Morgunblaðið - 27.02.2007, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
- Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
The Number 23 kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
Ghost Rider kl. 8 og 10.15 B.i. 12 ára
Notes on a Scandal kl. 6
The Number 23 kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 16 ára
The Last King of Scotland kl. 5.20, 8 og 10.35 B.i. 16 ára
The Last King of Scotland LÚXUS kl. 5.20, 8 og 10.35
Ghost Rider kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára
The Pursuit of Happyness 8 og 10.30
Anna og skapsveiflurnar m/ísl. tali kl. 4 og 4.45 STUTTMYND
Vefurinn hennar Karlottu m/ísl. tali kl. 3.40
Night at the Museum kl. 5.40
eee
S.V. - MBL
SVALASTA
SPENNUM
YND
ÁRSINS
NICOLAS CAGE EVA MENDES
TOPPMYNDIN Á
ÍSLANDI Í DAG
Mynd eftir
Joel Schumacher
JIM CARREY
Þú flýrð ekki sannleikann
eeee
D.Ö.J. - KVIKMYNDIR.COM
„Stórfengleg mynd,
sannkölluð perla nútíma
kvikmyndagerðar“
B.S. - FRÉTTABLAÐIÐ
“Forrest Whitaker er hreint
út sagt magnaður í hlutver-
ki harðstjórans og sýnir svo
að ekki verður um villst að
hér fer einn fremsti leikari
samtímans.”
ÓSKARSVERÐLAUN
besti leikari í aðalhlutverki
eee
M.M.J
- Kvikmyndir.com
eee
S.V. - MBL
HaukurDór
hélt utan til
náms í
myndlist
eftir fjög-
urra ára
nám á
kvöld-
námskeið-
um í Myndlistaskólanum í Reykja-
vík. Að námi loknu setti hann upp
vinnustofu og vann jöfnum höndum
sem málari og keramiker. Haukur
stundaði síðan tveggja ára fram-
haldsnám í Bandaríkjunum og flutti
að því búnu til Danmerkur. Eftir
margra ára búsetu þar og árs dvöl
á Spáni, sneri hann til Íslands og
hefur verið búsettur hér síðan. Nú
hefur Haukur alfarið snúið sér að
málverkinu.
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Á myndlistarsýningu sem nústendur yfir í Artóteki eru
listaverk eftir nokkra listamenn og
er það Þráinn Bertelsson, rithöf-
undur og kvikmyndagerðarmaður,
sem velur verkin. Einnig eru á sýn-
ingunni akrílmálverk eftir Þráin og
stuttmyndin Hvalalíf eftir Kristján
Loðmfjörð verður frumsýnd. Sýn-
ingin er hluti af Vetrarhátíð í
Reykjavík.
Sýningu á verkum Drafn-ar Friðfinnsdóttur
(1946–2000) sem nú stendur
yfir í Hafnarborg, menning-
ar- og listastofnun Hafn-
arfjarðar, fer senn að ljúka.
Dröfn hlaut ýmsar við-
urkenningar fyrir verk sín.
Meðal annars heiðursvið-
urkenningu frá Int-
ernational Woodcut Trienal,
Banská Bystrica í Tékklandi
1995 og menningarverðlaun
finnska sjónvarpsins 1996.
Hún var bæjarlistamaður Akureyrar árið 1998. Verkin á sýningunni bera
sterk höfundareinkenni Drafnar. Þar er áberandi sérstakt samband milli
náttúruefnis og andlegs lífs, eins konar samruni náttúru og ímyndunarafls
sem minnir dálítið á ljóðaheim þulunnar. Dröfn féll frá langt fyrir aldur
fram en hafði þá þegar tekist að setja mark sitt á íslenska listasögu tutt-
ugustu aldar.
Vegleg bók hefur verið gefin út í tilefni sýningarinnar.
Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 en fimmtu-
daga er opið til kl. 21. Síðasti sýningardagur er sunnudagur 4. mars.
Frítt er í hafnfirsk söfn í boði Glitnis.
Tónlist
Norræna húsið | Á háskólatónleikum
miðvikud. 28. feb. kl. 12.30, flytja Dean Fer-
rell, kontrabassi, Emil Friðfinnsson, horn,
og Martin Frewer, fiðla, verk í tali og tónum
eftir Johannes Sperger, Adolf Müller, Leo-
pold Mozart og Johann Joachim Quantz.
Aðgangseyrir 1.000 kr., 500 kr. fyrir eldri
borgara og öryrkja, ókeypis f. nemendur HÍ.
Myndlist
Artótek Grófarhúsi | Sýning á listaverkum
sem Þráinn Bertelsson rithöfundur og kvik-
myndagerðarmaður valdi úr Artótekinu.
Þar er einnig málverk eftir Þráin og sýnd er
stuttmyndin Hvalalíf eftir Kristján Loð-
mfjörð. Myndin er byggð á kvikmynd Þrá-
ins, Nýju lífi. Sjá nánar á www.artotek.is
Auga fyrir auga | á horni Klapparstígs og
Hverfisgötu. Feel free to join me er titill
innsetningar Önnu Lindar Sævarsdóttur. Til
11. mars. Opið miðvikud. kl. 15–18, föstud.
laugard.og sunnud. kl. 14–17.
Café Karólína | Sýning Kristínar Guð-
mundsdóttur samanstendur af textaverk-
um á glasamottur og veggi.
Café Mílanó | Faxafeni 11. Ljósmyndasýning
Rafns Hafnfjörð. Opið kl. 8–23.30 virka
daga, kl. 8–18 laugard. og kl. 12–18 sunnud.
Energia | Haf og Land. Málverkasýning
Steinþór Marinó Gunnarsson. Opið kl. 8–20
til 1. mars.
Gallerí 100° | í höfuðstöðvum Orkuveit-
unnar, Bæjarhálsi 1. Samkeppni um úti-
listaverk. Sýning á innsendum tillögum um
gerð útilistaverks við Hellisheiðarvirkjun.
Opið virka daga kl. 8.30–16. Nánar
www.or.is/gallery
Gallerí Fold | Haukur Dór hélt sína fyrstu
sýningu á Mokka 1962 eftir nám í Mynd-
listaskólanum í Reykjavík. Þá hélt hann ut-
an til frekara náms í myndlist, fyrst til Ed-
inborgar og síðan til Kaupmannahafnar.
Gallery Turpentine | The Kodak Moments –
Myndaflokkur um fjölskyldulíf – elskendur,
foreldra, börn og barning kynja. Hallgrímur
Helgason sýnir 110 grafíkverk unnin á ár-
unum 2004–2007.
Gerðuberg | RÚRÍ: Tími – Afstæði – Gildi.
Sýning frá glæstum listferli. Opið virka
daga kl. 11–17 og um helgar kl. 13–16. Til 15.
apríl.
Hafnarborg | Hrafnhildur Inga Sigurð-
ardóttir sýnir tæplega 40 málverk, máluð á
þessu ári og því síðasta og eru öll verkin ol-
íumálverk. Myndirnar eru minningarbrot
frá ferðalögum um Ísland, sýn listakon-
unnar yfir landið úr fjallgöngum, göngu-
ferðum og öðrum ferðalögum. Til 4. mars.
Yfirlit yfir listferil. Dröfn Friðfinnsdóttir
(1946–2000) lét mikið að sér kveða í ís-
lensku listalífi og haslaði hún sér völl í ein-
um erfiðasta geira grafíklistarinnar, trérist-
unni. Á stuttum en afkastamiklum ferli
vann hún fjölmargar tréristur sem marka
henni mikla sérstöðu í sögu íslenskrar graf-
íklistar. Til 4. mars.
Hallgrímskirkja | Mynd mín af Hallgrími.
28 íslenskir myndlistarmenn sýna út-
færslur sínar á hinni alkunnu mynd Hjalta
Þorsteinssonar af Hallgrími Péturssyni.
Hrafnista Hafnarfirði | Olga Steinunn
Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 2.
mars.
Karólína Restaurant | Listagilinu á Ak-
ureyri. Jónas Viðar sýnir málverk. Sýningin
stendur til 4. maí. Nánar á www.jvd.is
Kling og Bang gallerí | Helgi Hjaltalín og
Pétur Örn sýna tvær einkasýningar í sam-
vinnu. Þar fara saman ný verk og verk sem
eru endurgerð að þau verða jafn ný og
ógerðu verkin sem kvikna með bygg-
ingavörubæklingnum. Þar verður sýningin
sjálf endurgerðin frekar en verkin sjálf.
Listasafn ASÍ | Live sucks! Utopia and last
blah-blah before you go er heiti sýningar
franska listamannsins Etienne de France í
Arinstofu Listasafns ASÍ. Sýningin fjallar
um sýndarheima internetsins og er hluti af
frönsku listahátíðinni „Pourquoi Pas?“ Til
25. mars. Aðgangur ókeypis.
Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum
Jóns Óskars – Les Yeux de L’ombre Jaune
og Adam Batemans – Tyrfingar. Opið alla
daga nema mánudaga 12–17.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Efri
hæð: Ljósmyndasýning Blaðaljósmynd-
arafélags Íslands. Neðri hæð: Kárahnjúkar.
Ljósmyndir eftir: Ragnar Axelsson, Pál
Stefánsson, Þorvald Örn Kristmundsson,
Brynjar Gauta Sveinsson, Kristin Ingvars-
son og Vilhelm Gunnarsson. Til 18. mars.
Safnbúð og kaffistofa.
Listasafn Reykjanesbæjar | Duushúsum.
Sýning Hlaðgerðar Írisar Björnsdóttur og
Arons Reys Sverrissonar. Sýningin ber
heitið Tvísýna og um er að ræða málverk í
anda raunsæisstefnu af börnum, húsum og
umhverfi.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró –
Gleymd framtíð. Sýningin samanstendur af
100 vatnslitamyndum sem voru málaðar á
árunum 1981–2005. Myndirnar eru flestar í
eigu Errós og hafa ekki verið sýndar hér á
landi áður. Myndefnið er fjölbreytt og bygg-
ir á klippimyndum. Sýningarstjóri er Þor-
björg Br. Gunnarsdóttir.
D er ný sýningaröð sem nefnd er eftir ein-
um sýningarsal hússins og er hugsuð sem
framtíðarverkefni safnsins. Með henni vill
safnið vekja athygli á efnilegum myndlist-
armönnum. Fyrst til að sýna verk sín í sýn-
ingaröðinni er Birta Guðjónsdóttir.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Á
sýningunni Foss eru tengsl listar og nátt-
úru rannsökuð í gegnum verk fjögurra
listamanna sem nálgast viðfangsefnið á af-
ar ólíkan máta. Listamennirnir eru: Hekla
Dögg Jónsdóttir, Ólafur Elíasson, banda-
ríska listakonan Pat Steir og Rúrí. Sýning-
arstjóri er Hafþór Yngvason.
KK-þátturinn. Á sýningunni eru verk og
ferill Kjarvals skoðuð út frá hugarheimi
Kjarvals í því skyni að varpa nýju ljósi á
verk hans fyrir samtímann. Sýningarstjóri
er myndlistarmaðurinn Einar Garibaldi Ei-
ríksson sem hefur í verkum sínum kannað
sýn Íslendinga á náttúruna og verk Kjar-
vals.
Kjarval og bernskan. Sýning í norð-
ursalnum fyrir börn þar sem varpað er ljósi
á ýmsa forvitnilega snertifleti Kjarvals við
æskuna. Verkin á sýningunni varpa ljósi á
og eru uppspretta hugleiðinga um ólíkar
aðstæður barna fyrr og nú. Alla sunnudaga
kl. 14 er dagskrá fyrir börn í salnum.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Safnið
og kaffistofan opin laugardaga og sunnu-
daga 14–17. Nánar á Netinu.
Listasalur Mosfellsbæjar | Kjarna, Þver-
holti 2 í Bókasafni Mosfellsbæjar. Listbók-
band – Bóklist á vegg og myndlist á bók.
Ragnar G. Einarsson og Guðlaug Friðriksd.
sýna Bóklist 24. feb–24. mars. Þau vinna
saman að listbókbandi einnig sýnir Guð-
laug málverk tengd bóklistinni. Opið virka
daga kl. 12–19, laugard. 12–15.
Listhús Ófeigs | Skólavörðustíg 5. Bjarni
H. Þórarinsson, Ómar Stefánsson og Guð-
mundur Oddur Magnússon samstarfsverk-
efnið Cosmosis-Cosmobile. Guðmundur
Oddur bræðir saman á sinn hátt mynd-
heima þessara tveggja listamanna. Þetta
er sölusýning stendur til 28. febr. Opið á
verslunartíma.
Reykjavíkurakademían | Hringbraut 121, 4.
hæð. Bókalíf. Unnur Guðrún Óttarsdóttir
sýnir bókverk. Opið virka daga kl. 9–17. Að-
gangur ókeypis. Nánar á www.akademia.is/
?s=frett357.
Þjóðarbókhlaðan | Sigurborg Stef-
ánsdóttir sýnir bókverk til 28. febrúar. Bók-
verk eru myndlistarverk í formi bókar, ým-
ist með eða án leturs.
Söfn
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla
daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóð-
leiðsögn á íslensku, ensku, sænsku og
þýsku. Margmiðlunarsýning og gönguleiðir í
nágrenninu. Frekari upplýsingar á
www.gljufrasteinn.is. Sími 586 8066.
Iðnaðarsafnið á Akureyri | Vissir þú að
meðal þess sem framleitt var í Iðn-
aðarbænum Akureyri var súkkulaði, skinn-
kápur, skór, húsgögn og málning? Á Iðn-
aðarsafninu á Akureyri gefur á að líta þá
framleiðslu sem fram fór á Akureyri á síð-
ustu öld auk véla, verkfæra, auglýsinga og
sveinsstykkja. Opið á laugardögum kl. 14–
16.
Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Að-
alstræti 16, er lokuð. Opnað að nýju 3. mars.
Landsbókasafn Íslands – háskólabókasafn
| Spari bækur. Sýning Sigurborgar Stef-
ánsdóttur Bókverk eru myndverk í formi
bókar. Í bókverki eru eiginleikar bókarinnar,
svo sem umfang, band, síður, og svo fram-
vegis notaðir í myndlistarlegum tilgangi.
Bókverkin eru einstök verk eða framleiddar
í takmörkuðu upplagi.
Sýning Upp á Sigurhæðir – Matthías Joch-
umsson. Matthías Jochumsson var lyk-
ilmaður í „þjóðbyggingu“ 19. aldar. Menn
þekkja best sálmana, þjóðsönginn og
Skugga-Svein en skáldpresturinn skildi eftir
sig 28 bækur, þar af 15 frumsamdar. Sýn-
ingin stendur út febrúar.
Minjasafnið á Akureyri | Minjasafnið á Ak-
ureyri sýnir nú 70 óþekktar myndir og bið-
ur almenning um aðstoð við að setja nafn á
andlit og heiti á hús. Hefur þú séð annað
eins? Nokkrir sjaldséðir gripir sem gestir
geta spreytt sig á að þekkja. Aðrar sýn-
ingar: Akureyri – bærinn við Pollinn & Eyja-
fjörður frá öndverðu.
Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns |
Í húsnæði Seðlabankans að Kalkofnsvegi 1
hefur verið sett upp yfirlitssýning á íslensk-
um gjaldmiðli og öðru efni í eigu safnsins.
Þar er einnig kynningarefni á margmiðl-
unarformi um hlutverk og starfsemi Seðla-
banka Íslands. Sýningin er opin mán.–föst.
kl. 13.30–15.30. Gengið inn um aðaldyr
bankans frá Arnarhóli. Aðgangur er ókeyp-
is.
Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl.
12–17. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum
leikmyndir sem segja söguna frá landnámi
til 1550. www.sagamuseum.is.
Þjóðmenningarhúsið | Á sýningunni Hand-
ritin eru sýnd nokkur merkustu skinn-
handrit miðalda, svo sem Konungsbækur
Eddukvæða og Snorra Eddu, Flateyjarbók
og valin handrit lagabóka, kristilegra texta
og Íslendingasagna, og auk þess nokkur
mikilvæg pappírshandrit frá seinni öldum.
Leiðsögn fyrir hópa og nemendur.
Dans
Magadanshúsið | Magadanshúsið, sem
hefur haft aðsetur í Ármúla 18, flytur sig
um set um næstu mánaðamót í Skeifuna 3.
Ný námskeið fyrir byrjendur og framhalds-
hópa hefjast á nýjum stað þann 5. mars nk.
Uppl. á www.magadans.is eða í s. 581 1800.
Fyrirlestrar og fundir
Fella- og Hólakirkja | Aðalfundur Kven-
félagsins Fjallkonurnar verður þirðjud. 6.
mars kl. 20 í Safnaðarheimili kirkjunnar.
Venjuleg aðalfundarstörf, bingó. Súpa og
kaffi. Skrá sig hjá Binnu í s. 557 3240.
Hátíðarsalur Háskóla Íslands | Sam-
félagið, félag framhaldsnema í fé-
lagsvísindadeild HÍ stendur fyrir hádeg-
isfundi miðvikudaginn 28. feb. kl. 12–13 í
Hátíðarsal HÍ. Fundurinn ber titilinn: Stuðn-
ingur við fjölskyldur barna með sérþarfir.
Fundurinn er opinn öllum og svigrúm gefst
til spurninga. Nánar á www.samfelag-
id.hi.is.
Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin | Grens-
ásvegi 8, suðurgafl. Í kvöld kl. 20 heldur
Jóhanna G. Jónsdóttir fjölskylduráðgjafi
fyrirlestur: Frá væntingum til veruleika.
Aðgangur er öllum opinn og er ókeypis en
tekið er á móti framlögum. Opin hugleiðsla
á miðvikudögum kl. 20.
Lesblindusetrið | Akureyri. 1. mars kl. 20.
Kolbeinn Sigurjónsson, Davis-ráðgjafi hjá
Lesblindusetrinu heldur fyrirlestur um les-
blindu og Davis-aðferðafræðina. Davis-
viðtöl í boði 1. og 2. mars. kolbeinn-
@lesblindusetrid.is, s. 566 6664.
staðurstund
Myndlist
Þráinn Bertels-
son velur verkin
Myndlist
Haukur Dór
í Gallerí Fold
Myndlist
Yfirlit yfir listferil