Morgunblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ingvar Ás-mundsson
fæddist í Reykjavík
10. júlí 1934. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans
Kópavogi 21. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Hanna Ingv-
arsdóttir, f. 6. nóv-
ember 1914, d. 6.
febrúar 2002, og
Ásmundur Ólason,
f. 25. október 1911,
d. 25. mars 1996.
Systkini Ingvars eru: Hörður, f.
2. maí 1936, d. 20. júní 1938, Óli
Jóhann, f. 18. mars 1940, Þor-
björg, f. 20. mars 1943, Kjartan
Hörður, f. 8. apríl 1946, Ás-
mundur, f. 2. október 1948, og
Leifur, f. 22. september 1951, d.
8. ágúst 1961.
Hinn 27. júní 1958 kvæntist
Ingvar Guðrúnu Jóhönnu Þórð-
ardóttur, f. 7. apríl 1940. For-
eldrar hennar eru Aðalheiður
Þorsteinsdóttir, f. 2. nóvember
1917, og Þórður Ágúst Þórð-
arson, f. 7. ágúst 1907, d. 5.
ágúst 1985. Ingvar og Guðrún
eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1)
Áki, f. 20. september 1959. Hann
Ingvar var stærðfræðikennari
við ML 1957–1966 og við MH
1966–1968. Hann var skrif-
stofustjóri hjá Rafmagnsveitum
Reykjavíkur 1968–1970, stærð-
fræðikennari við MR 1970–1971
og við MH 1971–1977. Hann
varð konrektor við MH 1977,
áfangastjóri við FB 1978, fjár-
málastjóri hjá Rafmagnsveitum
Reykjavíkur 1979–1980, og
skólameistari Iðnskólans í
Reykjavík 1980–2000.
Ingvar gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir skákhreyf-
inguna, menntaskólakennara og
skólameistarafélagið. Hann var í
landsliði Íslands í skák um ára-
bil og tefldi m.a. á ólympíu-
skákmótum. Ingvar var m.a. í
efsta sæti á World Open 1978
ásamt öðrum, Skákmeistari Ís-
lands 1979 og náði góðum ár-
angri á EM- og HM-mótum öld-
unga á sl. árum. Ingvar samdi
kennsluefni í stærðfræði og
skák og sá um skákþætti í út-
varpi, sjónvarpi, dagblöðum og
tímaritum.
Ingvar varð heiðursfélagi
Skáksambands Bandaríkja Norð-
ur-Ameríku 1972 og hlaut meist-
aratitil Alþjóðaskáksambandsins
(FIDE) 1987.
Útför Ingvars verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
á tvo syni, Ómar
Inga, f. 5 október
1981, og Ingvar
Örn, f. 19. apríl
1984. 2) Ásmundur,
f. 12. desember
1960. Hann á þrjú
börn, Ingvar, f. 22.
mars 1988, Emmu,
f. 7. nóvember 1990,
og Emil, f. 8. janúar
1995. 3) Þórður, f.
25. ágúst 1962.
Hann á fimm börn,
Guðrúnu Jóhönnu,
f. 4. júlí 1983, hún á
eitt barn, Dagnýju Lind, f. 31.
maí 2004; Stefaníu Ýri, f. 3.
október 1990, Lúðvíg Árna, f.
15. mars 1992, Karólínu, f. 8.
júlí 1994, og Þóru Andreu, f. 25.
september 1995. Ingvar átti
barn með Hjördísi Thomsen,
Mass Inga, f. 2. ágúst 1955, d.
14. september 2006, hann var
búsettur í Færeyjum.
Ingvar lauk stúdentsprófi frá
MR 1953. Hann stundaði nám í
stærðfræði við HÍ, Kaup-
mannahafnarháskóla og Stokk-
hólmsháskóla. Hann lauk BA-
prófi í stærðfræði 1968, en
stundaði einnig nám í forritun
og kerfisfræði.
Þegar við bræðurnir fengum
ávæning af því að hún systir okkar
væri farin að slá sér upp með þekkt-
um skákmeistara ríkti nokkur eftir-
vænting hjá okkur að hitta kappann
því við höfðum allir mikinn áhuga á
skák og ekki var verra að hann væri
vinur Friðriks Ólafssonar og þeir
væru að semja kennslubók í skák
„Lærið að tefla“. Og það urðu svo
sannarlega engin vonbrigði með til-
vonandi mág okkar. Hann var fljótur
að vinna hug okkar. Við fengum svo
allir áritaðar kennslubækur af honum
og Friðriki. Mig minnir þó að eldri
bræðrum mínum hafi fundist þeir
ekki þurfa að nota hana mikið þar
sem hún væri ætluð byrjendum að-
allega en þeir væru lengra komnir!
En hún var kærkomin lesning fyrir
mig þar sem ég rétt kunni mann-
ganginn. Og síðan er liðin nær hálf
öld nú þegar Ingvar hefur kvatt
þennan heim fyrir aldur fram eftir
erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm,
sem hann barðist hetjulega við í
nokkur ár og laut ekki fyrir fyrr en
„endataflið“ var orðið vonlaust. Og
minningarnar hrannast upp frá þess-
um fyrstu árum sem við vorum að
kynnast honum. Það var fylgst með
þegar hann var að tefla á Íslands-
mótinu í landsliðsflokki í Domus Me-
dica og er mér sérstaklega minnis-
stætt þegar ein skák hans var sýnd á
skýringarborði og lauk með sigri
hans eftir glæsilegan drottningarleik
upp í borð hjá andstæðingnum eftir
skálínunni þar sem hún hafði látið lít-
ið fara fyrir sér og mátti andstæðing-
urinn gefast strax upp og uppskar
Ingvar þá mikið lófaklapp frá áhorf-
endum og þá var tólf ára drengur
stoltur af mági sínum. Aðrir munu
sjálfsagt gera skákferli hans góð skil
en þó verð ég að minnast þess er hann
náði því langþráða takmarki sínu að
verða Íslandsmeistari í skák árið
1979. Ég efast ekki um að hann hefði
náð langt ef hann hefði alfarið snúið
sér að skákinni en kennslan og skóla-
starfið varð hans ævistarf og nutu
margir góðs af því, þar á meðal ég
sjálfur stuttlega. Hafði fengið fallein-
kunn í stærðfræði á miðsvetrarprófi
fyrir gagnfræðapróf og var því send-
ur um páskana í aukatíma hjá honum
austur að Laugarvatni þar sem hann
kenndi við menntaskólann og bjuggu
hann og systir í íbúð í skólanum sjálf-
um. Kennslan var einföld en árang-
ursrík. Ég fékk tvöfalt hærri einkunn
um vorið og kunni ég honum miklar
þakkir fyrir þessa hjálp, sem ég held
að sýni að hann kunni til verka þegar
kennsla var annars vegar. Fyrir
nokkrum árum rifjaði ég þessa
kennslu upp fyrir honum til gamans
og fannst honum ég gera of mikið úr
sínum hlut enda var hann ekki fyrir
að stæra sig af sínum verkum. Sjálf-
sagt hefur þetta verið létt verk fyrir
hann þar sem stærðfræðin sem ég
var að glíma við um páskana forðum
var ekkert í líkingu við það sem hann
var að kenna í menntaskólanum. En
kennslan virkaði!
Að lokum votta ég og fjölskylda
mín systur minni, sonum þeirra og
systkinum hins látna okkar dýpstu
samúð. Blessuð sé minning Ingvars
Ásmundssonar.
Hlynur Smári Þórðarson.
Það eru aðeins nokkrir dagar síðan
við Ingvar, mágur minn röltum um í
Kópavoginum í góðu veðri talandi um
pólitík og flokkaflandrið á mönnum í
dag. Hann var langt leiddur af veik-
indum sínum, en samt var allt á
hreinu um þjóðfélagið í dag, jafnt sem
persónulega hagi þeirra er stóðu hon-
um nærri.
Kynni okkar hófust fyrir nær hálfri
öld, er hann birtist mér, sem vænt-
anlegur eiginmaður einkasystur
minnar. Við fyrstu kynni fannst mér
óþægilegt hvað hann horfði fast í
augu mér, þegar hann vænti svars, en
þetta vandist. Þetta var hans stíll.
Það var ekki fyrr en Ingvar kom
aftur í bæinn, eftir dvölina á Laug-
arvatni að samskiptin urðu meiri.
Okkur hjónum er minnisstætt þegar
við komum í heimsókn í Breiðholtið
eitt haust, þá spurði Ingvar hvort við
værum ekki til í að koma í golfferð
með þeim hjónum til Englands, eftir
um tíu daga. Golfkennari var á lausu
uppi í Grafarholti og eftir nokkurra
tíma kennslu var haldið af stað til
Englands undir öruggri leiðsögn
Ingvars, spilað golf og gist á eldri
borgara hóteli í Bournemouth. Þar
nutum við lífsins sem yngsta fólkið á
heimilinu. Þarna upplifðum við ein-
hverja eftirminnilegustu ferð okkar.
Þó að Ingvar hafi ekki virst vera
léttur við fyrstu sýn ókunnugra, var
mjög stutt í húmorinn. Hann var
ákaflega traustur og gott að leita til
hans, þegar eitthvað bjátaði á. Og
ekki þurfti að biðja um þann stuðn-
ing.
Elsku Dúna systir, ég veit að miss-
ir þinn er mikill þegar besti vinurinn
þinn og ævifélaginn er horfinn á
braut. Við Stína biðjum Guð að um-
vefja þig í söknuði þínum. Guð geymi
þig og börnin ykkar öll.
Þorsteinn V. Þórðarson.
Ingvar Ásmundsson, skákmeistari
og fyrrum skólameistari Iðnskólans,
er látinn á 73. aldursári.
Ingvar var fyrr á árum í fremstu
röð íslenskra skákmanna og raunar
lét hann einnig til sín taka á þeim
vettvangi, með býsna góðum árangri,
á síðari árum eftir að hann lét af
störfum. Við Ingvar vorum nánast
jafnaldrar; hann hálfu ári eldri en ég,
og það átti fyrir okkur að liggja að
eiga samleið um ævintýralendur
skákarinnar um alllangt skeið. Með
okkur stofnuðust vináttubönd, sem
aldrei rofnuðu, þótt samskiptin yrðu
strjálli þegar á leið og störf okkar
kölluðu okkur hvorn á sinn vettvang-
inn í dagsins önn. Með Ingvari er
genginn mikill hæfileikamaður og
einhver einlægasti iðkandi skáklist-
arinnar sem ég hef kynnst. Á skiln-
aðarstund kveð ég hann með virðingu
og þakka honum trausta vináttu sem
varðveitast mun í minningunni um
góðan félaga.
Ekki man ég gjörla hvenær leiðir
okkar Ingvars lágu fyrst saman, það
hefur líklega verið fyrri hluta árs
1947, fyrir 60 árum síðan. Í þá daga
átti ég heima á Laugaveginum, rétt
fyrir ofan vatnsþróna (við „Hlemm“),
og einn góðan veðurdag kvaddi þar
dyra vörpulegur piltur, sem sagðist
heita Ingvar, eiga heima í Hlíðunum
og vildi ræða við mig um skák.
Skemmst er frá því að segja að við
Ingvar áttum mikið saman að sælda
næstu árin. Í gömlum skákskrifbók-
um má sjá að við höfum teflt margar
æfingarskákir á þessum árum. Í
skrifbókinni minni gefur að líta svo-
hljóðandi formála með fyrstu skák-
inni:
Einvígi. Fyrsta skák, mánudaginn
15. desember 1947. Tefld Drápuhlíð
23. Hvítt: Ingvar Ásmundsson. Svart:
Friðrik Ólafsson. Drottningarbragð –
eða Ensk byrjun. Byrjanaþekkingin
hefur ekki verið alveg á hreinu. Viss-
ara að nefna báðar byrjanirnar!
Skákinni lyktaði með jafntefli.
Við félagarnir stóðum okkur yfir-
leitt vel í mótum, sem við tókum þátt í
á þessum árum, þrátt fyrir ungan ald-
ur. En þarna vorum við ekki einir um
hituna. Skákin var afar vinsæl í MR á
þessum árum og menntaskólapiltarn-
ir, sem voru nokkru eldri en við, voru
farnir að láta að sér kveða; þ. á m.
Guðmundur Pálmason, sem var
örugglega kominn í hóp bestu skák-
manna okkar á þessum árum, það
sannaði 2. sæti hans í Euwe-mótinu
svonefnda 1948, þegar fyrrverandi
heimsmeistari, dr. Euwe, kom hingað
til lands og tók þátt í móti með
fremstu íslensku skákmönnunum.
Eftirstríðsárin voru sérstakur kafli
í íslensku þjóðlífi. Sjálfstæðið var ný-
fengið og Íslendingar voru að reyna
að átta sig á stöðu sinni meðal þjóða
heims. Þátttaka íslenskra skákmanna
í skákmótum erlendis hafði verið
fremur stopul fram að þessu en að
stríðinu loknu komst hreyfing á. Ís-
inn var brotinn, þegar Baldur Möller
varð Norðurlandameistari í skák í
Örebro 1948 og sýndi það og sannaði
að Íslendingar voru engir eftirbátar
bræðraþjóðanna á Norðurlöndum.
Hann staðfesti þetta með sigri sínum
öðru sinni á Skákþingi Norðurlanda í
Reykjavík 1950.
Þetta var umhverfið, þegar við
Ingvar vorum að stíga okkar fyrstu
spor í skákinni. Eitt minningabrot-
anna, sem lýsir vel kappsemi okkar á
þessum árum, kemur oft upp í hug-
ann. Hjá Taflfélagi Reykjavíkur hafði
verið bryddað upp á þeirri nýjung
haustið 1949 að efna til sveitakeppni,
þar sem félagsmenn skipuðu sér í 4-
manna sveitir. Þá skipti náttúrlega
miklu máli að komast í sveit með
sterkum skákmönnum. Við Ingvar
ákváðum strax að vera saman í sveit
en þá þurfti líka að finna tvo „góða“ til
að skipa sveitina með okkur. Við
stráklingarnir vorum ekkert að tví-
nóna við hlutina en löbbuðum okkur
þar sem leið liggur niður Laugaveg-
inn, og vestur í bæ, og upp á Sólvalla-
götu, heim til Baldurs Möller, kvödd-
um þar dyra og óskuðum eftir því að
fá að tala við húsbóndann. Þegar
Baldur birtist bárum við upp erindið
og því var ljúflega tekið, eins og Bald-
urs var von og vísa. Eftir að Baldur
var kominn í liðið fannst okkur þraut-
in unnin og ekkert vandamál með
fjórða manninn. Að sjálfsögðu urðum
við svo efstir í sveitakeppninni!
Sigrún, eiginkona Baldurs, sagði
mér síðar að Baldur hefði haft mjög
gaman af þessari heimsókn okkar
Ingvars – það hefði glatt hann að við
skyldum vilja fá hann til liðs við okk-
ur. „Þessi strákar eiga eftir að spjara
sig,“ sagði hann.
Þótt þessi minningabrot séu orðin
meira en hálfrar aldar gömul standa
þau mér enn lifandi fyrir hugskots-
sjónum. Við Ingvar höfum farið víða
um skákheiminn síðan, oft sem hlekk-
ir í keðju liðsheildar, þegar sendar
voru sveitir til þátttöku í Ólympíu-
mótum eða stúdentamótum. Ingvar
var þægilegur félagi, heill og óskiptur
í því sem hann tók sér fyrir hendur,
með sínar skoðanir á hlutunum og
ávallt var kímnin á næsta leiti. Nú
þegar komið er að kveðjustund vil ég
enn á ný þakka samfylgdina, sem
hófst einn góðan veðurdag á Lauga-
veginum, rétt fyrir ofan vatnsþróna.
Við Auður sendum Guðrúnu og ást-
vinum öllum innilegustu samúðar-
kveðjur okkar.
Friðrik Ólafsson.
Ingvar Ásmundsson, fyrrverandi
skólameistari Iðnskólans í Reykjavík,
lést 21. febrúar, 72 ára að aldri eftir
illvígan sjúkdóm.
Hann var um langt skeið einn at-
kvæðamesti skólamaður hérlendis.
Áhrifa hans gætir enn miklu víðar en
í þeim merka skóla sem hann stýrði
1980–2000.
Hann var frá unga aldri einn sterk-
asti skákmaður okkar. Ingvar var 12
ára gamall þegar var að hefjast far-
sælt framfaraskeið í þeirri merku
hugaríþrótt. Margir afreksmenn
komu fram en mestar vonir voru
bundnar við tvo unga drengi Ingvar
og Friðrik Ólafsson.
Ingvar lauk stúdentsprófi 19 ára og
hóf nám í stærðfræði við Háskóla Ís-
lands en nam síðan í Kaupmannahöfn
og Stokkhólmi.
Mikill skortur var þá á stærðfræði-
kennurum. Menntaskólinn á Laugar-
vatni var þá nýstofnaður og haustið
1957 réð hann sig þangað – ef til vill til
þess að afla fjár til frekara náms en
reyndin varð að Ingvar starfaði þar
til vors 1966. Bókfærslunámi lauk
Ingvar 1954 og jafnframt kennslunni
á Laugarvatni tókst honum að ljúka
BA-prófi í stærðfræði 1965. Nám í
forritun og kerfisfræði stundaði hann
í Reykjavík og Kaupmannahöfn vet-
urinn 1968–69.
Sumarið 1958 festi hann ráð sitt –
kvæntist Guðrúnu Jóhönnu Þórðar-
dóttur 18 vetra öndvegiskonu sem
varð traustur lífsförunautur hans og
eignuðust þau saman þrjá syni.
Haustið 1966 hófst kennsla í
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Fram til þess árs hafði aðeins einn
slíkur skóli verið í höfuðborginni,
gamli Menntaskólinn í Reykjavík.
Kennsluhættir höfðu þar haldist
lítt breyttir mjög langa hríð og hinir
menntaskólarnir – á Akureyri og
Laugarvatni fylgt að mestu starfs-
háttum móðurskólans.
Rektor MH var ráðinn Guðmundur
Arnlaugsson sem kennt hafði stærð-
fræði og raungreinar rúma tvo ára-
tugi – lengst af í MR.
Guðmundur varð 53 ára skömmu
eftir fyrstu skólasetningu og var elst-
ur í kennaraliðinu. Hann réð sex fasta
kennara og tvo stundakennara. Einn
þeirra var Ingvar. Frá 1966 til 1980
var Ingvar lengst af kennari og deild-
arstjóri í stærðfræði við MH og
gegndi jafnframt stöðu konrektors á
haustönn 1979.
Fáir áttu von á að Guðmundur
hefði í huga að bylta námskerfinu en
teikn í þá veru komu þegar fram.
Þegar ljóst varð að rektor og kenn-
arar MH ætluðu ekki að feta í spor
hefðbundinna skóla greip um sig órói
í samfélaginu. Umræður og blaða-
skrif stóðu lengi en rektor studdi all-
ar nýjungar og Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra lét sér fram-
vinduna vel líka. Rektor vildi ekki
einungis breyta kennslutilhögun
heldur lýsti áhuga á að leggja niður
bekkjakerfið og taka upp áfangakerfi
sem hafði í för með sér að nemendur
gætu ráðið námshraða sínum og
hefðu víðtækt námsgreinaval þótt all-
ir yrðu að ljúka tilteknum eininga-
fjölda í kjarnagreinum.
Rektor setti nefnd fjögurra kenn-
ara til þess að undirbúa breytingar í
samráði við sig og setti fyrir að gæða-
kröfur til stúdentsprófs yrðu ekki
minni en áður hafði tíðkast. Tókst
nefndinni ætlunarverk sitt með ágæt-
um og reyndist Ingvar þar mikilvirk-
ur. Fyrst var áfangakerfið einungis í
MH en breiddist út eftir 1975 og er nú
notað í flestum framhaldsskólum í
landinu.
Haustið 1980 varð laust embætti
skólastjóra Iðnskólans í Reykjavík.
Ég hvatti Ingvar til þess að sækja um
sem hann gerði, hlaut einróma stuðn-
ing skólanefndar og síðan skipun í
embættið. Skólinn hafði um skeið
verið í hnignun og voru jafnvel horfur
á að hann tvístraðist. Þessu afstýrði
Ingvar með atfylgi skólanefndar og
sumra starfsmanna en einnig voru
margir í fjölmennu kennaraliði and-
vígir viðleitni Ingvars. Honum tókst
þó að mestu að endurvekja forna
reisn skólans.
Hann jók vægi nauðsynlegs bók-
náms, kom á áfangakerfi, lækkaði
rekstrarkostnað og tókst að stofn-
setja tölvunámsbraut sem lýkur með
stúdentsprófi. Hafa ekki aðrir betur
gert til þess að færa starfsnám til
jafnrar virðingar við bóknám.
Eftir starfslok verðskuldaði Ingvar
að njóta hvíldar og ánægjulegrar elli
– en þrátt fyrir bataviðleitni lækna og
góða umönnun konu hans sigraði sá
sem alla leggur að velli.
Ingvar Ásmundsson var stefnu-
fastur, afburðaduglegur og einnig
framsýnn, hjartahlýr og vinfastur.
Við Guðrún mín og fjölskylda
kveðjum ágætan vin og sendum Guð-
rúnu hans, sonum, venslafóki og vin-
um innilegar samúðarkveðjur. Megi
sorg þeirra verða mild en ekki beisk.
Jón Böðvarsson.
Vinur minn Ingvar Ásmundsson er
horfinn yfir móðuna miklu. Til fárra
var betra að leita ráða í erfiðum úr-
lausnarefnum en Ingvars. Hann hafði
einstaka hæfileika til að kristalla að-
alatriði flókinna mála í fáeinum setn-
ingum.
Ekki er rúm hér til að rekja feril
Ingvars né æviatriði. Þar er margs að
geta sem vert væri að hyggja að. Í
stuttri minningargrein er aðeins unnt
að fleygja fram í hasti því sem kemur
í hugann við snögga umhugsun um
manninn sjálfan. Fyrst verð ég að
játa að ég sakna vinar. Hefði viljað
eiga hann lengur að. Ingvar var
traustur vinur. Hann var vinfastur og
vinur vina sinna. Hann gat verið
ákveðinn og fylgt skoðunum sínum
fast fram. Ingvar var keppnismaður
og gat verið skapharður en mildaðist
með árunum og þá kom hans heil-
steypti innri maður skýrar fram.
Ingvar var stærðfræðingur og hugs-
aði sem slíkur. Í umræðum setti hann
fram skipulegar lausnir mála, hann
hafði sterka dómgreind og var glögg-
ur í mati sínu á mönnum og málefnum
og gat skilgreint í örfáum setningum
það sem var einkennandi í fari
manna. Hann hafði mikinn áhuga á
þjóðmálum og var raunsæismaður
þegar koma að úrlausnum.
Hann starfaði með okkur í hópi
áhugamanna um að aðstoða Robert
Fischer við að losna úr prísund í Jap-
an og komast til Íslands. Þá kom
skýrt fram eins og endranær að Ingv-
ar lét ekki aukaatriði afvegaleiða sig.
Ingvar Ásmundsson