Morgunblaðið - 31.03.2007, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
/ KRINGLUNNI
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:50 - 4 - 6:10 LEYFÐ DIGITAL 3D
MEET THE ROBINSONS ótextuð m/ensku tali kl. 8:10 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL 3D
WILD HOGS kl. 3:50 - 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 7 ára
300 kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára DIGITAL
NORBIT kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ DIGITAL
Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is
SCIENCE OF SLEEPS (SCIENCE DES RÊVES, LA) kl. 5:50
LADY CHATTERLEY kl. 3 - 6 - 9
HORS DE PRIX ísl. texti kl. 3
TELL NO ONE (NE LE DIS À PERSONNE) kl. 8 - 10:20
PARIS, JE T'AIME kl. 3
ALLIANCE FRANÇAISE, Í SAMVINNU
VIÐ PEUGEOT OG BERNHARD, KYNNA:
FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ
Í HÁSKÓLABÍÓ 3.MARS TIL 1. APRÍL
VAR VALINN BESTA MYND
ÁRSINS Í FRAKKLANDI
SÝND Í SAMBÍÓ KRINGLUNNI
eeee
VJV, TOPP5.IS
eeee
V.J.V.
eeee
KVIKMYNDIR.IS
eeeee
FILM.IS
MISS POTTER kl. 3 - 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
THE GOOD GERMAN kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 3 - 5 - 7 LEYFÐ
300 kl. 9 B.i. 16 ára
RENÉE ZELLWEGER VAR TILNEFND TIL GOLDEN
GLOBE SEM BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI.
SANNSÖGULEG MYND UM BEATRIX POTTER,
EINN ÁSTSÆLASTA BARNABÓKAHÖFUND
BRETA FYRR OG SÍÐAR
„HREIN UNUN FRÁ
BYRJUN TIL ENDA“
eeee
SUNDAY MIRROR
eee
- S.V., Mbl
eee
- K.H.H., Fbl
AUDREY TAUTOUGAD ELMALEH
eee
H.J. MBL.
eee
Ó.H.T. RÁS2
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
MÚSÍKTILRAUNIR Tóna-
bæjar, sem fram fara í tuttugusta
og fimmta skipti í kvöld, hafa getið
af sér margar farsælar sigursveitir í
gegnum tíðina, hljómsveitir eins og
Greifana, Maus, Botnleðju, Mínus,
XXX Rottweilerhunda og Jakobín-
urínu svo nokkrar séu taldar. Á Til-
raununum er hljómsveitum skipað í
þrjú vinningssæti, en auk þess hafa
athyglisverðar sveitir verið verð-
launaðar sérstaklega. Það segir sig
sjálf að vinningssveitirnar eru þær
sem hala inn mestu athyglina í kjöl-
farið en um leið er klárt að sveit-
irnar í öðru og þriðja sæti geta varla
staðið sigurvegurunum langt að
baki, og stundum hefur hársbreidd
ráðið því hvernig hljómsveitirnar
raðast upp.
Þar að auki hafa merkar sveitir
tekið þátt í tilraununum án þess að
komast nokkru sinni á pall. Striga-
skór nr. 42, ein helsta dauðarokks-
sveit landsins, var þannig með
þrisvar án þess að hafna í verð-
launasæti. Sveitin átti síðar eftir að
gefa út plötuna Blót, eina til-
komumestu rokkplötu sem út hefur
komið hérlendis. Leiðtogi hennar,
Hlynur Aðils Vilmarsson, hefur ver-
ið áberandi í tónlistarlífi landsins
síðan, starfar jöfnum höndum sem
poppari/rokkari og nútímatónskáld.
Ein vinsælasta poppsveit landsins á
tímabili, Skítamórall, tók þátt í til-
raununum 1992 án þess að ná í eitt
af þremur efstu sætunum og tónlist-
in allt öðruvísi en sú sem hún átti
eftir að brúka síðar meir, einhvers
konar „thrash“-rokk. Frægt er þá
þegar S/H draumur, sveit dr.
Gunna, tók þátt í fyrstu tilraun-
unum árið 1982. Á fjögurra sveita
undanúrslitakvöldi sat hún eftir með
sárt ennið en Sokkabandinu og Ref-
lex var hleypt áfram. Músíktilraunir
hafa þannig virkað sem eins konar
æfingastöð fyrir tónlistarmenn
framtíðarinnar; og það er ótrúlegt
hversu mikill fjöldi þeirra hefur
stigið sín fyrstu skref þar. Á tilraun-
unum gafst þeim mörgum hverjum í
fyrsta sinn tækifæri til að spila í al-
mennilegu hljóðkerfi og ekki spillti
að hafa sal fullan af áhorfendum fyr-
ir framan sig, auk málsmetandi
dómara. Hljómsveitirnar sem
nefndar hafa verið hér á undan sýna
líka að ekki er nóg að sigra ætli
menn sér stóra hluti í dægurtónlist-
inni, og þó að menn komist hvorki á
pall né upp úr undanúrslitum er
ástæðulaust að leggja upp laupa.
Nirvana á Músíktilraunum!
Þannig keppti Jón Þór Birgisson,
söngvari og gítarleikari í Sigur Rós,
tvisvar sinnum á Músíktilraunum
með hljómsveitinni Bee Spiders, ár-
in 1995 og 1996. Hann notaðist við
sviðsnafnið Djonní Bí og tónlistin
var gruggrokk, með afar sterkum
Smashing Pumpkins-áhrifum. Bee
Spiders var valin athyglisverðasta
sveit Tilraunanna árið 1995 og
Kjartan nokkur Sveinsson, síðar í
Sigur Rós, dansaði með í dragi.
Ári fyrr sigraði Maus í Músíktil-
raunum en þá hafnaði í öðru sæti
Seltjarnarnessveitin Wool, sem lék
einhvers konar hippíska nýbylgju.
Söngvari þar var Höskuldur nokkur
Ólafsson, sem átti síðar eftir að gera
garðinn frægan með Quarashi, en
trymbill var Orri Páll Dýrason, nú í
Sigur Rós.
Árið 1995, er Botnleðja sigraði,
hafnaði í þriðja sæti sveit frá Ak-
ureyri sem hafði á að skipa korn-
ungum meðlimum (eins og gjarnan
er raunin á Músíktilraunum). Þetta
voru 200.000 naglbítar og sungu
þeir á ensku. Nokkrum árum síðar
Ekki bara að vinna, heldur að vera
Metall Gylfi Blöndal, gítarleikari í nýrokksveitinni Kimono, spilaði þunga-
rokk á bassa með Opus Dei sem tók þátt tvö ár í röð. Óttar Rolfsson söng.
Hippar Wool var með Höskuld Ólafsson, fyrrverandi Quarashi-mann, sem
söngvara, en Orri Páll Dýrason, sem nú er í Sigur Rós, spilaði á tommur.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Drag Jón Þór Birgisson í Sigur Rós keppti með Bee Spiders 1996 undir
nafninu Djonní Bí, og Kjartan Sveinsson félagi hans í Sigur Rós söng með.