Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 28
Skrautlegir Þessa bolla hannaði Áslaug Höskulsdóttir.
Kaffisamsæti Leirlistakonunum Ingunni Ernu, Ragnheiði og Áslaugu þykir kaffisopinn góður á vinnustofunni.
Morgunblaðið/Sverrir
|laugardagur|31. 3. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Líbanski fatahönnuðurinn Elie
Saab er sjálflærður, en hann var
aðeins átján ára þegar hann
byrjaði í bransanum. » 31
tíska
Edda Björk Kristjánsdóttir og
fjölskylda hennar eru meðal
frumbyggja í Akrahverfinu í
Garðabæ. » 32
innlit
Svart/hvíti draumurinn er
kominn aftur og að þessu sinni
geta allir fundið eitthvað við
sitt hæfi. » 30
hönnun
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Ég hugsa mikið um nota-gildi bollans, hvernig erað halda á honum ogsnerta brúnirnar en líka
fagurfræðilegt gildi hans,“ segir
listakonan Áslaug Höskuldsdóttir
og handleikur einn af bollum koll-
ega síns, Ingunnar Ernu Stefáns-
dóttur. Ingunni finnst skreyting-
arnar skipta máli og bregður þar
oft á leik, stundum með þjóðlegum
vísunum. „Mér finnst hönnunin líka
skipta máli,“ segir hún og tekur
upp hvítan bolla nöfnu sinnar,
Ragnheiðar Ingunnar Ágústs-
dóttur, sem er með skemmtilegu
gráu, risastóru haldi. Umrædd
Ragnheiður segist vera mikil kaffi-
kerling. „Ég vil hafa kaffið svolítið
heitt og mín kaffibollahönnun mið-
ast svolítið við það að kaffið haldist
heitt í bollanum. Heppilegast er að
hafa bollann ljósan að inna, þannig
get ég séð hversu sterkt kaffið er,“
segir hún og hlær.
Þær stöllur reka saman vinnu-
stofuna Okkur á Seljavegi 32.
„Margir halda að þetta sé beyging
á fornafninu við en það er það ekki
heldur er þetta íslenskt heiti á oxíðí
í keramíkinni,“ útskýra þær. „Það
er samt alltaf jafngaman að svara í
símann „hjá Okkur“ því viðbrögðin
eru mörg svo skemmtileg,“ segja
þær hlæjandi.
Húsið á Seljaveginum er sann-
kallað listhús en þar eru vinnustof-
ur um 50 listamanna sem eru í
SÍM, Sambandi íslenskra
myndlistarmanna. „Við höfum verið
hér í tæpt ár og andinn er mjög
góður,“ segir Ingunn Erna. Þær
ítreka að fólk er velkomið í heim-
sókn á vinnustofurnar. „Það á ekk-
ert að vera feimið við það. Það má
alveg koma og skoða, það þarf ekk-
ert að kaupa. Fólki finnst það oft
skyldugt til þess en það er það
ekki.“ Áslaug slær botninn í þessar
kaffibollapælingar og segir leirlist
ekkert frábrugðna öðrum list-
greinum. „Hún byggist á sam-
skiptum þeirra sem búa listina til
og þeirra sem njóta hennar.“
Leirinn aldrei leiðinlegur
En listakonurnar hafa fleiri
ástæður fyrir að skála í kaffi en alla
þá fallegu kaffibolla sem þær hafa
rennt og mótað í gegnum tíðina. Nú
stendur yfir sýning Leirlistarfélag
Íslands í Kringlunni en þar sýna 26
félagar handgerða kaffibolla.
„Tilgangur sýningarinnar er að
vekja athygli á verkum leirlista-
fólks, hversu fjölbreytileg, skapandi
og falleg hönnun þess er. Fallegur
kaffibolli er raunveruleg nytjalist.
Það er allt önnur tilfinning að
drekka kaffi eða te úr handgerðum
bolla. Bolla sem listamaður hefur
skapað og strokið heldur en vél-
rænni framleiðslu. Það verður svo
miklu persónulegra,“ segja lista-
konurnar sem eins og aðrar í Leir-
listarfélagi Íslands, því nú er þar
enginn karlmaður, auðkenna verk
sín með sérstökum stimpli, LEIR.
„Menntun leirlistafólks er fjöl-
þætt en allir félagar í Leirlistar-
félagi Íslands eru með að minnsta
kosti fjögurra ára framhalds-
menntun í myndlist og sumir með
háskólagráðu. Við leggjum áherslu
á þekkingu, gæði og fagmennsku og
merkið er trygging fyrir því. Við
notum t.d. hvorki blý né kadmíum í
matar-og drykkjarílátum,“ segja
þessar fagkonur og segja glímuna
við leirinn aldrei verða leiðinlega.
„Hann er alltaf að koma á óvart.“
Og á þeim orðum lýkur sameig-
inlegu kaffidrykkjunni úr skemmti-
legu bollunum.
Náttúruvænir Ingunn Erna Stefánsdóttir mótaði þessar könnur.
Kaffidrykkja er fyrir
suma eins og að vakna á
morgnana. Vani. En hún
getur líka verið sam-
drykkja hvunndagsfólks-
ins og listarinnar.
Haldgóðir
Höldurnar
skapa þessa
bolla. Listakonur í keramik
bjóða upp á kaffibolla
Það er allt önnur
tilfinning að drekka
kaffi eða te úr
handgerðum bolla.
Bolla sem listamaður
hefur skapað og
strokið heldur en
vélrænni framleiðslu.
Óvenjulegur Heiðurinn
af þessum á Ragnhildur
Ingunn Ágústsdóttir