Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 35
„JAFNVEL í umhverfismálum
eru flokkarnir að nálgast hver ann-
an. Það er augljóst, að allir vilja þeir
hægja á ferðinni í sambandi við stór-
virkjanir og stóriðju. Innan allra
flokka er vaxandi
stuðningur við sjónar-
mið umhverfisverndar-
sinna.“
Svo segir í upphafi
Reykjavíkurbréfs
Morgunblaðsins laug-
ardaginn 21. apríl. En
ég spyr: Er höfundur
Reykjavíkurbréfs svo
bláeygur að halda að
forystumenn stjórn-
arflokkanna meini eitt-
hvað með síðbúnum
yfirlýsingum í þessa
veru rétt fyrir kosn-
ingar eftir allt sem á hefur gengið í
þessu efni?
Reykjavíkurbréfshöfundur full-
yrðir að innan allra flokka sé vax-
andi stuðningur við sjónarmið um-
hverfisverndarsinna og þótt ætla
hafi mátt að deilurnar um Kára-
hnjúkavirkjun hafi klofið þjóðina í
herðar niður telur hann að „þegar
nánar er að gáð kemur í ljós, að
undirtónninn í málflutningi tals-
manna allra flokka [sé] sá, að okkur
beri að vernda umhverfi okkar og
fara hægar í sakirnar í uppbyggingu
stóriðju en áður.“
Telur höfundur Reykjavíkurbréfs
að almenningur, kjósendur, sé búinn
að gleyma mesta inngripi sem gert
hefur verið í íslenska náttúru? Telur
hann að fólk sé búið að gleyma við-
snúningi umhverfisráðherra á úr-
skurði Náttúruverndarstofnunar?
Telur hann að fólk sé búið að gleyma
baráttunni gegn eyðileggingu Þjórs-
árvera?
Er það núna stefna Framsóknar-
flokksins, sem hefur gert „ekkert
handbremsustopp“ eða
eitthvað í þá áttina að
kosningaslagorði sínu,
að fara varlega í virkj-
ana- og stóriðjufram-
kvæmdum? Varla. For-
maður þess flokks
hefur einmitt talað
háðslega um forystu-
menn þeirra flokka
sem vilja spyrna við
fótum og athuga vand-
lega næstu skref í þess-
um efnum svo við vökn-
um ekki skyndilega
upp við það einn góðan
veðurdag, á næsta eða þarnæsta
kjörtímabili, að reist hafi verið álver
sem framleiða hálfa aðra milljón
tonna á ári eða meira með orku sem
er framleidd með flestum eða öllum
vatnsföllum á Íslandi?
Og í mánudagsblaðinu (22.4.) blas-
ir við stór (á Moggavísu) fyrirsögn:
„Breytt ferli við gerð þjóðlendu-
krafna“. Þar er haft eftir Mathiesen
fjármálaráðherra að nú eigi að taka
upp nýjan hátt í þessu máli; í stað
þess að senda lið herskárra lögfræð-
inga með dómskröfur á hendur
bændum á að fara að rannsaka málið
fyrst, stýra þjóðlendumálunum „úr
farvegi krafna í þann farveg að að-
ilar reyndu að leita sameiginlega
réttrar niðurstöðu“ og haga málum
þannig að „kröfur ríkisins [gætu]
orðið í betra samræmi við endanlega
niðurstöðu óbyggðanefndar en ella
hefði orðið“.
Er þessi stefnubreyting nú trú-
verðug svona rétt fyrir kosningar,
eftir allt sem á undan er gengið?
Hingað til virðist Mathiesen ekki
hafa verið mjög umhugað um að
yfirbragðið í þessu máli sé þannig
„að menn séu að leita réttrar niður-
stöðu en að verið sé að flytja mál fyr-
ir dómi“. Ætli ástæðan fyrir þessari
hugarfarsbreytingu sé ekki fyrst og
fremst sú að fjármálaráðherrann sé
hræddur um að tapa atkvæðum
þeirra bænda sem hafa orðið fyrir
barðinu á óbyggðanefnd og þeirra
sem bíða þess órólegir að lögfræð-
ingagengið snúi sér að þeim og
þeirra jörð?
En ætli bændur séu SVONA fljót-
ir að gleyma? Og ætli almenningur
sé SVO fljótur að gleyma að hann
haldi að núna hafi stjórnarflokkarnir
snúið við blaðinu og séu orðnir ótta-
lega varfærnir í virkjana- og stór-
iðjumálum?
Ætli kjósendur séu SVONA
fljótir að gleyma?
Þorgrímur Gestsson skrifar
um stjórnarflokkana og
umhverfismálin
» Telur höfundurReykjavíkurbréfs að
almenningur, kjós-
endur, sé búinn að
gleyma mesta inngripi
sem gert hefur verið í
íslenska náttúru?
Þorgrímur Gestsson
Höfundur er blaðamaður og
rithöfundur. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100
Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali
Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali
Suðurlandsbraut 20, Bæjarhrauni 22
SÖLUSÝNING
LAUGARDAG OG
SUNNUDAG FRÁ
KL 14:00 TIL 16:00
Rauðamýri 2-17
Mosfellsbær
Hamratún 1-13
Mosfellsbær
Raðhús á einni og tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Húsin eru flest til afhendingar strax, fullbúin að utan og með frágenginni lóð.
Að innan eru húsin afhent fokheld eða tilbúin til innréttinga. Húsin eru frá 163-206 fm, 3-4 svefnherbergi.
Mikil lofthæð og frábært skipulag. Verð frá 27,9-31,9 fokheld. Tilbúin til innréttinga frá 34,9-38,9.
Sérlega vandaður frágangur að utan. Álklæddir gluggar og húsin eru sölluð og klædd að utan og því sem næst viðhaldsfrí.
Snjóbræðsla er í innkeyrslum og grill suð-vestur verandir í garði.
Stutt í margvíslega þjónustu og ósnortna náttúru.
Nú er rétti tíminn til að tryggja sér hús á hagstæðu verði !
Sölumenn Höfða verða á staðnum með teikningar og allar nánari upplýsingar. Heitt kaffi á könnunni.
Suðurlandsbraut 20 - Sími 533 6050 - Fax 533 6055 - Bæjarhrauni 22 - Sími 565 8000 - Fax 565 8013