Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sokkabuxur sem eru sérsni›nar
fyrir stórvaxnar konur
Á ALÞJÓÐLEGA veðurdeginum
23. mars 2007 var formlega opn-
aður í El Escorial á Spáni sameig-
inlegur vefur 21 Evrópulands um
veðurviðvaranir.
Vefurinn er unninn undir merkj-
um Eumetnet sem er formlegur
samstarfsvettvangur ríkisveð-
urstofa þessara landa. Á vefnum
má sjá með einföldum og sam-
ræmdum hætti hvort í gildi er inn-
an hvers lands viðvörun um veður
eða veðurtengda þætti fyrir næstu
48 klst og er vefurinn uppfærður á
20 mínútna fresti.
Vefurinn er einkum hugsaður til
nota fyrir þá sem ferðast á milli
landa og þurfa að vita hvort veð-
urviðvörun er í gildi í landinu sem
ferðast er til. Notaðir eru fjórir
meginlitir á viðvörunarkortinu:
grænn ef engin viðvörun er í gildi
frá viðkomandi veðurstofu, gulur
vísar til þess að í gildi sé tiltölulega
algeng viðvörun en ef liturinn er
appelsínugulur eða rauður er um
að ræða mjög fátíða atburði, gjarn-
an mjög hættulega.
Hafa verður í huga að viðmið-
unarmörkin eru mismunandi frá
landi til lands, enda tíðni sambæri-
legra veðuratburða breytileg frá
landi til lands og líkleg skaðsemi
ákveðins veðuratburðar sömuleiðis.
Sjá nánar á www.vedur.is og
www.meteoalarm.eu.
Válynd veður Frá opnun vefjarins þar sem hægt er að fylgjast með veður-
viðvörunum, f.v.: Michael Staudinger, Austurríki, verkefnisstjóri Meteo-
alarm, Fransisco Cadarso, Spáni, og Magnús Jónsson veðurstofustjóri.
Hægt að sjá hvort í gildi er
viðvörun um veður í Evrópu
HUGMYNDASAMKEPPNI um
skipulag Vatnsmýrar hófst á veg-
um Reykjavíkurborgar í gær. Sam-
keppnin er alþjóðleg og fer fram í
tveimur þrepum. Afrakstur keppn-
innar verður kynntur í nóvember
eftir að dómnefnd hefur metið til-
lögur í báðum þrepum. Gert er ráð
fyrir Reykjavíkurborg semji við
einn eða fleiri af vinningshöfum um
skipulagningu hluta af Vatnsmýr-
arsvæðinu í kjölfar keppninnar.
Allar nánari upplýsingar um
hugmyndasamkeppnina er að finna
á sérstökum vef keppninnar,
www.vatnsmyri.is.
Morgunblaðið/Golli
Samkeppni um
Vatnsmýrina
STANGVEIÐITÍMABILIÐ hefst á morgun. Veiðimenn taka þá að egna fyrir
sjóbirting í ýmsum ám, einkum sunnanlands og vestan. Þá hefst einnig veiði í
nokkrum silungavötnum. Veiðimenn sem hefja veiðar í kunnum sjóbirt-
ingsám í Vestur-
Skaftafellssýslu,
svo sem Tungu-
fljóti, Geirlandsá
og Vatnamótum,
sem og Varmá
við Hveragerði,
mega búast við
einhverjum
vatnavöxtum í
kjölfar mikillar
úrkomu sem spáð er í dag. Aðrar ár, eins og Tungulækur í Landbroti, eru
meiri lindár og vaxa því síður.
Meðal annarra veiðisvæða á Suðurlandi sem verða opnuð á morgun eru
Steinsmýrarvötn, Minnivallalækur, Ytri-Rangá neðan Ægissíðufoss, Brúará
og flest svæði í Soginu.
Á Vesturlandi hefst veiði í Grímsá, Hítará, Andakílsá og Hraunsfirði. Fyrir
norðan verður Litlaá í Kelduhverfi opnuð og á höfuðborgarsvæðinu hefst
veiði í Vífilstaðavatni, sem verður sífellt vinsælla meðal vorveiðimanna.
Stangveiðin hefst á morgun
Morgunblaðið/Einar Falur
Sjóbirtingur hefur tekið bleikan nobbler í Tungulæk.
ÞORSTEINN
Hjartarson hefur
verið ráðinn
framkvæmda-
stjóri Þjónustu-
miðstöðvar
Breiðholts. Þor-
steinn hefur
gegnt starfi
skólastjóra
Fellaskóla í Breiðholti frá árinu
2000. Þjónustumiðstöð Breiðholts
er ein af sex þjónustumiðstöðvum
Reykjavíkurborgar.
Þjónustumiðstöð
HULDA Gústafsdóttir kom, sá og
sigraði í fimmgangi í Meistaradeild
VÍS í fyrrakvöld. Hún skaut þar
með sigurvegurum í fimmgangi í
fyrra ref fyrir rass. Hulda var efst
eftir forkeppni á Galsasyninum
Galdri frá Flagbjarnarholti en
þurfti að hafa fyrir úrslitunum þar
sem hún háði bráðabana við Viðar
Ingólfsson og Riddara frá Krossi.
Fimmgangur
NÝI færanlegi hafnarkrani Eim-
skips, Jötunn, sýndi í fyrradag
kraft sinn þegar hann lyfti 115
tonna rafli og 93 tonna túrbínu.
Rafallinn og túrbínan voru flutt til
landsins með Goðafossi en verða nú
send til Hellisheiðarvirkjunar
Orkuveitu Reykjavíkur.
Kraftur Jötuns BÁRA Agnes Ketilsdóttir hefurverið ráðinn hjúkrunarfræðingur
World Class heilsuræktar, deild-
arstjóri útivistartíma og tengiliður
stöðvarinnar við heilbrigðisstéttir.
Gígja Þórðardóttir hefur verið ráð-
inn faglegur deildarstjóri þjálfara
og námskeiða hjá World Class
heilsurækt og tengiliður stöðv-
arinnar við heilbrigðisstéttir.
Heilsurækt
KOSTNAÐUR stjórnvalda af hval-
veiðum og tengdum verkefnum á
tímabilinu 1990–2006 nemur samtals
tæplega 749 milljónum króna á verð-
lagi dagsins í dag. Þetta kemur fram í
samantekt sem Þorsteinn Sigur-
laugsson rekstrarhagfræðingur vann
nú í byrjun árs fyrir International
Fund for Animal Welfare og Nátt-
úruverndarsamtök Íslands og kynnt
var á blaðamannfundi í gær.
Fram kom í máli Þorsteins að
markmiðið væri að draga saman ann-
ars vegar beinan kostnað ríkisins
vegna hvalveiða og hins vegar óbein-
an kostnað, þ.e. kostnað sem líklegt
er að fallið hafi til á alþjóðavettvangi
vegna afstöðu Íslands. Sagði hann
kostnaðarliðina vera fjóra, þ.e. kostn-
aður vegna vísindaveiða sem samtals
nemur 235 milljónum króna, kostn-
aður vegna alþjóðasamstarfs sem
samtals nemur 168 milljónum (undir
þennan lið fellur kostnaður við ár-
gjöld vegna aðildar að Alþjóðahval-
veiðiráðinu og Norður-Atlantshafs-
sjávarspendýraráðinu), kostnaður
vegna kynningar á málstað Íslands
erlendis sem samtals nemur tæpum
197 milljónum og annar hvalveiði-
tengdur kostnaður sem samtals nem-
ur 149 milljónum. Samtals gerir þetta
tæplega 749 milljónir.
Tók Þorsteinn fram að kostnaðar-
tölurnar væru komnar frá sjávarút-
vegsráðuneytinu, bæði sem svar við
skriflegum fyrirspurnum frá rann-
sakendum og fyrirspurnum þing-
manna á þingi.
Nýta hefði mátt féð betur
Í samtali við Morgunblaðið segir
Árni Finnsson, formaður Náttúru-
verndarsamtaka Íslands, mikilvægt
að dregin sé upp heildarmynd af því
hversu miklu af almannafé hafi á um-
liðnum árum verið varið í það verk-
efni stjórnvalda að hefja hvalveiðar
að nýju. „Þessi barátta stjórnvalda
fyrir endurupptöku hvalveiða hefur
nú staðið í 16–17 ár og menn hafa lagt
í það mikinn kostnað. Að okkar viti
hefur þetta ekki gefið neitt. Eins og
staðan er núna er fátt sem bendir til
að hægt sé að selja þetta hvalkjöt sem
vannst úr þessum sjö langreyðum
sem Kristján Loftsson veiddi. Þá
vaknar spurningin hvort ekki hefði
verið hægt að nýta þessa fjármuni,
sem nánast er verið að henda út um
gluggann, betur. Hugsaðu þér hvað
hefði verið hægt að gera fyrir þessa
peninga í umhverfisvernd eða til
rannsókna á lífríki hafsins hér við
land. T.d. hefur skort rannsóknir á
hugsanlegum áhrifum loftslagsbreyt-
inga fyrir fiskveiðar,“ segir Árni.
Kostnaður vegna hval-
veiða 749 milljónir
Dýrt Hvalveiðar eru sagðar hafa kostað stjórnvöld 749 milljónir króna.
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir peningum
stjórnvalda vegna hvalveiða hafa verið hent út um gluggann
Morgunblaðið/Ómar