Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 27
urnar eru allar finnskar, frá
Arabia, sú elsta frá 1930. Þær
hafa aðallega verið keyptar á flóa-
mörkuðum og á Netinu. Húsmóð-
irin segir að sumar könnurnar hafi
fengist hér í verslunum, aðrar
ekki. Þó sé líklega ekki mikið til
af þeim hér lengur.
„Hér voru þrjár óskaplega stór-
ar og miklar stofur sem okkur
fannst ekki alveg passa svo að
einni þeirra var breytt í vinnu-
stofu. Vegna áhugamála minna
þarf ég alltaf að hafa mikið af efn-
um og garni í kringum mig. Þarna
er líka tölvuaðstaða og fata-
herbergi. Herbergi sem áður var
gengið inn í af stigapallinum er nú
orðið að svefnherbergi með litlu
baðherbergi. Á flestum gólfum er
upprunalegt stafaparket sem hef-
ur enst ótrúlega vel.“
Gamlir gestir
Margir gamlir íbúar hafa ratað
aftur á Melana og hitt húseig-
endur. Eitt sinn stóð dönsk kona á
stéttinni fyrir utan húsið. Hún
hafði verið þar vinnukona fyrir 50
árum, þá 16 ára. Hún minntist
þess hve erfitt hafði verið að bóna
parketið og dúkinn á stiganum.
Hún lýsti því líka hvernig þarna
var fyrrum þegar þrjár vinnukon-
ur voru í húsinu og nokkrir ætt-
liðir sömu fjölskyldu bjuggu á öll-
um hæðum.
Hjónin segja okkur að þau séu
mjög samstiga þegar kemur að því
að velja hluti til heimilisins. „Við
erum búin að vera saman í yfir 30
ár og höfum bæði áhuga á fal-
legum hlutum. Maðurinn minn er
mjög handlaginn og hefur tilfinn-
ingu fyrir góðu handverki. Stund-
um erum við ekki með alveg sama
smekk en heimili verða til með
samkomulagi og það er síður en
svo að ég fái að ráða öllu,“ segir
frúin á Melunum að lokum.
Færeyskur fugl Hjónin sáu þessa mynd eftir Færeyinginn Edward Fuglø á
myndlistarsýningu í Hafnarborg og urðu bæði jafnhrifin.
Sígild hönnun Iitalastjakarnir í glugganum ásamt borðstofuborðinu koma
úr smiðju finnska hönnuðarins Alvar Aalto.
fridavob@islandia.is
Mikil púðakona Það eru púðar í stólum og sófum. „Börnin mín og mað-
urinn segja mig haldna púðaáráttu, enda alltaf að kaupa eða sauma púða.“
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 27
Grænmeti og
ávextir daglega
Ráðleggingar um mataræði
Ráðlagt er að borða 5 skammta
eða minnst 500 grömm af
grænmeti, ávöxtum og
safa á dag.
Til sölu heilsárshús á eignarlandi
í Miðengi í Grímsnesi. Húsið er
um 70 fm með 35 fm svefnlofti.
Stutt í alla þjónustu svo sem
sund og golf. Verð 19,9 milljónir.
Nánari upplýsingar hjá Saga
fasteignum eða hjá Markúsi í
síma 897-1200.
Heilsárshús í Grímsnesi
Búðakór 1 / Hamraborg 14a / Skipholti 70 / Höfðabakka 1 / Nesvegi 100 / Sundlaugavegi 12 / Háaleitisbraut 58–60 / Tjarnarvöllum 15
Ævintýralegar fiskbúðir
R O S S I N I
Reyktar laxalundir og laxaflök
Silunga- og laxahrogn
Við kynnum með stolti hágæðavörulínu í sælkeramat sem er aðeins
unnin úr besta mögulega hráefni.
Þessa dagana með
20% kynningarafslætti