Morgunblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 33 fréttatímann. En hún var farin að fylgjast með Liverpool og Víkingi og spyrja hvort ég ætlaði ekki að fylgjast með næsta leik. Nú er engin mamma til að baka hjónabandssælu fyrir mig þegar ég kem í heimsókn. Hún fylgist nú með drengnum sínum þegar hann fer að keyra daglega um Ölfusið í vinnuerindum. Sæmundur. Í dag verður systir mín jarðsung- in. Hún lést 21. febrúar sl. eftir erf- iðan sjúkdóm til margra ára. Síð- asta árið var henni afar erfitt, enda fylgdu veikindunum lyfjameðferðir sem gengu mjög nærri henni og tóku á líkamlegt sem og andlegt, þrek hennar. Að lokum kom að því að hún hvorki vildi, né gat meira. Helga Dís fæddist í Hveragerði ár- ið 1943, sem þá var lítið þorp með fáum íbúum sem einkenndist að nokkru leyti af sumarbústaða- byggð, garðyrkjumönnum og lista- mönnum sem gerðu garðinn fræg- an. Helga Dís var skírð í höfuðið á báðum ömmum okkar, þeim Helgu Ágústu föðurömmu og Vigdísi móð- urömmu. Strax á unga aldri var Helga Dís ákveðin í því að verða kennari og hóf því nám í Kennara- skóla Íslands haustið 1961. Kenn- arastarfið lá vel fyrir henni hún var traustur kennari og góð fyrirmynd nemenda sinna og gladdi það hana ávallt er fyrrverandi nemendur heilsuðu henni á förnum vegi, þá orðnir fullorðnir einstaklingar og jafnvel komnir með eigin börn. Árið 1967 giftist hún eftirlifandi eigin- manni sínum, Ragnari, og eignuð- ust þau hjónin þrjú börn, Elínu, Sæmund og Erlu Björk. Þau Helga Dís og Ragnar byggðu sér fallegt heimili í Silungakvísl 14 og þar áttu þau griðastað. Fjölskyldan og heimilið var akk- erið í lífi systur minnar. Hún var mikil fjölskyldumanneskja og mikill og tryggur vinur vina sinna, kom ávallt til dyranna eins og hún var klædd. Heimilið bar þess merki að húsmóðirin var hannyrðakona. Hún saumaði út allskonar mynstur í púða, veggmyndir, stólaáklæði og heklaði og prjónaði. Það gladdi Helgu Dís mikið þegar hún eign- aðist fyrsta barnabarnið, Heiðu Dís. Hún var svo sannarlega sól- argeisli sem hún átti erfitt með að neita um nokkurn skapaðan hlut. Eftir að þau hjónin fluttu í Silun- gakvíslina fóru þau að stunda garð- yrkju og voru þau samhent um að rækta garðinn sinn, halda honum snyrtilegum og ræktuðu ýmiss kon- ar grænmeti og mikið var af fal- legum jurtum og trjám. Hún hafði mörg áhugamál, var afar víðlesin og víðsýn en þó fastheldin á sitt og afar fylgin sjálfri sér. Að stunda hollt líferni var henni mikilvægt. Hún iðkaði göngutúra, sund og lík- amsrækt. Hún bar alltaf hlýjar taugar til átthaganna fyrir austan fjall og ófáar voru ferðir okkar austur, bæði á meðan foreldrar okkar voru á lífi og eins eftir að þau féllu frá. Alltaf var rúnturinn sá sami og stoppað á sömu stöðunum. Ófáar eru gönguferðir okkar á Hellisheiðinni, sem við báðar höfð- um mikið dálæti á. Fannst okkur vera illa farið með þetta fallega svæði og skildum aldrei hví svo fáir láta málefni þessarar náttúruperlu til sín taka. En nú er komið að leiðarlokum og margs er að minnast. Allar úti- legurnar með eiginmönnum og börnum og aðrar góðar samveru- stundir með fjölskyldum okkar, þegar við reyndum allt hvað við gátum að skemmta börnum okkar, en sennilega skemmtum við okkur betur og hlógum okkur oft mátt- lausar. Allt verða þetta nú bitar í púsluspili minninganna. Ég þakka þér, systir góð, fyrir samfylgdina. Ég og börnin mín, Róbert og Christina, sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Þín systir, Gerður. Þegar við í dag kveðjum kæra vinkonu, Helgu Dís, reikar hugur- inn víða. Kynni okkar hófust þegar við vorum allar við kennslu í Aust- urbæjarskóla. Þau kynni leiddu til vináttu sem enst hefur í áratugi, án þess að skugga hafi borið þar á. Þegar Helga Dís flutti sig yfir í Seljaskóla fyrir rúmum tuttugu ár- um stofnuðum við gönguklúbb. Við hittumst reglulega yfir vetrartím- ann á heimilum hver annarrar, fór- um í gönguferðir sem húsráðandi skipulagði í hvert sinn og nutum veitinga. Auk þessa ferðuðumst við saman innanlands og utan. Helga var driffjöður í klúbbnum, alltaf hress, kát, hláturmild og tilbúin til þess að rétta okkur hinum hjálp- arhönd. Það fylgdi henni glaðværð og framkvæmdasemi. Það eru orðn- ar margar ánægjustundirnar sem við höfum átt með þeim Helgu og Ragga gegnum árin og verður hennar nú sárt saknað úr hópi okk- ar göngusystra. Síðast hittumst við í gönguklúbbi hinn 13. janúar sl. en þá sáum við að veikindi hennar höfðu ágerst þótt hún bæri sig vel að venju. Nú að leiðarlokum þökkum við henni allar yndislegu samveru- stundirnar og yljum okkur við góð- ar minningar. Við sendum Ragnari og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góða vinkonu lifir. Göngusystur, Guðrún, Jenný, Nína, Rósa og Valborg. Í dag kveðjum við kæra vinkonu okkar, hana Helgu Dís, sem kvaddi þennan heim allt of fljótt eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Við vorum unglingar þegar við kynntumst, allar í námi og fram- tíðin óráðin. Hófst þá vinátta sem hefur haldist alla tíð síðan. Helga Dís var í Kennaraskólanum og eftir að hafa lokið þar námi hóf hún störf við kennslu. Hún starfaði sem kennari allan sinn starfsaldur og þótti mjög vænt um bæði starfið og nemendurna. Tíminn leið, við eignuðumst maka og börn og voru allir önnum kafnir við barnauppeldi og hreið- urgerð. Helga Dís og Raggi byggðu sér og börnum sínum fallegt heimili í Silungakvísl og var alltaf tekið mjög vel á móti þeim sem þangað komu. Heimilið og garðurinn báru þess glögg merki hve Helga Dís var mikil handavinnu- og garðyrkju- kona. Á seinni árum ferðuðust þau hjón talsvert þrátt fyrir baráttu hennar við illvígan sjúkdóm. Raggi og börnin reyndust henni ómetanlegur stuðningur í þessari baráttu sem og litli sólargeislinn hún Heiða Dís. Við þökkum Helgu Dís vináttuna sem aldrei bar skugga á og sendum Ragga, Elínu, Sæmundi, Erlu Björk, Gerði og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Ásta Gíslad., Sigríður Einarsd. og fjölskyldur. Haustið 1989 bættist Helga Dís Sæmundsdóttir við hóp starfs- manna Ártúnsskóla. Hún tók þá við 7 ára bekk sem hún síðan fylgdi næstu sex árin. Með ljúfmennsku sinni, hógværð og heiðarleika féll Helga Dís fljótt inn í hópinn. Hún starfaði síðan við Ártúnsskóla fram til vors 2004 og allan þann tíma af alúð og ábyrgð. Hún komst vel af í samskiptum sínum við nemendur og var þeim hvatning til dáða. Allt viðmót hennar einkenndist af lít- illæti og hæversku en einnig af ein- lægri lífsgleði og gamansemi þegar það átti við. Á allra síðustu árum hefur það verið okkur samstarfmönnum Helgu þung raun að horfa upp á baráttu hennar við illvígan sjúkdóm sem nú hefur haft sigur. Þar var erfitt að fá ekkert að gert. Æðru- leysi hennar í veikindunum var ein- stakt. Mótlætinu mætti hún með hugarró. Auðmýkt hennar og trú á að ljós lífsins myndi áfram lýsa leið snerti okkur djúpt. Helga starfaði síðast tímabundið við skólann okkar síðla árs 2005. Sú viðkoma varð styttri en vonir stóðu til enda fylgdi heilsan ekki lengur hugrekki hennar og bjartsýni. Í dag verðum við að sætta okkur við að hugprýði og hetjulund þessarar mætu manneskju dugði ekki til sig- urs. Helga Dís er kært kvödd af sam- starfsfólki og nemendum Ártúns- skóla. Við vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Helga Dís mun ætíð eiga sess í hjarta okkar og mætar minningar lifa. Samstarfsfólk og nem- endur Ártúnsskóla. Mig langar að setja nokkrar línur á blað í kveðjuskyni um elsku Helgu mína. Okkar fyrstu kynni voru haustið 1989 er þú komst sem kennari í Ártúnsskóla. Ég minnist þess þegar þú komst inní kaffistofu, hljóðlát og brosmild. Upp frá þessu urðum við góðar vinkonur og um haustið 1996 vorum við saman í skemmtinefnd sem styrkti kynni okkar mikið. Við hittumst alltaf öðru hvoru og spjölluðum saman um daglegt líf, því þú varst alltaf glöð og indæl og við nutum þessara stunda sem gáfu okkur eitthvað sérstakt. Árið 1997 byrjuðu veik- indi þín en þú varst alltaf bjartsýn þar til í sumar sem leið, er hver meðferðin tók við af annarri, en þú stóðst þig eins og hetja, Helga mín. Þú vildir bara tala um góðu árin þegar við fórum í ferðalögin okkar og þau voru mörg. Þetta voru góðar stundir og við nutum þeirra vel og þó þú værir lasin þá kvartaðir þú aldrei. Ég minnist gleði þinnar þeg- ar Heiða Dís fæddist, þessi litli sól- argeisli, þú varðst amma og naust þess innilega. Ég kvaddi þig viku fyrir andlát þitt og ég gleymi aldrei orðum þínum sem þú sagðir, en því- líkt hugrekki hjá þér, Helga mín. Ég vona að börnin þín og Raggi vinni úr söknuði sínum. Ég þakka þér ómetanlega vináttu og alla þá hjálp sem þú veittir okk- ur Jóhanni og gleðistundir, elsku Helga mín, Guð geymi þig. Þín vinkona Svala S. Guðmundsdóttir. Ég er á heimleið frá Kaupmann- höfn eftir vel heppnaða náms- og kynnisferð með góðu samstarfs- fólki. Flugfreyjan réttir mér Morg- unblaðið. Ég opna það og við mér blasir andlátsfregn Helgu Dísar. Veröldin stendur andartak kyrr, ég sit sem lömuð og í gegnum huga minn þjóta minningabrot um vin- áttu og samstarf við konu sem ég á svo mikið að þakka. Ég hugsa um að loforð sem ég gaf henni í haust um að nú létum við verða af því að hittast var aldrei efnt. Og nú er hún farin. Leiðir okkar Helgu Dísar lágu saman í Seljaskóla á öðru starfsári skólans. Við vorum báðar að hefja störf við skólann, ég að hefja annað ár mitt í kennslu en hún með mikla reynslu af skólastarfi. Árin sem við kenndum saman einkenndust af gjöfulu samstarfi og samvinnu. Ég veit með vissu að þarna lagði ég grunninn að starfskenningu minni og naut þar leiðsagnar minnar við- bragðssnjöllu og faglegu Helgu Dísar. Ég kveð hana með hryggð í huga og þakka umhyggju og elsku- semi í minn garð frá upphafi. Þegar nóttin kemur taktu henni feginshugar. Hún mun loka hurðinni að baki deginum og lyfta byrði hans af herðum þínum. Hún, sem geymir fortíðina og safnar óskunum, mun vita hvert skal leiða þig og vídd hennar er önnur. (Þóra Jónsdóttir.) Aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Árdís Ívarsdóttir. ✝ Þuríður Guð-munda Guðjóns- dóttir húsmóðir fæddist í Reykjavík 15. desember 1924. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eiri í Reykjavík 22. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þuríður Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 26.12. 1893, d. 14.4. 1981 og Guðjón Jónsson úrsmiður, f. 14.2. 1896, d. 10.12. 1927. Eftir andlát Guðjóns giftist Þur- íður aftur árið 1933. Seinni maður Þuríðar var Jón V. Guðvarðarsson athafnamaður, f. 17.6. 1905, d. 15.3. 1990. Systkini Guðmundu eru Jónheiður, f. 1926, Guðjóna, f. 1927 og Walter Helgi, f. 1933. 19. október 1946 giftist Guðmunda Bergi Kristinssyni verslunarmanni, f. 11.10. 1923, d. 8.6. 2002. Eignuðust þau tvo syni, þeir eru: 1) Kristinn, f. 4.6. 1947, eiginkona hans er Sjöfn Arnórsdóttir og eiga þau tvo syni. 2) Guðjón, f. 17.6. 1953, eiginkona hans er Kristín Kristmundsdóttir og eiga þau fimm börn og fimm barnabörn. Guðmunda og Bergur bjuggu í Reykjavík. Berg- ur lést árið 2002 og sama ár flutti Guðmunda á hjúkrunarheimilið Eir og bjó þar til síðasta dags. Guðmunda verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Mig langar í fáum orðum að minn- ast elskulegrar móðursystur minn- ar, Guðmundu Guðjónsdóttur, en hún er nú látin. Guðmunda eða Munda eins hún var kölluð, missti eiginmann sinn Berg Kristinsson hinn 8. júní 2002. Hún var mjög þjökuð af liðagigt og hafði barist við þann erfiða og kvalafulla sjúkdóm í áratugi. Við fráfall eiginmannsins gat hún ekki búið ein og dvaldist því að hjúkrunarheimilinu Eiri eftir það. Munda var einstök kona og þrátt fyrir erfiðleika á lífsleiðinni var hún ávallt jákvæð, einstaklega skemmti- leg, ráðagóð og gefandi persónu- leiki. Ég á margar góðar minningar um Mundu, en frá barnæsku var ég tíð- ur gestur á heimili Mundu og Bergs, en ég og synir hennar vorum leik- félagar og hittumst nær daglega á okkar yngri árum. Eins og gengur og gerist með drengi, vorum við á tíðum uppátækjasamir og frömdum alls konar strákapör. Reyndi þá oft á þolinmæði Mundu en ekki minnist ég þess samt að hún hafi nokkurn tíma skipt skapi en kom okkur engu að síður í skilning um óæskilega hegðun okkar þegar það átti við. Samband mitt við mitt við Mundu hélst alla tíð og verður hennar sárt saknað, jafnframt sendi ég sonum hennar, tengdadætrum og barna- börnum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Jón Víglund Pétursson. Guðmunda Guðjónsdóttir ✝ Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem vottuðu samúð sína við andlát og útför SVEINS HAUKS VALDIMARSSONAR hæstaréttarlögmanns. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Roðasala fyrir ein- staka umönnun og hlýju. Valdimar Sveinsson, Herdís Sveinsdóttir, Sveinn Andri Sveinsson, Erla Árnadóttir, Finnbogi Rútur Arnarson, Þórunn Hreggviðsdóttir, Kolbrún Valdimarsdóttir, Grímur Valdimarsson, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI H. GUÐMUNDSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 22. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 2. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag aðstandenda Alzheimers- sjúklinga, sími 533 1088 og 898 5819. Guðmundur Árnason, Júlíana Árnadóttir, Lára Hrönn Árnadóttir, Ari Jónsson, Sigríður Árnadóttir, Kenneth B. Clarke, Haraldur Árnason, Árni Árnason, A. Íris Hjaltadóttir og afabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN EINARSSON, Hjallaseli 55, (Seljahlíð), Reykjavík, sem andaðist sunnudaginn 18. febrúar, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. mars kl. 13.00. Ingveldur Jónasdóttir, María Jónsdóttir, Axel Stefán Axelsson, Leifur Jónsson, Bryndís Petersen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.