Morgunblaðið - 28.04.2007, Page 12
12 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Í VINNUDRÖGUM Fasteigna-
félags Íslands er gert ráð fyrir að 28
hæða skrifstofuturn rísi á lóð sem
félagið á sunnan við versl-
unarmiðstöðina Smáralind. Þetta
hefur Morgunblaðið eftir áreið-
anlegum heimildum. Turninn yrði
yfir 100 metra hár og þar með
hæsta hús á Íslandi. Fleiri háir
turnar munu einnig rísa á lóðinni,
gangi núverandi áætlanir félagsins
eftir.
Pálmi Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Fasteignafélags Ís-
lands, vildi ekki staðfesta þessar
upplýsingar í gær og sagði að félag-
ið væri að vinna að deiliskipulag-
stillögu fyrir svæðið sem lögð yrði
fyrir Kópavogsbæ. Ekki væri rétt af
honum að ræða opinberlega og ít-
arlega um einstaka þætti í skipulagi
svæðisins fyrr en tillagan liti dags-
ins ljós. Hann tók þó fram að í gild-
andi aðalskipulagi Kópavogbæjar
væri þetta svæði skilgreint sem
miðbæjarsvæði, þ.e. svæði fyrir
verslanir, þjónustu og skrifstofur.
Turn við Kringluna
Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær eru mörg háhýsi á
höfuðborgarsvæðinu ýmist í bygg-
ingu, hafa verið teiknuð eða eru
þegar risin, s.s. við Smáratorg,
Höfðatorg og við Grand Hótel. Þá
verður hæsti turninn í Skuggahverfi
63 metra hár.
Á döfinni er að reisa enn fleiri há-
hýsi og má t.d. benda á að fyrir
nokkrum árum kynnti fasteigna-
félagið Þyrping teikningar að 20
hæða skrifstofu- og hótelturni við
norðurenda Kringlunnar sem vænt-
anlega yrði 70–80 metra hár. Þyrp-
ing rann síðar saman við fasteigna-
félagið Stoðir hf. en það félag
eignaðist nýverið gamla Morg-
unblaðshúsið við Kringluna 1, hús
Sjóvár við Kringluna 5 og meðfylgj-
andi lóðir.
Stoðir og fleiri vinna nú að gerð
deiliskipulags fyrir þetta svæði en
Örn V. Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri eignaumsýslu Stoða,
sagði í gær að of snemmt væri að
ræða um mögulega hæð bygginga
eða hvort núverandi hús yrðu rifin
til að rýma fyrir nýjum. Hann bjóst
við að deiliskipulagstillagan yrði
lögð fyrir borgina næsta vetur.
Turnaborg við Smáralind
Fasteignafélag Íslands, móð-
urfélag Smáralindar, á stóra lóð
sunnan við verslunarmiðstöðina þar
sem Zinkstöðin var áður með starf-
semi og þar á 28 hæða turninn að
rísa ásamt fleiri byggingum. Félag-
ið hefur unnið að því að útbúa deili-
skipulagstillögu að svæðinu um all-
langt skeið og styttist mjög í að hún
líti dagsins ljós. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins er gert ráð
fyrir allt að 150.000 m² af atvinnu-
húsnæði á svæðinu. Þá er félagið að
hefja framkvæmdir við svokallaðan
Norðurturn sem rísa mun norðan
við Smáralind.
Pálmi Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, sagði í gær
að ástæðan fyrir því að félagið vildi
byggja hátt væru einkum tvíþætt;
annars vegar væri stofn- og rekstr-
arkostnaður við háhýsi lægri og
hins vegar kallaði markaðurinn eftir
því að byggt væri hátt, bæði at-
vinnu- og íbúaðahúsnæði. Á síðustu
árum hefði orðið mikil uppbygging í
verslanakjörnum og hann sæi fyrir
sér að sömu þróun í skrifstofu-
húsnæði, að skrifstofustarfsemi
myndi þjappast saman á nokkrum
stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
„Fólkið vill vera þar sem fólk er,
fyrirtækin þar sem fyrirtæki eru og
fjármagnið þar sem fjármagnið er,“
sagði hann.
Þá vildi það gleymast í um-
ræðunni að bæði verslanamið-
stöðvar og háhýsi væru umhverf-
isvæn fyrirbæri. Fólk sem kæmi í
verslanamiðstöðvar legði bílum sín-
um fyrir utan miðstöðvarnar og færi
síðan fótgangandi á milli margra
verslana í stað þess að þeysast út
um alla borg með tilheyrandi meng-
un og sliti á malbiki og bílum.
Með háreistri byggð væri land-
rými nýtt afar vel og nefndi hann
sem dæmi að ef sú uppbygging sem
fyrirhuguð er við Smáralind yrði
lágreistari, t.d. 2–6 hæðir, myndi
hún dreifa úr sér um gríðarstórt
svæði en slíkt kallaði á stóraukna
umferð. Hann bætti við að afar
hentugt væri að byggja háhýsi á
svæðinu við Smáralind enda væri
það í miðju höfuðborgarsvæðisins.
Markaðurinn kallar
Aðspurður hvort það sé þrýst-
ingur á bæinn að samþykkja háhýsi
sagði Gunnar I. Birgisson, bæj-
arstjóri í Kópavogi, að bygging-
arverktakar vildu alltaf byggja sem
mest. Stundum hefði bærinn fallist
á háhýsi en stundum ekki, þannig
væri t.a.m. mjög lítið af háum hús-
um í Vatnsendahverfinu. Það hefði
þó einkum verið markaðurinn sem
hefði kallað á háreista byggð og
þannig vildi t.d. eldra fólk sem væri
að flytja úr einbýli gjarnan búa í há-
hýsum. „Og svo förum við vel með
landið okkar og nýtum það vel,“
sagði Gunnar.
Hyggjast reisa yfir 100 metra
háan turn við Smáralind
Tölvugerð mynd/Norðurturninn ehf.
Upp Horft yfir Reykjanesbraut til suðvesturs. Turninn við Smáratorg er nær
en Norðurturninn. Lóðin sem 28 hæða turninn rís á er sunnan við Smáralind.
Í HNOTSKURN
» Fasteignafélag Íslands,sem m.a. á Smáralind,
hyggst reisa turna á lóð sem
félagið á sunnan við versl-
unarmiðstöðina.
» Hæsti turninn verður 28hæðir og meira en 100
metra hár, samkvæmt vinnu-
drögum félagsins.
» Turninn við Smáralindyrði hæsta hús landsins.
» Framkvæmdastjóri fé-lagsins segir háhýsi og
verslanamiðstöðvar umhverf-
isvæn enda spari þau land-
rými og stuðli að minni um-
ferð.
» Hann segir markaðinnkalla eftir háhýsum, bæði
til íbúðar og atvinnu.
» Kárahnjúkastífla er 198metrar en hæsta mann-
virki landsins er mastur á
Gufuskálum á Snæfellsnesi
sem rís upp í 412 metra hæð.
RÉTTARRANNSÓKNIR eru al-
gengari á Íslandi en víðast ann-
ars staðar. Ríflega 10% allra
dauðsfalla ár hvert koma til rétt-
arrannsóknar sem er margfalt
hærra hlutfall en í flestum ná-
grannalanda okkar. Ein skýring
er sú að þessum rannsóknum
hefur verið vel sinnt hér og af-
dráttarlaus niðurstaða fæst í
langflestum tilvikum. Þetta kem-
ur fram í nýútkominni ársskýrslu
Landspítala – háskólasjúkrahúss.
Rannsóknarstofa í meinafræði
hefur fyrir hönd LSH annast
réttarrannsóknir í umboði yfir-
valda lögreglu- og dómsmála.
Í skýrslunni segir að tvímæla-
laust sé það styrkur fyrir rétt-
aröryggi hverrar þjóðar og áreið-
anleika faraldsfræðilegra
upplýsinga að hlutfall réttarrann-
sókna sé sem hæst. Leitast hefur
verið við að taka hér upp nýj-
ungar í réttarlæknisfræði og líf-
færameinafræði og er þeim beitt
eins og þörf krefur. Aðeins einn
sérfræðilæknir starfar nú við
réttarlæknisfræði á LSH sem
telst vart fullnægjandi enda hef-
ur ítrekað þurft að leita til ann-
arra landa eftir réttarlæknum til
verkefna hér, segir í ársskýrsl-
unni.
10% allra
dauðsfalla
rannsökuð
EITRUNARMIÐSTÖÐ Landspít-
alans skráði 958 fyrirspurnir á árinu
2006, talsvert fleiri en árið áður. Af
fyrirspurnunum voru 45% vegna
lyfja og 53% vegna annarra efna, al-
mennar fyrirspurnir voru 2%. Vísa
þurfti 164 á sjúkrahús. Þetta kemur
fram í ársskýrslu sjúkrahússins.
Rétt rúmur helmingur fyrir-
spurna var vegna barna 6 ára og
yngri. Í 659 tilfellum var um óhapp
að ræða, í 55 var ástæðan sjálfsvígs-
tilraunir, 42 misnotkun og 102 tilfelli
voru rakin til rangrar lyfjanotkunar.
Langalgengast var að eitrunin hefði
orðið við inntöku. Ef litið er á fjölda
fyrirspurna eftir mánuðum voru
flestar skráðar í júní og júlí og fæst-
ar í maí og september.
Starfsemi eitrunarmiðstöðvar
LSH er margþætt en eitt af helstu
hlutverkum hennar er að veita upp-
lýsingar um eitranir og eiturefni og
ráðgjöf um viðbrögð og meðferð þeg-
ar eitranir verða.
Fleiri spyrja
um eitranir
RANNSÓKNIR sýna að kyn getur
haft áhrif á verkun lyfja eftir að-
gerðir. Ástæðurnar geta m.a. verið
tengdar hormónum en einnig erfða-
og sálræns eðlis.
Í nýlegri rannsókn, sem kynnt er
á Vísindum á vordögum á Landspít-
ala-háskólasjúkrahúsi, þar sem
samanburður var gerður á verkja-
stillingu karla og kvenna á sam-
bærilegum aldri eftir brjósthols-
skurðaðgerðir, er niðurstaðan
meðal annars sú að notkun sterkra
verkjalyfja var minni hjá konum en
körlum.
Rannsóknin leiddi ennfremur í
ljós að verkjastilling var betri við
hreyfingu sjúklinganna.
Stuðst var við gögn er vörðuðu
149 karla og 159 konur. Var með-
alaldur þeirra um 60 ár.
Rannsóknina unnu Gísli Vigfús-
son, Steinunn Hauksdóttir og Gísli
H. Sigurðsson við svæfinga- og
gjörgæsludeild LSH.
Konur nota
síður sterk
verkjalyf
♦♦♦
♦♦♦
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
ÁKVEÐIÐ hefur verið að við Land-
spítala – háskólasjúkrahús verði
starfandi 39 sérgreinar lækninga. Er
þetta niðurstaða viðamikillar vinnu
forstjóra, framkvæmdastjóra og
læknaráðs spítalans. Þá eru fjórar
undirsérgreinar til skoðunar. Í dag
starfa 78 yfirlæknar við spítalann.
Um það bil helmingur stýrir sér-
greinum lækninga, hinn helmingur-
inn öðrum verkefnum. Þá hefur ver-
ið ákveðið að endurskoða
starfslýsingar allra yfirlækna með
það í huga að skilgreina m.a. rekstr-
arlega ábyrgð yfirlækna en skiptar
skoðanir eru meðal læknanna um
hvort færa eigi slíka ábyrgð alfarið á
þeirra herðar.
Þetta var meðal þess sem kom
fram í erindi Magnúsar Péturssonar,
forstjóra LSH, á ársfundi spítalans á
fimmtudag. Hefur hann á undan-
förnum vikum átt fundi með nær öll-
um yfirlæknum, kennurum við
læknadeild og sviðsstjórum lækn-
inga a spítalanum um tilhögun sér-
greina og hvernig megi styrkja þær.
„Ég vona að sú umfjöllun sem átt
hefur sér stað að undanförnu […]
megi verða hvatning til okkar allra
um að gera spítalann enn betur fær-
an til að standast þær kröfur sem til
hans eru gerðar,“ sagði Magnús.
Hann sagði einn megintilgang
sameiningar sjúkrahúsanna í
Reykjavík hafa verið að styrkja sér-
greinar lækninga í landinu með tilliti
til faglegra starfa, menntunar og vís-
inda. „Um það er engum blöðum að
fletta að þetta hefur tekist að mörgu
leyti,“ sagði hann. „Á LSH er nú
boðið upp á mjög víðtæka sérhæfða
starfsemi og þjónusta veitt í nær öll-
um sérgreinum lækninga og fátítt er
að sjúklingar þurfi að leita eftir þjón-
ustu erlendis.“
Magnús sagði að sérgreinar lækn-
inga yrðu ekki ákveðnar í eitt skipti
fyrir öll og nákvæmar fyrirmyndir
yrðu ekki sóttar á einn stað. „Kjarni
þessa máls er sá að okkur er nauðsyn
að vita hverjar sérgreinarnar eru og
hvaða hlutverk og stöðu þeir hafa
sem sérgreinunum stýra.“
Magnús sagði að með nýlegu áliti
umboðsmanns Alþingis sem og nýj-
um heilbrigðislögum sem taka gildi
1. september nk., væri fagleg ábyrgð
stjórnenda skýr, hins vegar þyrfti í
öðrum tilvikum að meta og ákveða
hvernig haga skyldi ábyrgð og boð-
valdi yfirlækna.
Sagði Magnús skiptar skoðanir
meðal yfirlækna varðandi rekstrar-
lega ábyrgð. „Þó að flestir telji nauð-
synlegt að yfirlæknar eigi aðild að
umfjöllun og ákvörðunum er varða
rekstur og fjármál sérgreina og að
aukin aðild að starfsmannamálum sé
æskileg er það jafnframt skoðun
margra yfirlækna að af hagnýtum
ástæðum kunni að vera óráðlegt að
færa formlega rekstrarábyrgð alfar-
ið á þeirra herðar. Gera má því ráð
fyrir að rekstrarleg ábyrgð yfir-
lækna verði mismunandi og heppi-
legast er að ábyrgð yfirlækna verði
skilgreind í starfslýsingum. Vegna
þessa er óhjákvæmilegt að starfslýs-
ingar allra yfirlækna verði endur-
skoðaðar,“ sagði Magnús.
Lista yfir sérgreinarnar má nálg-
ast á vef LSH, www.lsh.is.
39 sérgreinar lækninga
starfandi á Landspítala
Morgunblaðið/ÞÖK
Lækningar Ákveðið hefur verið að 39 sérgreinar starfi á LSH. Skurðlækn-
ingar, blóðlækningar, geðlækningar og veirufræði eru meðal þeirra.