Morgunblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 29
Til að menn átti sig á umfanginu má geta þess að í Grindavík og Hvera- gerði eru um 600 hús. Nýr meirihluti féll frá þessum áformum. Laugardalurinn R-listinn, undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, þáverandi borgarstjóra, var með hugmyndir um að byggja bíó og höfuðstöðvar fyrir Landssíma Íslands á núverandi útivistarsvæði í Laug- ardal. Þeim áætlunum var sem betur fer hrundið af borgarbúum og borg- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Þegar verk vinstrimanna eru skoð- uð er ekkert sem bendir til þess að þeir hafi sérstakan áhuga á umhverf- ismálum. Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi for- maður Alþýðubandalagsins og tals- maður Samfylkingarinnar, staðfesti þetta í bók sinni, Stelpan frá Stokks- eyri, en þar segir hún á bls. 226: „Við í Alþýðubandalaginu vorum svo sem heldur engir sérstakir talsmenn um- hverfismála. Ég man ekki til þess að Alþýðubandalagið í ríkisstjórn legði áherslu á umhverfismál. Umhverf- isráðuneytið var fyrst og fremst stofnað til þess að búa til fleiri ráð- herrastóla og styrkja ríkisstjórnina með aðild Borgaraflokksins. Ég man ekki betur en Alþýðu- bandalagið væri á móti því að styrkja umhverfisráðuneytið, sem þá var ný- stofnað, með því að flytja hluta starf- semi Landgræðslu og Skógræktar frá landbúnaðarráðuneytinu inn í um- hverfisráðuneytið.“ Þess má geta að landbúnaðarráðherra á þessum tíma var enginn annar en Steingrímur J. Sigfússon, nýendurkjörinn formaður Vinstri grænna. kkanna » Það var í tíð R-listans sem OR gerði sína fyrstu orkusölu- samninga við stóriðju, nánar tiltekið við álverið í Hvalfirði. Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 29 Á FORSÍÐU Morgunblaðsins í dag, 20. febrúar, standa þessi orð stórum stöfum ofan við blaðhausinn. Þar er vísað í ummæli inni í blaðinu sem höfð eru eftir aðalleikkonunni í kvik- myndinni Ilminum eða „Perfume“ eins og kvikmyndahúsaeigendur nefna hana að vanda sínum, nöfn á kvikmyndum eru aldrei birt á ís- lensku í auglýsingum nú orðið. Sem dyggum lesanda Morg- unblaðsins í áratugi hefur mér virst að blaðið hafi alltaf haft þann metn- að að sýna íslenskri tungu virðingu og vanda málfar sitt. Er ritstjórnin farin að gefa afslátt á þeirri stefnu? Umrædd fyrirsögn bendir óneit- anlega til þess. Eins og þeir vita sem eitthvað hafa lært í ensku er þetta algjörlega enskt orðalag, „love to do something“. Við getum kallað þessi orð ísl-ensku. Það tungumál er að vísu orðið algengt í ræðu og riti á Ís- landi, en tíðindi hins vegar að það skarti svo áberandi á forsíðu Morg- unblaðsins. Orðin „elska að leika“ eru kannski ekki verri en sumt ann- að af þessu tagi. En hér er brautin rudd fyrir slíkt málfar og má af því tilefni hafa yfir það orðtak að svo bregðist krosstré sem önnur tré. GUNNAR STEFÁNSSON Kvisthaga 16, Reykjavík. „Elska að leika“ Frá Gunnari Stefánssyni: Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í TILEFNI af ráðstefnu um náttúru Skerjafjarðar, í Íþróttahúsi Álftaness 2. mars, er áhugavert að hugleiða hvaða áhrif það hefði ef stjórnvöld að- liggjandi sveitarfélaga sameinuðust um verndun strandar, frá Hafnarfirði að Gróttu. Þetta er matarkista mikils fjölda fugla allt árið um kring og ströndin og útsýnið hefur ómælt að- dráttarafl fyrir íbúa höfuðborg- arsvæðisins. Stígar meðfram ströndinni tengjast öðrum stígakerfum í viðkomandi bæj- arfélögum, en samhliða verndun svæðisins má leggja greiðfærar tengi- brautir milli bæja. Umferðinni má beina framhjá viðkvæmum svæðum í samráði við þá sem best þekkja til, t.d. við varplönd, og að völdum útsýn- isstöðum. Reiðvegur frá hest- húsabyggðum í jaðri Heiðmerkur og til sjávar við Innnesin yrði líka mikill fengur fyrir þá fjölmörgu sem stunda útreiðar. Síðast, en ekki síst, getur góður aðgangur að sjó frá mismun- andi stöðum aukið möguleika á að nýta litlar fleytur, óháð veðri. Og með samvinnu um rekstur smábátahafna á svæðinu má bjóða upp á fjölbreytta starfsemi eftir aðstæðum og skemmti- siglingar milli hafna. Í miðju svæðisins, á Álftanesi, eru stór opin lönd þar sem fugl getur orp- ið og sest upp meðan veður og flóð hamlar aðgangi að fjörum. Út á Álfta- nes kemur fjöldi fólks frá aðliggjandi byggðum til að njóta útiveru af ýmsu tagi. Líkja má staðnum við Heiðmörk- ina, nema hvað umhverfið er gerólíkt. Álftnesingar eru hreyknir af sveitinni og vilja halda í sína sérstöðu. Verndun Skerjafjarðar fellur vel að mark- miðum sveitarfélagsins, en finna þarf leiðir til að byggðin geti þrifist í sátt við umhverfið. Svæðið hefur mikið fræðslugildi, auk aðdráttarafls til útiveru. Ým- islegt því tengt var skoðað í við- skiptaráætlun um menningar- og náttúrusetur á Álftanesi. Jafnframt hugmyndum um að vekja athygli á náttúru og söguslóðum með leiðsögn og þjónustu við ferðamenn er þar gert ráð fyrir móttöku nemendahópa af ýmsum skólastigum í sérsniðna að- stöðu. Markmiðið er að þau kynnist náttúrulegu umhverfi við Faxaflóann í stuttum vettvangsferðum eða með vinnu að rannsóknarverkefnum. Slík starfsemi ásamt svæðisverndun myndi vekja athygli og virðingu. Loks sakar ekki að nefna að í nýgerð- um samningi var Orkuveitu Reykja- víkur falið að leggja af einu frárennsl- islögnina sem átti að vera opin út í sjó innan umrædds svæðis. Almenn útivera og íþróttaiðkun hef- ur aukist verulega á undangengnum árum og ekkert lát virðist þar á. Þetta kallar á þjónustu af ýmsu tagi og eins og þeir vita sem starfa við ferðaþjón- ustu virka valkostir eins og segull á að- sóknina. Því má ætla að verndun Skerjafjarðar verði vænn kostur, bæði fyrir þá sem vilja njóta umhverfisins við Skerjafjörð og nágrenni og fyrir þá sem vilja sjá rekstrargrundvöll á svæðinu. Ef ekki þá er vert að minnast þess að það er auðvelt að brjóta land undir mannvirki með nútíma tækni, en því verður seint skilað aftur í fyrra horf. Ég hvet því til að hugmyndum af þessu tagi verði gefið færi á að sanna sig. KRISTINN GUÐMUNDSSON, formaður Fugla- og náttúruverndarfélags Álftaness. Verndun Skerjafjarðar er vænn kostur Frá Kristni Guðmundssyni: MIKIL og hávær umræða hefur átt sér stað undanfarnar vikur vegna hug- mynda um vegagerð á hálendinu. Um- ræðan um heilsársveg yfir Kjöl hefur leitt yfir í umræðu um samgöngur í og við fyrirhugaðan Vatna- jökulsþjóðgarð. Sitt sýn- ist hverjum og ýmsar skoðanir eru á lofti en Morgunblaðið hefur tekið afdráttarlausa af- stöðu um aðgengi al- mennings að þjóðgarði sem á næstu árum nær vonandi til 12–15% af eyjunni okkar. Í leiðara blaðsins þriðjudaginn 27. febrúar var skorað á þingmenn að sjá til þess „að stjórn hins verðandi þjóðgarðs geti ekki leyft vegagerð í þjóðgarðinum“. Og síðan var klykkt út með því að atvinnusköp- unin yrði mest með algerri friðun þjóðgarðsins. Vitnað var í skýrslu ráð- gjafarnefndar um Vatnajök- ulsþjóðgarð og þær hugmyndir sem þar eru settar fram um vegafram- kvæmdir taldar jafnfráleitar og hug- myndir um heilsársveg yfir Kjöl. Lengi getur vont versnað. Í mörg ár jafnvel áratugi hefur staðið yfir um- ræða um vegi á hálendi Íslands. Alla- jafna hefur tekist að halda þessari um- ræðu á skynsamlegum nótum en hin síðari ári og sérstaklega síðustu miss- eri hættir þeim sem tjá sig um þessi mál opinberlega til að missa jarðteng- inguna. Sveiflast er milli öfga svo að aðeins virðast tveir kostir í stöðunni, að halda slóðunum eins og þær eru með öllu sínu ryki og þvottabrettum eða þá að byggja upp heilsársvegi, malbikaða með tveimur akreinum og 90 km hámarkshraða. Ekkert þar á milli. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins virðist vera jafnveruleikafirrtur í þessu máli og sumir aðrir. Sátt um friðun og verndun á svo stórum hluta okkar litlu eyju næst ekki með slíkum einstefnu málflutningi. Samgöngur í og við fyrirhugaðan Vatnajök- ulsþjóðgarð verða að vera hluti af verndaráætlun svæðisins. Meginleiðir að þjóðgarði, sem áætlanir segja að mörg hundruð þúsund ferðamenn muni heimsækja innan fárra ára, verði af stofnun hans, verða að vera greið- færar stærstan hluta árs og lausar við slysahættu. Í skýrslu ráðgjaf- arnefndarinnar, sem undirritaður átti sæti í sem fulltrúi sveitarfélag- anna á Héraði, er hvergi rætt um vegafram- kvæmdir í líkingu við umræddan Kjalveg þó að leiðarahöfundur Morgunblaðsins vilji setja þetta tvennt undir sama hatt. Raunar segir í skýrslunni að meg- inverkefnin í samgöngu- bótum liggi ekki í nýjum vegleiðum heldur fyrst og fremst í lag- færingum og endurbótum á núverandi vegum, og að æskilegt sé „að þessar vegleiðir, sem liggi sem mest í landinu, verði með tímanum lagðar bundnu slitlagi“. Einu uppbyggðu vegirnir innan þjóðgarðsins sem að svo stöddu er mælt með eru Snæfellsleið að Brú- arjökli og frá Hrauneyjum í Jökul- heima. Það er ekki þar með sagt að þetta eigi að vera „heilsárshrað- brautir“ að jöklinum þó að núverandi slóðum á þessum leiðum verði lyft upp úr verstu dældum og settir hólkar í læki svo að í góðum árum verði þeir færir fyrr á vorin og lengra inn í vet- urinn. Markmiðið er ekki einvörðungu að gera ferðamönnum kleift að komast í návígi við jökulinn og stýra ferðum þeirra að honum með slíkum meg- inleiðum. Markmiðið er ekki síður að hafa tvær góðar leiðir að jöklinum af öryggisástæðum. Það er eins með slys sem verða á jökli og önnur slys, tíminn skiptir sköpum. Nema menn ætli að banna alla umferð fólks á jöklinum sem einfaldar auðvitað málið. Það er fullmikil einföldun af leið- arahöfundi Morgunblaðsins og mörg- um öðrum sem blandað hafa sér í þessa umræðu um vegi í Vatnajök- ulsþjóðgarði, að halda því fram að allar slíkar framkvæmdir séu af hinu verra. Þeir sem skammast mest út í ófram- sýni í framkvæmdum á hálendi Ís- lands mættu oft á tíðum vera aðeins framsýnni í umræðum um skipulag og verndun á jafngríðarstóru landsvæði og fyrirhugaður Vatnajökuls- þjóðgarður nær yfir. Spár um fjölgun ferðamanna hér á landi og ásókn þeirra í langstærsta þjóðgarð Evrópu leggja þá kröfu á herðar okkur að vanda til undirbúnings og byggja upp ákveðið þjónustunet þjóðgarðsins með markvissum hætti á næstu árum til að hindra að fjöldinn flæði tiltölulega stjórnlaust um friðuð svæði. Við viljum halda í ósnortnu víðernin, þess vegna viljum við Vatnajökulsþjóðgarð. Bætt- ar meginleiðir að þjóðgarðinum og nauðsynlegar vegabætur innan hans eru hluti af þessu risavaxna verkefni sem að koma margir hagsmunaðilar og sérfræðingar. Við eigum einnig að nýta okkur áratugaþekkingu og reynslu frá þjóðgörðum erlendis við að skipuleggja þjónustunet þjóðgarðsins en hérlendis verða menn þá að komast upp úr skotgröfunum. Orð um algera friðun 12–14 þús. ferkílómetra lands eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum nema hugmyndafræðin sé sú að girða þjóðgarðinn af og hleypa aðeins inn fólki í skipulögðum ferðum sem pant- að hefur með nokkurra ára fyrirvara. Að sjálfsögðu yrði góð atvinnusköpun af slíku fyrirkomulagi og ef til vill verður það framtíðin þegar ferðamenn til Íslands verða orðnir tvær milljónir. Má vera að Morgunblaðið sé aðeins að sýna framsýni með þessu leiðara sín- um en ég efast um að þetta sé sú frið- unarstefna sem við viljum taka án þess að leita fyrst annarra leiða til að vernda hálendið en jafnframt leyfa okkur öllum og gestum okkar að njóta náttúru Íslands. Þjóðgarðsvegir og Morgunblaðið Skúli Björn Gunnarsson skrifar um hugmyndir um vegagerð á hálendinu » Tilteknar vegabæturinnan fyrirhugaðs Vatnajökulsþjóðgarðs eru nauðsynlegur hluti af því skipulagi sem fylgir verndun svo stórs hluta Íslands. Skúli Björn Gunnarsson Höfundur var fulltrúi Fljótsdalshér- aðs og Fljótsdalshrepps í ráðgjaf- arnefnd um Vatnajökulsþjóðgarð. Í MORGUBLAÐINU á laug- ardaginn sl. óskar félagi okkar í Samfylkingunni, Jón Baldvin Hanni- balsson, eftir skýringum á störfum Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Nú er það svo að nýlega héldu nokkrir félagar í flokknum fund í Bæj- arbíói. Flokksfélagið kom ekki að þeim fundi, enda hafði flokksfélagið nýlega ályktað á sambæri- legum fundi um þá kosningu sem fram fer í Hafnarfirði 31. mars nk. Í ljósi þess að fé- lagið kom ekki að fund- inum þótti ástæða til þess að árétta það jafn- framt því að vekja athygli á fund- inum, enda höfðu fjölmargar fyr- irspurnir borist formanni félagsins vegna þessa. Formaður félagsins ber ábyrgð á starfsskipulagi þess og vinnufyrirkomulagi. Fundurinn í Bæjarbíói fékk ít- arlega umfjöllun í fjölmiðlum og var það að skilja að þar hefðu talað bæði aðilar sem væru fylgjandi deiliskipu- lagstillögunni og eins þeir sem eru á móti henni. Bæjarbúar líkt og félagsmenn Samfylkingarinnar hafa misjafna af- stöðu til þeirrar deiliskipulagstillögu sem nú liggur fyrir og kosið verður um. Samfylkingin í Hafnarfirði ákvað því á fjölsóttum félagsfundi að félagið mundi ekki taka flokks- pólitíska afstöðu með eða á móti stækkun álversins í Straumsvík. Hvað varðar kynningar félagsins, þá mun Samfylkingin í Hafnarfirði standa fyrir málfundaröð, á laug- ardögum nú í mars, tengdri kosning- unum um skipulagið. Þar verður rætt á sér- stökum fundum um skipulagslega hlið málsins en einnig sam- félagslegar hliðar, um- hverfismál, efnahags- og hagstjórnaráhrif, atvinnu- og iðngrein- ina, lýðræðisvinkilinn, svo eitthvað sé nefnt. Fengnir verða fræði- menn til að varpa ljósi á einstaka þætti. Fund- irnir verða opnir öllum óháð félagsaðild eða búsetu. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur jafnframt á félagsfundi sínum lagt áherslu á að bæjarbúar verði vel upplýstir til að taka vel ígrundaða afstöðu í komandi kosningum. Því er mikilvægt að Hafnarfjarðarbær sjái til þess að öll gögn málsins verði lögð fram á hlutlausan og skýran hátt. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ hefur Capacent Gallup verið ráðið til verkefnisins, og munu m.a. verða gefin út ítarleg upplýsingagögn þar sem grasrót- arhópar munu m.a. fá að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Einnig mun verða staðið fyrir kynning- arfundum og ítarefni liggur fyrir á sérstakri heimasíðu bæjarins. Þá liggur fyrir skv. samþykkt bæj- arstjórnar að hópar sem falla undir almennar reglur, hvað varðar að taka þátt í kynningarstarfi vegna kosninganna, munu fá fjárhags- styrki til þess. Samfylkingin í Hafnarfirði setti inn breytingar í samþykktir Hafn- arfjarðarbæjar strax sumarið 2002, þegar flokkurinn komst til valda, um að öll þýðingarmikil mál færu í kosn- ingu á meðal bæjarbúa. Hafn- arfjörður er eina sveitarfélag lands- ins sem hefur gert það með jafn skýrum hætti og byggir það á 104 gr. sveitarstjórnarlaga. Á næstu ár- um munu fleiri fylgja þessu fordæmi eftir og víst er að fjölmörg þver- pólitísk deilumál hefði mátt leysa hér á landi á annan hátt ef virkri lýð- ræðishugsun hefði verið beitt. Það verður lífleg umræða um lýðræð- ismál á næstu misserum hér á landi. Lífleg umræða um lýðræðismál í Hafnarfirði Sigurgeir Ólafsson skrifar um starfsemi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og svarar grein Jóns Baldvins Hannibalssonar » ...víst er að fjölmörgþverpólitísk deilu- mál hefði mátt leysa hér á landi á annan hátt ef virkri lýðræðishugsun hefði verið beitt. Sigurgeir Ólafsson Höfundur er formaður Samfylking- arfélags Hafnarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.