Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, átti á fimmtudag fundi með bandarískum ráðamönnum í Washington. Á þeim kom fram mik- ill áhugi á því að sendinefndir banda- rískra áhrifamanna kæmu til Íslands á næstu mánuðum til að ræða sam- starfsverkefni um endurnýjanlega orku, baráttu gegn loftslagsbreyt- ingum og samvinnu háskóla- og tæknistofnana. Fyrsti fundur forseta var með Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þar ræddi forseti m.a. um framlag Íslands til nýtingar á umhverfisvænni orku, ekki síst jarðhita; tækifæri til að nýta hann í Bandaríkjunum og mögulegt sam- starf Íslendinga og Bandaríkja- manna í umhverfis- og orkumálum. Fundinn sat jafnframt Tom Lantos, formaður utanríkismálanefndar full- trúadeildarinnar. Þá ræddi forseti við Harry Reid, leiðtoga meirihlut- ans í öldungadeildinni, en Reid kem- ur frá Nevada-ríki þar sem finna má umtalsverðan nýtanlegan jarðhita. Á fundi forseta með Barack Obama öldungadeildarþingmanni, sem til- kynnt hefur framboð sitt til embætt- is forseta Bandaríkjanna, var eink- um rætt um samstarf á sviði endurnýjanlegrar orku víða um heim, samvinnu Íslendinga og Bandaríkjamanna og hvernig mögu- legt væri að breyta fyrrum herstöð- inni í Keflavík í alþjóðlega háskóla- og rannsóknarmiðstöð. Obama lýsti áhuga sínum á því að sækja Ísland heim til að kynna sér betur hvernig Íslendingar hefðu komist í fremstu röð þjóða heims með því að skipta út kolum og olíu fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Forseti átti einnig viðræður við Alexander Karsner, aðstoðarorku- málaráðherra Bandaríkjanna, öld- ungadeildarþingmennina Tom Harkin frá Iowa og Jon Tester og fulltrúadeildarþingmennina Rick Boucher úr orkumálanefnd deild- arinnar og Ed Markey sem stýrir nýrri nefnd um loftslagsbreytingar og orkumál, en sú nefnd hyggur á kynnisferð um norðurslóðir á næstu mánuðum. Obama vill heimsækja Ísland Ólafur Ragnar ræddi við þingmenn í Washington Viðræður Barack Obama öldungadeildarþingmaður og Ólafur Ragnar Grímsson ræddu m.a. um samstarf á sviði endurnýjanlegrar orku. RÁÐSTEFNUGESTIR á Hótel Nordica sóttu margir hverjir fjölmargar málstofur en slíku fylgja miklar set- ur. Það var því kærkomið fyrir gesti er þeim gafst tæki- færi til að teygja úr sér milli atriða og hreyfa kroppinn. Í gær stjórnaði Sandra Dögg Árnadóttir sjúkraþjálfari léttri leikfimi á ráðstefnunni og tóku fjölmargir þátt í henni. Í fyrradag bauðst fólki að hreyfa sig undir afrískum trumbuslætti kennara úr Kramhúsinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Teygðu úr sér á milli málstofa ÍSLENDINGAR undirrituðu í gær samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Samningurinn var undirritaður í New York og það var Harald Aspelund, fulltrúi fasta- nefndar Íslands hjá SÞ, sem skrifaði undir hann fyrir Íslands hönd. Fylgst var með undirrituninni í beinni útsendingu á ráðstefnu um fé- lagslega þjónustu á Hótel Nordica. Þau ríki sem undirrita samninginn skuldbinda sig til að innleiða mæli- kvarða sem efla mannréttindi fatl- aðra og koma í veg fyrir mismunun. Í ágúst 2006 náðist samkomulag hjá SÞ um drög að samningnum. Yf- ir 100 þátttökulönd ákváðu að leggja samningsdrögin fyrir allsherjar- þingið til samþykktar. Í meirihluta ríkjanna er ekki fyrir hendi sérstök löggjöf um málefni fatlaðra. Samning- ur SÞ und- irritaður Á að efla mann- réttindi fatlaðra Um 600 manns ræddu um framtíð félagslegrar þjónustu á ráðstefnu í Reykjavík LÍÐAN Dorritar Moussaieff, eig- inkonu forseta Íslands, er eftir at- vikum góð, en hún lærbrotnaði þeg- ar hún var á skíðum í Aspen í Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Ólafur Ragnar Grímsson breytti ferðaáætlun sinni í gær og flaug til Aspen þar sem Dorrit er að jafna sig á sjúkrahúsi. Ólafur hefur verið á fundum með ráðamönnum í Washington síðustu daga. Örnólfur Thorsson forsetaritari sagði að forsetinn myndi dvelja hjá Dorrit fram á sunnudag og halda síðan til Columbus í Ohio, þar sem hann flytur fyrirlestur, og síðan í Harvard-háskóla í Massachusetts áður en haldið verður heim á leið á miðvikudaginn. „Forsetafrúin er fær skíðakona en hún lenti víst í harðfenni við erf- iðar aðstæður og í kjölfarið lenti hún í þessu skíðaslysi,“ sagði Örn- ólfur. Ekki liggur fyrir hvenær Dorrit kemur til Íslands, en ákvörðun um það verður tekin í samráði við lækna. Lærbrotnaði á skíðum í Aspen Óhapp Dorrit Moussaieff er nú á sjúkrahúsi í Colorado. SAMKOMULAG náðist í gær í sér- fræðinganefnd allra aðildarríkja Evrópuráðsins um tillögu að bindandi samn- ingi um vernd barna gegn kyn- ferðisofbeldi og kynferðislegri misneytingu. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var fulltrúi Ís- lands í þessari vinnu. Að hans mati er samningurinn sérstakt fagn- aðarefni, ekki síst þar sem öll meg- insjónarmið sem liggja til grund- vallar starfsemi Barnahúss hafa nú hlotið alþjóðlega viðurkenningu og barnahússins er sérstaklega getið í skýringum með samningnum. Stefnt er að því að samningurinn hljóti formlega afgreiðslu hjá Evr- ópuráðinu síðar á þessu ári. Barna- verndarstofa segir að gangi það eftir sé um að ræða fyrsta alþjóða- samning sinnar tegundar. Samningur um vernd barna Bragi Guðbrandsson FRAMKVÆMDARÁÐ Reykjavík- urborgar hefur samþykkt aðgerða- áætlun vegna endurbóta á svo- nefndum vástöðum í borginni, í samræmi við umferðaröryggis- áætlun borgarinnar fyrir árin 2002–2007. Vástaðir eru þeir staðir í gatna- kerfinu í Reykjavík þar sem óeðli- lega mörg slys eða óhöpp hafa orð- ið á undanförnum árum. Áætlaður kostnaður nemur rúm- um 52 milljónum króna og þar af fara 23 milljónir í ný verkefni. Stuðst var við tölfræði um slys í íbúðahverfum við val á verkefnum en einnig var tekið tillit til óska sem borist hafa frá íbúum sem búa ná- lægt vástöðunum. Á verkefnalistanum, sem fram- kvæmdaráðið hefur látið taka sam- an, ber mest á hraðahindrunum og þrengingum við gatnamót. Endurbætur á vástöðum Hún segir að áður hafi verið reynt að flytja þjónustu við fatlaða yfir til sveitarfélaganna og fyrir nokkrum árum hafi sú hugmynd verið komin á lokastig. „Við ætlum að gera núna aðra tilraun. Það sem er áhugavert er að það virðist vera mjög mikill áhugi úti í samfélaginu á umfjöllun um þessi mál. Við erum að tala um að bæta og breyta þjónustu við geðfatlaða og það er í ferli. Það er mikil umræða um þjónustu við aldraða og að það beri að Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ALLT að 600 manns tóku þátt í um- fangsmikilli ráðstefnu um stefnu og strauma í félagslegri þjónustu sem lauk í gær á Nordica hóteli. Að ráð- stefnunni stóðu félagsmálaráðuneytið og fleiri aðilar. Ragnhildur Arnljóts- dóttir ráðuneytisstjóri segir þátttök- una hafa verið framar björtustu von- um. Fyrri daginn hafi um 500–600 manns sótt ráðstefnuna og í gær hafi meira en 400 manns tekið þátt í fjöl- mörgum málstofum. „Það sem mér hefur fundist áhuga- verðast sjálfri er hvað það komu margir utan af landi og gáfu sér tíma,“ segir Ragnhildur um ráðstefn- una. Þar hafi komi saman fólk úr ýmsum geirum sem á það sameiginlegt að vinna að félagslegri þjónustu, m.a. fólk sem starfar fyrir fatlaða, og starfsfólk í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu. „Svo heyrð- um við raddir aldraðra, en Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, var með innlegg.“ Þá hafi formenn annarra hagsmunasam- taka, á borð við Ör- yrkjabandalagið og Þroskahjálp, sagt frá sínum við- horfum til fé- lagslegrar þjón- ustu. „Einnig fengum við erlenda fyrirlesara, m.a. frá Skotlandi og Danmörku.“ „Við höfum verið að vinna að stefnumótun í málefnum fatlaðra sem við teljum að geti orðið góður grunn- ur að þeirri umræðu sem nú er að hefjast um hugsanlegan verkefna- flutning frá ríki og til sveitarfélag- anna,“ segir Ragnhildur. Félagsmála- ráðuneytið hafi fengið það hlutverk að stýra þeim verkefnum sem nú eru að hefjast í samvinnu við Samband ís- lenskra sveitarfélaga. „Við teljum að ráðstefna af þessu tagi geti verið gott innlegg í það starf sem við erum að hefja í félagsmálaráðuneytinu,“ segir Ragnhildur. stuðla að því að flestir geti búið heima sem lengst. Það gera margir mjög góða hluti úti um land og á höfuðborg- arsvæðinu hafa menn verið að gera ýmsar tilraunir með að samþætta þjónustu.“ Nógu vel hlúð að börnum? Fjöldi fyrirlesara flutti fyrirlestra á ráðstefnunni. Ragnhildur segir að það sem standi upp úr eftir að hafa fylgst með henni sé sú staðreynd að fjöl- margt fólk vinni faglega að málum sem tengjast félagslegri þjónustu. Er- indi Sigrúnar Júlíusdóttur, prófessors í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, hafi verið áhugavert en yfirskrift þess var Velferð sem virkar. „Hún fjallaði um börn og unglinga á Íslandi í dag. Mér finnst það vera svið sem við þurf- um að sinna betur,“ segir Ragnhildur. Fram hafi komið hjá Sigrúnu að hér væri fæðingartíðni há, dánartíðni ung- barna nánast engin. Sigrún hafi bent á að hér væri vinnutíminn langur og at- vinnuþátttaka kvenna mikil. Íslend- ingar þyrftu að spyrja sig að því hvort nægilega vel væri hlúð að börnunum. Gott innlegg í stefnumótunar- vinnu um málefni fatlaðra Ragnhildur Arnljótsdóttir Í HNOTSKURN » Á ráðstefnunni, sem baryfirskriftina Mótum fram- tíð, var rætt um ýmsa þætti fé- lagslegrar þjónustu. »Félagsmálaráðuneytið,Velferðarsvið Reykjavík- urborgar, Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd við Félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands, Rauða kross Íslands, Ís- Forsa og fjölmargir hags- munaaðilar, stóðu að henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.