Morgunblaðið - 27.02.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 29
FYRIRLESTUR Simon Anholt
um ímynd þjóðfélaga á Við-
skiptaþingi og sú rannsókn sem
hann hafði unnið færði okkur heim
sanninn um hversu óþekkt við er-
um. Stolt okkar og sjálfhverfa
birtist gjarnan í umræðu þar sem
halda mætti að við værum sjálfur
nafli alheimsins. Almennt má segja
um niðurstöðuna að
almenningur í þeim
36 löndum sem könn-
unin nær til veit lítið
um hver við erum,
hvaðan við komum
eða hvert við stefnum
og það þrátt fyrir þá
jákvæðu útrás ís-
lenskra fyrirtækja
sem átt hefur sér stað
á undanförnum árum.
Áhrif þessarar útrás-
ar eru jákvæð og hafa
skotið styrkari stoð-
um undir íslenskt at-
vinnulíf.
Grunnurinn að útrásinni
Lýður Guðmundsson, stjórn-
arformaður Bakkavarar hf., hélt
því fram á Viðskiptaþingi að útrás-
in hefði farið af stað fyrir u.þ.b. 10
árum og að við þyrftum að bíða í
önnur 35 ár til að mæla árang-
urinn. Ég er sammála honum um
að fagna beri þeirri stefnu stjórn-
valda sem skapað hefur tækifæri
til útrásar og einnig að eitthvað sé
í land með að niðurstöðu árangurs
af henni sé að vænta, þó að 35 ár
eru séu langur tími. Enn erum við
að mestu leyti með væntingar sem
lofa góðu. Ég get ekki verið hon-
um sammála um að engin útrás
hafi verið fyrir. Okkar alvöru út-
rás sem þjóðin hefur byggt sína
afkomu á hófst með útrás sjávar-
útvegsfyrirtækja þegar sölufyr-
irtæki sem stofnuð voru hösluðu
sér völl á erlendri grundu til að
markaðssetja og selja íslenskar
sjávarafurðir. Fleira má nefna eins
og til dæmis starfsemi íslensku
flugfélaganna. Sú framsýni og það
áræði sem sýnt var á þessum ár-
um skipti sköpum fyrir það sem
síðar kom. Útrás þessi var nauð-
synleg til að koma okkur á lapp-
irnar og lagði grunninn að þeim
tækifærum sem nýútrásarað-
ilunum hefur verið sköpuð. Grunn-
urinn að þeirri útrás er sterk
staða íslenskra fjármálstofnana og
lífeyrissjóða sem hefur komið til
fyrst og fremst vegna sterkrar
stöðu íslensks sjávarútvegs, orku-
auðlindanna og aðgerða stjórn-
valda í að draga úr ríkisrekstri og
skapa samkeppnishæft skattaum-
hverfi. Á þessum grunni byggja
útrásarfyrirtækin starfsemi sína.
Ekki á þetta síst við um Bakkavör,
fyrirtæki Lýðs Guðmundssonar
sem sprottið er úr íslenskum sjáv-
arútvegi og fjármagnað á erfiðum
tímum í rekstri þess með fjár-
magni sem á rætur að rekja í hval-
veiðar okkar. Þessu kjósa menn að
gleyma í hita leiksins
þegar þeir hefja órök-
stutt og ósmekklegt
skítkast í aðrar at-
vinnugreinar. Það er
öllum hollt að minnast
uppruna síns. Um-
mæli nokkurra útrás-
araðila upp á síðkastið
vekja einnig spurn-
ingar um hver eigi að
vera dómari í þessum
leik, hverjir eigi að
ákveða dauða eða líf
einhvers rekstrar. Er
það aukna frelsi sem
skapað hefur verið ekki þess eðlis
að við látum markaðinn um slíkt?
Ómálefnaleg umræða
Ummæli formanns Við-
skiptaráðs í ræðu sinni þegar hann
ber saman skattgreiðslur banka og
sjávarútvegs eru sérstök. Er þetta
merki um nýja stefnu Við-
skiptaráðs. Ég vona ekki, ég vona
að aðilar geti unnið saman að því
markmiði að íslenskt fyrirtækja-
samfélag búi við sem stöðugast
umhverfi og geti búið þegnum
þessa lands góð lífsskilyrði. Þegar
við metum áhrif atvinnugreina á
samfélagið verðum við að horfa til
lengri tíma í þátíð og framtíð og
taka fleira inn í myndina en beinar
skattgreiðslur dagsins í dag. Ég er
ekki einn um að upplifa umræðu
forkólfa nýútrásarfyrirtækjanna
sem ómálefnalega. Það er engu
líkara en þessir aðilar hafi gleymt
því að það tækifæri sem þeir
fengu og hafa nýtt vel, liggur í
þeim grunni sem skapaður var af
öðrum og ber íslenskur sjávar-
útvegur þar höfuð og herðar yfir
alla.
Hlutlaus úttekt
Að ummælum þeirra Erlends
Hjartarsonar og Lýðs Guðmunds-
sonar um hvalveiðar. Við hljótum
að gera þá kröfu að þeir leggi á
borðið þau rök sem þeir hafa fyrir
máli sínu. Þau ummæli Lýðs að til-
finningar eigi að ráða för en ekki
staðreyndir eru varla svaraverð.
Ég þykist vita að rekstur þeirra
bræðra sé ekki rekinn á þeim for-
sendum enda ekki vænlegt til ár-
angurs. Eðlilegast er að Við-
skiptaráð standi fyrir hlutlausri
úttekt á áhrifum hvalveiða á ís-
lenskt samfélags í stað þess að
setjast án rökstudds málflutnings í
sæti dómara. Þetta var gert í Nor-
egi á sínum tíma þegar virtir
fræðimenn sem nutu trausts lögð-
ust yfir málið og skiluðu nið-
urstöðu. Hún var sú sama og
reynsla okkar, hræðsluáróðurinn
stóðst ekki. Hverju hafa þeir svar-
að sem hæst láta þegar spurt er
um áþreifanlegan skaða? Það hef-
ur ekkert tjón orðið enn og það
þrátt fyrir að hér hafi allt átt að
fara fjandans til vegna hvalveiða
okkar á undanförnum árum. Það
er mikil einfeldni ef menn halda að
hagsmunir okkar einskorðist við
hvalveiðimálið. Eða hverju vilja
þessir aðilar svara þeim sem nú
gera kröfu um að hér verði stöðv-
aðar veiðar með botnvörpu, mik-
ilvægasta veiðafæris íslenska flot-
ans? Vilja þeir reka sömu
hentistefnu og felst í viðbrögðum
forystumanna stjórnarandstöð-
unnar í því máli? Hverju vilja
menn svara varðandi nýtingu
orkusvæða okkar í þágu almenn-
ings í þessu landi? Þeir sem láta
hæst í þessum málum benda ekki
á önnur úrræði eða tækifæri.
Það er von mín að sú útrás sem
orðið hefur á síðustu árum eigi
eftir að skila íslensku samfélagi
betri lífsskilyrðum í framtíðinni.
Við verðum þó að vera minnug
þess að stjórnendur þessara fyr-
irtækja hugsa fyrst um afkomu
þeirra og þær aðstæður sem þau
búa við. Eðlilega, þeir hafa það
markmið og þær skyldur gagnvart
hluthöfum að hagnast sem mest.
Það þarf ekki annað en vinstri-
stjórn hér í stuttan tíma með
auknum skattaálögum á ein-
staklinga og fyrirtæki til þess að
þeir hverfi annað. Fiskimiðin, út-
gerð, veiðar og vinnsla munu aftur
á móti ekki hverfa svo auðveld-
lega, a.m.k. ekki á meðan við erum
sjálfstæð þjóð.
Órökstuddur áróður
Jón Gunnarsson fjallar um út-
rás í viðskiptum og atvinnumál » Það er von mín að súútrás sem orðið hef-
ur á síðustu árum eigi
eftir að skila íslensku
samfélagi betri lífsskil-
yrðum í framtíðinni.
Jón Gunnarsson
Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
NÝAFSTAÐINN er lands-
fundur Vinstri grænna. Þar var
saman kominn rjóminn eða
kjarninn úr hreyfingunni til þess
að skerpa á málefnunum og velja
sér forystu. Slíkir landsfundir
geta, ef vel tekst til, verið mikil
lyftistöng fyrir kosningar. Allt
stefndi í að svo yrði á þessum
fundi þar til einn landsfund-
argesta steig fram eins og litla
stelpan í „Nýju fötin keisarans“
og spurði landsfundargesti hverj-
ir hefðu komið með strætó eða
hjólandi á fundinn. Niðurstaðan
var sú að aðeins einn landsfund-
arfulltrúi hafði hjólað á fundinn
og enginn komið með strætó.
Steingrímur J. gerði sér fyrir
margt löngu ljóst að kjósendur
kaupa ekki hinn harða sósíalisma
sem hann og Ögmundur standa
fyrir. Þess vegna var hinn taleb-
aníski vinstriarmur Alþýðu-
bandalagsins, sem eftir varð þeg-
ar Samfylkingunni var klastrað
saman, gerður að umhverf-
isverndarflokki yfir nótt.
Græskulausi landsfund-
arfulltrúinn rakst hins vegar ut-
an í grænu Pótemkín-tjöldin á
landsfundinum og við það kom
hin rétta ásjóna flokksins fram.
Vinstri grænir eru einfaldlega
gamalt vinstra-afturhald, með
forsjárhyggju á lokastigi, sem
lýsir sér í því að almúganum er
sagt hvað honum er fyrir bestu,
en aðrar reglur gilda um þá
sjálfa. Sauðsvartur almúginn er
nógu góður til að hjóla eða taka
strætó, elítan verður að geta
haldið áfram ótrufluð að keyra á
landsfund Vinstri grænna, eins
og pínulítil álver, spúandi út úr
sér stórhættulegum koltvísýrl-
ingi.
Sveinn Andri Sveinsson
Lokastigseinkenni
forsjárhyggju
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
FAGNAÐ er því að stefnumótun
um málefni innflytjenda hefur litið
dagsins ljós. Þar er margt athygl-
isvert að finna en rétt að taka alvar-
lega varnarorð fram-
kvæmdastjóra
Alþjóðahúss um ein-
földun þess flókna við-
fangsefnis. Í þessum
orðum langar mig gera
að umtalsefni mik-
ilvægi þess að hugað
verði sérstaklega að
börnum innflytjenda
og börnum sem hafa
fleiri en eitt móðurmál
á valdi sínu og búsett
eru hér á landi.
Áhersla á mikla og
góða íslenskukennslu
fyrir þessa krakka er
góðra gjalda verð og mikilvæg fyrir
velferð þeirra og velgengni á Íslandi.
En á sama tíma má hún ekki verða á
kostnað þess móðurmáls sem börnin
hafa þegar á valdi sínu. Ástæðan er
fyrst og fremst sú að allar rann-
sóknir benda til þess að bein tengsl
séu milli færni í móðurmáli, læsis og
góðrar námsframvindu, auk þess
sem jákvætt sjálfsmat og virðing við
eigin uppruna stuðlar að velferð og
sjálfsöryggi. Brýnt er að árétta að
tungumálakunnátta barna af erlend-
um uppruna er fjársjóður sem rekið
hefur á fjörur íslensks
samfélags og mik-
ilvægt er að varðveita
og rækta. Að vanrækja
þennan dýrmæta vaxt-
arbrodd felur ekki ein-
ungis í sér glötuð tæki-
færi íslensks
samfélags, heldur
stefnir það velferð
barnanna og fjöl-
skyldna þeirra í hættu.
Á undanförnum ár-
um hefur móðurmáls-
kennsla barna af er-
lendum uppruna farið
fram undir vernd-
arvæng samtakanna Móðurmáls.
Kennslan hefur farið fram í Alþjóða-
húsinu við Hverfisgötu en nú er svo
komið að hún hefur sprengt utan af
sér húsnæðið og Háskóli Íslands
hefur vinsamlegast veitt samtök-
unum aðgang að kennslustofum há-
skólans á laugardagsmorgnum. En
þrátt fyrir blómlega starfssemi sam-
takanna er málum enn þannig háttað
að hún er rekin með frjálsum fram-
lögum einstaklinga og félaga, án
beins framlags opinberra aðila. Og
jafnvel þó barnasáttmáli Sameinuðu
þjóðanna árétti að öll börn eigi rétt á
að viðhalda móðurmáli sínu þrátt
fyrir flutning frá heimalandi og nið-
urstöður rannsókna staðfesti að góð
undirstaða í móðurmáli sé grunn-
forsenda þess að börnin nái tökum á
íslensku og skipti sköpum fyrir far-
sæld þeirra og þroska er starfinu
fram haldið í sjálfboðavinnu áhuga-
samra foreldra og hugsjónafólks.
Rétt er að árétta að fagleg umsjón
kennslunnar hefur verið í höndum
uppeldis- og menntunarsérfræðinga
sem lagt hafa starfseminni lið endur-
gjaldslaust til að tryggja að í hverj-
um tungumálahópi liggi fyrir náms-
og vinnuáætlun fyrir veturinn.
Stjórn Móðurmáls hefur á und-
anförnum árum einsett sér að
standa fyrir eiginlegu skólastarfi
sem stenst fyllilega kennslu-
fræðilegar kröfur. Um leið og litið er
til frumkvæðis Hafnarfjarðarbæjar
sem fléttar móðurmálskennslu fyrir
pólskumælandi börn inn í eiginlegt
skólahald er þess vænst að skóla-
stjórnendur annarra sveitarfélaga
taki við sér.
Vanmetinn fjársjóður
Hólmfríður Garðarsdóttir
fjallar um málefni innflytjenda » Allar rannsóknirbenda til þess að
bein tengsl séu milli
færni í móðurmáli og
góðrar námsframvindu,
auk þess sem jákvætt
sjálfsmat og virðing við
eigin uppruna stuðlar að
sjálfsöryggi.
Hólmfríður
Garðarsdóttir
Höfundur er dósent í spænsku
við Háskóla Íslands og formaður
Móðurmáls.
445
995
1011
1312
1486
1744
2103
2432
2453
3702
3876
3956
4178
4278
4592
4933
5149
5185
5280
5440
5616
6004
6764
6809
6839
6982
7172
7205
8818
9157
9183
9296
9420
9455
10054
10148
10759
11118
11345
11773
12581
13135
14114
14388
14526
15053
15167
15363
15985
16347
16370
16780
16804
17316
17318
17691
17740
18148
18419
18721
18836
19106
19376
19550
19748
19805
19836
20000
20466
20490
20704
20772
21444
21467
21474
21931
22174
23837
23908
24258
24411
24870
25059
25605
25690
25741
26874
26931
27319
27525
27625
27643
27656
29050
29465
29511
29736
30122
30219
30357
30828
30847
31388
31421
31448
31613
31635
32598
32851
33307
33855
34383
35098
35811
36015
36346
36386
36474
36598
36732
37833
37836
37937
38044
38109
38172
38314
38858
39092
39422
39585
39753
39821
40121
40483
41251
41664
42261
42581
42706
43425
43524
44291
44348
44844
44869
45106
45195
45204
46313
46375
47140
47341
47486
47512
47892
48213
48340
48451
48698
49226
49361
49498
49805
49967
49982
50271
50943
52018
53044
53319
53327
54698
55234
55357
55381
55691
55745
56250
56436
56469
57062
57213
57241
58225
58434
58456
58654
59329
60185
60725
60934
61109
61268
61278
62083
62299
62436
62480
62728
62800
63267
63411
63529
63818
64255
64419
64999
65208
65556
65978
66733
66889
67257
67626
67830
68058
68108
68295
68525
70093
70095
70336
71210
71886
74200
74491
75057
75077
75602
75608
75634
76057
76440
76803
77090
77541
77911
78856
79353
79514
79736
79897
79927
80086
80441
80867
81144
82312
82399
82404
82708
82804
82984
83299
83516
83571
83685
84407
84593
84677
84699
85760
85955
86057
86151
86556
86841
86994
87078
87252
87430
87856
87926
88000
88661
89060
89084
89091
89277
89696
90859
91051
91130
91540
91875
92519
92594
92755
92820
92876
94036
94308
94386
94443
94578
94831
94990
94997
95056
95218
95470
95514
96472
96492
96635
97403
97440
97577
97750
97783
98363
98447
98683
98988
99295
99464
99790
100354
100462
100475
101211
101250
101382
101523
102307
102841
103134
103711
104696
104761
105166
106871
107232
107242
107585
107794
107875
108198
108215
108234
108298
108413
108521
109207
109353
109853
109908
111539
111969
112423
112818
113017
113062
113169
113926
114244
115265
115408
115412
115858
115866
115970
116059
118068
118801
118877
119369
119554
120715
121398
121399
121641
121704
121754
121811
121844
121961
121980
122797
122934
123718
123835
123883
123937
124108
124803
124807
Happdrætti húsnæðis-
félagsins SEM útdráttur
24. febrúar 2007
745
893
2657
3586
4789
5096
7731
7855
9158
12030
13492
16290
20038
20536
20782
25518
25660
25680
31806
31841
32874
32937
33780
36203
39324
40870
41397
43859
44903
47422
49386
55379
56358
57375
58725
61612
63354
64986
66128
67627
70992
71393
72717
73369
86246
87142
87865
94971
96423
97800
102587
102602
104159
104972
107352
108267
113648
113903
115309
122040
Ferðavinningur frá Heimsferðum, kr. 200.000
Vinninga ber að vitja innan árs. Upplýsingasími 588 7470,
og á heimasíðu félagsins sem.is
Þökkum ómetanlegan stuðning - Birt án ábyrgðar
Helgarferð frá Heimsferðum, kr. 50.000