Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG SKAL OPNA MJÓLKINA SUMIR HUNDAR BÍÐA ALLAN DAGINN EFTIR TÆKI- FÆRI TIL AÐ BÍTA BRÉF- BERANN EN ÉG ER EKKI ÞANNIG HUNDUR... HVERSU VONDUR ER HÆGT AÐ VERA? OG ÉG MUNDI AUÐVITAÐ ALDREI HUGSA UM AÐ BÍTA BRÉFBERA SEM ER AÐ BERA ÚT JÓLAKORT! ALLT Í LAGI! ÉG ER AÐ FARA! HÆTTU ÞESSU! SLEPPTU MÉR! ÉG GET GENGIÐ SJÁLFUR! ÉG ÆTLA BARA AÐEINS... ALLT Í LAGI ÉG ER Á LEIÐINNI ÚT! ÞÉR FINNST KANNSKI SKÓLINN FRÁBÆR NÚNA, EN EFTIR NOKKUR ÁR ÁTTU EFTIR AÐ SAKNA MÍN! BÍDDU BARA! ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA ROSALEGA ERFITT AÐ VERA LEIÐTOGI! HRÓLFUR EYÐIR SVO ROSALEGA MIKLUM TÍMA EINN MEÐ SJÁLFUM SÉR ÉG VEIT! ÉG ER BÚINN AÐ SEGJA HONUM Í MÖRG ÁR AÐ FARA OFTAR Í BAÐ!! ÞETTA ER EKKERT SMÁ SKRÍTIÐ! SVÍNIÐ SEM ÉG GLEYPTI ER EKKI ENNÞÁ BÚIÐ AÐ MELTAST OG GERI EKKI ANNAÐ EN AÐ ROPA KLINKI! HVAÐ ER ALLT ÞETTA? ÉG LAS AÐ BESTA LEIÐIN TIL ÞESS AÐ SIGRAST Á SVEFNLEYSI VÆRI FÁ LÍKAMANN TIL AÐ LANGA TIL AÐ SOFNA ÞESS VEGNA LIGG ÉG Í BAÐINU, MEÐ KVEIKT Á ILMKERTUM OG STÓRAN BOLLA AF KAMILLUTEI ÉG HELD AÐ ÉG HAFI DRUKKIÐ OF MIKIÐ TEI ÉG VERÐ AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ HVERT LÆKNIRINN ER AÐ FARA MEÐ BLÓÐPRUFURNAR MÍNAR... ...OG EKKERT GETUR STÖÐVAÐ MIG! UH-OH! EÐA NÆSTUM EKKERT dagbók|velvakandi Kæri bílstjóri HVAÐ hef ég gert, kæri bílstjóri, sem olli því að þú þurftir að flauta á mig? Þú varst greinilega reiður og í uppnámi þennan morgun. Ert þú ef til vill oft svona æstur í umferðinni? Það er ekki gott! Ég var nú bara að fara í vinnuna eins og þú, ein á mínu farartæki eins og þú. Ég hjólaði nið- ur brekkuna á líklega 30 km hraða en þér fannst ólíðandi að þurfa að hægja aðeins á ferð þinni. Er það vegna þess að þú ert með meira blikk í kringum þig heldur en ég? Hefðir þú flautað og steytt hnefann ef ég hefði verið á valtara eða trak- tor? Hefur þú einhvern tíma hugleitt að það er þér í hag að sem flestir noti reiðhjól í staðinn fyrir bíl? Reið- hjólin menga ekki loftið með út- blæstri. Þau spæna ekki upp göt- urnar eins og þú á nagladekkjunum þínum. Þannig að þú gætir andað betra lofti að þér og þyrftir ekki að hafa áhyggjur af svifryki sem er heilsuspillandi fyrir þig og börnin þín. Reiðhjól krefjast ekki allra þessara milljarða í vegafram- kvæmdir sem stöðug fjölgun einka- bíla kallar á. Þetta eru jú skattpen- ingarnir okkar allra sem fara í auknum mæli í þessi mál. Auk þess er minn fararskjóti mjór og nettur og ég tek ekki bílastæði frá þér. En samgönguráðherra minntist ekki einu aukateknu orði á hjólreiða- samgöngur í nýjustu samgöngu- áætluninni. Þar á ég við að við hjól- reiðamenn ættum að fá greiðar leiðir meðfram stofnbrautunum og geta notað hjólið sem samgöngu- tæki. Núverandi reiðhjólaleiðir eru í lagi fyrir frístundatrimm. En hver nennir að hjóla um óteljandi auka- króka, 90 gráðu beygjur og háa kanta dag eftir dag? Hverjum finnst í lagi að stoppa stöðugt fyrir fót- gangandi fólki sem notar sömu leiðir og víkur seint eða ekki? Kæri bílstjóri, ef við fengjum full- nægjandi reiðhjólabrautir er ég viss um að þú þyrftir aldrei oftar að skammast út í okkur á þínum veg- um. Úrsúla Jünemann. Gourmet-páskaegg ÉG Er mikill sælkeri og friðsamur víst. Ég er forfallinn aðdáandi Kons- úm-suðusúkkulaðis og síðustu páska gerði ég því dauðaleit að páskaeggj- um úr þess konar súkkulaði í öllum helstu verslunum höfuðborgarsvæð- isins. Það er skemmst frá því að segja að leitin bar engan árangur og alls staðar blöstu við mér breiður ljósra páskaeggja. Ég þurfti því hvað eftir annað að halda heim á leið með brostnar vonir. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það er heldur seint að bera þetta upp núna þar sem byrjað er að selja páskaegg fyrir komandi páska, en ég veit að ég tala fyrir hönd margra svo ég gat ekki setið á mér lengur. Það koma jú páskar eftir þessa páska! Ég vil nota tækifærið og óska landsmönnum öllum gleðilegra páska. F.h. sælkera, Böðvar. Hvar er myndin? ER EINHVER sem getur gefið upplýsingar um hvar þessi mynd eftir Svein Björnsson er nið- urkomin? Vinsamlega hafið samband í síma 865 7968 eða 555 2561. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.