Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 39 orð lýsa betur en mörg hvernig hjónaband þeirra var en það hafði þá staðið í yfir 20 ár. Eftir að Pétur hætti hjá Sam- vinnutryggingum fór hann til Sví- þjóðar og starfaði fyrst hjá trygg- ingarfélagi samvinnumanna. Pétur var ætíð mikill félagsmála- og mála- fylgjumaður og Svíarnir sáu fljót- lega hvern mann hann hafði að geyma. Hann gegndi fyrir þá marg- víslegum trúnaðarstörfum en hæst ber að nefna að um tíma var hann formaður Sambands norrænna samvinnumanna, hann var trúnað- armaður á vinnustað sínum og for- maður verklýðsfélagsins og formað- ur Félags eldri borgara. Pétur mágur minn var hlýr mað- ur og drengur góður. Guð blessi Erlu og alla aðstand- endur Péturs. Sigurður Jörgensson. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Elsku Frændi, þú hefur nú kvatt okkur og um leið kvaddir þú þau erfiðu veikindi og þrautir sem þú þurftir að glíma við á lokaspretti ævinnar. Við sem eftir sitjum látum minningarnar um góðan mann ylja okkur um hjartarætur. Fyrir okkur systkinunum varst þú alltaf Frændi með stórum staf og aldrei ávarp- aður öðruvísi. Það er kannski ekk- ert óvanalegt að börn tali til frænda sinna með þeim hætti, en þú vannst þér það inn að vera ávarpaður á þann hátt af okkur alla tíð, löngu eftir að við urðum fullorðin. Mér til ánægju kallaðir þú mig alltaf frænku og svo brostir þú þínu fal- lega brosi sem ég á eftir að sakna. Nú þegar ég sest við skriftir rifj- ast upp myndir úr fortíðinni, ein slík er af þér sitjandi í stól í stof- unni þinni í Kópavoginum, þú ert að búa til fyrir okkur Guðna gler- augu úr pípuhreinsurum, þú varst ansi laginn við að búa sitthvað til úr þeim. Ég man að ég var hreint ekk- ert ánægð með það að þú skyldir hætta að reykja, því þá áttir þú ekki lengur pípuhreinsara til að föndra úr. Ég sá það samt þegar ég varð eldri að það var auðvitað hár- rétt ákvörðun hjá þér. Önnur mynd sem kemur upp í hugann er úr Norðurlandaferð okkar mömmu og pabba haustið 1982 þar sem við heimsóttum þig í Saltsjöbaden í Svíþjóð. Þaðan minnist ég stráanna meðfram veginum við húsið þitt sem voru mannhæðarhá, a.m.k. á minn mælikvarða á þeim árum en ég var þá 10 ára, ég minnist líka ævintýralega garðsins þíns þar sem við sátum og drukkum kaffi í veð- urblíðunni, mér fannst svo frábært að geta setið úti og borðað. Eftir að þú fluttir til Svíþjóðar áttirðu það til að dvelja hjá okkur þegar þú komst í heimsókn á gamla skerið, það var alltaf skemmtilegur tími. Aðra sterka minningu á ég er þú gættir okkar systkinanna á meðan að mamma og pabbi voru erlendis, mér fannst þú ansi seigur að geta eldað þennan líka ljómandi fína mat ofan í okkur, ég átti því ekki að venjast að karlmenn gætu sinnt eldamennsku sem var líklega fátítt hjá mönnum af þinni kynslóð. Ég hitti þig síðast þegar ég kom í heimsókn til foreldra minna með strákana mína tvo og þú og Erla voruð þar. Siggi, eldri strákurinn minn, var svo ægilega spenntur yfir fingrinum á þér og var mikið að spá í hvað hefði komið fyrir, það minnti mig á áhugann sem maður hafði sjálfur á þessu sem barn. Elsku Frændi, við kveðjum þig með þakk- læti fyrir þær stundir sem við feng- um að njóta í samvistum við þig. Elsku Erla, Ísleifur, Helgi, Kiddi og Gissur, við systkinin og fjöl- skyldur okkar vottum ykkur og öðrum sem eiga um sárt að binda okkar dýpstu samúð. Sigþrúður og Guðni Þór. Það koma skemmtileg minninga- brot upp í hugann þegar hugsað og rætt er um frænda okkar Pétur Kristjónsson, stóra bróður mömmu. Pétur hefur alltaf verið í uppá- haldi hjá okkur systkinunum og mikið vorum við kát þegar foreldr- ar okkar skírðu yngsta barnið í höf- uðið á honum. Pétur var alltaf „töffari“ í okkar augum og hann stóð undir því. Æv- intýramaður sem keyrði rútur á yngri árum sínum. Sagði „skipti og yfir og út“ í Gufunestalstöðina í Reó-stúdíbeiker-rútunni frá Norð- urleið þegar hann kom á henni í heimsókn í Mosfellsdalinn. Hann keyrði Vatnadrekann á söndunum, bjargaði skipum á Langanesi og Skógarsandi og leit- aði eftir gulli úr gömlu hollensku skipi. Meiri kappi er vart til. Minn- ingabrotin með Stínu, Pétri og strákunum eru ljúf. Þau eru frá „baslárum“ þeirra þegar framtíð- arheimilið var byggt og komið skyldi upp fjölskyldu. Margt var brallað og margt skrafað og sungið þegar Stína, kona Péturs var ann- ars vegar. Stína þurfti endilega, allt of ung, að fá slæmsku í sig sem lík- aminn réð ekki við. Tvær konur aðrar urðu á vegi hans á lífsleiðinni. Sif með strákinn Þór átti leið um Digranesveginn í nokkur góð ár hjá Pétri. Erla kom síðan í hans líf umkringd stórri fjöl- skyldu sem öll hefur reynst honum vel. Frændi var alltaf nálægur í huga okkar þótt hann byggi á fjar- lægum stöðum. Svíþjóð og Egils- staðir voru áningarstaðir sem hann dvaldi á. Alltaf var Pétur hafsjór af fróðleik um menn og málefni sem hann miðlaði til okkar í bland við sögur af strákunum sínum, tengda- dætrum, svo ekki sé talað um barnabörnin. Pétur var ávallt ungur í anda og ávallt með framtíðar- áform á prjónunum. Það er gott að minnast hans. Farðu í friði, frændi, við þökkum almættinu að hafa fengið að hafa þig með okkur. Kristján, Bryndís, Daði og Pétur, Einars og Gígíar- börn. Það var á björtum haustdegi 1962 að ég settist inn í Norðurleið- arrútuna á Bifröst í Borgarfirði og leiðin lá til Reykjavíkur, ekki hefð- bundna leið fyrir Hvalfjörð, heldur um Uxahryggi og Þingvöll. Þegar haldið var á heiðina hljómaði dimm og þýð rödd í hátalarakerfi bílsins og farþegunum, mér og eldri konu úr Reykholtsdalum voru kynnt helstu kennileiti og fjöll. Við ferðalok á BSÍ-planinu í Reykjavík vorum við aftur ávörp- uð og þakkað fyrir samfylgdina. Þessu hafði ég aldrei kynnst áður í langferðabíl af hálfu ökumanns. Mér varð starsýnt á manninn á bílaplaninu. Dökkur yfirlitum, fas- ið rólegt og pípan á sínum stað. Minnti svolítið á enskan lord ímyndaði ég mér. Þarna var Pétur Kristjónsson lifandi kominn og þannig hefur hann varðveist í minningunni. Seinna lágu svo leiðir okkar saman í margvíslegu félagsmála- stússi. Ég sem starfsmaður hjá Landssambandi ísl. samvinnu- starfsmanna og Pétur sem for- maður í Starfsmannafélagi Sam- vinnutrygginga og Andvöku og síðar í stjórn LÍS. Þetta voru skemmtileg og gjöful ár. Fjöldi or- lofshúsa reis við Hreðavatn, starfsmannafélög stofnuð nánast í hverjum firði og sveit, tímaritið Hlynur endurvakið og varð að einu útbreiddasta riti á landinu, hús Jónasar frá Hriflu fylltist af fundum og námshópum um lífsins gagn og nauðsynjar og haldið var út fyrir landsteinana með ótal ferðahópa, flesta til Norður- landanna vítt og breitt. Við Pétur fórum margar ferðirnar saman, innanlands og utan og þvílíkur ferðafélagi. Hann þekkti nánast hvern sveitabæ á landinu og ólík störf höfðu leitt hann á ótrúleg- ustu staði. Sögurnar streymdu fram við hvert fótmál og aldrei dauð stund. Eitt það skemmtileg- asta voru vináttuvikurnar, þegar starfsmenn frá samvinnuhreyfing- unum á Norðurlöndum komu hing- að til lands og kynntust náttúru og þjóð. Samstarfið í norrænu sam- vinnustarfsmannasamtökunum KPA, leiddi Pétur á endanum út fyrir landsteinana og hann starfaði í Svíþjóð um árabil. Ævikvöldið vildi hann eiga á Ís- landi og endastaður hans og konu hans, Erlu var austur á Egils- stöðum. Kannski átti hið norræna umhverfi Fljótsdalshéraðsins þátt í því. Síðasta kveðjan frá þeim hjónum var á jólakorti fyrir síð- ustu jól. Þau skoruðu á mig að fara á þing og halda þar áfram baráttunni fyrir málefnum aldr- aðra. Ekki verður þó af því – að sinni. Við Ritva þökkum einstaka tryggð og vináttu í gegnum árin. Blessuð sé minning Péturs Krist- jónssonar. Erla og aðstandendur: Innileg samúð. Reynir Ingibjartsson. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir allan þann hlýhug og samúð sem okkur var sýnd við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR skipstjóra, Kirkjuvegi 1, Keflavík. Lovísa Þorgilsdóttir, Unnur Þorsteinsdóttir, Þórður Kristjánsson, Guðný Helga Þorsteinsdóttir, Halldór Fr. Olesen, Hrönn Þorsteinsdóttir, Magnús Jónsson, Magnea Þorsteinsdóttir, Johan D. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GARÐARS JÖRUNDSSONAR, Glaumbæ, Bíldudal. Kolbrún Matthíasdóttir, Ágúst Gíslason, Matthías Garðarsson, Elisabeth Brandser, Jörundur Steinar Garðarsson, Erna Bjarnadóttir, Áslaug Garðarsdóttir, Jón Guðmundsson, Gunnar Karl Garðarsson, Védís Thoroddsen, Drífa Garðarsdóttir, Baldur Waage, Sverrir Garðarsson, Sonja Jónsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGVA BRYNJARS JAKOBSSONAR fyrrv. lögregluvarðstjóra á Keflavíkurflugvelli. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður Elín Jónsdóttir og aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, RAGNHEIÐAR FRIÐRIKU JÓNASDÓTTUR, Skálabrekku, Húsavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga fyrir góða ummönnun. Guð blessi ykkur öll. Auður Hermannsdóttir, Hreiðar Olgeirsson, Halla Hallgrímsdóttir, Pétur S. Olgeirsson, Ása D. Hólmgeirsdóttir, Jón Olgeirsson, Hulda Salómonsdóttir, Skarphéðinn J. Olgeirsson, Kristjana V. Ketilsdóttir, Egill Olgeirsson, Pálína Stefánsdóttir, Sigríður Sveinbjörnsdóttir, Kristján B. Olgeirsson, Fríða S. Rúnarsdóttir, Björn Olgeirsson, Rúna B. Sigurðardóttir, Heiðar Geir Olgeirsson, Brynja B. Halldórsdóttir, Sigríður Jónasdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EMILÍA GUÐRÚN BALDURSDÓTTIR, Hamraborg 36, Kópavogi, sem lést föstudaginn 20. apríl verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn 30. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningar- sjóð líknardeildarinnar í Kópavogi og heimahlynn- ingu Krabbameinsfélagsins. Sæmundur Þorsteinsson, Guðrún S. Sæmundsdóttir, Sigurgeir H. Högnason, Þorsteinn B. Sæmundsson, María J. Hauksdóttir, Sigurður B. Sæmundsson, Svava Bjarnadóttir, Jakob Sæmundsson, Sunneva Jörundsdóttir, Guðlaugur Sæmundsson, Fríður Brandsdóttir, Baldur Sæmundsson, Ólöf Kr. Guðjónsdóttir, Sigurlín S. Sæmundsdóttir, Magnús P. Halldórsson, Kristján N. Sæmundsson, Unnur Þorbjargardóttir, Hallgrímur Sæmundsson, Þórhildur Þorbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, UNA BÁRA ÓLAFSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 26. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja, Edda Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Lára G. Nielsen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.