Morgunblaðið - 28.04.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.04.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 114. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is KEPPT Í TÆKNI NANÓVERURNAR FARA TIL NOREGS ÞAR SEM ÞÆR MUNU KEPPA TIL SIGURS >> 22 MARGRÉT HELGA OG SIGURÐUR SKÚLASON LEIKUR Í 40 ÁR AUÐMÝKT ER GALDUR >> 18 FRÉTTASKÝRING Eftir Ólaf Þ. Stephensen og Rósu Björk Brynjólfsdóttur HERMÁLANEFND Atlantshafs- bandalagsins hefur nú til umfjöllunar óskir Íslands um að bandalagið haldi uppi reglu- legu eftirliti með íslenzku lofthelginni. NATO hefur séð um slíkt eftirlit í fjórum aðildarríkjum, sem ekki hafa eigin flugher; Eystrasaltsríkjunum þremur og Slóveníu. Þar er um að ræða daglegar eftirlits- flugferðir með orrustuflugvélum. Slíkt er samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins ekki talið raunhæft hér, vegna kostnaðar og skorts á flugvélakosti. Óform- lega hefur hins vegar verið ræddur sá möguleiki að flugsveitir frá öðrum NATO- ríkjum hafi hér viðdvöl í 1–2 vikur í senn, á tveggja til þriggja mánaða fresti. Þeir samningar sem gerðir hafa verið við Danmörku og Noreg um heræfingar hér á landi og tvíhliða viðræður við Bretland, Þýzkaland og Kanada tengjast þessum um- ræðum ekki beint. Viðmælendur Morg- unblaðsins benda þó á að samþykki NATO að halda hér uppi reglulegu eftirliti kæmi það í hlut aðildarríkjanna að framkvæma það og því sé verið að treysta grundvöllinn með tvíhliða samningum. Til greina komi að samhæfa tvíhliða samstarf um æfingar og heimsóknir flugsveita og lofthelgiseftirlit á vegum bandalagsins. Meira eftirlit vegna Drekaolíu? Fréttir um að til standi að veita leyfi til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi við Jan Mayen-hrygg, innan íslenzkrar efnahagslögsögu, hafa ekki veikt samnings- stöðu Íslands innan NATO. Ef olíuvinnsla verður þar í framtíðinni mun þörf fyrir eft- irlitsflug stóraukast. Norðmenn hafa t.d. mikið eftirlit með olíuvinnslusvæðum sín- um, m.a. vegna hættu á hryðjuverkum. „Það hefur komið fram í fréttum upp á síðkastið að það eigi að leita að olíu á Drekasvæðinu svokallaða. Þá geta allir ímyndað sér hvað það er mikilvægt að hafa eftirlit þar,“ sagði Geir H. Haarde forsætis- ráðherra í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins. „Þegar svona mál koma upp býr svona grannríkjasamband í haginn í því sambandi. Auðvitað vitum við ekki hvort það finnst einhver olía, hvort hún er vinn- anleg eða hvenær það yrði. En þetta er dæmi um hvað hugtakið öryggi á frið- artímum er breytilegt.“ Ljósmynd/Fjölmiðlamiðstöð norska hersins Lofthelgiseftirlit Rætt er um að NATO- þotur hafi reglulega viðdvöl á Íslandi. Eftirlits- flug NATO möguleiki Hermálanefnd ræðir óskir Íslands ENSKA úrvalsdeildarliðið West Ham þarf að greiða 710 millj. kr. í sekt fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar en úrskurður í málinu var kveðinn upp í gær. Þetta er hæsta sekt í sögu deild- arinnar en brot félagsins tengist komu Argentínumannanna Carl- os Tévez og Javiers Mascheranos til félagsins. Samningar argent- ínsku mannanna reyndust vera í eigu bresks fjárfestingafélags en reglur úrvalsdeildarinnar banna að leikmenn séu eign þriðja að- ila. Leikmennirnir komu til West Ham í byrjun leiktíðarinnar áður en þeir Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon keyptu liðið á síðasta ári. Engin stig voru dregin af West Ham, sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Eggert Magnússon sagði í gær að hann væri glaður að félagið gæti nú einbeitt sér að því mikilvæga verkefni að halda sæti sínu í deildinni en liðið leikur gegn Wigan í dag. | Íþróttir Reuters West Ham greiðir 710 millj. kr. í sekt Eftirsóttur Fjölmiðlamenn eltu Eggert Magnússon á röndum í gær. Eftir Andra Karl andri@mbl.is FIMMTÁN ára piltur, fæddur 1991, var í gærkvöldi úrskurðaður í gæslu- varðhald til 1. júní vegna gruns um að hafa ráðist á leigubílstjóra á fer- tugsaldri aðfaranótt föstudags. Lög- regla handtók piltinn í gærmorgun og var hann þá í annarlegu ástandi. Hann hefur áður komið við sögu lög- reglu, þar af nokkuð oft síðan frá áramótum. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu átti árásin sér stað í Brautarholti á öðr- um tímanum. Var hún hrottafengin en pilturinn réðst á leigubílstjórann með barefli og lék hann það illa að maðurinn þurfti að gangast undir að- gerð á Landspítala – háskólasjúkra- húsi og var haldið á gjörgæsludeild þar til síðdegis í gær. Að sögn sér- fræðings á gjörgæsludeild er hann á batavegi og var fluttur á almenna deild. Í gærmorgun var lögreglu svo til- kynnt um bílþjófnað og var lýsingin svipuð þeirri sem leigubílstjórinn hafði gefið. Pilturinn hafði þá farið inn í búningsklefa sundlaugar, stolið lyklum úr vasa manns og keyrt á brott. Í kjölfar tilkynningarinnar setti lögregla það í forgang að finna bílinn og naut m.a. aðstoðar leigubíl- stjóra. Bifreiðin fannst yfirgefin og nokkuð skemmd og pilturinn var handtekinn í nágrenninu. Tók þátt í vopnuðu ráni Komi til þess verður pilturinn að öllum líkindum ákærður fyrir sér- lega hættulega líkamsárás og varðar brotið allt að sextán árum í fangelsi. Hans bíða jafnframt ákærur vegna annarra brota sem framin hafa verið að undanförnu, þar með talið vopnað rán í 10–11-verslun í Hafnarfirði í lok mars sl. Í kjölfar 10–11-ránsins var piltur- inn hnepptur í gæsluvarðhald en sleppt nokkrum dögum síðar þar sem játning lá fyrir. Hann sat þá inni á Litla-Hrauni og upphófust þá um- ræður um úrræði fyrir svo unga af- brotamenn. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir það í höndum lögreglu að meta hvort pilt- urinn verði fluttur á Litla-Hraun eða önnur úrræði verði nýtt, s.s. vistun á lokaðri deild á Stuðlum. Þar er m.a. boðið upp á læknisþjónustu barna- geðlækna af barna- og unglingageð- deild LSH, en drengurinn var í ann- arlegu ástandi þegar hann var handtekinn og virðist vera í tölu- verðri neyslu. „Þá tel ég það vera einboðið,“ segir Bragi og vísar til þess að læknarnir veiti nauðsynlega þjónustu, s.s. þegar um afeitrun er að ræða. Unglingur í gæsluvarð- hald á ný  Réðst á leigubílstjóra  Forstjóri Barnaverndarstofu vill drenginn á Stuðla Í HNOTSKURN »Leigubílstjórinn hringdi íneyðarlínuna kl. 2.19 og til- kynnti árásina. Hann var með mjög mikla áverka á höfði. » Í kjölfarið var maðurinnfluttur á LSH og gekkst hann undir aðgerð þar. Aðgerðin gekk vel og var hann fluttur á al- menna deild eftir stutta dvöl í gjörgæslu. »Ekki var unnt að yfirheyrapiltinn fyrr en um miðjan dag sökum annarlegs ástands hans. LANDSBANKINN opnaði í gær viðskiptaskrifstofu í Winnipeg í Kanada, tæplega 132 árum eftir að fjöldi Íslendinga kom til borg- arinnar og settist þar að eða hélt áfram til þar sem nú er Gimli við Winnipegvatn, um 100 km frá Winnipeg. Stefnt er að stofnun útibús Landsbankans í Winnipeg innan skamms. Talið er að um 200.000 Kan- adamenn séu af íslenskum ættum og þar af búi um 80.000–100.000 í Manitoba. Fyrir rekur bankinn skrifstofu í Halifax í Nova Scotia á austur- strönd Kanada sem annast fyr- irtækjaráðgjöf. | Miðopna Opna útibú í Kanada Morgunblaðið/Steinþór Ánægðir Ólafur Ragnar Gríms- son, Halldór J. Kristjánsson og Björgólfur Guðmundsson við opnun viðskiptaskrifstofu Landsbankans í Winnipeg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.