Morgunblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 51
UPPHAFIÐ að því að við ákváðum
að koma aftur saman má rekja til
þess að við vorum beðnir um að
koma í þáttinn „Geymt en ekki
gleymt“ í Ríkisútvarpinu, þar sem
farið var í gegnum gömlu plöturnar
sem við hljóðrituðum á árunum
1969 til 1974. Í framhaldi af því var
ákveðið að gefa þetta efni út á
geisladiskum og til að fylgja þeim
eftir komum við fram á Hótel Sögu
í nóvember síðastliðnum, en sú
uppákoma heppnaðist mjög vel og
endurvakti gömlu „nostalgíuna“ í
okkur. Spilabakterían er lífseig og
hún hefur heltekið okkur á ný,“
segir Ari Jónsson um ástæðu þess
að hljómsveitin Roof Tops hefur nú
verið endurvakin, og mun hún leika
fyrir dansi á Kringlukránni um
helgina. Eftir að Roof Tops ferl-
inum lauk hefur Ari komið víða
fram sem söngvari og meðal ann-
ars sungið inn á fjölda hljómplatna,
en nú er hann sestur við trommu-
settið á ný og kveðst kunna því af-
ar vel að rifja upp „gamla takta“ og
bætir því við að mikil spilagleði
hafi einkennt hljómsveitina á æf-
ingum að undanförnu.
Söngvænn hópur
Auk Ara eru í hljómsveitinni
Sveinn Guðjónsson á hljómborði,
sem stofnaði Roof Tops ásamt Ara
árið 1968, Gunnar Ringsted á gítar,
en hann lék með Roof Tops á ár-
unum 1973 og 1974. Þeim til halds
og traust eru svo Finnbogi Kjart-
ansson á bassa, sem lék með kefl-
vísku hljómsveitinni Júdas á sínum
tíma og Sigurður „Perez“ Jónsson
á saxafón og slagverk, en hann er
af næstu kynslóð fyrir aftan, og
gerði meðal annars garðinn frægan
með Bogomil Font og Millj-
ónamæringunum á sínum tíma.
„Þetta er mjög söngvænn hópur,
þeir syngja allir auk mín og við
gerum talsvert út á rödduð mel-
ódísk lög frá sjöunda áratug síð-
ustu aldar, með helling af Bítlalög-
um og ennfremur með lög frá
Kinks, Stones og fleiri hljóm-
sveitum frá þessum tíma. Einnig
erum við með talsvert af „soul“
tónlist, en Roof Tops hóf einmitt
ferilinn á þeim nótum, og þar kem-
ur saxafónninn að góðum notum,“
sagði Ari ennfremur og kveðst von-
ast til að sjá sem flesta af gömlu
aðdáendum Roof Tops á Kringlu-
kránni um helgina.
Tónlist | Helteknir Roof Tops á Kringlukránni um helgina
Svalir Roof Tops eins og sveitin var skipuð árið 1968. Frá vinstri Guðni Pálsson, Gunnar Guðjónsson, Ari Jónsson,
Sveinn Guðjónsson og Jón Pétur Jónsson. Roof Tops spilar á Kringlukránni um helgina.
Spilabakterían er lífseig
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
Terje Traavik
Prófessor í genavistfræ›i vi› háskólann í Tromsø flytur opinberan
fyrirlestur um:
Áhætta erf›atækninnar
fiekktir og óflekktir óvissuflættir
Hva›a áhætta fylgir flví a› erf›abreyta lífverum, fó›ri og matvælum?
Hver eru umhverfis- og heilsufarsáhrif erf›atækninnar?
Norræna húsi› í Reykjavík
Fimmtudaginn 1. mars 2007 kl. 16.30.
Setning: Níels S. Olgeirsson, forma›ur MATVÍS
Fundarstjóri: Helga Gu›rún Jónasdóttir, kynningarstjóri
UM PRÓFESSOR TERJE TRAAVIK:
Terje Traavik lauk DVM-námi vi› norska d‡ralæknaháskólann og doktorsprófi vi›
Tromsøháskóla. Auk fless a› gegna prófessorsstö›u vi› læknaskóla Tromsøháskóla er hann
vísindalegur framkvæmdastjóri Rannsóknarstofnunar í genavistfræ›i (GenØk). Hann hefur
um árabil stunda› rannsóknir í veirufræ›i og st‡rir rannsóknum á umhverfis- og
heilsufarsáhrifum erf›atækni, m.a. í samstarfi vi› vísindastofnanir ví›a um heim. Prófessor
Traavik er rá›gjafi margra vísindastofnana og vísindanefnda og er eftirsóttur fyrirlesari, ekki
síst um vísindaleg álitamál sem var›a erf›abreyttar lífverur og erf›abreytt matvæli.
www.erfdabreytt.net
Erf›abreyttar lífverur
Kynningarátak um
Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1230.
Lúxus á einstöku verði
Úrval lúxusbíla á einstöku tilboði í takmarkaðan tíma. Komdu núna í Bílaland B&L og gerðu frábær kaup!
Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16.
BMW 530i
Nýskr: 09/2003, 3000cc
Sjálfskiptur, dökkgrár
Ekinn 25.000 þ.
Verð kr. 4.890.000
Tilboð kr. 4.220.000
LAND ROVER - RANGE ROVER
Nýskr: 09/2003, VOGUE 4400cc
Sjálfskiptur, silfurgrár
Ekinn 67.000 þ.
Verð kr. 7.480.000
Tilboð kr. 6.450.000
PORSCHE Cayenne S
Nýskr: 10/2004, 3000cc
Sjálfskiptur, dökkgrár
Ekinn 90.000 þ.
Verð kr. 5.680.000
Tilboð kr. 4.660.000
BMW X5 INDIVIDUAL
Nýskr: 01/2005, 3000cc
Sjálfskiptur, grænsanseraður
Ekinn 59.000 þ.
Verð kr. 5.150.000
Tilboð kr. 4.350.000
TOYOTA Land Cruiser V6
Nýskr: 01/2006, 4000cc
Sjálfskiptur, hvítur
Ekinn 19.000 þ.
Verð kr. 5.420.000
Tilboð kr. 4.650.000
VOLVO XC90 V8
Nýskr: 11/2005, 4400cc
Sjálfskiptur, hvítur
Ekinn 15.000 þ.
Verð kr. 6.190.000
Tilboð kr. 4.950.000
M-BENZ E200
Nýskr: 05/2006, 1800cc
Sjálfskiptur, silfraður
Ekinn 6.000 þ.
Verð kr. 4.690.000
Tilboð kr. 3.750.000
LAND ROVER - RANGE ROVER
Nýskr: 07/2004, 3000cc dísel
Sjálfskiptur, ljósgrænn
Ekinn 45.000 þ.
Verð kr. 6.780.000
Tilboð kr. 5.850.000
575 1230