Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Boga Nilssyni ríkissaksóknara: „Í tilefni af frásögn Morgunblaðs- ins í dag, 30. mars, á baksíðu, af um- mælum talsmanns Femínistafélags Íslands um sýknudóm í máli þar sem maður var sakaður um brot gegn blygðunarsemi stúlku með því að taka af henni nektarmynd og sýna hana öðrum vil ég víkja örfáum orð- um að ákvæðum almennra hegning- arlaga um brot gegn friðhelgi einka- lífs. Íslensk hegningarlög hafa ekki að geyma ákvæði sem leggur refsingu við heimildarlausri myndatöku af manni, sem t.d. fer fram þegar mað- urinn er utan almannafæris. Í hegn- ingarlögum er heldur ekki að finna sérstakt ákvæði sem leggur refsingu við heimildarlausri dreifingu á mynd úr einkalífi manns. Margir telja löngu tímabært að hugað verði að endurskoðun refsi- ákvæða almennra hegningarlaga um brot gegn frið- helgi einkalífs og hafa í því sam- bandi m.a. bent á löggjöf annarra landa til eftir- breytni. Dönsku hegn- ingarlögin frá 15. apríl 1930 voru fyrirmynd al- mennra hegningarlaga nr. 19 frá 12. febrúar 1940, eins og enn má greini- lega ráða með samanburði á íslensku og dönsku hegningarlögunum. Hegn- ingarlög beggja landanna hafa tekið nokkrum breytingum frá 1940 eins og eðlilegt er með tilliti til breyttra lífs- hátta og viðhorfa svo eitthvað sé nefnt sem áhrif getur haft á lagasetn- ingu. Þegar almenn hegningarlög eru nú borin saman við þau dönsku má sjá að þar í landi hafa verið gerðar margvíslegar breytingar sem ekki hafa ratað inn í hegningarlög okkar þótt hér hafi gjarnan verið vel fylgst með því sem gerst hefur í nágranna- landinu á þessu sviði. Má sérstaklega benda á ákvæði um brot gegn frið- helgi einkalífs þótt einnig megi nefna ráðstafanir, aðrar en refsingar, gagn- vart andlega vanheilum afbrota- mönnum svo og ákvæði um upptöku eigna sem tekið hafa verulegum breytingum í Danmörku en litlum breytingum hér. Þykir mörgum það miður. Á árinu 1972 voru sett ákvæði í dönsku hegningarlögin sem lýsa refsiverða heimildarlausa myndatöku af manni sem ekki er á almannafæri þegar myndin er tekin. Sama máli gegnir um heimildarlausa dreifingu á mynd úr einkalífi manns og dreifingu á mynd af manni sem sýnir hann við kringumstæður sem augsýnilega má ætlast til að ekki verði opinberaðar. Brot á hinum dönsku ákvæðum, sem eru í 264. gr. a. og 264. gr. d. hegningarlaganna, geta sætt opin- berri ákæru að kröfu þess sem mis- gert var við.“ Athugasemd frá Boga Nilssyni Bogi Nilsson „ÞESSI dómur er lögfræðileg steypa,“ segir Sif Konráðsdóttir hrl. um sýknudóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra sl. miðvikudag. Segir hún gæta grund- vallarmisskilnings hjá héraðsdóm- aranum á hugtakinu „lostugt athæfi“ sem leiði til þess að lagatúlkun hans sé ekki í samræmi við inntak laga- ákvæðisins eins og það hefur verið skýrt af fræðimönnum og hæstarétt- ardómum. Vísar hún þar til fræði- manna á borð við Jónatan Þór- mundsson og Knud Waaben og hæstaréttardóma nr. 44/1999 og nr. 31/2000. Að sögn Sifjar er venjan sú að túlka annars vegar „lostugt athæfi“ og hins vegar blygðunarsemi sem at- hæfi sem hafi yfir sér kynferðislegan blæ. Í því felist hins vegar ekki að „lostugt athæfi“ merki að háttsemi gerandans sé til þess fallin að veita honum einhverja kynferðislega full- nægju. Tekur Sif fram að hún telji að brotið, eins og ákært er fyrir það, sé ekki bara blygðunarsemisbrot held- ur líka klám og þar með refsivert samkvæmt 210. gr. hegningarlaga. „Dómarinn er held ég að villast milli ákvæða þegar hann velur að heimfæra orðalag úr greinargerð með lagafrum- varpi til endur- skoðunar al- mennra hegningarlaga frá árinu 1992 þar sem fjallað er um önnur kynferð- ismök sem lögð eru að jöfnu við samræði yfir á „lostugt athæfi“ og blygðunarsem- isbrot sem fjallað er um í 209. gr.,“ segir Sif og bendir á að þegar lög- unum var breytt árið 1992 hafi verið lagt til að svokölluð „önnur kynferð- ismök“ sem fjallað er um í 202. gr. yrðu lögð að jöfnu við samræði. Í greinargerðinni með lagabreyting- unni segir m.a.: „Ber að skýra hug- takið „önnur kynferðismök“ fremur þröngt þannig að átt sé við kynferð- islega misnotkun á líkama annarrar manneskju, er kemur í stað hefð- bundins samræðis eða hefur gildi sem slíkt. Eru þetta athafnir sem veita eða eru almennt til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferð- islega fullnægingu.“ Í ljósi þess að Alþingi hefur nýver- ið endurskoðað kynferðisbrotakafla alm. hegningarlaga, sem 209. greinin fellur undir, liggur beint við að spyrja Sif hvort greinin sé að hennar mati of óljós og hvort ástæða hefði verið til að kveða skýrar á um merk- ingu í því skyni að t.d. myndatökur í leyfisleysi af kynfærum og dreifing á slíkum myndum geti fallið undir þetta ákvæði. Þessu svarar Sif neit- andi og bendir á að þótt ákvæðið í 209. gr. sé gamalt og hafi haldist óbreytt síðan 1940 þá sé enginn grundvöllur fyrir þeirri lagatúlkun sem héraðsdómarinn beiti. „Það er ekkert að þessu ákvæði. Það er hins vegar enginn fótur fyrir því að „lostugt athæfi“ í blygð- unarsemisbrotum í kynferðis- brotakaflanum þýði, eins og héraðs- dómarinn velur að túlka það, að um þurfi að vera að ræða háttsemi sem sé til þess fallin að veita þeim sem slíka háttsemi hefur í frammi ein- hverja kynferðislega fullnægju.“ Að mati Sifjar er hér um stórmál að ræða. „Þetta er ný tegund af brot- um, þ.e. þar sem fólk er með síma að taka dónamyndir. Hér eru miklir hagsmunir í húfi, því dreifing mynda af nöktu fólki og kynfærum þess beinist gegn mjög mikilvægum hagsmunum, þ.e. einkalífi og kyn- frelsi.“ Gagnrýnir lagatúlkun dómarans Sif Konráðsdóttir „MÉR finnst ríkissaksóknara bera skylda til að áfrýja dómnum, því það er ekki hægt að búa við það að svona athæfi sé refsilaust,“ segir Atli Gíslason hrl. og vísar þar til sýknu- dóms sem kveðinn var upp í Héraðs- dómi Norðurlands vestra sl. mið- vikudag af Halldóri Halldórssyni dómstjóra. Segir Atli ljóst að ef Hæstiréttur staðfestir umræddan héraðsdóm þurfi að breyta löggjöf- inni. Ríkissaksóknari hafði ákært mann fyrir brot „gegn blygðunar- semi [stúlku] með því að taka mynd á gsm síma sinn af [stúlkunni] án hennar vitneskju, þar sem hún lá nakin í rúmi ákærða og fyrir að hafa á næstu dögum sýnt sjö körlum og einni konu mynd þessa í símanum og fjórum körlum mynd í gsm síma sínum, sem ákærði sagði vera af [stúlkunni], en myndin sýndi kyn- færi konu sem sett hafði verið vasa- ljós upp í,“ eins og segir í dómnum. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að dómurinn telji óumdeilt að hátt- semi ákærða hafi verið til þess fallin að særa blygðunarsemi stúlkunnar. „Til þess að unnt sé að sakfella ákærða fyrir brot á nefndri 209. gr. [almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940] þarf hátt- semin að vera lostug af hans hálfu. […] Þetta [greinargerð með frumvarpi til breytingar á lög- unum árið 1992] bendir ótvírætt til þess að með lostugu athæfi sé átt við háttsemi af kynferðislegum toga sem er til þess fallin að veita þeim sem slíka háttsemi hefur í frammi einhverja kynferðislega full- nægju. Ekkert bendir til þess að svo hafi verið í tilfelli ákærða,“ segir m.a. í dómnum og því var að mati hans ekki ástæða til að sakfella ákærða. Að sögn Atla er margt við bæði dóminn og málsmeðferðina að at- huga. Þannig megi af dómnum vera ljóst að rannsókn málsins hafi verið gölluð og málshraðinn gagnrýnis- verður þar sem rúm tvö ár hafi liðið frá því rannsókn lauk þar til ákæra var gefin út. Að mati Atla voru það einnig mistök hjá ákæruvaldinu að ákæra aðeins fyrir brot gegn 209. gr almennra hegningalaga. „Það blasti við í þessu máli að ákæra til vara fyrir brot gegn 25. kafla almennra hegningalaga þar sem kveðið er á um friðhelgi einkalífs,“ segir Atli og vísar þar sérstaklega til 234. gr. al- mennra hegningarlaga en þar segir að hver sá sem meiði æru annars manns með móðgun í orðum eða at- höfnum og beri slíkt út skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Hvað dóminn sjálfan varðar segir Atli hann gera óraunhæfar sönnun- arkröfur. „Þar vísa ég til þess að það liggur fyrir að ákærði tók aðra myndina og sýndi fleiri myndir. Í þessu felst kynferðisleg misbeiting og klámhugsun sem er refsiverð samkvæmt 209. gr. Ég hefði hrein- lega litið svo á að hinn ákærði hefði þurft að sanna það að annar tilgang- ur hafi legið þar að baki,“ segir Atli. Spurður um túlkun dómsins á kyn- ferðislegri fullnægju segist Atli hreinlega ekki skilja hvað dómurinn sé að fara. „Dómarinn nefnir í dóms- niðurstöðu sinni að undir 209. gr. falli t.d. gægjur á glugga. Ég jafna þessari myndatöku fullkomlega við gluggagægjur. Ákærði fer inn í her- bergi, tekur mynd af nakinni konu og breiðir það út. Það er vandséður annar tilgangur en kynferðislegur eða lostugt athæfi,“ segir Atli. Svona athæfi getur ekki verið refsilaust Atli Gíslason HÓPUR hafnfirskra ungmenna kom saman á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar upp úr hádegi í gær til þess að mótmæla fyrirhugaðri stækkun álvers Alcan í Straumsvík. Kosningar um stækkunina fara fram í dag og er lágmarks kosn- ingaaldur 18 ár skv. kosninga- lögum. Lögregla hafði ekki upp- lýsingar um hversu margir mótmæltu á planinu en fundurinn fór vel og friðsamlega fram. Ungmenni mótmæltu stækkun Morgunblaðið/Ásdís 23 BÆNDUR við Þjórsá sendu Hafnfirðingum bréf á fimmtudag vegna atkvæðagreiðslunnar um stækkun álversins í Straumsvík þar sem vakin er athygli á því að þau áform eru „stóralvarleg“ fyrir fleiri en Hafnfirðinga. „Þær virkjanir sem þegar hafa verið reistar í Þjórsá eru ofan byggð- ar, en nú er áformað að virkja Þjórsá sisvona í túnfætinum hjá okkur,“ segir í bréfi bændanna. „Landslagi í og við Þjórsá yrði umturnað frá Gaukshöfða og langleiðina til sjávar. Fimm stór uppistöðulón yrðu þá í einu sveitarfélagi. Urriðafoss, Hest- foss og Búðafoss færu forgörðum, eyjar sykkju og árfarvegurinn myndi nánast þorna á löngum köfl- um. Anddyri Þjórsárdals, eins þekktasta ferðamannasvæðis Ís- lendinga, myndi sökkva í Hagalón. Margar bújarðir yrðu skemmdar og lífríki Þjórsár sömuleiðis.“ Lýkur bréfinu á ósk um að Hafn- firðingar hugsi til bændanna austur í sveitum og hjálpi þeim að vernda stolt þeirra. Skora á Hafnfirðinga að hugsa til Þjórsárbænda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.