Morgunblaðið - 27.02.2007, Side 17

Morgunblaðið - 27.02.2007, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 17 ERLENT Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn í Borgarleikhúsinu við Listabraut í Reykjavík, fimmtudaginn 8. mars 2006 og hefst hann kl. 16.15. 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins á árinu 2006. 2. Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur sparisjóðsins fyrir árið 2006. 3. Tillaga um ársarð af stofnfé. 4. Tillaga um að nýta heimild í lögum til að auka stofnfé um 5% með ráðstöfun hluta hagnaðar. 5. Tillaga til breytinga á samþykktum. Hún gerir ráð fyrir heimild til stjórnar til hækk- unar á stofnfé sparisjóðsins úr kr. 9.500.000.000 í allt að kr. 15.000.000.000 og að hún gildi til ársloka 2011. 6. Kosning stjórnar. 7. Kosning endurskoðanda. 8. Ákvörðun stjórnarlauna. 9. Önnur mál. Samkvæmt ákvæðum 23. gr. samþykkta SPRON skulu framboð til stjórnar og varastjórnar tilkynnt stjórn eigi síðar en þremur dögum fyrir fundinn. Kröfu um hlutbundna kosningu þarf að gera skrif- lega og hún að berast stjórn eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað í fundarbyrjun. Reykjavík, 26. febrúar 2007 Sparisjóðsstjórnin Dagskrá: Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis 2007 A R G U S / 0 7 -0 1 3 7 Haag. AFP. | Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í gær að stjórn- völd í Serbíu bæru ekki ábyrgð á hópmorðum í Bosníu í stríðinu sem geisaði þar á árunum 1992–95. Dómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ráðamenn í Belgrad hefðu brotið alþjóðlegan sáttmála frá 1948 um hópmorð með því að reyna ekki að koma í veg fyr- ir dráp hersveita Bosníu-Serba á 8.000 karlmönnum og piltum úr röðum múslíma í Srebrenica 1995. Stjórnvöld í Bosníu höfðuðu mál gegn Serbíu og ætluðu að krefjast skaðabóta ef dómstóllinn úrskurð- aði þeim í hag. Er þetta í fyrsta skipti sem höfðað er mál gegn ríki fyrir hópmorð. Einstaklingar hafa aftur á móti verið dæmdir sekir um hópmorð í Bosníu. Dómstóllinn komst að þeirri nið- urstöðu að ráðamenn í Serbíu hefðu ekki gefið fyrirmæli um drápin þótt þeir hefðu veitt Bosníu-Serbum „verulegan hernaðarlegan og fjár- hagslegan stuðning“ á þessum tíma. Boris Tadic, forseti Serbíu, fagn- aði úrskurði dómstólsins en hvatti þing landsins til að samþykkja ályktun þar sem það fordæmdi drápin í Srebrenica. Serbar í Bosn- íu fögnuðu einnig úrskurðinum en leiðtogar múslíma og Króata sögðu niðurstöðuna „svívirðilega“. Reuters Niðurstöðunni mótmælt Konur úr röðum múslíma í Bosníu mótmæla úr- skurði Alþjóðadómstólsins í Haag fyrir utan dómhús hans í gær. Úrskurðað að Serbía beri ekki ábyrgð á hópmorðum í Bosníu DES Browne, varnarmálaráðherra Bretlands, greindi frá því í gær að Bretar hefðu ákveðið að senda 1.400 hermenn til Afganistan á næstunni. Þar eru nú fyrir 6.300 breskir hermenn og verða þeir því 7.700 innan skamms. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði fyrir tæpri viku að senda ætti 1.600 hermenn heim frá Írak en Browne sagði að sú ákvörð- un hefði ekkert að gera með breytta stöðu í Afganistan. Flestir úr breska aukaherliðinu verða sendir til Helmand-héraðs í suðurhluta landsins í maí og síðar í sumar. Þar hafa herlið Atlantshafs- bandalagsins, NATO, átt í miklum átökum við talibana. Browne sagði að hann hefði unnið að því að fá NATO-ríki til að koma til aðstoðar á svæðinu en ljóst væri að aðeins Bretar og fá ríki til viðbótar væru tilbúin að vera í fremstu víglínu. Nær 50 breskir hermenn hafa fallið í Afganistan frá innrásinni í landið árið 2001. Reuters Herlið Fjölgað verður í herliði Breta í Afganistan á næstunni. 1.400 Bretar til Afganistan HÓPI sérfræðinga innan Bandaríkjahers hefur verið fal- ið að bæta stöðum, sem taldir eru gegna mikilvægu hlut- verki fyrir vígasveitir sjíta, við möguleg skotmörk í hugsanlegri loftárás á kjarnorkumannvirki Írana. Þessu er haldið fram í nýrri grein blaðamannsins Seymour Hersh í bandaríska tímaritinu New Yorker, þar sem hann hefur m.a. fjallað um möguleikann á notkun lítillar kjarnorkusprengju til að eyðileggja neðanjarðarbyrgi sem talið er gegna lykilhlutverki í kjarnorkuáætluninni. Áætlunin er sögð hluti af endurskoðun stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta á stefnu sinni gagn- vart Íran, en umfjöllunin kemur skömmu eftir að Dick Cheney varaforseti útilokaði ekki árás á Írana ef þeir létu ekki af umdeildri kjarnorkuáætlun sinni. Telur Hersh að Bush muni grípa til aðgerða gegn Írönum áður en forsetatíð hans lýkur 2008. Bandaríska varnarmálaráðuneytið vísaði þessu á bug, slíkur undirbúningur stæði ekki yfir. Sagðir undirbúa árás á Íran Seymour Hersh SKOTIÐ var á franska ríkisborg- ara skammt frá Madain Saleh í Norðvestur-Sádi-Arabíu í gær. Þrír þeirra létust og tveir voru fluttir al- varlega slasaðir á spítala. Forseti Frakklands og utanríkisráðherra fordæmdu árásina. Frakkar myrtir MAHINDA Rajapakse, forseti Sri Lanka, hóf opinbera heimsókn til Kína í gær. 266 manns eru í fylgd- arliði forsetans, þar á meðal ráð- herrar og viðskiptamenn. Auk þess er óvenjuleg gjöf til forseta Kína í farteskinu, fimm ára fíll. Fíll í farteskinu DICK Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, kom í gær í óvænta heim- sókn til Pakistans, þar sem hann þrýsti á Pervez Musharraf forseta að ganga harðar fram gegn talib- önum og vígamönnum al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna sem eru sagðir í felum í landinu. Cheney í Pakistan FRAMTÍÐ Romanos Prodis sem for- sætisráðherra Ítalíu ræðst í kosn- ingum beggja deilda þingsins á morgun. Prodi baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í liðinni viku eft- ir að hafa tapað í atkvæðagreiðslu um utanríkisstefnu stjórnarinnar. Kosið um traust NORSKU málverki með álímdum 100.000 norskum þúsundkróna- seðlum var stolið frá MGM-lista- safninu í Ósló um helgina. Mál- verkið er eftir Jan Christensen og er 2 x 4 m að stærð, en þjófarnir skildu rammann eftir. Málið er í rannsókn. Of freistandi Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is AL Sharpton, prestur sem hefur barist fyrir borgaralegum réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum, er afkomandi þræls sem var í eigu ætt- ingja Stroms Thurmonds, er var lengi talsmaður kynþáttaaðskiln- aðar á löngum ferli sínum í öld- ungadeild Bandaríkjaþings. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandarískra ættfræðinga og Sharpton kvaðst í gær ætla að óska eftir DNA- rannsókn á málinu. Sharpton sagðist hafa orðið „forviða“ þegar hann frétti af tengslum forföður síns við ættingja Thurmonds. „Ég get ekki lýst tilfinningunum sem bærðust með mér … allt frá reiði til hneyksl- unar, nokkurs stolts og heiðurs,“ sagði hann. Ættfræðingar vefsetursins Ancestry.com komust að þessum tengslum í rannsókn sem þeir hófu að beiðni New York Daily News. Báðir í forsetaframboð Sharpton bauð sig fram í forkosn- ingum demókrata vegna forseta- kosninganna í Bandaríkjunum árið 2004 og lagði áherslu á réttindabar- áttu blökkumanna. Thurmond var upphaflega demó- krati en bauð sig fram í forsetakosn- ingunum 1948 sem óháður fulltrúi suðurríkjamanna er voru ósáttir við stuðning flokksins við réttindabar- áttu bandarískra blökkumanna. „Öll lög Washington og allir byssustingir hersins geta ekki þröngvað negrunum inn á heimili okkar, matstofur okkar, skóla, kirkjur, sundlaugar og leikhús okk- ar,“ sagði Thurmond á þessum tíma. Hann gerðist síðar repúblikani og beitti málþófi á þinginu árið 1957 gegn frumvarpi til laga um borg- araleg réttindi, talaði þá sleitulaust í rúman sólarhring. Afstaða Thur- monds í kynþáttamálum mildaðist þó með árunum. Thurmond lést árið 2003, hundrað ára að aldri. Hann hafði þá setið lengur en nokkur annar í öld- ungadeild Bandaríkjaþings, var þingmaður frá 1954 til janúar 2003. Eftir andlát hans var skýrt frá því að hann átti dóttur með svartri þjón- ustustúlku Thurmond-fjölskyld- unnar þegar hann var 22 ára. Megan Smolenyak, aðalættfræð- ingur Ancestor.com, stjórnaði ætt- fræðirannsókninni sem stóð í þrjár vikur. Stuðst var við ýmis gögn, meðal annars manntöl, skrár yfir hjónavígslur, dauðsföll og þá sem gegnt hafa herþjónustu. Rannsóknarmennirnir komust að því að langafi Als Sharptons, Cole- man Sharpton, var þræll í eigu frænku Thurmonds, Juliu Thur- mond Sharptons, í Suður-Karólínu. Afi hennar var langalangafi öld- ungadeildarþingmannsins. Sharpton kvaðst hafa hitt Thur- mond einu sinni með söngvaranum James Brown, sem þekkti þing- manninn og vildi heimsækja hann í Washington. „Ég var ekki ánægður með að heimsækja hann vegna þess sem hann hafði verið alla ævina.“ Al Sharpton niðji þræls í eigu ættingja Thurmonds AP Réttindabarátta Al Sharpton hef- ur barist fyrir rétti blökkumanna. AP Aðskilnaðarsinni Strom Thur- mond aðhylltist kynþáttaaðskilnað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.