Morgunblaðið - 27.02.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.02.2007, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Alma Björns-dóttir fæddist á Dalvík 11. apríl 1926. Hún lést á líkn- ardeild Landakots- spítala aðfaranótt sunnudagsins 18. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Friðleifs- dóttir húsmóðir, f. 1901, d. 1990 og Björn Björnsson skipstjóri og fiski- matsmaður, f. 1903, d. 1988. Alma á einn bróður, Braga, f. 1931. Alma giftist 14. september 1950, Stefáni Ólafi Stefánssyni, stöðv- arstjóra Pósts og síma, f. 3. mars 1916, d. 16. ágúst 1983. Börn Ölmu og Ólafs eru: 1) Anna Birna, f. 1951, gift Sigurði Helga- syni og eiga þau þrjú börn, Stefán Ólaf, sambýliskona Sig- ríður Sunna Ara- dóttir, Ölmu og Sig- ríði. 2) Stefán Ólafur, f. 1954, kvæntur Eygló Pét- ursdóttur og eiga þau tvö börn, Stefán Ólaf, unnusta Selma Birna Úlfarsdóttir og Sunnu, unnusti Sigfús Guðmundsson 3) Jóhann, f. 1958, kvæntur Elísabetu Kemp. Þau eiga tvær dætur, Elsu og Evu Björgu. Útför Ölmu var gerð í kyrrþey. Mig langar til að minnast konu sem hefur skipt mig og fjölskyldu mína meira máli en flestir aðrir í þrjá áratugi. Alma Björnsdóttir, tengda- móðir mín og vinkona, lést aðfara- nótt sunnudagsins 18. febrúar síð- astliðinn. Það er manneskja sem ég mun sjá eftir og sakna. Manneskja sem hafði svo mikið að gefa, ekki síst þeim sem mér eru kærust. Hjá henni áttu börnin mín athvarf og stuðning alla tíð, til síðasta dags. Hún hvatti þau og studdi. Hún var til taks ef þau voru veik og kom strax ef kall barst. Alma var Norðlendingur, fæddist á Dalvík, en flutti í bernsku til Siglu- fjarðar og þar var hennar heimili fram yfir þrítugsaldur. Ég bar gæfu til að kynnast foreldrum hennar, Birni og Önnu, vel og þau höfðu sömu eðliseiginleika og hún. Vildu allt fyrir alla gera, voru barngóð og fús til að veita stuðning. Víst er að minning þeirra mun alltaf lifa í hug- um okkar sem þeim kynntust vel. Það á líka við börnin, sem þau báru, eins og Alma og ekki síður Ólafur maðurinn hennar og afi þeirra, á höndum sér. Alma og Stefán Ólafur Stefánsson gengu í hjónaband 1950. Fyrstu árin bjuggu þau á Siglufirði og þar starf- aði Ólafur á símstöðinni og Alma var talsímakona eða ein af stúlkunum á Stöðinni eins og mér skilst að stund- um hafi verið sagt. Árið 1958 var Ólafur skipaður stöðvarstjóri Pósts og síma á Sauðárkróki og þar með urðu viss straumhvörf í lífi þeirra. Þau flutti úr húsinu sínu á Siglufirði í bæ í hraðri uppbyggingu. Þar var þeirra starfsvettvangur í 25 ár, eða allt þar til Ólafur lést árið 1983. Eftir að hafa kynnst mörgu góðu fólki á Sauðárkróki, skynja ég að þau hjón hafi notið vináttu og velvildar margra. Bæði voru þau greiðug og lipur. Ólafur embættismaður af gamla skólanum, og hann vildi allra götu greiða. Heimili þeirra var stundum eins og gistihús og margar máltíðir framreiddi Alma fyrir gesti og gangandi. Og það skemmtilega var, að öllum þótti það sjálfsagt. Í minningunni man ég að ég dáðist að því hversu samhent þau hjón voru. Þau báru greinilega mikla virðingu hvort fyrir öðru sem leiddi til far- sældar, ekki síst þegar erfiðleikar steðjuðu að. Eftir fráfall Ólafs flutti Alma í Kópavog. Hún vildi vera nálægt börnunum sínum og barnabörnunum og það var hún svo sannarlega. Alltaf boðin og búin. Og víst munu þau allt- af meta það mikils. Það er gaman að geta sagt hverjum sem er, hvenær sem er, að ég og tengdamamma höf- um verið vinir. Eðlilega voru mikil samskipti á milli. Mæðgurnar töluðust við daglega og stundum oft á dag. En oftar en ekki snerust samræðurnar um það hvernig hún gæti látið gott af sér leiða. Ég veit að öll barnabörnin minnast hennar eins og ég með þakklæti og söknuði. Þegar fólk er alvarlega veikt og enginn bati er hugsanlegur þá getur verið gott að sofna og losna frá kvölum. Þannig var það með Ölmu. Hún veiktist í lok síðasta árs og þurfti þar af leiðandi ekki að líða miklar kvalir, lengi. Það er huggun að vita að hún er komin á betri stað, til þeirra sem eru henni jafn kærir og fólkið hennar hér á jörðinni. Sigurður Helgason. Tengdamóðir mín, Alma Björns- dóttir, er látin. Hún kvaddi þennan heim á sama hátt og hún lifði. Með rósemi og virðuleika, eins og drottn- ing. Hún var alltaf jafn glæsileg, hvort sem hún stóð við uppvaskið eða var uppáklædd á hátíðisdögum. Falleg og góð kona. Það eru orðin sem lýsa henni best. Eftir lát manns- ins síns flutti hún suður frá Sauð- árkróki til að vera nær börnunum sínum og bjó sér fallegt heimili í Kópavogi. Þar naut hún sín vel, tók á móti gestum og gangandi með glæsi- legu kaffiborði eða pantaði pítsu fyr- ir barnabörnin. Elsku Alma mín. Mikið á ég eftir að sakna þín. Alveg frá okkar fyrsta fundi hefurðu átt virðingu mína og ást. Þú varst kona sem settir fjöl- skyldu þína í fyrsta sæti. Þú fylgdist með barnabörnunum daglega, studdir þau og áttir stóran þátt í að koma þeim til manns. Þau sakna nú ömmu sinnar. Þú varst sú sem alltaf mundir eftir öllum afmælisdögum, brúðkaupsafmælum og öðrum merk- isdögum í fjölskyldunni. Aldrei leið sá afmælisdagur, að þú hringdir ekki í mig með hamingjuóskir. Það eru ófá skiptin sem ég hef hringt í þig, þegar ég hef verið á leið- inni til Reykjavíkur og spurt hvort þú eigir ekki kaffi handa mér. Og meira segja þegar þú varst komin inn á Landakotspítala, og ég kom í heimsókn til þín, þá sendirðu mig fram í eldhús svo ég fengi kaffiboll- ann minn. Svona kona varst þú, alltaf að hugsa um aðra. Farðu í friði vina mín og takk fyrir allt. Eygló. Elsku amma, hafðu hjartans þökk fyrir alla þína gæsku og blíðu. Við munum ávallt minnast þín. Guð geymi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Elsa og Eva Björg. Elsku besta amma Alma mín. Ég get sagt það með vissu að þú sért sú allra besta manneskja sem ég hef og mun nokkurn tímann kynnast. Og að hafa hlotnast sá heiður að fá að vera ömmudóttir þín er eitthvað sem ég mun alltaf vera þakklát fyrir. Þú varst blanda af öllu sem hver manneskja ætti að taka sér til fyr- irmyndar, og það ætla ég sko að gera. Þú varst virðuleg en á sama tíma svo ótrúlega hlý og góð. Einnig varstu svo falleg bæði að innan og ut- an. Ég man fyrir nokkrum árum þeg- ar ég fékk að gista hjá þér eins og svo oft áður. Þá tókstu gleraugun af þér og þá sá ég fyrst hvað þú varst með falleg augu. Þau voru brún, en samt með einhverjum pínu grænum lit líka. Ég man að ég sagði við þig að ég vonaði að börnin mín myndu fá augun þín, af því að þú værir með miklu fallegri augu en ég. Þó að þú værir farin að eldast þá hélstu alltaf fegurðinni og virðingunni þinni. Dæmi um það var þegar að þú varst í heimsókn hjá okkur. Ég og Stebbi vorum búin að fá nýtt hjól sem var með tveimur hnökkum og þremur hjólum. Þér fannst þetta al- veg stórmerkilegt hjól og settist á bak. Svo hjólaðir þú upp veginn heima, mynd var tekin– og auðvitað tókst þér að vera virðuleg eins og drottning á þessu undarlega tæki! Allar bænir sem ég kann kenndir þú mér. Þú varst afskaplega trúuð og þess vegna er ég líka handviss um að þú færð það margfalt til baka uppi í himnaríki. Í hvert einasta skipti sem ég gisti hjá þér var farið yfir margar bænir – 10 mínútur af bænum og svo var les- inn sálmur í sálmabókinni sem þú varst alltaf með við rúmið þitt. Þess- ar bænir hafa sko margfalt skilað sér, og hafa hjálpað mér mikið í gegnum árin. Það var sama hvað ég var að fara að gera, hvort ég var að fara í próf eða keppa í fótbolta, þá baðst þú alltaf fyrir mér. Hringdir oft í mig kvöldið áður og sagðist ætla að biðja fyrir mér – ég er viss um að það hefur hjálpað mér að komast á þann stað sem ég er núna. Þú átt auðvitað alltaf eina bæn hjá mér, og munt eiga svo lengi sem ég lifi. Ég gæti setið hér og skrifað enda- laust um þig amma mín. En aðal- málið er það að ég elska þig og sakna þín. Þú varst sú manneskja sem ég leit upp til og ég var endalaust stolt þegar einhver sagði að við værum líkar – það er sko ekki leiðum að líkj- ast. Þegar þú ert farin er heimurinn mun fátækari. En hinsvegar er himnaríki búið að eignast fallegasta engilinn. Þú ert komin til afa og Guðs. Eitthvað sem þú ert ekki búin að kvíða fyrir. Þú spjallaðir nú við afa í gegnum myndina uppi á skenknum hjá þér, og í gegnum bænirnar. Og núna eruð þið tvö sam- einuð aftur, það gerist ekki betra. Ég kveð þig með mörgum tárum. Hins vegar veit ég það að þú hefðir sko ekki viljað sjá eitt tár hjá mér! Ég veit að þú fylgir mér hvert sem ég fer og passar mig. Þú ert fyrir- myndin mín. Takk fyrir allar frá- bæru samverustundirnar okkar. Takk fyrir að hafa alltaf verið svo stolt af mér sama hvað ég hef gert. Ég elska þig amma mín. Sunna. Amma Alma, nú ertu farin frá okkur og kveð ég þig með mikilli sorg. Mér þykir rosalega vænt um þig og sakna þín mikið. En elsku amma, þó þú sért farin ertu enn í hjörtum okkar og skildir eftir góðar minningar sem gott er að eiga. Trúin var alltaf sterk hjá þér og það varst þú sem kenndir okkur systkinunum að biðja, þú kenndir okkur að ef eitthvað bjátaði á væri gott að biðja til guðs. Það er eitthvað sem ég hef tamið mér og mun gera alla mína tíð. Þú baðst fyrir okkur í gleði jafnt sem sorg og ég veit að þú baðst fyrir mér þó nokkuð oft þegar ég var lítill og veikur! Í veikindum þínum bað ég fyrir þér einsog þú baðst fyrir mér. Þegar ég byrjaði með Selmu var mér mikið í mun að koma með hana sem fyrst í heimsókn svo þið gætuð nú fengið að kynnast. Það var einsog ég bjóst við, þú tókst henni eins og þínu eigin barnabarni og var það mér mjög mikilvægt sem og henni, það gladdi mig svo mikið að ég sat í sófanum og brosti út að eyrum yfir hvað þið náðuð vel saman. Mig hlakkaði til að kynna hana fyrir ömmu minni, því ég átti bestu ömmu í heimi! Og eftir margar slíkar heim- sóknir, sögðum við hvort við annað: Vá, hún er svo góð… Þú þurftir ekk- ert endilega að gera eitthvað eitt, heldur fann maður fyrir því um leið og maður gekk inn. Þessi væntum- þykja og vilji til að hjálpa á allan hátt var ríkjandi og maður kom alltaf brosandi út. Lýsandi dæmi um það er þegar þú hringdir í mig fyrir jól og baðst mig að vera ekkert að kaupa handa þér í jólagjöf, ég ætti nóg með sjálfan mig og veitti ekkert af peningunum. Svona varst þú, þú hugsaðir um aðra áður en þú hugs- aðir um þig og það er þannig sem ég mun minnast þín. Eigingirni var ekki til í þínu fari og sá kærleiki til ann- arra sem þú bjóst yfir er eitthvað sem allir ættu að temja sér. Þú varst engill hér á jörð og nú ertu orðin engill þarna á himnum. Ég sakna þín mikið en veit að þú Alma Björnsdóttir Nú er elsku pabbi minn farinn frá okkur án nokkurs fyrirboða. Ég hafði óttast þessa stund frá því ég var barn því pabbi var mér svo mikils virði alla tíð. Nokkrum dögum áður en Kristján bróðir minn hringdi og sagði mér þessa hræðilegu frétt sagði ég við Vilborgu vinkonu mína að mér fynd- ist eins og eitthvað væri að pabba en vissi innst inni að hann myndi ekki segja frá því, það vel þekkti ég hann. Einnig sagði ég henni að mig dreymdi svo oft nafnið Ingibjörg og hún sagði það sama, svo eftir andlát pabba var mér sagt af þremur manneskjum að nafnið Ingibjörg þýddi engin björg. Ég var þriggja ára þegar mamma Guðfinnur Stefán Finnbogason ✝ Guðfinnur Stef-án Finnbogason fæddist á Miðhúsum í Kollafirði í Strandasýslu 13. febrúar 1938. Hann lést 10. febrúar síð- astliðinn og var jarðsunginn frá Kollafjarðarnes- kirkju 17. febrúar. fór sem ráðskona að Miðhúsum með okkur systkinin og ég man það eins og í gær er við pabbi vorum í mið- stöðvarherberginu að brenna rusl þegar ég spurði hann hvort hann vildi vera pabbi minn og hann faðmaði mig að sér og sagði já, ég get varla lýst gleði minni. Það má segja að hann hafi verið minn verndarengill. Í fjárhúsunum spjölluð- um við mikið saman um heima og geima. Ekki var ég gömul þegar við pabbi minn sátum og ræddum póli- tík. Hann var mjög sérstakur maður og naut mikillar virðingar annarra. Alltaf var hann til staðar fyrir mig, gaf sér tíma til að hlusta og þakka ég honum það ætíð. Börnin mín öll, nema Sylvía Rut sem fæddist and- vana, voru mikið í Miðhúsum hjá afa og ömmu og munu þau búa að þeim kærleik, hlýju og visku alla sína ævi. Pabbi tranaði sér aldrei fram gagn- vart börnum, vildi frekar gefa þeim tíma og koma til sín. Hann var mikið í pólitíkinni, skákinni og brids svo eitthvað sé nefnt. Þetta gætu orðið margar blaðsíður hjá mér en ég ætla að láta þetta duga. Guð geymi þig elsku pabbi minn, ég mun sakna þín mikið. Alla tíð mun ég búa að því sem þú gafst mér og kenndir mér. Bless elsku pabbi minn. Þín dóttir Rakel. Þú varst besti afi sem ég hef átt, þú varst alltaf svo góður við mig og ég man þegar þú gafst mér lamb sem ég skýrði Eldeyjarbotnu. Ég sakna þín mikið en ég veit að þér líð- ur vel hjá guði með öllum dánu dýr- unum þínum. Mér fannst mjög gott að geta kvatt þig við kistulagn- inguna og vonandi verður þú ánægður með myndina sem ég teiknaði og setti hjá þér ofan í kistuna. Ég mun alltaf elska þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Júlíus Örn Sigurðarson. Elsku Guðfinnur afi. Ég mun aldrei gleyma öllum þeim sumrum, og vetrum líka, sem ég var hjá þér í sveitinni. Ég á svo margar góðar og skemmtilegar minningar frá þeim tímum. Ég man eftir öllum heimalningunum sem þú leyfðir mér að hjálpa þér með. Heyskap- urinn var einn af bestu tímum lífs míns, þá hurfu allar áhyggjur og stress burt. Ég elskaði lyktina af nýslegnu grasinu sem barst alltaf um húsið þegar þú komst loks heim eftir langan dag á túninu. Mér fannst líka svo æðislega gaman þeg- ar þú leyfðir mér að keyra með þér dráttarvélina, þá leið mér eins og ég væri orðin svo stór og dugleg. Ég man líka eitt skipti þegar þú varst að keyra yfir túnið og ég og Baldvin sátum á gafflinum aftan á dráttar- vélinni, við vorum að leika okkur að hoppa af gafflinum og svo aftur á. Svo þegar Baldvin stökk eitt skiptið af að þá gafst þú pínu í til að stríða honum. Ég hló svo mikið og sá þig brosa til okkar. Baldvin var fljótur að taka sprettinn á eftir okkur því ég var nýbúin að stríða honum og segja að nautið í girðingunni þoldi ekki rauða litinn, það vildi svo heppilega til að Baldvin var í skær- rauðri úlpu. Ég á óteljandi minningar frá tíma mínum í sveitinni og mun varðveita þær í hjarta mínu. Ég elska þig og sakna þín svo rosalega, og í hvert sinn sem ég stíg fæti á sveitabæ í framtíðinni mun ég leita eftir sveitalubbanum í mér sem varð til í sveitinni hjá afa. Megi guð blessa þig og ég vona að þú sért kominn á fallegan og ynd- islegan stað, vonandi með nóg af kindum svo þú hafir eitthvað fyrir stafni. Sveitastelpan þín, Guðfinna Ásta Kristjánsdóttir. Fallinn er frá góður vinur, Guð- finnur Stefán Finnbogason bóndi á Miðhúsum í Kollafirði á Ströndum. Það kom sem reiðarslag þegar Arn- heiður sambýliskona hans hringdi til mín á laugardagskvöldi og greindi frá andláti hans fyrr um daginn. Við höfðum talað saman í síma að- eins nokkrum dögum áður og þá var ekki annað að heyra en Guðfinnur væri hress að vanda. Kallið kom því snöggt í hans tilviki. Kynni okkar Guðfinns hófust fyr- ir um tuttugu árum, en áður höfðu leiðir okkar legið saman með þátt- töku okkar í sameiginlegu áhuga- máli. Mér verður ávallt minnisstæð fyrsta heimsókn mín að Miðhúsum. Móttökurnar af hans hálfu voru lík- ari því að gamlir kunningjar væru að hittast eftir nokkurra ára hlé. Setið var við spjall fram eftir kvöldi og ekki við annað komandi en að gista og dvelja fram á næsta dag. Eftir þetta kom ég ávallt við í Mið- húsum ef farið var um Strandir og naut frábærrar gestrisni, einnig var oft hringt á milli og rætt um hin margvíslegustu mál. Við kynni af Guðfinni kom hann mér fyrir sjónir sem afar traustur og hjálpsamur maður. Hann átti mörg áhugamál auk búskaparins. Má þar nefna sveitarstjórnarmál sem hann tók þátt í um árabil. Einn- ig stjórnmál, en málefnum lands og þjóðar fylgdist hann vel með og hafði á því sviði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hann hafði gaman af

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.