Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Sýningin er opin
alla daga frá 10–17
Aðalstræti 16
101 Reykjavík
www.reykjavik871.is
Lífið á
landnámsöld
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
AF HVERJU
SNJÓAR
BARA Á
VETURNA?
ÉG HEF EITT AÐ
SEGJA VIÐ ÞIG...
ÞÚ ERT GÓÐUR Í ÞVÍ
AÐ VERA VITLAUS!
EF ÞAÐ SNJÓAÐI Á SUMRIN
ÞÁ GÆTI MAÐUR VERIÐ
LENGUR ÚTI OG NOTIÐ ÞESS
STRÁKAR, ÉG ER KOMINN
HEIM AF STEFNUMÓTINU!
GETIÐ ÞIÐ EKKI
HÆTT Í TÖLVULEIKNUM
Í SMÁ STUND?
VIÐ ÆTTUM
AÐ KOMA
OKKUR AFTUR
HEIM
ÞEIR
VILJA EKKI
HAFA OKKUR
HÉRNA
VIÐ ÆTTUM AÐ LAGA
OKKAR EIGIN PLÁNETU
ÁÐUR EN VIÐ FÖRUM AÐ
SKEMMA ANNARRA MANNA
PLÁNETUR
ÞAÐ ER BARA TIL EIN
JÖRÐ EFTIR ALLT SAMAN
OG HÚN ÞARF AÐ ENDAST
VIÐ ERUM
LÍKA BÚNIR
MEÐ
TÚNFISKINN
OKKAR
VONDANDI
LEIGÐU ÞAU
EKKI ÚT HER-
BERGIÐ MITT
ÞÚ VERÐUR AÐ SÆKJA
KVÖLDMATINN Í KVÖLD
ÉG DATT ÞEGAR
ÉG VAR AÐ SETJA MATINN
Á BORÐIÐ...
ÞANNIG AÐ ÞÚ
VERÐUR AÐ SÆKJA
ÞÉR SJÁLFUR
ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ
VIÐ SÉUM Á LEIÐINNI
TIL NORÐURPÓLSINS
ROSALEGA
ER MIKIL
ÓKYRRÐ!
ATLI, AF
HVERJU ERT
ÞÚ Á HVOLFI Í
KASSANUM?
GRÍMUR,
ERTU
NOKKUÐ
TIL AÐ
RÉTTA ÚR
STÓLBAKINU
MÍNU?
FARA Í PRUFU FYRIR
HLJÓMSVEIT SEM SPILAR
BARA LED ZEPPELIN
LÖG? ÉG VISSI EKKI AÐ ÞÚ
HLUSTAÐIR Á ÞÁ
ÞESSI HLJÓM-
SVEIT ER EKKERT
FRAT. ÞEIR SPILA
ÚT UM ALLT!
ÉG Á EFTIR AÐ FÁ
SVOLÍTINN PENING, AUK ÞESS
SEM ÉG FÆ AÐ FINNA
HVERNIG ÞAÐ ER AÐ VERA
ROKK-GUÐ Í SMÁ STUND
KANNSKI LEGG ÉG HÓTEL-
HERBERGI Í RÚST
SVO LENGI SEM ÞAÐ
ER EKKI SKRÁÐ Á
KREDITKORTIÐ OKKAR
ÉG VIL FREKAR
VINNA SJÁLFSTÆTT...
ÞÍN VEGNA
HA?
ÞÁ GET ÉG EYTT TÍMANUM Í AÐ
NÁ GÓÐUM MYNDUM AF
KÓNGULÓARMANNINUM
ÞETTA ER EKKI SVO
SLÆM HUGMYND
EN MYNDIRNAR VERÐA
EKKI ÓDÝRAR
ER ÉG EKKI
ÖRLÆTIÐ HOLDI
KLÆTT?
dagbók|velvakandi
Týndur gári
BLÁR gári hvarf út um glugga á
húsi við Bergstaðastræti. Fuglinn
hafði ekki ennþá verið nefndur og
var einungis nýlega kyngreindur –
sem karl (blátt granstæði yfir
goggi). Hann var með seinþroska
stél og hafði framan af ævi „visið
stél“ sem óx þó um síðir og varð
dekkra að lit en búkurinn. Ég sakna
litlu svörtu augnanna hans, hversu
glaðlega hann lét frammi fyrir
mynd sinni í spegli eða þegar hljóðið
frá rennandi vatni barst honum; það
var raunar sérkenni hans að leita í
vatn, þegar ég fór í sturtu sóttist
hann eftir að fá að sitja á höfðinu á
mér og eins og títt er um sveimhuga
varð hann af þessu bæði skelkaður
og nær viðþolslaus af kátínu. En
jafnvægi hans á flugi og prikum
varð mér til eftirbreytni í stormum
mannlífsins. Mér þykir leiðinlegt
hvernig óvarkárni mín í varp þessu
hreinlynda barni himinsins inn í
frumskóg katta, máva og þrasta.
Daginn sem óhappið varð lagðist
allt á eitt um að auka mér hryggð;
hvass vindur úr norðri, rigning síð-
degis, en það var ekki fyrr en með
næturkulinu að ég gaf upp alla von,
nema þessa: ef litli fuglinn minn
hefur ratað inn á heimili til þín sem
lest þetta, bið ég þig vinsamlegast
að hafa samband í síma 694-695-1.
Fallegir tónar Sverris og
Miriam
ÉG hef að undanförnu, í leiðindum
mínum vegna mistaka tiltekinnar
stéttar varðandi heilsu mína, virki-
lega notið þess að hlusta á tónlist.
Það sem hefur gefið mér hvað mest
er gamall diskur, Nótnaborðhald frá
Sverri Stormsker, sem er að mínu
mati afar sérstakur, stórbrotinn og
sérlega aðdáunarverður. Ég er ansi
hrædd um það að þjóðin, vegna til-
tekinna erfiðleika þessa aðila, stór-
lega vanmeti Sverri því að tónsköp-
un viðkomandi er engu lík. Á diskn-
um Greatest Hits er meðal annars
lag sem heitir „Þórður“ og þó hann
hefði ekki gefið út neitt annað þá er
þetta ódauðlegt. Svo er þar líka
stórkostleg sinfónía sem heitir
„Magra veröld“. Ég hef líka hallast
að konu nokkurri sem heitir Miriam
Óskarsdóttir og er yfirmaður hjá
Hjálpræðishernum á Íslandi. Þessi
manneskja hefur skapað fjölda laga
á undanförnum árum og eru lög
hennar hrífandi, himnesk og ótrú-
lega heillandi. Ég á tvo diska eftir
Miriam, annar heitir Miriam gefinn
út 1995 af Hjálpræðishernum en
hinn heitir Þó hryggð sé í hörpunni
hér sem hún gaf út núna nýverið
ásamt Óskari Jakobssyni píanóleik-
ara. Ég vona svo sannarlega að
bæði Sverrir og Miriam halli sér
meira í framtíðinni að æðri tónlist
því þá verður gaman að lifa. Við
verðum að halda vörð um óviðjafn-
anlega hæfileika sem leynast alls
staðar mitt á meðal okkar. Ég er
ekki að gera lítið úr öllum þeim
dásamlegu tónlistarséníum sem ís-
lenska þjóðin hefur átt heldur ein-
ungis að nefna þau tvö sem hafa gef-
ið mér hvað mest í mínum erfið-
leikum. Takk fyrir Sverrir Storm-
sker og Miriam Óskarsdóttir.
Jóna Rúna Kvaran.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
GÖNGUGARPURINN Reynir Pétur er heppinn að þurfa ekki að vera úti í
suddanum sem spáð er um helgina. Styttan af honum situr í glugga á antik-
verslun á Laugavegi og hlær aðgestum og gangandi.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Hinn síhlæjandi Reynir Pétur
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100