Morgunblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is KERFIÐ segir hann einfaldlega úr- elt og kosningabaráttan hefur fram til þessa snúist um „sjónhverfingar í fjölmiðlum“. Og málflutningur hans er tekinn að vekja athygli; François Bayrou, „þriðji maðurinn“ í barátt- unni fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi í vor, fagnar nú auknu fylgi og ljóst er að andstæðingarnir neyðast til að taka framboð hans al- varlega. Bayrou leitar eftir fylgi á miðjunni og stefnuskrá hans tekur mið af því. Bayrou er frambjóðandi flokks miðju- og hægrimanna er nefnist Franska lýðræðisbandalagið, UDF (fr. „Union por la Démocratie Fran- çaise“). Flokkurinn var stofnaður ár- ið 1978 og var þá bandalag hópa sem studdu Valéry Giscard d’Estaing forseta. Bayrou var í fyrra kjörinn leiðtogi þessara samtaka. Bayrou bauð sig fram í forseta- kosningunum árið 2002 en fékk þá einungis 6,8% atkvæðanna. Þann dapurlega árangur mátti einkum rekja til þess að margir helstu leið- togar flokksins gengu til liðs við ný- stofnaðan hægri flokk, Þjóðarhreyf- inguna, UMP (fr. „Union pour un Mouvement Populaire“). Fyrir þeim flokki fer nú Nicolas Sarkozy, for- setaframbjóðandi hægrimanna. Málflutningur François Bayrou sýnist nú falla í frjórri svörð. Í skoð- anakönnun sem birt var á þriðjudag mældist fylgi við hann heil 19%. Hann hefur aldrei áður notið viðlíka stuðnings frá því hann kunngjörði framboð sitt í desember. „Hnignun Frakklands“ Í sjónvarpsþætti á mánudags- kvöld þótti frambjóðandinn fara á kostum og enginn vafi er á að sú miðjustefna sem hann boðar á hljóm- grunn í Frakklandi nú um stundir. Bayrou hefur þráfaldlega lýst yfir því að sjálft stjórnmálakerfið í Frakklandi hafi gengið sér til húðar. Í sjónvarpsþættinum á mánudag kvaðst hann í 20 ár hafa fylgst með „viðvarandi stríði“ sósíalista og hægrimanna. „Önnur hvor fylkingin kemst til valda og hefst þá handa við að leggja í rúst það sem hin hefur áð- ur gert.“ Frambjóðandinn telur að knýja þurfi fram vatnaskil í frönsk- um stjórnmálum í því augnamiði að tryggja aukið samráð og samstarf. „Ég hef fylgst með hinni hægu hnignun Frakklands, ég hef séð fá- tækt aukast … og niðurstaða mín er að ógerlegt sé að bjarga Frakklandi innan þess kerfis sem nú er við lýði.“ Hann gagnrýnir frambjóðendur stóru flokkanna tveggja, áðurnefnd- an Sarkozy og Ségolène Royal, full- trúa Sósíalistaflokksins, harðlega. Kosningaloforð þeirra mótist af ábyrgðarleysi og áhersla sé einkum lögð á uppákomur í fjölmiðlum. Hann segir að kjósendur hafi fengið nóg af slíkum sjónhverfingum. Bayrou hefur gagnrýnt áform Sarkozy um skattalækkanir en hann hefur einnig lýst sig andvígan því að álögur verða auknar, líkt og Royal boðar. Frambjóðandinn er um margt óvenjulegur stjórnmálamaður og stefnuskrá hans getur sömuleiðis talist heldur óhefðbundin. Hann leggur einkum áherslu á að tekið verði á skuldastöðu ríkissjóðs og vill leggja blátt bann við kerfislægum fjárlagahalla. Hann boðar niður- skurð í útgjöldum ríkisins og telur nauðsynlegt að fækkað verði undan- þágum frá skattgreiðslum. Athygli hefur og vakið sú tillaga hans að sér- hvert fyrirtæki fái leyfi til að ráða tvo starfsmenn án þess að greidd verði launatengd gjöld og annar kostnaður sem því fylgir. Þessi hug- mynd, sem fallin er til að draga úr at- vinnuleysi, þykir byltingarkennd. Fylgi á „hreyfingu“ Bayrou gerir sér vonir um að leika eftir árangur þjóðernissinnans Jean- Marie Le Pen í forsetakosningunum árið 2002 þegar hann komst óvænt í aðra umferð. Le Pen hefur fram til þessa verið „þriðji maðurinn“ í frönskum stjórnmálum. Fylgi hans mælist nú 10–14% en reynslan kenn- ir að stuðningurinn er oftar en ekki meiri en fram kemur í könnunum. Í könnun IFOP sem birt var á þriðjudag kváðust 29% ætla að kjósa Sarkozy og 25,5% þátttakenda lýstu yfir stuðningi við Ségolène Royal. Kannanir leiða einnig í ljós að Bayrou væri sigurstranglegur í síð- ari umferðinni gegn Royal eða Sarkozy. Á hitt ber að líta að fylgi við Bayrou mældist allt að 14% í barátt- unni fyrir kosningarnar árið 2002 en þegar atkvæði höfðu verið talin reyndist hann einungis hafa fengið 6,8% þeirra líkt og fyrr sagði. Inn- vígðir segja fylgið á miðjunni á mik- illi „hreyfingu“. Bayrou er ákafur Evrópusinni og telur að samanlagður styrkur ríkjanna í álfunni sé öflugasta and- svarið við hnattvæðingunni. Í Frakklandi fá margir ekki séð að það fyrirbrigði hafi fært alþýðu manna blessun. „Nú skulum við hætta að gefa lof- orð sem við getum ekki staðið við. Frakkar hafa fengið nóg af þvætt- ingnum,“ sagði Bayrou í sjónvarpi á mánudag. Getur það verið? „Þriðji maðurinn“ í sókn í Frakklandi Miðjumaðurinn François Bayrou, frambjóðandi Franska lýðræðisbandalagsins, UDF, í forsetakosn- ingunum í aprílmánuði, nýtur nú meira fylgis en nokkru sinni fyrr, ef marka má skoðanakannanir Í HNOTSKURN »François Bayrou fæddist25. maí 1951. Foreldrar hans voru bændur í Bearn í suðvesturhluta Frakklands. Hann sótti ekki menntun í hefðbundna háskóla frönsku valdastéttarinnar. »Bayrou var bókmennta-kennari áður en hann hóf pólitískan feril sinn. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1986. Hann var menntamálaráð- herra frá 1993 til 1997. »Bayrou ræktar sína kat-ólsku trú og er faðir sex barna. Helsta áhugamál hans er hrossarækt. Reuters Miðjusókn François Bayrou, frambjóðandi Franska lýðræðisbandalagsins, telur grundvallarbreytingar nauðsynlegar í stjórnmálunum þar í landi. STARFSMAÐUR dýragarðs heldur á Arisha, mánaðar- gömlum bavíana, í borginni Krasnojarsk í Síberíu. Móðir Arisha mjólkar ekki og starfsmenn dýragarðsins þurfa því að gefa honum pela. Reuters Síberískur bavíani á pela Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FARI aðrar þjóðir að dæmi Eist- lendinga gætu þingkosningarnar í Eistlandi á sunnudaginn kemur markað upphafið að byltingu í þróun rafræns lýðræðis. Eistlendingar geta greitt atkvæði á netinu og er þetta í fyrsta skipti sem slík rafræn atkvæðagreiðsla er heimiluð í þingkosningum. „Eistland er brautryðjandi í þess- um efnum,“ hafði fréttastofan AFP eftir Ulle Madise, sem á sæti í yf- irkjörstjórn landsins. „Þetta er í fyrsta skipti sem bindandi atkvæða- greiðsla fer fram á netinu í kosning- um til þjóðþings.“ Eistlendingar hafa verið fljótir að tileinka sér upplýsingatæknina og rafkosningar voru heimilaðar í sveit- arstjórnakosningum í landinu í októ- ber 2005. Nær 10.000 manns, eða um 2% kjósendanna, greiddu þá atkvæði á netinu og búist er við að þátttakan í rafrænu atkvæðagreiðslunni verði að minnsta kosti helmingi meiri í þing- kosningunum. Tölvusérfræðingar áætluðu að 20.000–40.000 af um 940.000 kjósendum myndu greiða at- kvæði á netinu, að því er fram kom í frétt CNN. Geta ógilt atkvæðið á kjörstað Rafkosningakerfið var reynt fyrr í mánuðinum þegar fólki gafst kostur á að kjósa „konung skógarins“. Kjós- endurnir gátu þá valið á milli tíu dýra, þ.á m. elgs, hjartardýrs og villi- galtar. Ekki var þó skýrt frá niður- stöðu tilraunakosningarinnar. Netkjósendurnir þurfa að nota rafrænt auðkenniskort sem yfirvöld gefa út. Kortinu er stungið í rafræn- an lesara, sem settur er í samband við tölvu, og kjósandinn þarf að færa inn lykilorð. Lesarinn kostar 95 eist- neskar krónur, sem svarar rúmum 500 íslenskum krónum. Rafræna atkvæðagreiðslan hófst á mánudaginn var og henni lauk í gær. Þeir sem greiddu atkvæði á netinu geta ógilt það með því að mæta á kjörstað á sunnudag og kjósa aftur. Þessi tilhögun var ákveðin þar sem óttast var að hægt yrði að hafa áhrif á val kjósendanna með einhvers konar þvingunum, til dæmis á vinnustöð- um. Embættismaður Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sagði að hún myndi fylgjast með fram- kvæmd rafkosninganna og meta hvort gerðar hefðu verið nægar ráð- stafanir til að tryggja að þær færu fram með lýðræðislegum hætti. „Við höfum líka spurningar um öryggi raf- rænu atkvæðagreiðslunnar og eftir- litið með henni. Við komumst ekki inn í kerfið. Til þess þarf mjög sér- hæfða tækniþekkingu.“ Fréttastofan AFP hafði eftir Ivar Tallo, framkvæmdastjóra eistneskra samtaka sem beita sér fyrir rafrænu lýðræði að kjósendurnir hefðu litla ástæðu til að vantreysta þessari nýju aðferð. „Eistlendingar treysta netinu fyrir fjárhagslegum gögnum með rafrænum skattskilum og milli- færslum í gegnum netbanka. Hvers vegna ættu þeir ekki að treysta net- inu fyrir atkvæðunum?“ Um 82% Eistlendinga telja fram til skatts á netinu en Tallo efast um að svo stórt hlutfall taki þátt í rafrænum þingkosningum í náinni framtíð. Lík- legt þykir þó að Eistlendingar verði fljótir að tileinka sér nýjustu tækni í þessum efnum eins og öðrum. Geta kosið til þings á netinu Í fyrsta skipti sem rafræn atkvæða- greiðsla er heimiluð í þingkosningum Moskva. AFP. | Júrí Lúzhkov, borg- arstjóri Moskvu, hefur lagt til að spilavítum og spilasölum borg- arinnar verði breytt í bókaklúbba eða bókasöfn með það að markmiði að stemma stigu við minnkandi bóklestri borgarbúa. „Yfir 2.000 spilasalir voru opn- aðir á skömmum tíma í Moskvu og við kappkostum núna að loka þeim. Við skulum gera spilavítin að bóka- klúbbum,“ sagði Lúzhkov. Borgarstjórn Moskvu hefur samþykkt að loka spilavítum borgarinnar og gert er ráð fyrir því að þau verði flutt á fjögur af- mörkuð spilavíta- svæði í Rússlandi. Borgaryfirvöld segja að helmingur Moskvubúa kaupi aldrei bækur, 40% lesi ekki bækur og 60% séu ekki áskrifendur að blöðum. Bóklestur var talinn mjög mikill í Rússlandi á sovéttím- anum. Borgarstjórnin íhugar ýmsar aðrar leiðir til að stuðla að auknum bóklestri, t.a.m. að gefa foreldrum nýfæddra barna bækur. Spilavítin víki fyrir bókum Júrí Lúzhkov

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.