLISBÚINN)
Í GLÆNÝRRI GAMANSÝNINGU
Miðasalan í Iðnó er opin 11.00 til 16.00 virka daga
og tveim tímum fyrir sýningu. Sími miðasölu er 562 9700.
STEFNUMÓT
VIÐ JÖKUL
Leikfélagið
Snúður og Snælda
sýnir þrjá einþáttunga
eftir Jökul Jakobsson
Aðeins 4 sýningar eftir
Sýnt í Iðnó kl. 14.00
Miðapantanir í Iðnó
s. 562 9700
1. mars Nokkur sæti laus
4. mars (sunnud.)
8. mars (fimmtud.)
11. mars (sunnud.)
Svartur köttur - Síðustu sýningar!
Fös. 2/3 kl. 20 örfá sæti,
Lau. 3/3 kl. 20 UPPSELT
Fös 9/3 kl. 20 Aukasýning - Ekki við hæfi barna
Karíus og Baktus í Reykjavík.
Sun 4/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT
Sun 11/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT
Sun 18/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT
Sun 25/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT
Sun 1/4 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT
Sun 15/4 kl. 13 UPPSELT, kl 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT
Sun 22/4 kl. 13 örfá sæti, kl 14 örfá sæti, kl 15 örfá sæti
Aukasýningar í sölu núna: 15/4, 22/4 kl. 13, 14 og 15.
www.leikfelag.is
4 600 200
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
I
/
S
ÍA
-
6
6
5
7