Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HÆKKUN varð á Úrvalsvísitölunni í kauphöll OMX á Íslandi í gær. Hún fór upp um 0,44% og endaði í 7.493 stigum. Mest hækkun varð á bréfum Alfesca, eða 2,12%, bréf Össurar hækkuðu um 1,63% og bréf Glitnis hækkuðu um 1,12% í um 100 við- skiptum upp á rúman milljarð króna. Bréf Flögu lækkuðu um 0,84% og bréf Icelandic Group um 0,72%. Mestu viðskiptin voru með bréf Ex- ista, 11,6 milljarðar, en þyngst vega kaup fjárfestingafélagsins Kistu á hlutum í eigu SPRON og Icebank. Hlutur Kistu í Exista er nú 6,25% en félagið er í eigu sparisjóðanna. Glitnir upp um 1,12% ● HANS Petersen og Strax Holdings hafa sameinað verslunarrekstur sinn undir merkj- um HP Far- símalagersins frá og með morg- undeginum, 1. apríl. Strax hefur rekið Far- símalagerinn og sérhæft sig í sölu og dreifingu á far- símabúnaði. Hans Petersen mun eft- ir sem áður stunda heildsölurekstur með ljósmynda- og framköll- unarvörur. Áætluð velta sameinaðs félags er um 700 milljónir króna en sex verslanir verða starfræktar á höf- uðborgarsvæðinu. Kjartan Örn Sig- urðsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri HP Farsímalagersins en hann var áður hjá Strax. Farsímalagerinn og Hans Petersen saman HP Farsímar og myndavélar í eitt. ● HALLI á vöruskiptum við útlönd fyrstu tvo mánuði þessa árs nam 11,2 milljörðum króna, samanborið við 18,7 milljarða króna á sama gengi miðað við sama tíma í fyrra, eða 7,5 milljörðum skárri vöru- skiptajöfnuður. Í janúar og febrúar sl. voru fluttar út vörur fyrir 43,2 millj- arða króna en inn fyrir 54,4 millj- arða. Í febrúarmánuði einum og sér var vöruskiptahallinn fimm milljarðar króna, samanborið við 8,8 milljarða í febrúar árið 2006. Sjávarafurðir voru 47% alls útflutnings fyrstu tvo mán- uðina og var verðmæti þeirra 4,5% meira en á sama tíma árið áður. Ellefu milljarða króna vöruskiptahalli SAMSKIP hafa samið við japanska umboðs- og flutningafélagið Inter- ocean Shipping Corporation um að gerast umboðsaðili í Japan. Að sögn Kristjáns Más Atlasonar, sem nýlega tók við starfi fram- kvæmdastjóra hjá frystivöru- og flutningsmiðlun Samskipa, með að- setur í Rotterdam, hefur félagið með samningnum styrkt stöðu sína enn frekar í frystivöru- og flutningsmiðl- un á Asíumarkaði. Þetta sé enn eitt skrefið í þá átt að styrkja og efla þjónustu Samskipa á Asíumarkaðn- um. Fyrir er félagið með skrifstofur í Pusan og Seúl í Suður-Kóreu, Qingdao og Dalian í Kína, sem og Ho Chi Minh-borg í Víetnam. Interocean Shipping Corporation var stofnað í Japan árið 1948 af Kit- amura-fjölskyldunni. Sterk staða Samskipa Í tilkynningu frá Samskipum er haft eftir Kenta Kitamura, forstjóra fyrirtækisins, að það sé mikið ánægjuefni að verða hluti af flutn- inganeti Samskipa. Japan hafi lengi átt viðskipti með frosnar fiskafurðir við Ísland, Noreg, Færeyjar og Hol- land og sterk staða Samskipa í þeim flutningum sé mikilvæg fyrir Inter- ocean Shipping. Fyrirtækið hefur sinnt fiskflutningum og þjónustu við sjávarútveginn, þó að reksturinn hafi síðar þróast inn á fleiri svið. Samskip á Japansmarkað Ganga til samstarfs við Interocean Shipping Corporation Japan Kristján Már Atlason og Kenta Kitamura handsala samning- inn milli Samskipa og Interocean. nefna stöðubyggingu félagsins í finnska flugfélaginu Finnair, kaup þess á danska lággjaldafélaginu Sterling að ógleymdri stöðubygg- ingu í AMR Corporation, móður- félagi bandaríska flugrisans Americ- an Airlines. Tjá sig ekki um orðróm Aðspurður um áhuga FL Group á 20% hlut SAS í BMI segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi FL Group, félagið aldrei tjá sig um orð- róm á markaði. FL Group orðað við kaup á hlut í BMI Fleiri flugfélög sögð áhugasöm um hluti í British Midland Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is MIKLAR vangaveltur eru nú á markaði í Bretlandi um framtíðar- eignarhald á breska flugfélaginu British Midland, BMI. Fyrr í vikunni var greint frá því í breska dagblaðinu Times að British Airways, risinn á breskum flugmarkaði, væri að íhuga að bjóða um einn milljarð punda, jafngildi tæplega 129 milljarða króna, fyrir helmingshlut auk eins hlutabréfs í félaginu. Sá hlutur hefur verið í eigu stjórnarformanns félags- ins, Sir Michael Bishop, og hefur ver- ið afar eftirsóttur um alllanga hríð. Beðið eftir Bishop Aðrir eigendur BMI eru þýska flugfélagið Lufthansa, sem á 30% hlut, og skandinavíska flugfélagið SAS, sem á 20%. Í gær greindi Times frá því að síðarnefnda félagið væri að íhuga að selja hlut sinn. Heimildir blaðsins herma þó að áhugi fjárfesta sé fremur takmarkaður þar sem þeir vilji frekar bíða þess að Bishop selji hlut sinn þar sem sá hlutur veitir nánast einræði í félaginu. Þó hafa nokkrir mögulegir kaup- endur að hlut SAS verið nefndir en meðal þeirra er fjárfestingarfélagið FL Group sem hefur farið mikinn í fjárfestingum á flugmarkaði á und- anförnum misserum. Má þar t.d. Í HNOTSKURN »Mikið líf er í kringum flug-félögin. Eftir lokun mark- aða í gær bauð bandaríski sjóðurinn Texas Pacific Group í spænska flugfélagið Iberia. »Andvirði tilboðsins er um2,3 milljónir punda, jafn- virði um 300 milljarða króna. Til samanburðar er markaðs- virði Icelandair um 27 millj- arðar króna. Heathrow Aðalflugvöllur BMI er Heathrow, líkt og hjá British Airways, sem sýnt hefur keppinaut sínum áhuga eins og FL Group. Þannig er BA með þessa flugstöðvarbyggingu í smíðum við Heathrow (Terminal 5) sem vígja á 27. mars á næsta ári. Um hana munu um 30 milljónir farþegar fara. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is NORÐURÁL hefur falið Lands- bankanum og Kaupþingi í samein- ingu að skoða hagkvæmustu leiðir til fjármögnunar á fyrirhuguðu álveri Norðuráls í Helguvík, ásamt endur- fjármögnun vegna Grundartanga. Áætluð fjárfesting Norðuráls vegna framkvæmda við álverið í Helguvík er allt að 70 milljörðum króna. Til skoðunar er að Kaupþing og Landsbankinn hafi forystu um sambankalán, líkt og bankarnir gerðu á öndverðu árinu 2005 með 365 milljón dollara fjármögnun vegna stækkunar og endurfjár- mögnunar álvers Norðuráls á Grundartanga, jafnvirði um 24 millj- arða króna nú. Auk Kaupþings og Landsbankans tóku Glitnir og Spari- sjóðabankinn, nú Icebank, þátt í þeirri fjármögnun ásamt erlendu bönkunum Fortis Bank, HSG Nor- dbank, NIB, Sumitomo og Credit Suisse. Var þetta í fyrsta sinn sem innlendar lánastofnanir önnuðust fjármögnun af þessu tagi. Framkvæmdir á árinu? Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar og fjármálasviðs Norðuráls, segir að reynslan af sambankaláninu hafi verið mjög góð. Áfram verði byggt á þeim grunni og góður tími gefinn í að undirbúa fjármögnunina. Að sögn Ragnars er stefnt að því að hefja jarðvinnu og aðrar undir- búningsframkvæmdir síðar á þessu ári. Verkið verður áfangaskipt og miðað við að byggingu fyrsta áfanga verði lokið síðari hluta árs 2010, þannig að framleiðsla áls geti þá haf- ist. Framkvæmdum við álverið verði lokið eigi síðar en árið 2015. Ragnar segir skipulagsmál í góð- um farvegi í samstarfi við heima- menn á Suðurnesjum, sem og und- irbúning fyrir mat á umhverfis- áhrifum. Reiknað sé með því að senda endanlegar tillögur til Skipu- lagsstofnunar í byrjun apríl, í fram- haldinu verði mat á umhverfisáhrif- um auglýst og síðsumars gæti framkvæmdaleyfi legið fyrir. Álverið í Helguvík í fjármögnun Landsbanki og Kaupþing undirbúa fjármögnun 70 milljarða fjárfestingar Helguvík Undirbúningur álvers Norðuráls í Helguvík er í fullum gangi, fjármögnunin þar á meðal. MEST hefur keypt fyrirtækið Timbur og stál og mun það verða rekið áfram í svipaðri mynd og áður á Smiðjuvegi í Kópavogi. Kaupverðið er ekki gefið upp. Timbur og stál er um 30 ára fyrirtæki sem hefur þjónustað byggingariðnaðinn. MEST varð til með samruna Steypustöðvarinnar og Merkúrs um áramótin 2005 og 2006. Starfsemi Merkúrs fólst í megindráttum í inn- flutningi og sölu á byggingarvörum auk véla og tækja fyrir sjávar- útveg, verktaka og ýmsan annan iðnað. MEST er með starfsstöðvar í Hafnarfirði, þar sem aðalskrif- stofan er til húsa, Reykjavík, á Sel- fossi og Reyðarfirði. Hjá fyrirtæk- inu starfa rúmlega 270 manns. Timbur og stál fara til MEST     !     " #$%& '()                           !" # $% & ' ($   & % & )  )      *  + , -.-   /         "0  $  1  &   ! &$ 1  &  23 . 4)5 67 6 7$$$ , , 8  ,       *- # $* ,  &       ! & !  ,.     !                                                       :9;; <9=> 9;; 9?; 9:; @?9:; @:9;; 9:; >;@?9;; >9=; :9;; >9:; @;9;; >@9;; @:9=; @9 @:9>; 9= >9>; ;9;; <9? =9 <9 >9= >@9 :9; !& + ,  & $ 6 ,A & $B ' *  >??:? >;;?;;: @==;;;;; >?>@ @@?;:< :;<@ <@><;==: >@:=>?; <:>@ >>?::> @;:=::@? @===@>? >?=@ ?:>><= <>:@:;; >>>:@>@?= ;:>? >;?>>:; >=>???; + + @@<@@ <=>@;; + + + + :9;; <9=; 9;; 9?> 9@; @?9 @:9;; 9:; >;@9;; >9 :9;; >9:; >?9?; >@<9;; @:9:; @9 @9?; 9=; >9>; + <9? =9<; <9 + >>9;; + : <9= :9;; 9?@ 9:; @?9=; @:9>; 9=; >;;9;; >9=; :9;; >9?; @;9;; >@9;; @:9?; @9 @:9>; 9?; >9?; + <9?? =9=; + + >@9 :9:; 8, A C  6!D  $    .& , > :: @ @< >? @ ?? : >;= < ? >; :< >; << @ >@ >= + + > @ + + + + *A,  ,  , 2 & E *F;; # #  * +   6*" G # # + *   H H<; 4)5*  # # *   4)5 2  # * *   1H"5> G IJ  #   # * *   FL Group hefur selt hlut sinn í Kynnisferðum. Kaupandi er eign- arhaldsfélagið Reynimelur, sem er í eigu fjárfesta undir forystu SBA- Norðurleiðar og Hópbíla. Kynn- isferðir halda m.a. uppi ferðum milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar og velta fyrirtækisins á síðasta ári nam 1,5 milljörðum króna. Þar með hefur FL Group selt öll dótturfyr- irtæki sín sem tengdust gamla ferðaþjónustuhluta Flugleiða. Kynnisferðir fá nýja eigendur ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.