Morgunblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 1
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð-
herra segist hafa trú á því að kaup-
menn hafi metnað til þess að láta
lækkanir, sem í dag verða á virðis-
aukaskatti á matvælum, skila sér til
neytenda. „Ég byggi það á fyrri
reynslu. Þegar við höfum gert svona
hluti þá hefur það gengið eftir,“ segir
Árni. Flest matvæli báru þar til í dag
14% virðisaukaskatt, en á nokkrum
vörutegundum var hann 24,5%.
Skatturinn hefur nú verið lækkaður í
7%. Þetta þýðir að dós af skyri sem
kostaði í gær 222 krónur í Hagkaupi
í Kringlunni kostar í dag 208 krónur
í sömu verslun. Lítri af appelsínu-
safa sem kostaði 154 krónur í gær,
kostar 132 krónur í dag. Pakki af sal-
ernispappír sem kostaði 695 krónur í
gær hefur hins vegar ekki lækkað í
verði, enda lækkar virðisaukaskatt-
ur á slíkum nauðsynjavörum ekki.
Auk lækkunar virðisaukaskatts
hafa vörugjöld af matvælum verið
felld niður, en væntanlega mun
nokkur tími líða þar til sú lækkun
skilar sér að fullu til neytenda þar
sem innflytjendur eiga sumir hverjir
vörur á lager sem þegar hafa verið
greidd gjöld af.
Fjármálaráðherra segir að nái
lækkanir ekki að festa sig í sessi sé
það til marks um að samkeppni sé
ekki nægjanleg. „Þá er það auðvitað
hlutverk stjórnvalda að gera það
sem þau geta gert til þess að auka
samkeppnina. En auðvitað eru það
bæði kaupendur og seljendur sem
eru á þessum markaði,“ segir Árni.
Kaupendur þurfi að taka þátt í því að
mynda aðhald á markaðnum.
Matur hefur hækkað
mikið undanfarið
„Maður kaupir það sem þarf og
vonar að það verði ódýrara,“ segir
Íris Bjarnadóttir, en Morgunblaðið
ræddi við hana þar sem hún var við
innkaup í verslun Krónunnar á
Bíldshöfða í gær. Hún segist þegar
vera farin að finna að verð hafi lækk-
að, en sem kunnugt er lækkuðu
verslanir Bónuss og Krónunnar virð-
isaukaskatt á mat í 7% síðastliðinn
föstudag.
Daniela Gunnarsson, sem var
stödd í verslun Hagkaupa í Kringl-
unni í gær, hefur ekki trú á að fólk
eigi eftir að finna mikið fyrir verð-
lækkunum nú, enda hafi miklar
hækkanir átt sér stað síðustu mán-
uði. „Matur hefur hækkað rosalega
mikið í verði frá því í desember og
þar til núna,“ segir hún. | Miðopna
Treysti því að kaup-
menn lækki verðið
Virðisaukaskattur á matvælum
lækkar í dag úr 24,5% eða 14% í 7%
Stjórnvöld skoða leiðir til að auka
samkeppni ef lækkunin skilar sér ekki
Sumir neytendur telja sig hafa fundið
fyrir hækkunum undanfarnar vikur
Morgunblaðið/ÞÖK
Verðbreytingar Starfsfólk verslana var önnum kafið í gær við að
breyta verði á matvörum. Víða var unnið langt fram á nótt.
Lækkar Verð á mjólkurvörum lækkar í dag. Dæmi um þetta er dós
af skyri, sem kostaði í gær 222 krónur, en kostar í dag 208 krónur.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
SALAN á málverkinu Hvítasunnudegi eft-
ir Jóhannes Kjarval sl. þriðjudag var ekki
aðeins tímamótasala á verki gamla meist-
arans heldur tímamótasala sem líklegt er
að muni hafa víðtæk áhrif á listaverka-
markaðinn hérlendis. Þetta er mat þeirra
sérfræðinga sem Morgunblaðið leitaði til í
gær. Í þeim hópi voru m.a. Edda Jóns-
dóttir, galleristi í i8, Sveinn Þórhallsson,
galleristi í Turpentine, og Tryggvi Frið-
riksson, annar eigandi Gallerís Foldar. Öll
voru þau mjög bjartsýn á þróun mark-
aðarins framundan.
Allir álitsgjafar blaðsins voru á einu
máli um að íslenski listaverkamarkaðurinn
hefði tekið sérlega vel við sér á sl. tveimur
árum. Tengja viðmælendur það annars
vegar aukinni velmegun og hins vegar því
að fólk virðist hafa endurheimt traust sitt
á listaverkamarkaðnum.
Eins og kunnugt er hafði stóra mál-
verkafölsunarmálið svonefnda, sem upp
kom árið 1997, þau áhrif að listaverka-
markaðurinn lenti í mikilli lægð. Tryggvi
lýsir ástandinu sem svo að markaðurinn
hafi „verið í gíslingu í átta ár“. Ekki voru
þó allir viðmælendur sammála um hvaða
áhrif málið hefði haft á sölu samtíma-
listaverka. Þannig héldu sumir því fram að
þau verk hefðu liðið fyrir fölsunarmálið en
aðrir töldu að athygli kaupenda hefði eðli-
lega beinst í meira mæli að núlifandi lista-
mönnum. Má í því samhengi benda á að
hjá vinsælustu núlifandi listamönnum
landsins, þeirra á meðal Húbert Nóa Jó-
hannessyni og Eggerti Péturssyni, er
langur biðlisti eftir nýjum verkum, sem er
nokkurt nýmæli hérlendis.
Eðlilegt verð loks að þróast
Álitsgjafar voru sammála um að eitt
helsta veikleikamerki íslenska listaverka-
markaðarins væri það að ekki reyndist
nægjanlegur verðmunur annars vegar á
verkum yngri og óreyndari listamanna og
hins vegar verkum eldra og reyndara
listafólks, sem svo aftur hefði haft þau
áhrif að „eðlilegt verð hefði ekki myndast
hérlendis“. Töldu viðmælendur blaða-
manns þó að þetta væri smám saman að
breytast.
Hvað verð áhrærir fara góð málverk
gömlu meistaranna á um þrjár og allt upp
í fimm milljónir króna. Málverk núlifandi
listamanna eru á allt frá 200 þús. kr. upp í
nokkrar milljónir. Þannig má sem dæmi
nefna að verk eftir Húbert Nóa fara á um
800 þús. kr., málverk eftir Kristján Dav-
íðsson geta farið á eina milljón króna og
málverk eftir Eggert á sex millj. kr., svo
fáein dæmi séu nefnd.
Kristján
Davíðsson
Eggert
Pétursson
Traustið
endurheimt
Húbert Nói
Jóhannesson
Dómur um Hvítasunnudag | 4
Verk Svavars Guðnasonar vinsæl | 4
STOFNAÐ 1913 59. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Framtíðin er í okkar höndum
ÚTVISTUN
- allra hagur
sem fram fer í dag
í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal
frá 13:00 til 15:00
Minnum á ráðstefnuna
Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Ríkiskaup
og ráðuneyti fjármála, iðnaðar og viðskipta
og fjallar um ávinning að útvistun
verkefna og þróun opinberra innkaupa.
Ráðstefnan er opin og aðgangur ókeypis.
Tekið er við skráningum á www.si.is
Samtök upplýsinga-
tæknifyrirtækja
Samstarfsaðilar um:
ÓÞOLANDI BARN
ÁTTUNDABEKKINGAR EIGNAST UNG-
BARN EINA HELGI TIL FORVARNAR >> 20
GAMALDAGS UNG-
MENNAHLJÓMSVEIT
AÐKOMUMENN
KEPPNI Í EYJUM >> 41
GYLFI Baldursson heyrn-
arfræðingur lét útbúa síu
til að útiloka svifryk frá
svefnherbergi sínu. Hann
hefur lengi haft skerta
lungnastarfsemi og segist
finna greinilega á líðan
sinni þegar svifrykið eykst
í andrúmsloftinu. Allir
lungnasjúklingar hafi svip-
aða sögu að segja.
Gylfa þykir ekki nærri
nóg gert til að berjast gegn
og koma í veg fyrir þessa
mengun sem rýrir lífsgæði fjölda fólks og styttir jafnvel aldur þess.
Þegar þetta sé farið að koma niður á litlum börnum sé spurning
hvort ekki eigi að eyða meiri fjármunum í fyrirbyggjandi ráðstaf-
anir gegn svifryksmenguninni. | Miðopna
Sía Mikið sót barst inn um herbergis-
gluggann áður en sían var sett fyrir.
Morgunblaðið/ÞÖK
Svifrykssía í glugganum
Sama verð hér og á
hinum Norðurlöndunum?
Stjórnvöld vonast eftir að
með aðgerðunum náist það
markmið að matvælaverð hér
á landi verði svipað og á hinum
Norðurlöndunum. » Miðopna