Morgunblaðið - 31.03.2007, Page 6

Morgunblaðið - 31.03.2007, Page 6
6 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, átti á fimmtudag fundi með bandarískum ráðamönnum í Washington. Á þeim kom fram mik- ill áhugi á því að sendinefndir banda- rískra áhrifamanna kæmu til Íslands á næstu mánuðum til að ræða sam- starfsverkefni um endurnýjanlega orku, baráttu gegn loftslagsbreyt- ingum og samvinnu háskóla- og tæknistofnana. Fyrsti fundur forseta var með Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þar ræddi forseti m.a. um framlag Íslands til nýtingar á umhverfisvænni orku, ekki síst jarðhita; tækifæri til að nýta hann í Bandaríkjunum og mögulegt sam- starf Íslendinga og Bandaríkja- manna í umhverfis- og orkumálum. Fundinn sat jafnframt Tom Lantos, formaður utanríkismálanefndar full- trúadeildarinnar. Þá ræddi forseti við Harry Reid, leiðtoga meirihlut- ans í öldungadeildinni, en Reid kem- ur frá Nevada-ríki þar sem finna má umtalsverðan nýtanlegan jarðhita. Á fundi forseta með Barack Obama öldungadeildarþingmanni, sem til- kynnt hefur framboð sitt til embætt- is forseta Bandaríkjanna, var eink- um rætt um samstarf á sviði endurnýjanlegrar orku víða um heim, samvinnu Íslendinga og Bandaríkjamanna og hvernig mögu- legt væri að breyta fyrrum herstöð- inni í Keflavík í alþjóðlega háskóla- og rannsóknarmiðstöð. Obama lýsti áhuga sínum á því að sækja Ísland heim til að kynna sér betur hvernig Íslendingar hefðu komist í fremstu röð þjóða heims með því að skipta út kolum og olíu fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Forseti átti einnig viðræður við Alexander Karsner, aðstoðarorku- málaráðherra Bandaríkjanna, öld- ungadeildarþingmennina Tom Harkin frá Iowa og Jon Tester og fulltrúadeildarþingmennina Rick Boucher úr orkumálanefnd deild- arinnar og Ed Markey sem stýrir nýrri nefnd um loftslagsbreytingar og orkumál, en sú nefnd hyggur á kynnisferð um norðurslóðir á næstu mánuðum. Obama vill heimsækja Ísland Ólafur Ragnar ræddi við þingmenn í Washington Viðræður Barack Obama öldungadeildarþingmaður og Ólafur Ragnar Grímsson ræddu m.a. um samstarf á sviði endurnýjanlegrar orku. RÁÐSTEFNUGESTIR á Hótel Nordica sóttu margir hverjir fjölmargar málstofur en slíku fylgja miklar set- ur. Það var því kærkomið fyrir gesti er þeim gafst tæki- færi til að teygja úr sér milli atriða og hreyfa kroppinn. Í gær stjórnaði Sandra Dögg Árnadóttir sjúkraþjálfari léttri leikfimi á ráðstefnunni og tóku fjölmargir þátt í henni. Í fyrradag bauðst fólki að hreyfa sig undir afrískum trumbuslætti kennara úr Kramhúsinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Teygðu úr sér á milli málstofa ÍSLENDINGAR undirrituðu í gær samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Samningurinn var undirritaður í New York og það var Harald Aspelund, fulltrúi fasta- nefndar Íslands hjá SÞ, sem skrifaði undir hann fyrir Íslands hönd. Fylgst var með undirrituninni í beinni útsendingu á ráðstefnu um fé- lagslega þjónustu á Hótel Nordica. Þau ríki sem undirrita samninginn skuldbinda sig til að innleiða mæli- kvarða sem efla mannréttindi fatl- aðra og koma í veg fyrir mismunun. Í ágúst 2006 náðist samkomulag hjá SÞ um drög að samningnum. Yf- ir 100 þátttökulönd ákváðu að leggja samningsdrögin fyrir allsherjar- þingið til samþykktar. Í meirihluta ríkjanna er ekki fyrir hendi sérstök löggjöf um málefni fatlaðra. Samning- ur SÞ und- irritaður Á að efla mann- réttindi fatlaðra Um 600 manns ræddu um framtíð félagslegrar þjónustu á ráðstefnu í Reykjavík LÍÐAN Dorritar Moussaieff, eig- inkonu forseta Íslands, er eftir at- vikum góð, en hún lærbrotnaði þeg- ar hún var á skíðum í Aspen í Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Ólafur Ragnar Grímsson breytti ferðaáætlun sinni í gær og flaug til Aspen þar sem Dorrit er að jafna sig á sjúkrahúsi. Ólafur hefur verið á fundum með ráðamönnum í Washington síðustu daga. Örnólfur Thorsson forsetaritari sagði að forsetinn myndi dvelja hjá Dorrit fram á sunnudag og halda síðan til Columbus í Ohio, þar sem hann flytur fyrirlestur, og síðan í Harvard-háskóla í Massachusetts áður en haldið verður heim á leið á miðvikudaginn. „Forsetafrúin er fær skíðakona en hún lenti víst í harðfenni við erf- iðar aðstæður og í kjölfarið lenti hún í þessu skíðaslysi,“ sagði Örn- ólfur. Ekki liggur fyrir hvenær Dorrit kemur til Íslands, en ákvörðun um það verður tekin í samráði við lækna. Lærbrotnaði á skíðum í Aspen Óhapp Dorrit Moussaieff er nú á sjúkrahúsi í Colorado. SAMKOMULAG náðist í gær í sér- fræðinganefnd allra aðildarríkja Evrópuráðsins um tillögu að bindandi samn- ingi um vernd barna gegn kyn- ferðisofbeldi og kynferðislegri misneytingu. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var fulltrúi Ís- lands í þessari vinnu. Að hans mati er samningurinn sérstakt fagn- aðarefni, ekki síst þar sem öll meg- insjónarmið sem liggja til grund- vallar starfsemi Barnahúss hafa nú hlotið alþjóðlega viðurkenningu og barnahússins er sérstaklega getið í skýringum með samningnum. Stefnt er að því að samningurinn hljóti formlega afgreiðslu hjá Evr- ópuráðinu síðar á þessu ári. Barna- verndarstofa segir að gangi það eftir sé um að ræða fyrsta alþjóða- samning sinnar tegundar. Samningur um vernd barna Bragi Guðbrandsson FRAMKVÆMDARÁÐ Reykjavík- urborgar hefur samþykkt aðgerða- áætlun vegna endurbóta á svo- nefndum vástöðum í borginni, í samræmi við umferðaröryggis- áætlun borgarinnar fyrir árin 2002–2007. Vástaðir eru þeir staðir í gatna- kerfinu í Reykjavík þar sem óeðli- lega mörg slys eða óhöpp hafa orð- ið á undanförnum árum. Áætlaður kostnaður nemur rúm- um 52 milljónum króna og þar af fara 23 milljónir í ný verkefni. Stuðst var við tölfræði um slys í íbúðahverfum við val á verkefnum en einnig var tekið tillit til óska sem borist hafa frá íbúum sem búa ná- lægt vástöðunum. Á verkefnalistanum, sem fram- kvæmdaráðið hefur látið taka sam- an, ber mest á hraðahindrunum og þrengingum við gatnamót. Endurbætur á vástöðum Hún segir að áður hafi verið reynt að flytja þjónustu við fatlaða yfir til sveitarfélaganna og fyrir nokkrum árum hafi sú hugmynd verið komin á lokastig. „Við ætlum að gera núna aðra tilraun. Það sem er áhugavert er að það virðist vera mjög mikill áhugi úti í samfélaginu á umfjöllun um þessi mál. Við erum að tala um að bæta og breyta þjónustu við geðfatlaða og það er í ferli. Það er mikil umræða um þjónustu við aldraða og að það beri að Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ALLT að 600 manns tóku þátt í um- fangsmikilli ráðstefnu um stefnu og strauma í félagslegri þjónustu sem lauk í gær á Nordica hóteli. Að ráð- stefnunni stóðu félagsmálaráðuneytið og fleiri aðilar. Ragnhildur Arnljóts- dóttir ráðuneytisstjóri segir þátttök- una hafa verið framar björtustu von- um. Fyrri daginn hafi um 500–600 manns sótt ráðstefnuna og í gær hafi meira en 400 manns tekið þátt í fjöl- mörgum málstofum. „Það sem mér hefur fundist áhuga- verðast sjálfri er hvað það komu margir utan af landi og gáfu sér tíma,“ segir Ragnhildur um ráðstefn- una. Þar hafi komi saman fólk úr ýmsum geirum sem á það sameiginlegt að vinna að félagslegri þjónustu, m.a. fólk sem starfar fyrir fatlaða, og starfsfólk í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu. „Svo heyrð- um við raddir aldraðra, en Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, var með innlegg.“ Þá hafi formenn annarra hagsmunasam- taka, á borð við Ör- yrkjabandalagið og Þroskahjálp, sagt frá sínum við- horfum til fé- lagslegrar þjón- ustu. „Einnig fengum við erlenda fyrirlesara, m.a. frá Skotlandi og Danmörku.“ „Við höfum verið að vinna að stefnumótun í málefnum fatlaðra sem við teljum að geti orðið góður grunn- ur að þeirri umræðu sem nú er að hefjast um hugsanlegan verkefna- flutning frá ríki og til sveitarfélag- anna,“ segir Ragnhildur. Félagsmála- ráðuneytið hafi fengið það hlutverk að stýra þeim verkefnum sem nú eru að hefjast í samvinnu við Samband ís- lenskra sveitarfélaga. „Við teljum að ráðstefna af þessu tagi geti verið gott innlegg í það starf sem við erum að hefja í félagsmálaráðuneytinu,“ segir Ragnhildur. stuðla að því að flestir geti búið heima sem lengst. Það gera margir mjög góða hluti úti um land og á höfuðborg- arsvæðinu hafa menn verið að gera ýmsar tilraunir með að samþætta þjónustu.“ Nógu vel hlúð að börnum? Fjöldi fyrirlesara flutti fyrirlestra á ráðstefnunni. Ragnhildur segir að það sem standi upp úr eftir að hafa fylgst með henni sé sú staðreynd að fjöl- margt fólk vinni faglega að málum sem tengjast félagslegri þjónustu. Er- indi Sigrúnar Júlíusdóttur, prófessors í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, hafi verið áhugavert en yfirskrift þess var Velferð sem virkar. „Hún fjallaði um börn og unglinga á Íslandi í dag. Mér finnst það vera svið sem við þurf- um að sinna betur,“ segir Ragnhildur. Fram hafi komið hjá Sigrúnu að hér væri fæðingartíðni há, dánartíðni ung- barna nánast engin. Sigrún hafi bent á að hér væri vinnutíminn langur og at- vinnuþátttaka kvenna mikil. Íslend- ingar þyrftu að spyrja sig að því hvort nægilega vel væri hlúð að börnunum. Gott innlegg í stefnumótunar- vinnu um málefni fatlaðra Ragnhildur Arnljótsdóttir Í HNOTSKURN » Á ráðstefnunni, sem baryfirskriftina Mótum fram- tíð, var rætt um ýmsa þætti fé- lagslegrar þjónustu. »Félagsmálaráðuneytið,Velferðarsvið Reykjavík- urborgar, Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd við Félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands, Rauða kross Íslands, Ís- Forsa og fjölmargir hags- munaaðilar, stóðu að henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.