Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 39 UMRÆÐAN Hægt er að sækja um störf hjá Alcoa Fjarðaáli á capacent.is (áður IMG-Mannafl). Nánari upplýsingar fást á www.alcoa.is og hjá Sigurlaugu Þorsteinsdóttur (sigurlaug.thorsteinsdottir@capacent.is) og Helgu Snædal (helga.snaedal@capacent.is) hjá Capacent í síma 540 1000. Tækifæri til að nýta og njóta Á Mið-Austurlandi er að myndast öflugur byggðaklasi í skjóli einstakrar náttúru, friðsæll og fjölskylduvænn staður. Hátt í þúsund ný framtíðar- störf bjóðast fólki með margs konar menntun og reynslu. Með eflingu atvinnulífs og fjölgun íbúa skapast fjölbreytt viðskiptatækifæri fyrir hugmyndaríka frumkvöðla. Sveitarfélög á Mið-Austurlandi hafa kostað kapps um að styrkja innviði samfélagsins og hundruð nýrra íbúðarhúsa eru að rísa. Á svæðinu er yfirbyggður knattspyrnuvöllur, glæsilegar útisundlaugar og frábært skíðasvæði. Þjónusta á Mið-Austurlandi færist stöðugt nær því sem gerist á höfuðborgarsvæðinu og neytendur hafa úr mörgu að velja. Samgöngur til og frá svæðinu eru góðar, á landi, í lofti og á sjó. Tækifæri til hvers konar útivistar eru fjölmörg. Fallegar gönguleiðir eru við hvert fótmál, stærsti skógur landsins og góðir hálendisvegir. Hægt er að stunda hvers kyns veiðar, hestaíþróttir njóta vaxandi vinsælda og golfurum fjölgar stöðugt. Einnig bjóðast frábær tækifæri til afþreyingar, listirnar dafna og íþróttastarfsemi er öflug. www.alcoa.is Framleiðslustarfsmenn Okkur vantar fleiri eldhressa starfsmenn í álframleiðslu og málmvinnslu. Til framleiðslustarfsmanna eru ekki gerðar ákveðnar kröfur um menntun eða kunnáttu. Allir fá viðamikla þjálfun og fræðslu í fyrirtækinu. Verkefni hvers starfsmanns verða fjölbreytt og mikið er lagt upp úr starfsþróun og símenntun. Rafiðnaðarmenn og véliðnaðarmenn Við leitum að faglærðum rafiðnaðarmönnum og véliðnaðar- mönnum til að sinna viðhaldi tækja og búnaðar í hátæknivæddu álveri Fjarðaáls. Hjá fyrirtækinu verða um 120 tæknimenntaðir starfsmenn. Faglegur metnaður og stöðug þróun verða leiðarljós okkar inn í framtíðina. Öll störf henta bæði konum og körlum. Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl. Viðkomandi munu hefja störf á næstu sex mánuðum. Síðustu 100 störfin í boði ÍS L E N S K A /S IA .I S /A L C 3 69 26 0 3/ 07 Gríptu þitt tækifæri Hjá Fjarðaáli er nú búið að ráða hátt í 300 starfsmenn og við leitum enn að fólki sem vill starfa með okkur, að konum jafnt sem körlum. Konur er nú um þriðjungur starfsmanna hjá Fjarðaáli og hlutfall kvenna af starfsmannafjölda í álveri er hvergi í heiminum jafnhátt. Austurland tækifæranna AÐ SKERA úr um mörk á milli eignarlanda og almenninga eins og nú er gert á grundvelli Þjóð- lendulaga, er löngu tímabær að- gerð. Þjóðin öll á og hefur alltaf átt almenninga – svæðin utan eign- arlanda. Þannig var það í gamla bændasamfélaginu öndvert við það sem sumir halda fram í dag. Um rétt allra landsmanna í þessu efni vitna ljóslega hinar fornu lögbækur – Jónsbók og Grágás. Hinar miklu breytingar á gerð þjóðfélagsins sem urðu á 20. öld, þegar fólkið safnaðist úr sveitunum í þéttbýlið, svipta okkur – fólkið á mölinni – ekki réttinum til landsins utan eignarlanda. Þar eiga lands- menn allir jafnan rétt. Langt yfir 90% þjóðarinnar eru landlaust fólk í þéttbýli, landeigendur eru ein- ungis lítið brot landsmanna. Við höfnum enn sem fyrr tilraunum hinna örfáu landeigenda til að slá eign sinni á almenninga – braska með þá og selja okkur þar aðgang eins og komið hefur fram að marga þeirra dreymir nú um að gera. Oftrú á þinglýsingum fyrri tíma Landeigendur hafa talað hátt um þinglýsingar undanfarið. En þing- lýsingar eru ekki einhlítar. Það má m.a. sjá af dómi hæstaréttar um Nýjabæjarafrétt. Í því máli og fleirum hefur hæstiréttur hafnað gildi þinglýsinga einfaldlega vegna þess að rétturinn hefur þá komist að þeirri niðurstöðu að landi hafi verið þinglýst án þess að eigna- mörk þess hafi verið könnuð til hlítar. Af marklausum þinglýs- ingum má greinilega sjá tilhneig- ingu til þess að ganga á almenn- inga og þóknast þannig kröfum um eignarrétt einstaklinga á landi. Vönduð vinna Starf þjóðlendunefndar er ein- mitt til þess unnið að komist verði að réttum og endanlegum nið- urstöðum um mörk milli eign- arlanda og almenninga. Þess vegna þarf að lýsa kröfum og kröfur eru ekki sama og niðurstaða, þótt sum- ir landeigendur tali nú þannig til þess að villa fólki sýn. Óbyggðanefnd – skipuð mönnum með hæfi dómara – metur kröf- urnar og sker úr um réttmæti þeirra. Úrskurðirnir byggjast á tæmandi gagnasöfnun og gríð- arlegri heimildavinnu sem er í sjálfu sér ómetanleg. Síðan geta landeigendur farið með málin fyrir dómstóla; hér- aðsdóm, hæstarétt og jafnvel Evr- ópudómstólinn. Málskostnaður er þá greiddur af almannafé því land- eigandi getur fengið gjafsókn til þess að verja rétt sinn án tillits til efnahags hans, eins og þó gildir al- mennt um leyfi til gjafsókna. Þetta er gott fyrirkomulag því það má hvergi vera vafi á að ein- staklingar haldi rétti sínum gagn- vart ríkinu. Öll þessi mikla og vandaða vinna þjóðlendunefndar, óbyggðanefndar og dómskerfisins stefnir að réttum og sanngjörnum niðurstöðum. Þannig hefir frá upp- hafi verið unnið á grundvelli lag- anna um þjóðlendur: fullkomlega faglega með lokaniðurstöðu frá hæstarétti. Nú kann að verða breyting á. Svo er að sjá að samtökum landeig- enda hafi með frekju og offorsi tek- ist að rugla svo einhverja stjórn- málamenn að farið er að tala um að breyta því verklagi sem viðgengist hefur til þessa. Jafnvel að breyta sjálfum Þjóðlendulögunum. „Með lögum skal land byggja,“ stendur þar. Og þá er átt við ein lög í landinu. Þetta er svo sjálfsagt að því verður ekki að óreyndu trú- að að nú verði breytt um vinnulag í þjóðlendumálum. Hvernig ættu stjórnmálamenn að verja slíkan hringlanda fyrir þjóð- inni? Og hvað ættu þeir að segja við þá landeigendur sem sæta úrskurðum og dómum sem þegar hafa gengið í þeirra málum? Breyting nú myndi setja alla fram- kvæmd Þjóðlendulag- anna í uppnám. Og það er væntanlega það sem harðsvíruð klíka eignamanna í sam- tökum landeigenda stefnir nú að. Í þessu máli þarf Alþingi svo sannarlega að gæta að virðingu sinni. Ábyrgðarlaus málflutningur Ofstæki og blekk- ingavaðall sumra landeigenda und- anfarið hefur verið með ólíkindum. Þeir hafa hiklaust talað gegn betri vitund og m.a. kallað kröfugerð þjóðlendunefndar eigna- upptöku, rétt eins og þjóð- lendunefnd hirði eignir af fólki án frekari umsvifa. Þeir hafa jafn- framt gætt þess að minnast ekki orði á hlutverk dómskerfisins í málinu. Nú hefur Framsókn- arflokkurinn tekið málið að sér en í frétt af nýafstöðnu flokksþingi kemur fram að ráðherrum flokks- ins hefur verið falið að ræða málið við samstarfsflokkinn með það fyr- ir augum að slakað verði á kröfu- gerð þjóðlendunefndar og samið um framkvæmdina. Þannig reyna hinir ofstækisfyllstu landeigendur nú með fulltingi Framsókn- arflokksins að fá sérstaka meðferð – utan við lög og rétt. Nú ríður á að fjármálaráherrann haldi fast á rétti almennings í landinu. Eignarrétturinn er vissulega heilagur grundvallarréttur í sam- félagi okkar. En við krefjumst þess að allir, þ.m.t. samtök landeigenda, uni lögum og lögformlegum aðferð- um og virði almannaréttinn og dómstóla landsins. Atlaga samtaka landeigenda að Þjóðlendulögunum Haukur Brynjólfsson skrifar um þjóðlendur » Öll þessi mikla ogvandaða vinna þjóð- lendunefndar, óbyggða- nefndar og dómskerf- isins stefnir að réttum og sanngjörnum nið- urstöðum. Haukur Brynjólfsson Höfundur er rafvirki og í fulltrúaráði Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.