Morgunblaðið - 27.02.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 31
SVIÐSSTJÓRI kjarasviðs Sam-
band íslenskra sveitarfélaga og
framkvæmdastjóri Launanefndar
sveitarfélaga skrifaði grein í Morg-
unblaðið föstudaginn
23. febrúar sl. Í grein-
inni kallar hann eftir
faglegum vinnubrögð-
um af hálfu fulltrúa
KÍ við gerð og fram-
kvæmd kjarasamn-
inga. Í ljósi þessara
skrifa er fróðlegt að
rifja upp nokkrar
staðreyndir frá liðn-
um árum.
Kennsluskylda
hefur aukist
Frá því að sveit-
arfélögin tóku yfir rekstur grunn-
skóla árið 1996 hefur árleg
kennsluskylda í grunnskólum auk-
ist. Í síðasta kjarasamningi sem
gerður var við samninganefnd rík-
isins var kveðið á um að kennslu-
skylda væri 28 kennslustundir í 34
vikur auk 5 daga til annarra starfa
á starfstíma skóla sem þá var skil-
greindur frá 1. september til 31.
maí. Til viðbótar var samið um að
kennarar með 15 ára kennsluferil
fengju afslátt frá kennsluskyldu
sem nemur einum tíma á viku. Í
raun var því almenn kennsluskylda
að meðaltali um 27,5 tímar á viku í
34 vikur eða 935 kennslustundir á
ári. Þeir sem sinntu sérkennslu
eða tónmenntarkennslu nutu síðan
sérstaks afsláttar frá kennslu-
skyldu sem nam frá 15 til 17% af
vikulegri kennsluskyldu. Í dag er
kennsluskylda 27 tímar á viku í 36
vikur eða 972 kennslu-
stundir á ári. Að auki
hefur afsláttur vegna
sérkennslu og tó-
menntarkennslu verið
felldur niður. Þrátt
fyrir ákvæði um lækk-
un kennsluskyldu um
einn tíma á viku
haustið 2007 verður
árleg kennsluskylda í
grunnskólum lengri
en hún var meðan
grunnskólakennarar
voru ríkisstarfsmenn.
Laun hafa hækkað
minna en meðaltalið
Síðasti kjarasamningur við ríkið
vegna grunnskóla rann út 31. des-
ember 1996. Frá þeim tíma og til
dagsins í dag hafa dagvinnulaun
opinberra starfsmanna hækkað að
meðaltali um 161,7% samkvæmt
útreikningi Hagstofu Íslands. Á
sama tíma hafa grunnlaun fé-
lagsmanna KÍ í grunnskólum
hækkað um nálægt 156% og heild-
arárslaun um 141,3% samkvæmt
upplýsingum frá Kjararannsókn-
arnefnd opinberra starfsmanna.
Þetta sýnir að þrátt fyrir lengingu
skólaársins og þar með lengingu
árlegrar kennsluskyldu hafa laun
grunnskólakennara hækkað minna
en laun annarra opinberra starfs-
manna á síðustu 10 árum.
Á árinu 2006 hækkuðu laun á ís-
lenskum vinnumarkaði um 9,8%
samkvæmt tölum frá Hagstofu Ís-
lands. Á árinu 2005 hækkaði vísi-
talan um 7,2% og á árinu 2004 um
6%. Þessar hækkanir ásamt
áfangahækkun 1. janúar 2007 upp
á 2,9% eru því samtals á bilinu 26
til 27% Á sama tíma hafa taxtalaun
grunnskólakennara hækkað um
16,5%. Það ber ekki vott um vin-
samlegt viðhorf til menntamála að
bjóða kennurum 0,75% hækkun til
að brúa þetta bil eins og LN hefur
gert enda beinlínis til þess fallið að
flæma fólk burt úr starfi eins og
þegar er farið að bera á.
Rangar staðhæfingar
Sviðsstjórinn staðhæfir í grein
sinni að laun grunnskólakennara
muni hafa hækkað um 33,8% í ág-
ust 2007 á sama tíma og laun á al-
mennum vinnumarkaði hafi hækk-
að um 20,2%. Eins og að framan
greinir er þetta rangt og hugs-
anlega sett fram gegn betri vitund
þar sem opinber gögn segja allt
aðra sögu.
Það sem sviðsstjórinn gerir í
grein sinni er að reikna til launa-
hækkunar mótframlag vinnuveit-
enda í séreignarlífeyrissjóð (sem
flestir launþegar fengu árið 2000)
og jafnframt reiknar hann með að
allir kennarar kenni að minnsta
kosti tvær stundir í yfirvinnu á
viku og að kerfisbreyting í launa-
röðun stjórnenda virki á laun
kennara. Alla vega var það sameig-
inleg niðurstaða samningsaðila eft-
ir verkfallið 2004 að samningurinn
sem undirritaður var fæli í sér
tæplega 20% launahækkun til maí
2008 og aðrir kostnaðarliðir svo
sem mótframlag í séreignarsjóð,
vinnutímabreytingar eingreiðslur
og fleira fælu í sér að kostnaðar-
auki sveitarfélaga yrði 32 til 34%
til maí 2008.
Fagleg vinnubröð
Sviðsstjóri kjarasviðs Sambands
íslenskra sveitarfélag kallar eftir
faglegum vinnubrögðum. Fagleg
vinnubrögð felast ekki í að slá
fram röngum tölum. Slíkt er þó
fyrirgefanlegt ef um mistök er að
ræða. Alvarlegt er hins vegar ef
röngum tölum er vísvitandi haldið
á lofti. Það eru vinnubrögð af
þessu tagi sem KÍ hefur verið að
gagnrýna og það er vinnubrögð af
þessu tagi sem m.a. koma í veg
fyrir að farsæl niðurstaða náist í
samningamálum grunnskólakenn-
ara.
Nokkrar staðreyndir um
samningamál grunnskólans
Eiríkur Jónsson svarar grein
sviðsstjóra kjarasviðs Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga
» Sviðsstjórinn reikn-ar mótframlag í sér-
eignarlífeyrissjóð til
launahækkunar og að
allir kennarar kenni
a.m.k. 2 stundir í yf-
irvinnu á viku.
Eiríkur Jónsson
Höfundur er formaður
Kennarasambands Íslands.
HEIÐMÖRK hefur verið í huga
allra íbúa höfuðborgarsvæðisins
ein mesta og besta útivistarp-
aradís.
Umdeildar framkvæmdir í
Heiðmörk á vegum Gunnars Birg-
issonar, bæjarstjóra í
Kópavogi, hafa vakið
óskipta athygli og al-
menna hneykslun.
Ýmsar spurningar
vakna:
Hvers vegna var
svo umsvifamikil
framkvæmd ekki lát-
in sæta mati á um-
hverfisáhrifum? Er
skurðgröftur milli 2
og 3 km leið á vernd-
arsvæði kannski ekki
nógu stór fram-
kvæmd í skilningi
laganna?
Í lögum um mat á
umhverfisáhrifum nr.
106 frá 2000 segir
m.a. í fyrstu grein:
„Markmið laga
þessara er:
a. að tryggja að áð-
ur en leyfi er veitt
fyrir framkvæmd,
sem kann vegna stað-
setningar, starfsemi
sem henni fylgir, eðl-
is eða umfangs að
hafa í för með sér umtalsverð um-
hverfisáhrif, hafi farið fram mat á
umhverfisáhrifum viðkomandi
framkvæmdar,
b. að draga eins og kostur er úr
neikvæðum umhverfisáhrifum
framkvæmdar …“
Eru lögin ekki nógu skýr?
Skurðgröfturinn og eyðileggingin
ásamt brottnámi verðmæts trjá-
gróðurs hefur umtalsverð áhrif á
umhverfi Heiðmerkur og dregur
stórlega úr gildi þessa mikilvæga
útivistarsvæðis.
Minni framkvæmdir hafa eðli-
lega farið í umhverfismat.
Mér sýnist á öllu að mjög
margir aðrir agnúar séu á fram-
kvæmdum þessum. T.d. hafa regl-
ur um merkingu hættulegra og
varhugaverðra framkvæmda verið
hundsaðar.
Framkvæmdir fara fram í
svartasta skammdeginu þegar
minnst umferð er í Heiðmörk og
síst von er á fólki sem hyggst
njóta útiveru þar. Hvenær og
hvert bárust kvart-
anir og hvernig var
tekið á þeim? Ekki
virðist framkvæmdar-
aðili hafa haft fyrir að
hafa minnsta samráð
af neinu tagi við þá
aðila sem hafa umsjón
með Heiðmörkinni,
hvorki um leiðir né
aðferðir við fram-
kvæmdir.
Greinilegt er að
framkvæmdagleði
bæjarstjórans hefur
borið mannlega skyn-
semi ofurliði.
Nú er mjög mikil
eftirspurn eftir hvers
konar trjákenndum
gróðri sem unnt er að
planta í sum-
arhúsalönd og frí-
stundabyggðir. Hvað
þá trjám sem þegar
eru komin vel á legg.
Flest bendir til að
einhver ráðamaður á
vegum fyrirtækisins
hafi haft þennan mik-
ilsverða markað í huga með því að
flytja í stórum stíl trjáplöntur á
brott um langan veg í geymslu.
Kannski hafa tré þegar verið flutt
úr Heiðmörk og afhent til gróð-
ursetningar annars staðar? Væri
ekki rétt að opinber rannsókn
færi fram?
Man nokkur eftir gríðarlegum
umsvifum forstjóra Símans hérna
um árið þegar hann lét fyrirtækið
greiða himinháa reikninga fyrir
trjáflutning í sumarhúsaland sitt í
Þingvallasveit?
Í viðtali í Kastljósi 20. febrúar
kvað Gunnar Birgisson verktaka-
fyrirtækið Klæðingu hafi flutt all-
ar gröfur og annan búnað í eft-
irlitsfyrirtækið Frumherja í
„tékk“ til að ganga úr skugga um
hvort tækin væru nægjanlega
þétt. Ekki mætti leka úr þeim
glussi eða olía þegar þau eru send
í verkefni á vatnsverndarsvæði.
Þetta atriði er sérstaklega athygl-
isvert í ljósi þess að Gunnar hefur
verið framkvæmdastjóri Klæðn-
ingar ehf. síðan 1986. Hefur hann
raunverulega hætt öllum af-
skiptum af því fyrirtæki eftir að
hann sest í bæjarstjórastólinn
enda eru þarna mjög miklir hags-
munaárekstrar.
Gunnar Birgisson hefur dokt-
orspróf í jarðvegsverkfræði frá
bandarískum háskóla og sat á
þingi nálægt áratug. Í umhverf-
isnefnd Alþingis var hann 1999–
2005 en ekki fer miklum frægð-
arsögum af athöfnum hans í þeirri
nefnd. Í þau fáu skipti sem hann
hefur tekið þátt í umræðum
tengdum umhverfismálum er að-
koma hans og viðhorf fyrst og
fremst að þar talar hann sem tals-
maður verklegra framkvæmda en
ekki áhugamaður um varðveislu
sérstæðrar náttúru landsins.
Öllu þekktari er Gunnar fyrir
vægast sagt umdeilt þingmál sem
hann náði að berja í gegnum
þingið á sínum tíma með harðri
hendi: lögleiðing hnefaleika undir
því yfirskyni að um „ólympíska
íþrótt“ væri að ræða. Sennilega
hefur ekkert þingmál leitt af sér
jafnmikið ofbeldi og dýrkun þess í
íslensku samfélagi fyrr eða síðar
hvort sem það beinist gegn varn-
arlausu fólki eða varnarlausri
náttúru Íslands.
Er ekki tími kominn að íbúar
Kópavogsbæjar ráði sér nýjan
bæjarstjóra!
Heiðmörk spillt
Guðjón Jensson fjallar um um-
hverfismál og framkvæmdir í
Heiðmörk
Guðjón Jensson
»Útivistarp-aradísinni
Heiðmörk hefur
verið spillt. Af
hverju fór fram-
kvæmdin ekki í
umhverfismat?
Hvað varð um
trjágróðurinn?
Höfundur er forstöðumaður
bókasafns í Reykjavík.
KVÖLD eitt fyrir um 25 árum stóð
ég í biðröð til að komast inn í Óðal,
sem þá var einn af helstu skemmti-
stöðum borgarinnar. Með mér í för
var kærastinn minn, síðar eig-
inmaður. Næstir á eftir okkur í röð-
inni voru þáverandi
formaður Samtakanna
’78 og sambýlismaður
hans. Eftir um hálftíma
tíðindalausa bið var
röðin komin að okkur
að vera hleypt inn. Ég
og kærastinn gengum
inn, en síðan hrintu
dyraverðirnir sam-
býlismanni formanns-
ins frá, kipptu for-
manninum inn fyrir,
fleygðu honum á grúfu
í gólfið, settust ofan á
hann og lömdu hann og
létu svívirðingarnar
dynja á honum – sögðust ekki vilja
sjá hans líka inni á staðnum, og hon-
um væri fyrir bestu að hætta að
reyna að sækja staðinn.
Ég hafði ekki séð þvílíkar aðferðir
viðhafðar nema til að hafa hemil á
verstu slagsmálahundum á sveita-
böllum, og var alveg gapandi hissa.
Maðurinn hafði ekkert til saka unnið,
hann var ekki að áreita neinn og var
þarna bara í sömu erindagjörðum og
ég – að fara út að skemmta sér með
kærastanum sínum. En hann var
hommi, og svoleiðis fólk var ekki vel-
komið í Óðal.
Enn þann dag í dag skammast ég
mín fyrir að hafa ekki gert neitt í
málinu – minnug þess sem Tómas
Guðmundsson sagði: „Á meðan til er
böl sem bætt þú gast, og barist var á
meðan hjá þú sast, er ólán heimsins
einnig þér að kenna.“
Svo líða árin, og ég fylgist úr fjar-
lægð með réttindabaráttu samkyn-
hneigðra án þess að skipta mér neitt
af henni. Enda voru persónuleg
kynni mín af hommum og lesbíum af-
ar lítil, þar til ein saumaklúbbsv-
inkona kom út úr skápnum hátt á fer-
tugsaldri og hommi var síðar
uppáhaldskennari yngstu dótt-
urinnar. Síðustu árin höfum við farið
á Gay Pride með dæturnar, til að
sýna stuðning og taka þátt í gleðinni.
Og síðastliðið sumar – nokkrum
dögum eftir gildistöku nýju laganna
um réttindi samkynhneigðra – kom
elsta dóttirin, 19 ára gömul, út úr
skápnum. Þótt það kæmi okkur for-
eldrunum á óvart þá fannst okkur
það ekkert tiltökumál og sögðum
henni hvað hún ætti
gott að koma út í þjóð-
félag þar sem samkyn-
hneigðir hafa öðlast
sömu réttindi og gagn-
kynhneigðir á nánast
öllum sviðum.
En það er ekki af
sjálfu sér sem sam-
félagið hefur breyst svo
mjög á síðustu 25 árum.
Aldeilis ekki. Það er
fyrst og fremst að
þakka ötulli baráttu
Samtakanna ’78 sem
samkynhneigðir hafa
fengið viðurkennd sjálf-
sögð mannréttindi sér til handa. Það
er Samtökunum ’78 að þakka að dótt-
ir mín þarf ekki að vera í felum með
það hver hún raunverulega er. Því
ákvað ég að ganga í Samtökin ’78 til
að leggja mitt af mörkum og sýna
þakklæti mitt, þótt ekki væri með
öðru en að greiða félagsgjald.
Þá er komið að því sem er tilefni
þessara skrifa. Þegar ég fékk í hend-
ur félagsskírteini í Samtökunum ’78
þá stóð á því að ég væri félagi nr. 635.
Ha? Númer 635? Það getur ekki ver-
ið. Það hljóta að vera fleiri þúsund
manns í félaginu. Hvað mættu marg-
ir í síðustu Gay Pride-göngu? Voru
ekki um 30 þúsund manns í bænum
til að sýna stuðning við samkyn-
hneigða? Ég var svo hissa að ég hafði
samband við framkvæmdastjóra
samtakanna og spurðist fyrir um
þetta. Jú, þetta var rétt, ég var 635.
einstaklingurinn sem gengið hefur í
samtökin. Frá upphafi. Og ég er ekki
einusinni samkynhneigð.
Og af þessum 635 voru ekki nema
rúmlega 400 sem greiddu fé-
lagsgjaldið í fyrra, að sögn fram-
kvæmdastjórans, og var það þó met-
fjöldi. Miðað við þessar upplýsingar
hlýtur það að teljast kraftaverk
hverju samtökin hafa áorkað á þess-
um 29 árum sem þau hafa starfað.
Það að dóttir mín skuli geta staðið
stolt við það að vera eins og hún er –
það er langur vegur frá barsmíðum
dyravarðanna í Óðali forðum.
En þótt dóttir mín sé í góðum mál-
um þá er fullt af krökkum úti um allt
land sem eiga erfitt. Hvernig á strák-
ur sem venst því að heyra pabba sinn
nota orðin „helvítis hommatittur“
sem skammaryrði að geta sætt sig
við að vera sjálfur hommi? Hvað með
unglinga í litlum plássum úti á landi?
Það er örugglega ekkert grín að vera
eini homminn í þorpinu. Ef unglingar
heyra ekki talað um samkynhneigð
nema í neikvæðum tón er hætt við að
þau sem samkynhneigð eru veigri
sér við að viðurkenna það fyrir sjálf-
um sér og öðrum. Það er enn mikið
verk að vinna við að fræða fólk –
börn og unglinga jafnt sem fullorðna,
samkynhneigða jafnt sem gagnkyn-
hneigða – um samkynhneigð.
Þar þurfa Samtökin ’78 á tilstyrk
okkar að halda, okkar allra sem lát-
um okkur réttindi og velferð sam-
kynhneigðra varða. Því vil ég hvetja
fólk til að ganga í Samtökin ’78 og
greiða félagsgjaldið, með því styrkj-
um við félagið og gerum því auðveld-
ara að fræða, aðstoða og berjast fyrir
réttindum. Þið þurfið ekkert að vera
hommar eða lesbíur; allir þeir sem
styðja mannréttindabaráttu lesbía
og homma og tvíkynhneigðra og
markmið Samtakanna ’78 geta gerst
félagar. Félagsgjald er 3.500 kr. á ári
en 2.600 kr. fyrir námsmenn og líf-
eyrisþega. Nánari upplýsingar fást á
www.samtokin78.is. Fyrir foreldra
og aðra aðstandendur má einnig
benda á FAS, Samtök foreldra og að-
standenda samkynhneigðra, sjá
www.samtokinfas.is.
Ég er í Samtökunum ’78
Guðrún Rögnvaldardóttir
fjallar um Samtökin ’78 » Það er fyrst ogfremst að þakka öt-
ulli baráttu Samtakanna
’78 sem samkynhneigðir
hafa fengið viðurkennd
sjálfsögð mannréttindi
sér til handa.
Guðrún
Rögnvaldardóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri.