Morgunblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
Mikill hraði á hlutum
Mál eru afgreidd með miklu hraði á
Alþingi þessa dagana enda aðeins
tvær vikur eftir af starfstíma þings-
ins. Frumvarp um tollkvóta við inn-
flutning landbúnaðarráðherra fékk
t.a.m. hraðafgreiðslu í gær en þá fór
bæði fram önnur og þriðja umræða
og síðan var gengið til atkvæða.
Fundir hafa reglulega staðið fram á
kvöld undanfarið og enn er verið að
leggja fram ný þingmál.
Gert var ráð fyrir nefndardögum í dag
og á mánudag en tekin var sú
ákvörðun að færa þá fram í næstu
viku og hafa þá þrjá frekar en tvo,
enda mörg mál sem bíða afgreiðslu
inni í nefndum.
Deilt um kjör kennara
Kjaramál kennara voru rædd á Al-
þingi í gær en stjórnarandstöðuþing-
menn kölluðu eftir því að rík-
isstjórnin axlaði ábyrgð í deilunni.
Var þá einkum vísað til þess að
kennarar hefðu verið „reknir aftur til
starfa með lagasetningu“ í síðustu
kjarasamningum og að sveit-
arfélögin bæru mjög skarðan hlut frá
borði sem gerði þeim ómögulegt að
reka grunnskóla landsins.
Forsætisráðherra sagði deiluna vera
milli sveitarfélaga og kennara og að
því yrði ekki breytt. Hins vegar væri
áhyggjuefni ef illa miðaði í samninga-
viðræðum en að það væri jafnframt
deiluaðilanna að koma sér saman
um farveg til sátta.
Bólusetning við
leghálskrabbameini
Heilbrigðis-
ráðherra telur
mikilvægt að
huga að bólusetn-
ingu gegn
leghálskrabba-
meini hér á landi
en segir að engu
að síður þurfi að
halda áfram
skiuplagðri leit.
Sæunn Stef-
ánsdóttir bar upp fyrirspurn um
þetta í gær og vísaði til viðtals við
Harald Briem sóttvarnarlækni í síð-
asta tölublaði Læknablaðsins en þar
kom fram að í Bandaríkjunum væru
bólusetningar sums staðar þegar
hafnar.
Sæunn
Stefánsdóttir
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
EIGNARNÁM vegna mögulegra
virkjana í neðri hluta Þjórsár hefur
ekki komið til umræðu þar sem
landeigendur sem í hlut eiga hafa
ekki látið uppi neina andstöðu við
að ganga til samninga við Lands-
virkjun. Þetta kom fram í máli
Árna M. Mathiesen fjármálaráð-
herra en hann svaraði fyrirspurn
Steingríms J. Sigfússonar, þing-
manns Vinstri grænna, á Alþingi í
gær. Kallað var eftir afstöðu ráð-
herra til eignarnáms og Stein-
grímur spurði hvort ráðherra
hygðist beita sér fyrir því að Lands-
virkjun léti af virkjanaundirbún-
ingi á svæðinu í ljósi andstöðu land-
eigenda og fleiri heimamanna.
Þótti honum ótækt að fyrirtæki í
ríkiseigu væri á fullu í virkjanaund-
irbúningi án þess að hafa rætt við
landeigendur og hefði m.a.s. boðið
út hönnun mannvirkja á landi í
einkaeigu.
Árni sagði spurningu Steingríms
byggjast á röngum forsendum því
ekki hefði orðið vart við andstöðu
meðal landeigenda að semja við
Landsvirkjun. „Ég held að það að
hönnun sé að einhverju leyti komin
af stað, jafnvel langt komin af stað,
sé einungis til þess fallið að hjálpa
til við að meta það rask sem verður
hugsanlega vegna virkjanafram-
kvæmdanna,“ sagði Árni.
Steingrímur mótmælti því að
engin andstaða væri við samninga
við Landsvirkjun og sagði það ekki
vera réttar upplýsingar. „Það er
erfitt að túlka hæstvirtan ráðherra
öðruvísi en þannig að framganga
Landsvirkjunar sé með stuðningi
hans,“ sagði Steingrímur og bætti
við að ef ekki stæði til að grípa til
eignarnáms þyrfti fyrst að koma til
samninga áður en undirbúningur
færi á fullt.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Stund milli stríða Árni M. Mathiesen og Steingrímur J. Sigfússon voru ósammála um það á þingi í gær hvort and-
staða væri meðal landeigenda við að ganga til samninga við Landsvirkjun vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár.
Eignarnám enn ekki rætt
Segir landeigendur ekki hafa látið í ljós andstöðu við að
semja við Landsvirkjun vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár
Í HNOTSKURN
» Samkvæmt lögum ogstjórnarskrá getur eign-
arnám verið heimilt ef al-
menningsþörf krefur.
» Deilt er um hvort getikomið til eignarnáms
vegna virkjana í neðri hluta
Þjórsár.
» Umhverfisráðherra ogEinar Oddur Kristjánsson
hafa sagt að það komi til
greina.
Birgir Ármansson 27. febrúar
Alvarleg mynd
Sú mynd sem blasir við
Samfylkingarmönnum
eftir kannanir undanfar-
inna mánaða er því væg-
ast sagt alvarleg. Flokk-
urinn virðist í sögulegu
lágmarki og tilraunir til að snúa
þeirri þróun við með alls konar upp-
hlaupum, hamagangi og viðsnúningi
í ýmsum málum skila ekki neinum
árangri.
Meira: www.birgir.is
Björgvin G. Sigurðsson 28. febrúar
Skræpóttur
Þetta verður þungt en
hvað getur Sjálfstæð-
isflokkurinn gert til að
redda málum? Kannanir
erfiðar og Geir týndur.
Nú eru góð ráð dýr en
fjöldi litbrigðanna er mikill. Lengi
má yfir fálkann mála. Bara að hann
verði ekki skræpóttur.
Jú, einsog Mogginn gerði á sinni
nýgrænu grundu; mála fálkann
grænan. Gamli góði Villi málaði fugl-
inn bleikan í fyrra og hann er núna
borgarstjóri. Endurtaka leikinn í
takt við tímann.
Meira: www.bjorgvin.is
ÞETTA HELST …
ÞINGMENN BLOGGA
ÍSLAND uppfyllir aðeins tvö af
fimm skilyrðum sem eru sett fyrir
upptöku evrunnar. Þetta kom fram í
svari Geirs H.
Haarde forsætis-
ráðherra við fyr-
irspurn Helga
Hjörvars, þing-
manns Samfylk-
ingarinnar, um
hvaða skilyrði Ís-
land uppfyllir og
hver ekki.
Helgi sagði ís-
lensku krónuna
ekki eiga framtíðina fyrir sér og að
myntsvæðum færi fækkandi í heim-
inum. „Það er fyrst og fremst spurn-
ing um hvenær og hvernig þessar
breytingar verða,“ sagði Helgi.
Geir H. Haarde sagði spurn-
inguna áhugaverða fræðilega en að
efnislega hefði hún ekki mikla þýð-
ingu þar sem Ísland uppfyllti ekki
meginskilyrðið fyrir upptöku evr-
unnar, þ.e. aðild að Evrópusam-
bandinu. Aðildarríki ESB þyrftu
hins vegar að uppfylla fimm meg-
inskilyrði um árangur í efnahags-
málum til að geta gerst aðilar að
myntbandalaginu. „Þau eru í fyrsta
lagi að halli á ríkissjóði sé minni en
3% af landsframleiðslu, í öðru lagi
að heildarskuldir hins opinbera séu
lægri en 60% af landsframleiðslu, í
þriðja lagi að verðbólga sé ekki
meiri en verðbólga í þeim þremur
löndum þar sem hún er lægst, að
viðbættu 1,5%. Í fjórða lagi að lang-
tímavextir séu ekki hærri en í þeim
löndum þar sem verðlag er stöðug-
ast, að viðbættum 2%. Og í fimmta
lagi að gengi gjaldmiðla haldist inn-
an opinberra sveiflumarka banda-
lagsins, sem nú eru 15%, í að
minnsta kosti tvö ár,“ sagði Geir og
bætti við að Ísland uppfyllti aðeins
fyrstu tvö skilyrðin.
Þingmenn Samfylkingarinnar
sögðu slæmt að Ísland uppfyllti ekki
þessi skilyrði og að óstöðugleikinn
kostaði landsmenn fúlgur fjár. Sí-
fellt fleiri gæfu krónunni falleinkunn
og Ísland yrði að horfa til framtíðar.
Evran
ekki
möguleg
Geir H. Haarde
Í frétt á þessari síðu í gær slæddist
inn millinafn í nafn Sigurjóns Þórð-
arsonar. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
LEIÐRÉTT