Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MÉR var bent á það að í Morg- unblaðinu hefði birst grein eftir einn af frambjóðendum Samfylk- ingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem hefði haldið því fram að ég hefði ver- ið á móti gerð Hval- fjarðarganganna. Þegar að var gáð er Guðbjartur Hann- esson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjör- dæmi, höfundur þessa dæmalausa texta. Hann virðist hafa valið sér óvin í komandi kosninga- baráttu. Óvinurinn og skotmarkið er samgönguráðherrann Sturla Böðvarsson. Frambjóðandinn virðist ætla að tileinka sér aðferð- ina að tilgangurinn helgi meðalið. Í grein sem Guðbjartur Hann- esson skrifar um gerð Hvalfjarð- arganga heldur hann því fram blá- kalt að ég hafi verið á móti gerð ganganna. Þessi fullyrðing skóla- stjórans er röng og ótrúlega óskammfeilin. Hann getur hvergi fundið þessari fullyrðingu stað. Hann fer með fleipur. Hann ber það jafnframt á borð að ég beri ábyrgð á því að Spölur hafi leyfi til þess að innheimta gjald af um- ferðinni um göngin. Hið sanna er að fyrrverandi flokksbróðir hans, Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi samgöngu- ráðherra, mótaði þá stefnu sem notuð var við að fjármagna og reka Hvalfjarðargöngin. Með sér- stökum lögum frá árinu 1990 var ríkisstjórninni veitt leyfi til þess að fela hlutafélagi að grafa og reka jarðgöng und- ir Hvalfjörð og inn- heimta gjald til þess að endurgreiða fram- kvæmdina og kosta rekstur þeirra. Með sérstökum samningi var síðan Speli afhent verkið. Það kom hins vegar í hlut rík- isstjórnar Davíðs Oddssonar að ganga frá málinu og koma því í verk og tryggja framgang og fjármuni til þeirra framkvæmda sem féllu í hlut Vegagerðarinnar, m.a. tengingar og vegalagningu að göngunum. Í blaðinu Feyki, sem gefið er út á Sauðárkróki, segir Guðbjartur Hannesson í við- tali að hann hafi, sem bæj- arfulltrúi, tekið þátt í því að gera Hvalfjarðargöngin að veruleika! Það kann að vera rétt. Ég tel mig ekki hafa verið síðri áhugamann um gerð þeirra en Guðbjartur tel- ur sig hafa verið. Á undirbúnings- tímanum tók ég virkan þátt í um- ræðu um þetta verkefni. Fyrst sem bæjarstjóri, síðar sem fyrsti þingmaður Vesturlandskjördæmis og einnig sem stjórnarmaður í Ís- lenska járnblendifélaginu. En það voru þeir Jón Sigurðsson forstjóri og Stefán Reynir Kristinsson, síð- ar framkvæmdastjóri Spalar, og ekki síst Gylfi Þórðarson, for- stjóri Sementsverksmiðjunnar og núverandi framkvæmdastjóri Spalar, sem voru mestu hvata- menn að gerð jarðganganna. Í aðdraganda að gerð Hval- fjarðarganga var öll umræða á Vesturlandi mjög á þann veg að herða ætti á framkvæmdum við vegagerð ekki síður en er í dag. Umræður, sem ég tók þátt í, voru jákvæðar og engar áhrifamiklar úrtöluraddir heyrðust svo ég muni sérstaklega eftir um gjald- tökuna. Mikil áhersla var lögð á það af hálfu sveitarstjórna á Vest- urlandi að bæta samgöngurnar við höfuðborgarsvæðið og það án þess að nær allar aðrar fram- kvæmdir í kjördæminu stöðvuðust eins og gerðist þegar Borg- arfjarðarbrúin var reist. Allir töldu samgöngur um Hvalfjarð- argöng svo mikið framfaraspor að þær þóttu beinlínis „sturlaðar“ svo notað sé orðfæri Samfylking- arinnar í auglýsingum gegn jarð- göngunum í dag. Það skýtur því skökku við þeg- ar Samfylkingin, undir forystu Guðbjarts Hannessonar skóla- stjóra, auglýsir í fjölmiðlum og dreifir bæklingum um allt Norð- vesturkjördæmi með hvatning- unni „burt með sturlaðar sam- göngur“. Steingrímur J. Sigfússon, með dyggum stuðningi Guðbjarts Hannessonar, að því er hann sjálf- ur segir, mótaði þá stefnu að selja aðgang að Hvalfjarðargöngum í 25 ár. Það er ómerkilegt „kosn- ingatrix“ þegar Guðbjartur Hann- esson boðar nú að hann vilji burt með þessa gjaldtöku og burt með „sturlaðar samgöngur“. Slíkur málflutningur er ekki boðlegur og enn síður skröksagan um að Sturla Böðvarsson hafi ver- ið á móti Hvalfjarðargöngunum. Ég vil leyfa mér að gera þá kröfu til frambjóðenda að þeir dreifi ekki slíkum málflutningi. Það er ekki í þágu kjördæmisins okkar sem vissulega þarf á jákvæðri og málefnalegri málafylgju að halda. Guðbjarti Hannessyni svarað Sturla Böðvarsson svarar grein Guðbjarts Hannessonar » Í aðdraganda aðgerð Hvalfjarð- arganga var öll umræða á Vesturlandi mjög á þann veg að herða ætti á framkvæmdum við vegagerð ekki síður en er í dag. Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. Merking orða Ragnar Ingimarssongerir athugasemd viðeftirfarandi dæmi: Þvísvarar Guðni eins og væri hann nautheimskur eða kýrskýr og fær fjölda atkvæða út á ruglið (23.2.07). Eins og sjá má er lo. kýrskýr notað hér í merk- ingunni ‘nautheimskur’ en Ragn- ar kveðst aðeins þekkja það í merkingunni ‘mjög skýr’ og jafn- framt bendir hann á að í Ís- lenskri orðabók er aðeins gefin merkingin ‘heimskur’. Umsjón- armaður er sammála Ragnari, merkingin ‘mjög skýr’ er honum töm en merkinguna ‘heimskur’ þekkir hann alls ekki. Við laus- lega athugun kom í ljós að lo. kýrskýr er hvorki að finna í rit- málssafni Orðabókar Háskólans né í orðabók Blöndals. Umsjón- armaður spurðist fyrir um orðið á vinnustað sínum og þá kom í ljós að enginn þekkti merk- inguna ‘heimskur’. Ef orðinu er slegið upp í leitarvélinni Google má finna um það tæplega 200 dæmi, öll í merkingunni ‘mjög skýr’, einkum er það algengt í orðasambandinu e-ð er kýrskýrt. Niðurstaðan er því sú að engar ritaðar heimildir séu kunnar um lo. kýrskýr í merkingunni ‘heimskur’ nema áðurnefnt dæmi og Íslensk orðabók. Getur það verið að hér sé um að ræða svo kallað draugorð (öllu heldur draugmerkingu)? Ekki skal það fullyrt hér en gaman væri að fá línu frá lesendum sem telja sig þekkja merkinguna ‘heimskur’. Því má svo velta fyrir sér hvern- ig merkingin ‘heimskur’ sé til orðin. Á það má benda að með réttu eða röngu eru kýr oft tald- ar heimskar skepnur en enn fremur kunna hliðstæðurnar kýrvit ‘heimska’ (Blöndal) og nautheimskur að hafa haft áhrif á merkinguna. Ragnar gerir enn fremur at- hugasemd við orðasambandið til langs tíma í merkingunni ‘lengi’, t.d.: kennari til langs tíma og selja buxur til langs tíma (reynd- ar er óljóst hvort sá sem um ræðir hafi lengi stundað þá iðju að selja buxur eða hvort bux- urnar eigi að endast lengi). Um- sjónarmaður er sammála Ragn- ari um það að þessi notkun orðasambandsins til langs tíma er framandleg og óþörf enda styðst hún ekki við málvenju. Umsjónarmaður hefur hvergi rekist á þessa merkingu orða- sambandsins og hvorki er hana að finna í orðabókum né í rit- málssafni Orðabókar Háskólans. Vera má að hér sé á ferðinni af- brigði af hinu danskættaða orða- sambandi til margra ára, sbr. enn fremur hliðstæðuna til skamms tíma (’fram til þessa, þar til nú fyr- ir skemmstu’). Breiðavík Það er al- kunna að oft er vandfarið með staðarnöfn, annars vegar að því er tekur til beygingar og hins vegar er notkun forsetninga með þeim oft staðbundin og getur þá verið breytileg eftir landshlutum. Staðarnöfn sem hafa lýsing- arorð að fyrri lið geta beygst með þrennu móti. Í fyrsta lagi eru báðir liðir oftast beygðir, t.d.: Fagriskógur (frá Fagra- skógi), Rauðisandur (á Rauða- sandi), Djúpivogur (á Djúpa- vogi), Kaldidalur (á Kaldadal), Mjóifjörður (í Mjóafirði), Langi- dalur (í Langadal) o.s.frv., sbr. langatöng (til löngutangar). Í öðru lagi getur nefnifallsmynd fyrri liðar orðið ráðandi, t.d. Djúpavík, á Djúpavík. Í þriðja lagi er aukafallsmynd fyrri liðar stundum notuð í nefnifalli, t.d. Breiðafjörður, á Breiðafirði, sbr. enn fremur hvítabjörn. Með staðarnöfnum sem enda á -vík er ýmist notuð forsetningin í (sunnanlands og vestan-) eða á (norðanlands og austan-), t.d. er sagt í Reykjavík, Bolungarvík, Breiðavík, Grindavík, Keflavík, Njarðvík, Ólafsvík, Súðavík, Vík í Mýrdal o.fl. en hins vegar á Dalvík, Djúpavík, Grenivík, Hólmavík, Húsavík o.fl. Á liðnum vikum hefur drengja- heimilið í Breiðavík (Rauða- sandshreppi) oft borið á góma. Umsjónarmaður hefur veitt því athygli að mjög er misjafnt hvernig með beygingu þess er farið og enn fremur er notkun forsetninga með því talsvert á reiki. Sem dæmi má taka að í stuttri umfjöllun um það í dag- blaði (7.3.07) var forsetningin á (dvöldu á Breiðavík; á drengja- heimilinu á Breiðavík) notuð tví- vegis og forsetningin í þrisvar (á drengjaheimilinu í Breiðavík; voru vistaðir í Breiðavík). Í öðr- um tilvikum hefur verið rætt um dvöl að Breiðavík (eða að Breiðuvík). Þá hefur beyging orðsins mjög verið á reiki, ýmist Breiðavík eða Breiðuvík í auka- föllum. Umsjónarmaður verður að játa að hann hefur ekki mikla til- finningu fyrir beygingunni en finnst hins vegar ótækt annað en málvenja og heimamenn fái að ráða ferðinni um beygingu og notkun forsetninga. Af forn- bréfum, annálum og öðrum heimildum má sjá að heimamenn tala um í Breiðavík, t.d. hjá Þor- láki í Breiðavík, að því ógleymdu að í Íslenskri orðabók stendur í Breiðavík. Við þurfum því ekki frekar vitnanna við, Breiðavík beygist eins og Djúpavík og með henni er notuð forsetningin í: í Breiðavík. Úr handraðanum Bólu-Hjálmar kvað svo um Sólon Íslandus (Sölva Helgason): *Heimspekingur hér kom einn á húsgangsklæðum. / Með gler- augu hann gekk á skíðum, / gæfuleysið féll að síðum. Hér er dregin upp eftirminnileg mynd, hér er hvorki of né van. Alloft er vitnað til þessa með beinum eða óbeinum hætti, þannig lifir brot- ið gæfuleysið féll að síðum sem orðatiltæki. Umsjónarmanni finnst það frábært af hendi skáldsins og því til lýta að auka það á nokkurn hátt eins og gert er í eftirfarandi dæmi: Að hann skuli vera sá, sem verst er leik- inn og gæfuleysið fellur að breiðu baki og síðum (3.2.07). Því má svo velta fyrir sér hvernig merk- ingin ‘heimsk- ur’ sé til orðin. jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 99. þáttur. ALLT á sér ástæður, en stund- um er erfitt að greina hvað raun- verulega liggur að baki því sem gerist. Fylgisaukning Vinstri grænna hefur vakið mikla athygli og mikið verið um hana rætt og af hverju hún stafi. Á hún sér málefnalegar rætur, persónulegar eða jafnvel sál- fræðilegar? Hefur kall „fjall- konunnar“ með rödd Steingríms J. Sigfús- sonar svona mikið seiðmagn eða er karl- mannlegur kjörþokki hans svona ómót- stæðilegur? Hvort tveggja hefur þetta verið nefnt til skýr- ingar þegar reynt er að skýra umrædda fylgisaukningu Vinstri grænna, sem kannanir sýna að konur eiga hvað mestan hlutinn að. Gjarnan er nefnt að fylgisaukningu VG megi skýra með áhuga kvenna, sem kjósa til vinstri, fyrir umhverfismálum og jafnréttismálum. Sé svo sýnist þarna um nokkra mót- sögn að ræða. Ekki virðist Samfylkingin hafa verið í hópi áköfustu stuðnings- manna stóriðju og undarlegt sýn- ist að jafnréttishugsandi konur hafi ekki áhuga á að koma konu til valda sem forsætisráðherra – fátt eitt virðist geta orðið jafn- réttismálum til meiri framdráttar en það. Varla er rétt að setja sama- semmerki á milli þess að virkja og halda fram stóriðju. Trúlega verða afkomendur okkar ekki neitt daprir yfir að eiga góðar virkjanir. Allt bendir til að raf- orka verði æ eftirsóknarverðari og sú þróun hraðari með vaxandi tækniþekkingu. Ég hef velt fyrir mér hvort fylgisaukning Vinstri grænna meðal kvenna eigi sér þá djúpsál- arlegu ástæðu að nú, þegar í aug- sýn gæti verið að kona yrði for- sætisráðherra, þá hiki konur við að ljúka verkinu. Víst er að til er ein pottþétt leið til að halda niðri konum sem sýnast vera að brjóta sér leið á toppinn. Hún er sú að halla sér að körlum, þeim virðist sjaldan hugnast að konur fái raunveruleg völd. Fyrr meir voru lítt viðráðanlegar konur brenndar á báli, nú eru þær gjarnan út- hrópaðar sem frekjudósir – sem líta má á sem eins konar „mann- orðsbálför“. Persónulega er ég lítið fyrir að taka trú á fólk. Enginn er full- kominn og leið manneskjunnar í þessum heimi er vörðuð mistök- um. Mér hefur hins vegar fundist til um kjark. Það þarf hugrekki til að ganga fram fyrir skjöldu, ekki síst ef um er að ræða fólk úr minni- hlutahópi, en konur hafa lengi verið minnihlutahópur hvað raunveruleg völd snertir. En hvað stoðar að ganga fram fyrir skjöldu ef breiðfylk- ingin að baki býr sig til brotthlaups? Karlar kunna vel að styðja hver annan til valda – og halda völdum. Það gera þeir með samein- uðum styrk. Þetta þurfa konur að til- einka sér, ella halda þær bara áfram að vera minnihlutahóp- ur – með einstaka upphlaupi af og til. Taki ein kona á rás upp valdastigann kemur of oft fyrir að hinar styðji ekki nógu vel við hana í stiganum – öfugt við karlana sem styðja gjarnan þann úr sínum hópi sem upp klífur styrkum höndum. Þarna skilur kannski á milli feigs og ófeigs hvað kynin snertir. Sýni kona á annað borð þann kjark að klifra einbeitt áleiðis upp valdastigann með allt það baktal á herðunum og fussi yfir frekjunni sem slíku ferðalagi einnar kvenpersónu fylgir – þá er lag fyrir hinar að styðja vel við stigann – svo til verði jafnræði og jafnrétti í raun. Það er auðvelt að tala en meiru skiptir að láta verkin tala. Annað sálfræðilegt atriði er vert að nefna. Það er vitað að minnihlutahópar hafa gjarnan þá hneigð þegar komið er nálægt lokatakmarkinu að hika – láta vantraust ná tökum á sér. Hönd- in sem komin er með boltann á loft sígur – og tækifærið glatast. Oft getur liðið langur tími þar til nýtt tækifæri skapast. Loks er vert að nefna einn möguleika. Eru umhverfismálin kannski myndhvörf? Konur vilja gjarnan gott mannlíf þar sem jöfnuður ríkir, traust og vinátta. Er „hreint land“ kannski ómeð- vituð löngun eftir „hreinu sam- félagi“, þar sem viðskiptastríð og spilling eru víðsfjarri? Hreint land – hreint samfélag? Guðrún Guðlaugsdóttir fjallar um jafnrétti, umhverfismál, konur og stjórnmál Guðrún Guðlaugsdóttir »Konur viljagjarnan gott mannlíf þar sem jöfnuður ríkir, traust og vin- átta. Er „hreint land“ kannski ómeðvituð löng- un eftir „hreinu samfélagi“, þar sem viðskipta- stríð og spilling eru víðsfjarri? Höfundur er blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.