Morgunblaðið - 28.04.2007, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 28.04.2007, Qupperneq 54
54 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hve langt myndir þú ganga? Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Stranglega bönnuð innan 18 ára! eee EMIPIRE Þeir heppnu deyja hratt Next kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Shooter kl. 8 og 10:15 B.i. 16 ára Perfect Stranger kl. 6 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 4 - 450 kr. TMNT m/ísl. tali kl. 4 - 450 kr. Next kl. 3.30, 5.45, 8, og 10.15 B.i. 14 ára Next LÚXUS kl. 3.30, 5.45, 8, og 10.15 Pathfinder kl. 3.30, 5.45, 8, og 10.15 B.i. 16 ára The Hills Have Eyes 2 kl. 8, og 10.10 B.i. 18 ára Perfect Stranger kl. 8, og 10.30 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 2 og 4 Sunshine kl. 5.50 B.i. 16 ára TMNT kl. 2, 4 og 6 B.i. 7 ára Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir - Kauptu bíómiðann á netinu HEIMSFRUMSÝNING NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER GOÐSÖGNIN UM ÍSLENSKU VÍKINGANA LIFIR GÓÐU LÍFI Í ÞESSARI KYNGIMÖGNUÐU HASARMYND! Í KJÖLFAR 300 KEMUR PATHFINDER TVEIR HEIMAR LOKAORUSTAN EITT STRÍÐ ER HAFIN! Auglýsingar ætti síst að van-meta. Þær geta veriðspegill fyrirtækja og kom- ið því á framfæri sem auglýsandi vill láta minnast sín fyrir. Því varð ég hálfdöpur fyrir hönd nýja Esso, N1, þegar ég sá heilsíðu blaðaauglýsingu frá því á dögunum. Þar stendur karlmaður og sker niður papriku í mesta sakleysi íklæddur svuntu. Á henni stendur hin sniðuga áletrun: „Ég má fara í golf þegar ég er búinn að grilla.“    Segir hver? hugsaði ég fyrst ogsamstundis rann upp fyrir mér hvers konar auglýsing þetta var. Þarna er á ferðinni enn ein birtingarmyndin af einni þreytt- ustu og ófyndnustu mýtu samtím- ans; að karlar séu beygðir undir hundfúla eiginkonu, þeir vilji ekkert frekar en að vera í golfi með strákunum og að eiginkonan megi ekki heyra slíka iðju nefnda. Ég skil ekki fyrir hvern þessi auglýsing er ætluð. Ætlunin var að auglýsa grill. Fyrir hvern? Kúgaða eiginmanninn eða fúlu eiginkonuna? Það telst varla góð auglýsing fyrir grill ef grillarinn vill helst vera einhverstaðar allt annars- staðar og grillar eingöngu til að fá að gera eitthvað annað. Kannski ætlaði fyrirtækið að tryggja sér ókeypis auglýsinga- herferð í kjölfarið, líkt og varð með Coke Zero. Það var um fátt annað rætt á bloggsíðum lands- manna um tíma en púkalegu auglýsingaherferðina fyrir gos- drykkinn sem einnig gengur út frá því að karlmenn séu fífl og konur séu fúlar.    Þessi lenska fyrirfinnst í fjöldaamerískra gamanþátta. Þar er fjölskyldufaðirinn barnaleg smásál sem vill ekkert frekar en að hanga við snakkát, bjór- drykkju og sjónvarpsgláp … já, eða Guð forði okkur, golfiðkun! Eiginkonan er að sjálfsögðu á móti allri slíkri skemmtun, má hvorki heyra né sjá manninn skemmta sér og tekur að sjálf- sögðu ekki þátt í fjörinu. Maður- inn beitir því öllum tiltækum ráð- um til að sleppa við uppvask, rómantískar stundir (nema að sjálfsögðu kynlíf) og skólaleikrit barnanna til þess eins að geta skemmt sér svolítið. Konan bíður svo brúnaþung með hendur á mjöðm ef upp kemst um kauða. Þetta er svo agalega þreytt að það nær ekki nokkurri átt. Ég sé fyrir mér Raymond (úr bandaríska gamanþættinum Everybody Loves Raymond) með svuntuna góðu. En Raymond býr ekki á Íslandi … og ekki í raun- veruleikanum ef út í það er farið.    Í lokin getur maður svo velt fyr-ir sér hvort auglýsingin hafi einfaldlega verið fyrir svuntur með þessari mjög svo skondnu áletrun. Ég get ekki fullyrt um það þar sem ég hef sniðgengið verslanir N1 með aumum mætti eins neytanda síðan ég sá um- rædda auglýsingu. Bannað að fara í golf! Morgunblaðið/Kristinn Mýta „Þarna er á ferðinni enn ein birtingarmyndin af einni þreyttustu og ófyndnustu mýtu samtímans.“ AF LISTUM Birta Björnsdóttir »En Raymond býrekki á Íslandi … og ekki í raunveruleikan- um ef út í það er farið. birta@mbl.is ÞESSI plata Skátanna er langþráð, því það eru nokkur ár síðan fyrst fór að sjást til þeirra á tónleikum. Hljómsveitin hefur not- að tímann vel og á ein- hvern undraverðan hátt slípast án þess að glata hráleikanum. Tónlistin sem þeir bjóða upp á á þessari annarri geisla- plötu sinni er um margt ruglingsleg, og fyrstu hlustanir eru eins og að stinga hausnum inn í steypuhrærivél, svo ruglaður er maður í ríminu. Þegar línurnar fara að skýrast fer maður að heyra smá So- nic Youth (t.d. í gítarspili) en svo eru áhrif frá finnskri nýbylgju, íslensku pönki og pro- grokki ásamt auðvitað fullt af einhverju óút- skýranlegu sem er bara hjá Skátunum. Skátar eru band sem nýtur þess að reyna að koma hlustendum á óvart og það er eins og gleðin ráði úrslitum hvort einhver hug- mynd fær að halda sér eða ekki. Því eru alls kyns stopp og taktbreytingar í sumum lög- um, sem ég ætla að leyfa mér að fullyrða að myndu fara í taugarnar á mér hjá einhverri annarri hljómsveit, en virka bara alveg prýðilega hjá Skátum. Þetta er líklega bara allt spurning um samhengi og að ná því að gera ekki of mikið heldur bara mátulega, og þessu ná Skátar alveg. Þá eru þó nokkur lög sem eru vel til þess fallin að heyrast í útvarpi, þrátt fyrir skringilegheitin, og vitnar það um hve mikil breidd er í tónlist Skáta. Að lokum má geta þess að platan fer verr af stað en hún endar, sem er nokkuð sjaldgæft, en á móti virkar það mjög vel ef maður rennir plötunni allri í gegn. Þá verður hún betri og betri og endar í gullmolanum „Taco N’Surf a Prayer“. Áfram Skátar! Alveg mátulega ruglingslegt TÓNLIST Skátar – Ghost of the Bollocks to come  Ragnheiður Eiríksdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.