Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 15

Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 15 ● OMX, Central-bankinn í Armeníu og ríkisstjórn Armeníu hafa undir- ritað viljayfirlýsingu um kaup OMX á Kauphöll og Verðbréfamiðstöð Arme- níu. Magnus Böcker, forstjóri OMX segir í tilkynningu að OMX stefni að því að efla armenska verðbréfamark- aðinn og auka skilvirkni hans, veltu og sýnileika. Þá sé það metnaðar- mál að reynslan í Armeníu verði OMX stökkpallur inn á aðra vaxandi fjár- magnsmarkaði. Endanlegt samkomulag byggist á því að tiltekin skilyrði verði uppfyllt og að viðkomandi stjórnvöld í Armeníu, sem og Central-bankinn, veiti samþykki sitt. OMX kaupir í Armeníu FL Group jók hagnað sinn eftir skatt á fyrsta ársfjórð- ungi um 158% miðað við sama tímabil í fyrra en alls skil- aði félagið 15,1 milljarðs króna hagnaði nú. Afkoman virðist vera töluvert yfir væntingum markaðsaðila en skömmu eftir birtingu uppgjörsins hafði gengi bréfa fé- lagsins hækkað um 2,6% í kauphöllinni. Nettóhagnaður FL Group af verðbréfa- og afleiðueign nam 12,5 milljörðum króna á tímabilinu og jókst um 18% frá sama tíma í fyrra en undir þann lið fellur óinnleystur gengishagnaður af verðbréfaeign sem og arðgreiðslur til fyrirtækisins. Annar áberandi stór tekjuliður er 4,6 millj- arða nettóhagnaður vegna gjaldeyr- isáhrifa af eignum og skuldum. Enn- fremur er athyglisvert að félagið greiddi ríflega 3 milljarða króna í vexti á tímabilinu en vaxtatekjur námu aðeins tæplega helmingi af þeirri upphæð. Þá vekur athygli að síðan um áramót hef- ur lántaka félagsins aukist um tæpa 25 milljarða króna auk skulda vegna afleiðusamninga um 4,1 milljarð. Eignir félagsins nema um 303 milljörðum og er eig- infjárhlutfall sterkt, 47%, og arðsemi eigin fjár er góð, um 42,4% á ársgrundvelli. Gjaldeyrisáhrif jákvæð í uppgjöri FL Group Uppgjör FL Group hf. sverrirth@mbl.is ÞRÁTT fyrir 43% söluaukningu á milli ára dróst hagnaður af rekstri Mosaic Fashions á liðnu ári saman um 15% á milli ára. Hagnaður fyrirtæk- isins, sem er eignarhaldsfélag átta breskra tískufatnaðarkeðja var 10,7 milljónir punda, jafngildi 1,4 milljarða króna. Þess ber að geta að Mosaic notar brotið bókhaldsár. Kostnaður seldrar vöru og dreif- ingarkostnaður hafa hækkað lítillega sem hlutfall af tekjum en fyrst og fremst virðist það vera stóraukinn fjármögnunarkostnaður sem hefur leitt til afkomusamdráttarins. Rekst- urinn var endurfjármagnaður á árinu en fyrir þá endurfjármögnun var fjár- mögnunarkostnaður 48% hærri en á fyrra ári. Í tilkynningu frá félaginu segir for- stjórinn, Derek Lovelock, að markað- urinn í Bretlandi hafi verið félaginu mjög erfiður á árinu og að öll vöru- merki þess hafi orðið fyrir áhrifum af því. Þrátt fyrir það bendi allt til þess að félagið muni ná langtímamarkmið- um sínum. Heildareignir Mosaic nema um 764 milljónum punda og þar af er eigið fé um 151 milljón punda. Eiginfjárhlutfall er því 20%. Eignir hafa ríflega tvöfaldast á bókhalds- árinu en á móti kemur að eiginfjár- hlutfall hefur lækkað töluvert. Gengi bréfa Mosaic lækkaði um 2,35% í kauphöllinni í gær og er það til marks um að uppgjörið hafi verið undir væntingum markaðsaðila. Uppgjör Mosaic Fashions undir væntingum Uppgjör Mosaic Fashions hf. sverrirth@mbl.is NYHEDSAVISEN í Danmörku er komið til að vera og allt tal um ann- að er alveg úr lausu lofti gripið. Þetta segir Morten Nissen Nielsen, framkvæmdastjóri Nyhedsavisen í samtali við viðskiptavef Berlingske Tidende. „Við verðum núna vör við að margir auglýsendur hafa tekið eftir því að lesendum okkar fer fjölgandi og vilji semja til lengri tíma um verð sem byggir á þessum lestrartölum. Áhuginn hjá auglýs- endum á að ná góðum samningum hefur nú leyst af hólmi ótta við að við munum hætta útgáfu blaðsins.“ Nyheds- avisen komið til að vera Morgunblaðið/Brynjar Gauti ● ÚRVALSVÍSITALA kauphallarinnar hækkaði um 0,83% í gær og er hún nú 7.781 stig. Velta gærdagsins nam 8,2 milljörðum en þar af nam velta með hlutabréf 6,8 milljörðum króna. Mest hækkun varð á bréfum Eim- skipafélagsins, 2,99%, en mest lækkun varð á bréfum Teymis, 2,5%. Mest viðskipti voru með bréf Glitnis. Hlutabréf Eimskips hækkuðu mest ● HAGVÖXTUR á fyrsta fjórðungi árs- ins í Bandaríkjunum var 1,3% og hef- ur ekki verið hægari í fjögur ár en á fyrsta fjórðungi 2003 var hann 1,2%. Samkvæmt Vegvísi Landsbankans er hinum mikla viðskiptahalla og lægð þeirri er ríkt hefur á fasteigna- markaði kennt um ástandið sem ef til vill endurspeglast best á því að gengi dollars hefur aldrei verið lægra gagnvart evru en um þessar mundir. Hægir á í BNA ÞETTA HELST ... V- RO DHarley6x + 3 milljónir í bakpokann á tvöfaldan miða! -vinningur í hverri viku Nýtt happdrættisár - enn glæsilegri vinningar! ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 53 62 0 4 /0 7 Sýndu þinn stuðning við baráttuna fyrir bættum aðbúnaði aldraðra - þörfin er brýn. Einfaldur miði kostar aðeins 1.000 kr. Hringdu núna í síma 561 7757 - Kauptu miða á www.das.is Tryggðu þér miða! 50 þúsund vinningar dregnir út á árinu! 40 aðalvinningar á 2 milljónir hver eða 4 milljónir á tvöfaldan miða Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi vilja hitta þig. Þeir verða á eftirtöldum stöðum um helgina: Tölum saman! Laugardagur 28. apríl 09.30 Seltjarnarnes Sal Sjálfstæðisfélagsins Austurströnd 11.30 Kópavogur Kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins Hlíðarsmára 19 13.30 Garðabær Garðabergi Garðatorgi 7 Sunnudagur 29. apríl 12.00 Hafnarfjörður Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins Strandgötu 27 14.00 Álftanesi Haukshúsum 20.00 Mosfellsbæ Safnaðarheimilinu, Þverholti 3 Góðar veitingar og létt spjall. Hlökkum til að sjá þig!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.