Morgunblaðið - 28.04.2007, Side 40
40 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ SigurlaugJakobína Jónas-
dóttir fæddist í Hró-
arsdal í Hegranesi
31. desember 1914.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Skagafjarðar á
Sauðárkróki 11.
apríl síðastliðinn.
Sigurlaug var dóttir
hjónanna Jónasar
Jónssonar, bónda,
yfirsetumanns og
hómópata í Hróars-
dal, f. í Hróarsdal
26. september 1840, d. 28. janúar
1927, og Lilju Jónsdóttur, hús-
freyju í Hróarsdal, f. á Róðu-Grund
6. ágúst 1872, d. 22. nóvember
1935.
Alsystkini Sigurlaugar voru 12
talsins og hálfsystkin, samfeðra, 20
talsins. Þau voru Jónas Kristján, f.
4. ágúst 1862, d. 7. september 1944,
Jón, f. 14. júlí 1866, d. 20. febrúar
1867, Jósteinn, f. 4. september
1867, d. 8. september 1944, Ingvar,
f. 9. apríl 1868, d. 8. júlí 1868, Sig-
urður, f. 1869, d. 1869, Sigurbjörg
Anna, f. 22. október 1869, d. 18.
mars 1903, d. 31. janúar 1994, Leó,
f . 28. mars 1904, d. 5. janúar 1998,
Alfreð Jakob, f. 13. október 1906,
d. 25. apríl 1935, Páll Hróar, f. 17.
maí 1908, d. 21. desember 1999,
Þórarinn, f. 8. mars 1910, d. 18.
febrúar 1989, Guðrún, f. 18.
nóvember 1911, d. 18. nóvember
1911, Sigurður Björgvin, f. 25. júlí
1913, d. 6. desember 1989, og
Sigurjón, f. 19. nóvember 1916, d.
1. desember 1938.
Sigurlaug ólst upp með for-
eldrum sínum og systkinum í Hró-
arsdal og gekk í farskóla eins og
þá tíðkaðist. Síðar fór hún í
Kvennaskólann á Laugalandi í
Eyjafirði og hefur sú menntun
vafalaust komið sér vel við bústörf-
in síðar meir.
Maður Sigurlaugar var Ólafur
Þorsteinn Jónsson frá Leysingja-
stöðum í A-Húnavatnssýslu, f. 12.
febrúar 1889, d. 25. nóvember
1971. Foreldrar Ólafs voru Jón
Ólafur Ólafsson, bóndi á Umsvöl-
um í Sveinsstaðahreppi, f. 29. júlí
1865, d. 16. desember 1941, og
kona hans, Guðrún Ólafsdóttir, f. 7.
nóvember 1854 frá Leifsstöðum í
Svartárdal, d. 31. desember 1942.
Sigurlaug og Ólafur eignuðust
þrjú börn, Jón, f. 21. júní 1944,
Lilju Björgu, f. 2. janúar 1946, og
Þorstein, f. 29. júní 1948.
Sigurlaug verður jarðsungin frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
október 1942, Sigur-
laug, f. 19. janúar
1870, d. 12. maí 1968,
Málmfríður, f. 3. jan-
úar 1875, d. 2. sept-
ember 1958, Pálmi, f.
1875, d. um 1894 í
Vesturheimi, Guðný,
f. 16. mars 1877, d.
29. apríl 1949, Hall-
dór Kláus, f. 18. sept-
ember 1879, d. 31.
janúar 1880, Helga, f.
23. júlí 1881, d. 7. júní
1965, Benedikt, f. 6.
ágúst 1882, d. 29.
nóvember 1883, Benjamín Frank-
lín, f. 26. maí 1886, d. 13. desember
1963, Sigurður, f. 1. ágúst 1888, d.
12. september 1888, Sæmundur, f.
30. mars 1890, d. 17. júlí 1972,
Gísli, f. 22. desember 1891, d. 11.
október 1967, og Hróbjartur, f. 5.
maí 1893, d. 3. apríl 1979.
Alsystkin Sigurlaugar voru Jón
Norðmann, f. 7. ágúst 1898, d. 24.
september 1976, Jónas, f. 23. ágúst
1899, d. 15. apríl 1929, Björg Stein-
unn, f. 20. janúar 1901, d. 20. júní
1920, Vilhjálmur, f. 10. mars 1902,
d. 24. apríl 1951, Sæunn, f. 27.
Látin er í hárri elli föðursystir
okkar systkina, Sigurlaug Jakobína
Jónasdóttir, bóndi og húsmóðir á
Kárastöðum í Hegranesi.
Að henni genginni lýkur 145 ára
sögu barna Jónasar Jónssonar,
bónda í Hróarsdal, hómópata, og
„ljósföður“ sem tók á móti um 600
börnum á sinni tíð og átti sjálfur 33
börn, það elsta fætt árið 1862 og það
yngsta árið 1916.
Sigurlaug var seinust þeirra
systkina til að kveðja þessa tilveru,
92 ára að aldri, eftir erfið veikindi
síðustu ár þar sem getan til tján-
ingar hvarf þó rökhugsun og verk-
lag hyrfi ekki. Sigurlaug, eða
Lauga, eins og hún var oftast kölluð
af vinum og vandamönnum, hefur
alltaf verið fastur punktur í tilveru
okkar systkina frá því við fórum að
muna eftir okkur og gætti hún jafn-
vel þeirra elstu úr okkar hópi.
Lauga hóf búskap á Kárastöðum
með manni sínum, Ólafi Þorsteini
Jónssyni, sem jafnframt var móð-
urbróðir okkar systkina, í sambýli
við systurson sinn, Sigurð Ólafsson
fræðimann. Kárastaðir eru næsti
bær við Hróarsdal og var samgang-
ur mikill á milli bæjanna og voru
ófáar ferðirnar sem farnar voru í
heimsókn. Dáist ég enn að þeirri
þolinmæði sem okkur börnunum
var sýnd þegar farið var í skessu-
leik inni á Kárastöðum því ekki voru
húsakynnin nema tvö herbergi en
mikið gekk stundum á, eins og
verða vill þegar börn leika sér. Var
þá aðeins hastað á liðið svo þær
gætu heyrt hvor í annarri, móðir
okkar og Lauga, en Ólafur lá þá
gjarnan fyrir og fylgdist kímileitur
með atganginum.
Lauga var afskaplega góðgjörða-
söm kona og alltaf vorum við systk-
inin nestuð með rúsínum eða
sveskjum, til að narta í á leiðinni
heim, þó að ekki sé nema um 2 km
að fara.
Lauga var forkur dugleg og gekk
til allra verka bæði úti og inni. Hún
tamdi hesta, sló með hestasláttuvél,
færði upp hey og reri bátum yfir
Héraðsvötn til heyskapar. Hélt þá
Ólafur maður hennar gjarnan í
tauma á 2–3 hestum, sem syntu þá á
eftir bátnum, ætlaðir til brúks fyrir
„handan“, eins og sagt er þar.
Ein slík ferð er mér minnisstæð
sem ég fékk að fara með „yfrum“.
Allhvöss sunnan átt var og í barns-
augunum voru öldurnar við vestur-
bakka Vatnanna geysilega stórar.
Þótti mér mikið til frænku minnar
koma að geta róið yfir áfallalaust. Á
seinni árum hefur ferðum í Skaga-
fjörðinn fækkað, en alltaf er komið
við á Kárastöðum, til að heilsa upp á
Laugu og börn hennar, og helst sá
siður enn. Eftir að Lauga fluttist á
Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks var
litið til hennar þar.
Við systkinin þökkum Laugu alla
þá hlýju og væntumþykju sem við
höfum notið í gegnum árin.
Hvíl í friði, elsku frænka.
Fyrir hönd barna Páls Jónasson-
ar frá Hróarsdal.
Lilja.
Lauga, föðursystir okkar, einn af
hornsteinum æskunnar, er horfin til
feðra sinna. Hún hafði lifað frosta-
vetur, tvær heimsstyrjaldir og allar
þær breytingar sem íslenskt þjóð-
félag hefur gengið í gegnum frá lok-
um þeirra. Hún upplifði sjálfstæð-
isbaráttuna og hélt upp á
lýðveldishátíðina á sinn eigin hátt
þegar hún eignaðist elsta barn sitt
nokkrum dögum síðar.
Frá því við munum eftir okkur
bjó Lauga á Kárastöðum ásamt
manni sínum og börnum. Við eigum
ótal minningar sem tengdar eru
henni. Við munum: Að heyjað var
með hestum.
Að Lauga og Ólafur áttu frábæra
hesta.
Heimagangsfolaldið sem taldi sig
örugglega til manna.
Að Lauga bjargaði okkur upp á
hænsnakofann, þegar mannýga
nautið sleit sig laust og elti Jón.
Að hafa sofnað í ullinni þegar ver-
ið var að rýja á vorin á Kárastöðum.
Að það var gaman að taka upp
kartöflur á haustin í garðinum á
Kárastöðum.
Að þar fengum við að fara á hest-
bak.
Að það var hluti af bernskunni að
fara „vestur yfir vötn að drekka“
þegar heyjað var í Pyttagerði.
Að Lauga bakaði bestu loft- og
piparkökur í heimi.
Að hún hafði endalausa þolin-
mæði til að svara spurningum þegar
verið var að mjólka kýrnar. Við vilj-
um þakka frænku okkar fyrir allt
sem hún gerði fyrir okkur og var
okkur á bernsku- og fullorðinsárum.
Á Kárastöðum var tíminn afstætt
hugtak og hraði nútímans hafði í
raun ekki náð að breyta þeim
áherslum sem voru áður í heiðri
hafðar. Þar var tími til að spjalla yf-
ir kaffibolla og ræða heimsmálin.
Það breyttist ekki þó Lauga okkar
færi á öldrunardeildina á Sauðár-
króki. Hennar andi var enn á Kára-
stöðum.
En nú hefur lífið breyst, Lauga er
sú síðasta af stóra systkinahópnum í
Hróarsdal sem kveður. Það er okk-
ar að miðla þeim gildum til næstu
kynslóða sem okkur voru kennd og
muna í öllum hraðanum hvað það er
í raun sem skiptir máli í lífinu.
Við kveðjum Laugu frænku okk-
ar með virðingu og þökk um leið og
við vottum Jóni, Lilju og Þorsteini
okkar innilegustu samúð.
Þorvaldur, Björg og
Anna frá Hróarsdal.
Þegar mín elsta og besta frænka
kveður leitar hugurinn í minningar
liðinna ára. Hún Lauga á Kárastöð-
um hefur verið ómissandi hluti af
lífinu í uppvexti mínum. Það að vera
bóndinn, húsmóðirin og mamman er
ærið hlutverk, ekki síst á sveita-
heimili um miðja síðustu öld. Þrátt
fyrir það hafði Lauga tíma og hús-
rúm fyrir aðra en bara heimilisfólk-
ið enda hjartarúmið það sem skiptir
máli. Margir hafa dvalið á Kára-
stöðum sumarlangt og jafnvel leng-
ur og liðið þar vel í skjóli fjölskyld-
unnar. Oft hefur sópað að frænku
minni en þegar hún var ríðandi á
gráu klárunum sínum í rekstri og
smalamennsku fannst mér hún vera
tignarlegust allra, þá var hún í ess-
inu sínu.
Ég hef oft hugsað til Laugu þegar
gefið hefur á í lífinu, fengið við það
hugrekki og kjark til að halda
áfram, áræði hennar og dugnaður
hefur verið góð fyrirmynd í lífinu.
Lauga hafði mikið næmi á líðan
annarra, með viðmóti sínu sýndi
hún ást sína og umhyggju. Það
þurfti ekki mörg orð; augnatillit og
klapp á bakið sagði það sem þurfti.
Árið 1989 var okkur í Hróarsdal erf-
itt í fleira en einu tilliti, þá var gott
að eiga fjölskylduna á Kárastöðum
að bakhjarli í því sem framundan
var, hvatning, stuðningur og hjálp
þeirra var og er ómetanleg.
Þegar við komum til Laugu 9.
apríl síðastliðinn var okkur ljóst að
stutt væri eftir. Það er erfitt að
kveðja en á sama tíma gleðst ég yfir
því að hún fékk að fara södd lífdaga.
Megi minning hennar lifa.
Elínborg (Bogga) í Hróarsdal.
Mig langar að kveðja Laugu, afa-
systur mína, með nokkrum orðum.
Frá því ég man eftir mér var allt-
af mikill samgangur milli heimilis
afa og heimilis Laugu og skipaði
hún og hennar fólk mikinn sess í lífi
okkar. Aldrei man ég til þess að
maður hafi komið á heimili Laugu
án þess að lagðar væru á borð því-
líkar veitingar að það hálfa væri nóg
og gilti þá einu hvort háheyskapur
var í gangi eður ei. Mér fannst og
finnst þetta alltaf jafn ótrúlegt því
við malbiksbúarnir nennum varla að
draga fram kexpakka þegar einhver
kíkir í heimsókn. Nú í seinni tíð höf-
um við fjölskyldan alltaf haft það
sem fasta punkta að skella okkur
norður á vorin til að hitta heim-
ilisfólkið á Kárastöðum og taka
smáþátt í sauðburðinum og svo aft-
ur á haustin í réttirnar. Þetta þykir
okkur mikið sport og ekki sjálfgefið
að maður geti komist í svona sveita-
sælu. Það er alltaf gott að komast í
sveitina og sennilega besta afstress-
unarmeðal sem ég veit um. Alger ró
og maður veit ekki hvað klukka eða
sjónvarp er eftir dags dvöl.
Þegar horft er til baka eru minn-
ingarnar margar um Laugu og
hennar fólk. Ein af þeim er sú að á
Kárastöðum hefur alltaf verið mikil
hrossarækt og nutum við systkinin
góðs af því á okkar yngri árum, þeg-
ar við vorum að fá lánaða barna-
hestana á bænum til að skottast á
milli bæja. Ég man nú að það voru
einhver skiptin sem maður rúllaði af
baki, en gæðingarnir kipptu sér
ekki upp við það heldur biðu
sallarólegir á meðan reynt var að
stökkva á bak aftur eftir að maður
hafði stillt þeim upp við næsta stóra
stein. Þá mun mér sennilega aldrei
líða úr minni hversu reffileg mér
fannst Lauga alltaf á haustin þegar
hún reið á gráu klárunum niður
sandinn á eftir fjárrekstrinum og
stjórnaði mönnum og dýrum eins og
sönnum kvenskörungi sæmir, eða
þegar hún laumaðist í brjóstvasann
á stakknum sínum og dró alltaf upp
eitthvert gotterí sem gladdi barns-
hjartað.
Elsku Lilja, Þorsteinn og Jón,
missir ykkar er mikill. Við vottum
ykkur okkar innilegustu samúð og
biðjum Guð að styrkja ykkur á
þessum erfiða tíma. Minningin um
góða konu lifir í hjarta okkar allra.
Kveðja
Anna María og fjölskylda.
Mig langar að skrifa nokkur
kveðjuorð um föðursystur mína,
hana Laugu á Kárastöðum. Hún var
einstök manneskja, dugnaðarforkur
og í mínum huga hefur hún alltaf
verið hetja. Lauga bjó yfir ríkulegri
gestrisni og alltaf var tekið á móti
okkur eins og kóngafólk væri á ferð.
Hjálpsemi hennar við okkur var
einstök og án þess að hafa um það
mörg orð veitti hún okkur enda-
lausa ást og umhyggju. Mér er sér-
lega minnisstætt þegar hún kom ár-
lega heim í Hróarsdal í
desembermánuði og bakaði jólabak-
kelsið. Þá voru ekki höfð við nein
vettlingatök frekar en fyrri daginn,
smákökurnar runnu fram líkt og á
færibandi.
Í minningunni er fátt mikilfeng-
legra en að sjá Laugu slá með
hestasláttuvélinni. Eins þegar mér
hlotnaðist sá heiður að fá að fara
með Laugu ríðandi í fjárrekstur,
þar var hún eins og drottning í ríki
sínu og var ég mjög stolt af því að fá
að vera með í þessum hópi.
Ekki var lífið alltaf auðvelt og
Lauga þurfti að vinna mikið enda
tæknin sem við þekkjum í dag ekki í
boði. Það er reyndar alveg ótrúlegt
hvað þessi kynslóð sem Lauga er af
hefur upplifað mikilar breytingar og
framfarir á flestum sviðum. Lauga
var alltaf hress í bragði og uppgjöf
var ekki til í hennar orðaforða. Af
Laugu lærði ég margt sem ég hef
nýtt mér í lífinu og hún var mér góð
fyrirmynd. Ég er afar þakklát fyrir
að hafa fengið að vera henni sam-
ferða og á hún stóran þátt í mínum
góðu æskuminningum.
Lauga var heilsuhraust lengst af
en síðustu árin voru henni erfið, nú
er þeirri baráttu lokið og hún komin
til betri heima.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Kveðja,
Lilja Þórarinsdóttir.
Í mínum huga var og er Lauga á
Kárastöðum sannkölluð hetja. Hún
gekk í hvaða störf sem þurfti að
sinna, var hörkutól en jafnframt
umhyggjusöm og ástrík móðir og
frænka. Í eldhúsinu hjá Laugu var
ávallt von á nýbakaðri jólaköku,
sem var mitt uppáhald, og alvöru
sveitamjólk. Eins var lengi von á
kók og prins-póló í heybaggaslagn-
um á sumrin og ef vel gekk kónga-
brjóstsykri í kaupbæti.
Þótt Lauga hafi lifað tímanna
tvenna og lífið ekki alltaf verið auð-
velt var hún afar lífsglöð kona sem
hrein unun var að fá að umgangast
og kynnast. Við hana var hægt að
spjalla um allt milli himins og jarðar
og ávallt var stutt í brosið. Og þegar
ég lít til baka sé ég hversu dýr-
mætar og ómetanlegar þessar stóru
og smáu minningar úr sveitinni eru
mér.
Nú er Lauga komin til forfeðra
sinna og efast ég ekki um að henni
hafi verið fagnað þar sem og hér.
En þótt Lauga sé farin mun minn-
ingin um þessa glæsilegu konu lifa
með öllum sem þekktu hana og hún
mun vera mér fyrirmynd um
ókomna tíð.
Kveðja,
Elísabet Ósk Ágústsdóttir.
Elsku besta Lauga frænka.
Það eru liðin þónokkur ár síðan
ég trítlaði upp tröppurnar á Kára-
stöðum, þá 6 ára gömul, full af eft-
irvæntingu. Á Kárastöðum átti ég
að fá útrás fyrir nánast meðfædda
sveita- og dýraþörf mína um sum-
arið hjá Laugu, systur föðurafa
míns Páls, og hennar fjölskyldu. En
Sigurlaug Jakobína
Jónasdóttir
Elsku amma, þá
hefur þú loksins fengið
hvíldina og ert komin í
hlýjan faðm afa og
Fjólu sem hafa örugg-
lega tekið vel á móti
þér.
Þegar ég hugsa til baka þá kemur
ýmislegt upp í huga minn, t.d. mjólk
og kleinur sem ég fékk oft hjá þér og
stundum pönnukökur og var þá oft
fjör við eldhúsborðið í Austurvegin-
um. Svo er öll handavinnan, ég hef
örugglega ekki komið oft til þín og
afa öðruvísi en að þið væruð með
handavinnu á milli handanna og ef
ekki handavinnu, þá bók.
Það eru margir fallegir hlutir sem
ég á eftir þig, t.d dúkar og svo kjól-
arnir sem stelpurnar fóru í heim af
fæðingardeildinni og peysusettið
Steinunn Sesselja
Steinþórsdóttir
✝ Steinunn Sess-elja Steinþórs-
dóttir fæddist 29.
mars 1921. Hún
andaðist 25. mars
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Þórshafnar-
kirkju 31. mars.
sem Ingólfur fór í
heim.
Þetta ætla ég að
geyma vel handa þeim
til að eiga handa sín-
um börnum.
Þær eru þónokkrar
stundirnar sem við
áttum saman þegar ég
gisti hjá þér þegar ég
kom austur á Þórshöfn
til að klippa. Þú vaktir
yfirleitt eftir mér til að
gefa mér að borða
þegar að ég kom heim
eftir langan vinnudag,
og varst komin é fætur á undan mér
til að hita vatn í te. Þetta voru góðar
stundir.
Elsku amma, þú varst alltaf svo já-
kvæð og hress og gaman að hitta þig,
svo kunnuð þið afi ótrúlega mikið af
stökum, oft byrjaði afi á því að koma
með eina slíka þegar maður kom inn
úr dyrunum hjá ykkur.
Elsku amma, þúsund þakkir fyrir
allar samverustundirnar, Guð geymi
þig og þú átt alltaf vissan stað í
hjarta mínu.
Kveðja
Hildur Salína.