Morgunblaðið - 03.05.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 119. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Veldu virkni
Nýjung
Fitusnauðasta jógúrtin á markaðnum
AFTUR Í TÍSKU
GAMAN AÐ GRAMSA Á FLÓA-
MARKAÐNUM Á VESTURGÖTU >> 42
MIKILVÆGT AÐ LIFA
EÐLILEGU LÍFI
KRABBAMEIN
FRÆÐSLUFUNDUR >> 12
FRÉTTASKÝRING
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
ÁHUGAMENN um framboð Íslands til ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna fylgjast nú
grannt með stjórnarkreppunni í Tyrklandi.
Þróun mála þar kynni
nefnilega að hafa áhrif á
útkomuna þegar kosið
verður á milli Tyrklands,
Íslands og Austurríkis
um tvö laus sæti í októ-
ber 2008.
Herinn í Tyrklandi
lýsti því yfir sl. föstudag,
eftir að fyrsta umferð
forsetakosninga fór
fram í tyrkneska
þinginu, að hann myndi standa vörð um hið
veraldlega þjóðskipulag, nú sem endranær.
Túlkuðu sumir þá yfirlýsingu sem hótun
um valdarán.
Forsaga málsins er sú að stjórnarflokkur
Erdogans forsætisráðherra – en sá er hóf-
samt afsprengi íslamskrar hreyfingar sem
á sínum tíma var bannað að starfa í Tyrk-
landi – tilnefndi Abdullah Gul í embætti for-
seta, sem losnar í sumar.
Veruleg andstaða er við það í Tyrklandi
að bæði forseti og forsætisráðherra komi úr
stjórnarflokknum og kom það m.a. í ljós á
sunnudag þegar um milljón manns tók þátt
í mótmælum í Istanbul. Óttast margir að
það yrði til að grafa undan hinu veraldlega
þjóðskipulagi sem hefur verið við lýði í
Tyrklandi allt frá stofnun lýðveldis 1923.
Ræðst af þróun mála
Tyrkir hafa verið mest áberandi í baráttu
um sætin tvö í öryggisráði SÞ 2009–2010 og
segjast raunar vera nánast búnir að tryggja
sér þann fjölda atkvæða sem þarf til. Ís-
lenskir embættismenn bera sig þó vel, vel
hefur gengið að safna loforðum um stuðn-
ing við framboð Íslands.
Eitt og hálft ár er þar til kosið verður
milli Íslands, Tyrklands og Austurríkis og
aðstæður geta breyst á skömmum tíma.
Væringarnar í Tyrklandi undanfarna daga
hafa t.a.m. valdið niðursveiflu á þarlendum
fjármálamörkuðum en rifja má upp í því
samhengi að Tyrkir hættu við framboð til
öryggisráðs SÞ 1996 vegna fjármálakreppu
í landinu.
Lítill vafi leikur hins vegar á því að Tyrk-
ir glata atkvæðum þjóða sem mikið leggja
upp úr því að virðing sé borin fyrir lýðræði,
mannréttindum og réttarríkinu ef herinn
tekur völdin í landinu. Simon Chesterman,
sérfræðingur um málefni SÞ, nefnir til
samanburðar að framboð Taílendingsins
Surakiarts Sathirathai til embættis fram-
kvæmdastjóra SÞ í fyrra hafi beðið mikinn
skaða þegar herinn í Taílandi tók skyndi-
lega völdin í landinu. Ekki sé þó gefið að
tyrkneski herinn grípi inn í. Pólitískt umrót
muni vissulega vara um sinn en ekki sé víst
að það út af fyrir sig skaði framboð Tyrk-
lands, þvert á móti sé hugsanlegt að menn
myndu vilja styrkja stöðu lýðræðislegra
stjórnvalda í landinu með því að kjósa þau
til setu í öryggisráði SÞ.
Segir úrskurðinn | 16
Valdarán í
Tyrklandi?
Gæti haft áhrif á
SÞ-framboð Íslands
Abdullah Gul
„HVERT var svarið við fyrstu spurningunni
um Vatnsdælasögu?“ hefði getað brunnið á
þessari ungu stúlku eftir samræmda prófið í
Um 4.500 nemendur þreyta nú samræmd próf
við grunnskóla, flestir í íslensku eða um 4.200
en fæstir í samfélagsfræði eða um 1.900.
íslensku í Áslandsskóla í Hafnarfirði gær.
Krökkunum fannst prófið í þyngri kantinum
en flestir töldu sér þó hafa gengið ágætlega.
Morgunblaðið/Ásdís
Og hvert var svarið?
BANDARÍSKIR vísindamenn telja
sig hafa fundið út hvers vegna hóf-
semi í mat kann að eiga þátt í að
lengja líf manna. Rannsóknir á
erfðaefni orma leiða í ljós gen sem
eiga þátt í þeim viðbrögðum við
minni inntöku kaloría að lengja ævi
þeirra. Greint er frá niðurstöðunum
í tímaritinu Nature en þær renna
stoðum undir þá gömlu tilgátu að
lífverur lifi lengur sé kaloríufjöld-
inn takmarkaður. Bjartsýnismenn
telja þessa vitneskju munu færa vís-
indin nær þeim áfanga að geta framleitt pillu sem lengir manns-
ævina um allt að 40% með því að herma eftir viðbrögðum ormagens-
ins. Þangað til geta hófsemdarmenn í mat og drykk glaðst yfir því
að eiga í vændum langlífi. Hinir geta sagt þetta misskilning, tími
hófsamra líði einfaldlega hægar í leiðindum meinlætisins.
Finna lykil að langlífi
AP
Elli Mannsævin lengist.
Eftir Bjarna Ólafsson og
Björn Jóhann Björnsson
NOVATOR, fjárfestingafélag
Björgólfs Thors Björgólfssonar,
gekk í gærkvöldi frá sölu á eign-
arhlut sínum í búlgarska síma-
félaginu BTC. Heildarverðmæti
BTC er 160 milljarðar króna og
mun þetta vera stærsta skuldsetta
yfirtaka í Mið- og A-Evrópu til
þessa. Hreinn söluhagnaður Nova-
stefnir að kaupum á öllu félaginu
og afskráningu úr kauphöllinni í
Sófíu í Búlgaríu.
Björgólfur Thor sagðist í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi vera
afar sáttur við niðurstöðuna í heild.
Um gríðarlega flókið og um erfitt
verkefni hefði verið að ræða í Búlg-
aríu; að nútímavæða símafyrirtæki
í ríkiseigu og koma því inn í 21. öld-
ina. Tekist hefði að ná fram settum
markmiðum á mjög skömmum
tíma og Novator hefði talið réttan
tímann núna til að selja. „Við tök-
um út góðan hagnað og höfum gott
orðspor í Búlgaríu, sem og á al-
þjóðamarkaði,“ sagði Björgólfur.
tors af viðskiptunum er hátt í 60
milljarðar króna en annarra ís-
lenskra fjárfesta um sex milljarð-
ar. Mun þetta vera mesti innleysti
söluhagnaður Íslandssögunnar af
einni fjárfestingu. Ávöxtun ís-
lensku fjárfestanna sem tóku þátt í
fyrstu kaupum er nærri fimmföld.
Kaupandinn er bandaríska fjár-
málafyrirtækið AIG Global Invest-
ment Group. Það hefur tryggt sér
kaup á rúmlega 90% í BTC en
Innleysa 66 milljarða hagnað
Í HNOTSKURN
»Novator fjárfesti fyrst íBTC í samvinnu við Ad-
vent International og fleiri
þegar BTC var einkavætt
árið 2004. Straumur-
Burðarás og Síminn tóku
einnig þátt.
»Novator jók við hlut sinnárin 2005–2006 og fer fé-
lagið með um 85% í BTC við
þessa sölu. Auk þess leiddi
Landsbankinn ásamt City
Bank fjármögnun viðskipta
með bréf í BTC árið 2006.
Novator selur hluti sína í BTC-síma-
félaginu í Búlgaríu á 160 milljarða