Morgunblaðið - 28.04.2007, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.04.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 37 MINNINGAR ✝ Jónas Helgi Pét-ursson fæddist í Bolungarvík 19. október 1924. Hann lést á Landspít- alanum 21. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Jó- hannes Ólafsson, f. 7.11. 1884, d. 19.5. 1963, og Þorsteina Þórunn Guðmunds- dóttir, f. 31.5. 1865, d. 7.9. 1963. Systk- ini Jónasar voru Guðmundur Krist- inn, f. 11.10. 1909, d. 30.1. 1941, Kristján Högni, f. 23.10. 1911, d. 19.10. 1998, Ólafur Marinó, f. 14.5. 1913, d. 30.1. 1941, og Jóhanna, f. 20.7. 1917, d. 25.2. 1962. Jónas kvæntist 25.12. 1949 Ingi- björgu Elínu Valgeirsdóttur, f. 21.2. 1929. Foreldrar hennar voru Valgeir Jónsson, f. 3.4.1899, d. 5.7. Synir þeirra eru Valur Arnór, Ey- þór Fannar, Ævar og Sveinn Yngvi. 5) Baldur Þórir, f. 11.2. 1960, maki Halldóra Krist- insdóttir, f. 26.2. 1960. Börn þeirra eru Elín Lóa, Erla Björk, Kristinn og Guðmundur Ólafur. 6) Jóhann, f. 17.8. 1964, maki Sonja Harðardóttir, f. 5.5. 1965. Börn þeirra eru Rut, Dagný Fjóla og Jóhann Atli. 7) andvana fæddur drengur 1967. Barnabarnabörnin eru 19. Jónas og Elín bjuggu allan sinn búskap á Ísafirði, lengst af að Túngötu 17 síðan að Hjallavegi 2 sem þau byggðu. Jónas lauk námi í vélvirkjun árið 1950 hjá Vél- smiðjunni Þór, þar sem hann starfaði á meðan hún var starf- rækt, til ársins 1990. Hann stofn- aði ásamt tveimur sonum sínum og þriðja manni Vélsmiðjuna Þrym hf., á Ísafirði árið 1991 og starfaði þar óslitið síðan, til loka árs 2006. Útför Jónasar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 1981, og Ingibjörg Margrét Guðmunds- dóttir, f. 15.9. 1901, d. 8.3. 1993, frá Gemlufalli í Dýra- firði. Börn Jónasar og Elínar eru: 1) Guðmunda Ólöf, f. 3.11. 1949, maki Að- alsteinn Krist- jánsson, f. 24.6. 1948. Börn þeirra eru Jón- as Pétur, Hildur Kar- en og Kristján Karl. 2) Pétur Þorsteinn, f. 29.11. 1951, maki Kolbrún Halldórsdóttir, f. 15.1. 1953. Börn þeirra eru Jónas Ingi, Ragnhildur Ýr og Högni Gunnar. 3) Ingibjörg Margrét, f. 15.6. 1954, maki Arnar Kristinsson, f. 24.12. 1953. Börn þeirra eru Mar- grét Ósk og Kristinn Elvar. 4) Valgeir, f. 17.9. 1955, maki El- ínborg Bjarnadóttir, f. 3.12. 1955. Þegar ég kveð nú föður minn og lærimeistara til margra ára hinstu kveðju, langar mig til að líta til baka og rifja upp nokkur atriði sem ég heyrði pabba oft minnast á við mig. 12 ára gamall var hann á sjó með föður sínum og bræðrum þeim Guðmundi og Ólafi, þar sem þeir þurftu að leita vars inni á Dynjandavogi í Arnarfirði. En þar voru þeir við veiðar á smokkfiski. Þetta var árið 1936 þegar mikið mannskaðaveður gekk yfir landið er franska rannsóknarskipið Pour- quoi-Pas fórst. Veður var svo vont að allt vatn úr Dynjanda hvarf, fauk á brott í þessum mikla veð- urofsa. Hinn 30. janúar 1941 varð mikill harmleikur í fjölskyldunni, þegar tveir bræður pabba og mág- ur fórust er bátur þeirra Baldur ÍS fórst, en í þessa ferð átti pabbi að fá að fara í staðinn fyrir bróður sinn Ólaf með Guðmundi bróður sínum, en af einhverjum ástæðum fór hann ekki þessa ferð. Árið 1944 útskrifaðist pabbi af mótornámskeiði á Ísafirði og varð síðan vélstjóri á ýmsum bátum, samhliða iðnnámi sínu í vélsmíði. Hann lauk sveinsprófi frá Vél- smiðjunni Þór árið 1950, með námi var hann sem vélstjóri á sumrin. Pabbi varð fyrir alvarlegu slysi ár- ið 1957 þegar bruni varð í Morg- unstjörnunni ÍS, þar sem báturinn lá við bryggju hér og bar hann þess merki allt sitt líf. Pabbi var á sjúkrahúsinu í eitt ár og frá vinnu í tvö ár vegna þessa og var þetta erfiður tími fyrir bæði pabba og mömmu, sem voru þá komin með fjögur börn öll undir tíu ára aldri. Á þessum árum fór skipastóll út- vegsmanna við Djúp stækkandi og vantaði töluvert upp á að hafn- arbætur fylgdu eftir stækkun skip- astólsins. Þessu fengu Bolvíkingar að kynnast því þeir þurftu yfirleitt í vondum veðrum að koma skip- astól sínum í var á Ísafirði og þar tók pabbi við að vakta og gæta skipa Bolvíkinga og þá sérstaklega um jól og áramót. Þetta þekkti pabbi vel, því eftir að hann tók mótorréttindin 1944 þurfti hann oft að fara inn á Ísafjörð með báta og ganga síðan fjöruna heim því veg- urinn á milli var ekki kláraður fyrr en 1950. Sjálfur hóf ég nám í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Þór hf . árið 1970 undir leiðsögn pabba og fór ekki alltaf vel á með okkur þar sem ég skildi ekki hvað í kennslunni fólst fyrr en síðar á lífsleiðinni. Unnum við saman alla tíð að undanskildum 5 árum. Er ég flutti aftur heim 1982 fór ég aftur til starfa í Þór hf., þar sem við störfuðum saman til starfsloka Þórs. Síðar stofnuð- um við pabbi og Valgeir bróðir við fjórða mann Vélsmiðjuna Þrym hf. þar sem ég vann með föður mínum sem vann fullan vinnudag fram til ársloka síðasta árs. Pabbi hafði mikið dálæti á söng og var mikill söngvari og hafði fal- lega, bjarta tenórrödd sem gladdi alla sem á hlýddu. Hann var félagi í Karlakór Ísafjarðar, einnig hafði hann mikla ánægju af allri veiði, hvort heldur var stangaveiði eða skotveiði, og notaði hvert tækifæri sem gafst til veiða, sem gátu hel- tekið hann svo að hann gleymdi stað og stund. Takk fyrir allt sem þú varst okk- ur, Guð geymi þig, elsku besti pabbi minn. Pétur Þ. Jónasson. Það var alltaf eitthvað í gangi hjá þér, elsku afi minn, enda féll þér ekki verk úr hendi. Ég man fyrst eftir mér í vinnu hjá þér sex ára gamall þegar verið var að tyrfa Hjallaveginn og ég fékk að hjálpa til að róta í moldinni, skítugur upp fyrir haus. Vorin komu vestur þegar afi hringdi og falaðist eftir aðstoð við setja niður útsæði í kartöflugarð- inn, eða réttara sagt kartöflu- garðana. Einn garður var ekki nægjanlegur fyrir afa heldur virt- ist sem nýr garður bættist við á hverju vori. Það var í eðli hans að tryggja að ávallt væri til nægur matur. Síðar var ég svo lánsamur að fá að vinna við hlið þér í smiðjunni. Það var góður skóli fyrir reynslu- lítinn strákling að fá að njóta reynslu þinnar við snúin verkefni. Enda hafa fjölmargir notið leið- sagnar þinnar í að tryggja að allur búnaður virki eins og til er ætlast. Í smiðjunni varstu sannarlega kóngur í ríki þínu. Þú varst ávallt reiðubúinn til þess að aðstoða hvern þann sem leitaði til þín og lagðir nótt sem nýtan dag undir til þess að tryggja að atvinnutækin héldu áfram sinn gang. Veiðiferðirnar í Syðridalsvatn voru engu líkar. Að róa út á speg- ilslétt vatnið með afa sem gekk í barndóm er hann dró netin full af fiski. Það var það sama og með kartöflugarðana að ekki var nóg að fá nokkra fiska, heldur varð að róa með bátinn fullan af fiski heim að landi þínu þar. Í veiðiferðum okkar sagðir mér sögur úr sveitinni, sög- ur af lífshlaupi þinnar kynslóðar sem færði þessa þjóð til bjargálna. Hvernig útgerð óx og dafnaði í vík- inni, og þorp breyttist í bæ. Elsku afi, takk fyrir að veita mér þau forréttindi að starfa við hlið þér og kynnast sögu þinni. Jónas Ingi Pétursson. „Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur…“ Þessar ljóðlínur eftir Davíð Stef- ánsson eiga vel við er ég minnist tengdaföður míns sem var mikið ljúfmenni sem vildi öllum vel, var tryggur og trúr vinum sínum sem og börnum og niðjum. Ég kynnist syni hans á sautjánda ári og það var mikill kvíði þegar ég kom í fyrsta sinn að heilsa upp tengda- foreldrana. En sá kvíði var óþarf- ur, því strax fékk ég þá hlýju og ástúð sem hefur alla tíð einkennt samband okkar tengdapabba, það var honum nóg að vita hverra manna ég væri. Honum féll aldrei verk úr hendi, hann starfaði í hart- nær 60 ár við viðgerðir bátavéla, og alltaf var hann tilbúinn til vinnu ef þörf var á. Hann sinnti ekki bara skipaviðgerðum, því ef veður voru válynd og flotinn í landi, þá stóð okkar maður vaktina og gætti skipanna í höfn. Nú síðustu árin hef ég starfað á skrifstofu fyrirtækis okkar og það var ósjaldan að hann kom upp til mín að spjalla um dægur- og lands- málin. Það voru oft fjörugar um- ræður hjá okkur og ekki lá hann á skoðunum sínum, lét menn heyra það ef honum mislíkaði. Honum fannst það alveg út í hött að láta menn hætta að vinna um sjötugt, og starfaði fullan vinnudag og lét ekki af störfum fyrr en nú um áramótin vegna veikinda. Það er til marks um þrek hans og dugnað, að hann byggði sum- arhús að Gemlufalli, Dýrafirði, þá kominn á áttræðisaldur. Þar kom smiðurinn og stillti upp grindinni fyrir pallinum umhverfis húsið og þau hjónin hjálpuðust að við að negla niður borðin og ekki var slegið slöku við þar frekar en við annað sem þau gerðu. Þau hjónin voru alla tíð mjög samhent, tengdamóðir mín stóð alla tíð eins og klettur við hlið eiginmanns síns. Þegar minnst var á Jónas þá var nafn Ellu ekki langt undan, því þau voru eitt, svo samhent voru þau í öllu. Á yngri árum söng hann með Karlakór Ísafjarðar, hann hafði ein- staklega fallega tenórrödd. Tengda- pabba fannst gaman að taka lagið í góðra vina hópi og var mjög söng- elskur, oft söng hann fyrir mig „Kolbrún mín einasta“ og „Smala- drenginn“ og hann söng með slíkri innlifun að unun var á að hlusta. Hann var mikill veiði- og búmað- ur, ekki gafst oft tími til veiða fyrr en síðari árin. Það, að komast í veiði á Syðridalsvatni við æsku- stöðvar hans, var eins og endurnýj- un lífdaga fyrir honum, slíka gleði veitti það honum að róa út til veiða og færa afla að landi. Þegar við fór- um út að sigla, þá kom hann stund- um með og var syninum sagt hvar miðin væru út af Víkinni, það væri alltaf fisk að hafa þar sem Hólana bæri í Geirólfsstaðabæinn eða fyrir mynni Bolungarvíkur, þar var stoppað og rennt niður, ekki brást það að sá guli beit á. Þetta líkaði mínum manni, hann ljómaði allur af gleði þegar hann dró slóðann fullan af fiski um borð. Þessar veiðiferðir, sem og aðrar minningar, verða mér alltaf kærar, minningar um lífsglað- an, eljusaman og yndislegan föður. Kolbrún Halldórsdóttir. Mig langar í fáum orðum minnast Jónasar, samstarfsmanns, félaga og vinnuveitanda til nokkurra ára. Það var árið 1999 að leiðir okkar lágu saman þegar ég hóf störf hjá Jónasi og sonum hans, þeim Pétri og Val- geiri í Þrym hf. Strax fyrsta daginn var mér vel tekið og alla daga síðan höfum við Jónas rætt um allt milli himins og jarðar, hvort sem það var um vinnuna, pólitík eða annað. Ekki vorum við alltaf sammála enda rúmlega 50 ára aldursmunur á milli okkar og því höfðum við lifað ólíka tíma. Sagði Jónas okkur vinnufélögunum margar sögur frá fyrri tíma þegar hann var vélstjóri á bátunum, ferðasögur að utan þegar hann var að vinna við togar- ana, vinnusögur þegar hann var að byggja sér húsið á Hjallaveginum og margar fleiri. Það var líka gam- an að ganga um í vinnunni og oft þegar maður sá gamla varahluti eða hluti sem Jónas hafði smíðað sjálfur þá voru yfirleitt sögur á bak við hvern hlut. Jónas var lag- inn vélsmiður og duglegur, var alltaf mættur fyrstur og fór síð- astur heim. Þrátt fyrir að vera kominn yfir áttrætt þá sló hann okkur yngri mönnunum oft við með útsjónarsemi sinni. Jónas var yfirleitt ekki fyrsti maðurinn í kaffi en þegar það gerðist þá kom hann til okkar hinna og skipaði okkur að koma og var þá hún Ella oftast ný- komin með eitthvað gott og nýbak- að að heiman. Ef einhver var ekki viðstaddur þá gætti Jónas þess vel að ekki skyldi allt klárað þannig að nóg væri eftir handa þeim sem eft- ir var. Jónas hafði oft gaman af því þegar börn starfsmanna komu í vinnuna og tók hann þeim ákaflega vel, enda þegar ég sagði 6 ára dótt- ur minni frá því að gamli maðurinn í vinnunni væri látinn þá stóð hún stutta stund og þagði en sagði svo: Pabbi, fæ ég þá ekki aftur kex í vinnunni? Jú, sagði ég. Svona var Jónas, góður við börnin, fór ávallt með þau á kaffistofuna og gaf þeim kex og fleira. En nú er komið að leiðarlokum, Jónasi þakka ég samfylgdina und- anfarin ár og það er aldrei að vita nema við eigum eftir að starfa saman seinna, það kemur í ljós síð- ar. Ég og fjölskylda mín vottum Ellu, börnum þeirra Jónasar og öllum öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og megi drottinn fylgja ykkur. Minning um góðan mann lifir. Sigurður Jóhann Erlingsson. Jónas Helgi Pétursson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, INGIBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR frá Hafnarfirði, lést á Kanaríeyjum mánudaginn 26. mars. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 4. maí kl. 15:00. Marjón Pétur Sigmundsson, Sigfús Þór Sigmundsson, Erna Hjaltested, Benedikt Sigmundsson, Haraldur Sigmundsson, Estefan Leó Haraldsson, Haraldur Benediktsson, Elín Jakobsdóttir, Benedikt Benediktsson, Elín K. Björnsdóttir, Viðar Benediktsson, Birna Benediktsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓHANNA AÐALSTEINSDÓTTIR frá Vaðbrekku Lindasíðu 4, Akureyri, áður til heimilis Ásgarðsvegi 15 Húsavík, er látin. Jarðarförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 5. maí kl 14.30. Aðalsteinn Helgason, Ágústa Þorsteinsdóttir, Kristjana Helgadóttir, Arnar Björnsson, Bjarni Hafþór Helgason, Margrét Þóroddsdóttir, Helgi Helgason, Anna Guðrún Garðarsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Halldór Benediktsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ HERMANN LUNDHOLM, fyrrverandi garðyrkjuráðunautur Kópavogs, lést á Vifilsstöðum föstudaginn 27. apríl. Útförin auglýst síðar. Sigurbjörg Lundholm, Ísidór Hermannsson, Steinn G. Lundholm, og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, HJALTI SIGURÐUR ÖRNÓLFSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum fimmtu- daginn 26. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún Valgarðsdóttir, Helga Hjaltadóttir, Karsten Jacobsen, Guðbjörg Þóra Hjaltadóttir, Óskar Bjarnason, Anna María Hjaltadóttir, Svavar Sigurjónsson, Valgerður Ósk Hjaltadóttir, Ingólfur Gíslason, systur, afabörn, langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.