Morgunblaðið - 27.02.2007, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 33
MINNINGAR
✝ Emilía Guð-laugsdóttir
fæddist á Lauga-
landi í Vest-
mannaeyjum 16.
mars 1929. Hún lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 19.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Björg Sigurð-
ardóttir, frá Péturs-
borg í Vest-
mannaeyjum, og
Guðlaugur Þor-
steinsson húsa-
smíðameistari, f. í Gerðaskoti
undir Eyjafjöllum. Systkini Emil-
íu voru Þorsteinn Guðlaugsson,
Sigurður Guðlaugsson, Guðbjörn
Guðlaugsson, Indíana Guðlaugs-
dóttir og Laufey Guðlaugsdóttir
sem öll eru látin en eftirlifandi er
Sveinbjörn Guðlaugsson.
Emilía giftist árið 1950 Hall-
dóri Guðmundssyni,
framkvæmdastjóra
viðgerðar- og verk-
fræðideildar Loft-
leiða og síðar Flug-
leiða, f. 13. júlí 1925,
d. 26. desember
2001. Börn þeirra
sem öll eru búsett í
Bandaríkjunum eru:
1) Sigurður R.H.
Guðmundsson,
kvæntur Sigurrós
Guðmundsson. 2)
Halldór Valur Guð-
mundsson, kvæntur
Hrefnu Harðardóttur. 3) Guð-
mundur Halldórsson, kvæntur
Donnu Doty. 4) Kristín Halldórs-
dóttir, gift Michael Nethersole.
Emilía átti átta barnabörn og
fimm barnabarnabörn.
Útför Emilíu verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku mamma mín. Þegar ég lít
til baka kemur í hugann þakklæti
og hlýja. Þú varst mér yndisleg
móðir og góð vinkona. Okkar sam-
band var alveg sérstakt og ég á eft-
ir að sakna okkar löngu símtala og
góðu stunda saman þar sem við gát-
um hlegið saman og talað um allt
milli himins og jarðar. John Halldór
sagði við mig fyrir nokkru að hann
óskaði þess að eiga eins hlýtt og
gott samband og okkar. Mikið þótti
mér vænt um það.
Þú varst dugnaðarkona og mikil
smekkmanneskja og best af öllu var
að það var svo stutt í stelpuna.
Garðurinn var þitt yndi hvar sem
við bjuggum í heiminum. Svo er
ótrúlega mikið af fallegum sauma-
skap eftir þig úti um allan heim,
barna- og dúkkuföt, burðarkörfur,
endur og margt annað.
Þú elskaðir kvikmyndir og leik-
hús, og átt heilt safn af prógrömm-
um. Um tíma vannstu í Þjóðleikhús-
inu og þar má finna Emilíu „touch“
eftir þig á saumastofunni.
Alltaf varstu góður kokkur. Mér
hefur oft orðið hugsað til þess hvað
þið Katla voruð duglegar í eldhús-
inu fyrir hver jól að undirbúa þessi
stóru fjölskylduboð. Smákökur og
tertur, frómas og fiskréttir, fyrir
utan allt annað. Ég veit að ég hef
fengið þessi gen frá þér og er ég
þakklát fyrir það. Maður var alinn
upp við að geta tekið hvað sem er
að sér með jákvæðum hug.
Þið pabbi voru yndisleg saman.
Oft gekk ekki allt upp eins og þið
óskuðuð ykkur, það voru meiri
veikindi en á flestum bæjum. En
með þolinmæði hans, og krafti þín-
um og kímnigáfu var leitast við að
gera það besta úr öllu.
Þú vildir allt fyrir alla gera en
ætlaðist aldrei til neins af öðrum.
Mikið varstu ánægð í haust þegar
þú fékkst íbúðina á Lindargötu.
Allt dæmið loks að ganga upp.
Kveiðst ekki flutningunum eða
neinu. Svo komu veikindin og
kipptu öllu úr skorðum. Þú áttir
ekki til orð yfir hvað margir voru
tilbúnir að hjálpa þér. Allt í einu
var fólk að gera fyrir þig það sem
þú hafðir gert fyrir svo ótal marga.
Það var yndislegt og vil ég nota
tækifærið að þakka öllum þeim sem
hlupu undir bagga. Mér fannst þú
eiga skilið nokkur árin í viðbót.
Njóta þess að vera komin á Lind-
argötuna, stutt frá mörgum þeim
minningum sem þið pabbi áttuð
saman. Hitta konurnar á sauma-
stofunni og rabba við strákana.
Maður huggar sig við það að þín
kvöl er búin og þú ert komin til
Guðs. Þú ert þar í góðum vinahópi.
Ég kveð þig, elsku mamma mín.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín,
Kristín.
Elsku amma mín. Furðulegt hvað
lífið getur allt í einu tekið óvænta
stefnu. Minningabrotin koma upp í
hugann hvert af öðru og hver minn-
ing er sem dýrmæt perla.
Heimsókn mín og Birnu systur til
ykkar afa þegar þið bjugguð á
Miami er okkur ógleymanleg en þar
nutum við systurnar okkar í botn
þar sem þið dekruðuð við okkur.
Handbragð þitt var einstakt og
hef ég fengið að njóta fjölmargra
hluta sem þú hefur gert og má þar
nefna sængurver, púða, dúkkuföt
og annað.
Það var mikil gleðistund þegar
þú fékkst íbúðina á Lindargötunni.
Við vorum nú ekki lengi að pakka,
þú, ég og Þórunn og hlökkuðum svo
til að gera fallegt og fínt nýja heim-
ilið þitt. En svo veiktist þú. Við Þór-
unn héldum áfram og fluttum fyrir
þig og gerðum fínt og flott en þú
varst auðvitað með ákveðnar skoð-
anir á því hvernig þú vildir hafa
hlutina enda smekkmanneskja fram
í fingurgóma. Þrátt fyrir veikindi
þín stefndi hugurinn alltaf heim á
Lindargötuna og þar fékkstu þó
varið nokkrum tíma þegar þú
fékkst frí frá spítalanum.
Þú varst einstakur karakter og
að mínu mati mesta töffaraamma í
heimi. Þú varst líka alltaf svo fín og
flott, með fallega lagt hárið og vel
snyrtar neglur. Það var heldur
aldrei leiðinleg stund að vera í
kringum þig því húmorinn var alltaf
í fyrirrúmi hjá þér og ekki hvarf
hann sama hversu lasin þú varst.
Grínið skein alltaf í gegn.
Mér finnst skrýtin tilhugsun að
eiga ekki eftir að koma til þín á
Lindargötuna eða á spítalann aftur.
Mér finnst skrýtið af hverju þú
fékkst ekki örlítið lengri tíma. Mér
finnst skrýtið að við eigum ekki eft-
ir að fá okkur tertu eða ís saman
aftur. Mér finnst skrýtið að við eig-
um aldrei aftur eftir að tala saman
um sæta stráka. Mér finnst skrýtið
að við eigum ekki eftir að fara í
kirkjugarðinn aftur til að setja nið-
ur sumarblómin. Mér finnst skrýtið
að við eigum ekki eftir að fletta
Mogganum og athuga hverjir eru
farnir til Guðs. Mér finnst skrýtið
að þú sért farin til Guðs.
Nokkrum klukkustundum áður
en þú lést fundum við Þórunn
frænka sterkt fyrir afa við sjúkra-
rúmið þitt. Það var greinilegt að
hann var kominn til að sækja þig.
Já, hann hefur heldur betur verið
farinn að sakna þín.
Elsku amma mín, takk fyrir allar
góðu stundirnar.
Þín
Halla Rósenkranz.
Elsku amma, loksins varstu flutt
í bæinn. Þig var búið að dreyma um
það í mörg ár að búa nær miðbæn-
um og geta rölt niður Laugaveginn,
við vorum búnar að ráðgera kaffi-
húsaferðir í bænum í sumar. Því
miður fékkstu ekki að njóta þess að
búa lengi á Lindargötunni eins og
þú varst ánægð með nýju íbúðina
þína.
Guðfinna Ósk og Sigrún Þóra
voru mjög stoltar af því að eiga
svona fallega og skemmtilega lang-
ömmu en kölluðu þig ömmu eftir þá
yfirlýsingu að þér þætti langömmu-
heitið alveg hroðalega ljótt, og al-
veg ótrúlegt að einhverjum hefði
dottið þetta orð í hug!
Þú varst orðin ósköp veik, elsku
amma mín, samt fannst okkur alltaf
að þú myndir hressast og komast á
ról því þú varst alltaf svo dugleg og
hafðir svo skemmtilegan húmor
sem hélst alveg fram í andlátið. Við
vitum að núna líður þér vel, búin að
hitta afa aftur sem þú saknaðir
mikið, systkini þín sem voru þér svo
kær og eru farin á undan, elskaða
foreldra og vini.
Þú áttir sannarlega góða vini sem
reyndust þér vel og þú þeim, sjá
þeir á eftir góðri vinkonu.
Heimahjúkrun Karítas og starfs-
fólki á deildum 11E og 12E á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi við
Hringbraut þökkum við góða
umönnun og umhyggju í garð Emil-
íu ömmu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guðfinna sendir þér kossa og
knús frá Ítalíu og finnst erfitt að
geta ekki fylgt ömmu sinni síðasta
spölinn.
Okkur fannst alltaf gott að vera
nálægt þér, elsku amma mín, og
minningin um þig og afa mun lifa í
hjarta okkar um ókomna tíð.
Við Magnús, Guðfinna Ósk og
Sigrún Þóra þökkum allar góðar
stundir í gegnum árin. Síðustu
mánuðir hafa verið okkur dýrmæt-
ir.
Hinsta kveðja
Þórunn.
Elsku Emilía, fyrsta minning mín
um þig er mér í fersku minni. Þú
komst til foreldra minna til að til-
kynna andlát bróður þíns og besta
vinar föður míns. Mér fannst þú fal-
legasta manneskja sem ég hafði
séð, svo fín og með þetta fallega
síða hár. Þá hugsaði ég: Ef ég ætti
eftir að eignast stúlku, þá fengi hún
nafnið þitt og fallega hárið þitt.
Þegar pabbi fór með mig eitt sinn í
klippingu bað ég um að láta klippa
það sítt eins og á Emilíu. Ég fékk
að heyra þetta fram á fullorðinsár
og oft var hlegið að þessu. Þú varst
alltaf mitt „Idol“.
Öll árin þín í Ameríku sendir þú
mér gjafir og seinna börnunum
mínum, allt svo fallega unnið af þér
og listilega vel gert, dúkkufötin og
fíniríið, það var svo spennandi að fá
pakka frá útlöndum á þessum ár-
um. Þú tókst þátt í öllum mínum
viðburðum af ást og áhuga. Þið
Halli voruð mér kær sem foreldrar.
Það var gott að koma til ykkar, allt-
af knúsuð í stykki.
Það er leitt að þú skulir ekki hafa
getað notið nýju íbúðarinnar þinn-
ar, hún var orðin svo kósý og þú
varst svo ánægð með hana og þér
leið svo vel þar.
Við vorum búnar að ráðgera að
fara í bíó- og leikhúsferðir þegar þú
værir orðin hressari, það var þitt
uppáhald að fara í leikhús eða bíó.
Elsku kerlingin, nú þegar þú hef-
ur fundið Po aftur, eruð þið full-
komnuð á ný. Emilía mín, takk fyrir
allt og allt, þín er sárt saknað, en
minningin lifir.
Ása.
Emilía Guðlaugsdóttir
✝ Árni GunnarBjörnsson fædd-
ist í Vestmanna-
eyjum 24. október
1925. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 17. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Björn Ketilsson
húsasmíðameistari,
f. 24. ágúst 1896, d.
24. apríl 1982 og
Ólöf Guðríður
Árnadóttir húsfrú,
f. 23. febrúar 1884,
d. 17. mars 1972. Börn Björns og
Ólafar auk Árna eru Ragna
Björnsdóttir, f. 31. maí 1924,
Halldór Björnsson, f. 16. ágúst
1928 og uppeldisdóttir þeirra
hjóna Stella Guðmundsdóttir, f.
19. desember 1922, d. 10. október
1984.
Hinn 9. janúar 1960 giftist
Árni Pálínu G. Þorsteinssdóttur,
f. 24. mars 1930, d. 20. apríl
1996. Börn þeirra hjóna eru Júl-
íana, f. 22. desember 1957, maki
Guðmundur Árnason, þau eiga
tvö börn og eitt barnabarn; Ólöf
Guðríður Árnadóttir, f. 11. sept-
ember 1959, maki
Börkur Guðjónsson,
þau eiga fjóra syni;
Ester Árnadóttir, f.
30. september 1960,
maki Hallmundur
Hafberg, þau eiga
tvö börn; Björn
Árnason, f. 28. febr-
úar 1966, maki
Laufey Guðmunds-
dóttir þau eiga þrjá
syni.
Árni byrjaði nam
í vélsmíði og vél-
virkjuni hjá Vél-
smiðju Sigurðar Sveinbjörns-
sonar árið 1942 og lauk því með
sveinsprófi árið 1946, sama ár
lauk hann einnig námi í plötu-
smíði hjá Gunnari Brynjólfssyni.
Seinna útskrifaðist svo Árni sem
vélstjóri frá Sjómannaskólanum í
Reykjavík og starfaði sem vél-
stjóri til sjós í allmörg ár eða þar
til hann réðst til starfa hjá Olíu-
félaginu Esso þar sem hann vann
til ársins 1995 þegar hann lauk
störfum vegna aldurs.
Útför Árna verður gerð frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Elsku afi, takk fyrir allar þær
góðu stundir sem þú gafst okkur.
Þín minning mun fylgja okkur alla
tíð.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Þínir afastrákar:
Elmar Björnsson, Gunnar Páll
Björnsson, Eyþór Björnsson.
Árni G. Björnsson
✝
SIGURÐUR LÁRUSSON
frá Gilsá í Breiðdal,
lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum föstudaginn
23. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Herdís Erlingsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐMUNDA GUÐJÓNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
22. febrúar.
Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 1. mars kl. 13.00.
Kristinn Bergsson, Sjöfn Arnórsdóttir,
Guðjón Bergsson, Kristín Kristmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRHALLA GUNNARSDÓTTIR,
Skúlagötu 20,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum laug-
ardaginn 24. febrúar.
Sigurður Jóhannesson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir minn,
HALLDÓR R. RAGNARSSON,
Áshamri 26,
Vestmannaeyjum,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 14. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Friðjón Unnar Halldórsson.