Morgunblaðið - 03.05.2007, Page 2

Morgunblaðið - 03.05.2007, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is EINSTAKLINGAR sækja oftast um veitingu ríkisborgararéttar eftir að hafa haft lögheimili hér á landi í tvö ár eða lengur, eru eldri en 18 ára, upp- fylla ekki búsetuskilyrði og tilgreina persónulegar ástæður eða ástæður fjölskyldulegs eðlis fyrir því að sótt er um undanþágu. Þetta kemur fram í samantekt, sem allsherjarnefnd Al- þingis hefur látið gera á ástæðum umsækjenda fyrir umsóknum, en ekki koma fram ástæður fyrir því hvort fallist er á umsóknina Í yfirlitinu kemur fram að umsókn- ir um ríkisborgararétt berist Alþingi frá dómsmálaráðuneytinu. Það verk- lag hafi verið viðhaft, að það er skil- yrði fyrir meðferð málsins og af- greiðslu á þinginu að fyrst hafi formlegri umsókn með öllum nauð- synlegum fylgiskjölum verið skilað til ráðuneytisins. Fram kemur að í lögum um rík- isborgararétt segi að áður en umsókn um ríkisborgararétt sé lögð fyrir Al- þingi skuli dómsmálaráðuneyti fá um hana umsögn lögreglustjóra og Út- lendingastofnunar. Uppfylli umsækj- andi ekki skilyrði laga til þess að fá ís- lenskt ríkisfang geti hann óskað þess að málið verði sent Alþingi til frekari skoðunar. Allsherjarnefnd hefur með um- sóknir um ríkisfang að gera. Hefð er fyrir því að nefndin feli þremur nefndarmönnum að fara yfir umsókn- ir og fylgiskjöl. Fram kemur að það sé gert á fundi sem boðaður sé með fulltrúa dómsmálaráðuneytis og Út- lendingastofnunar. Þessir aðilar hafa áður farið yfir gögn málsins og veita nefndarmönnum frekari upplýsingar og skýringar eftir því sem þörf krefur. „Að lokinni yfirferð umsókna leggja fulltrúar nefndarinnar tillögur sínar fyrir allsherjarnefnd. Við afgreiðslu málsins geta nefndarmenn fengið skýringar, aðgang að gögnum eða upplýsingar um eðli og ástæður. Eng- in dæmi eru um að mál hafi verið af- greidd í ágreiningi úr undirnefnd eða frá allsherjarnefnd á þessu kjörtíma- bili,“ segir ennfremur. Fram kemur að meðfylgjandi flokkun á aðstæðum umsækjenda sýni ekki ástæður þess að fallist sé á beiðnina heldur séu tilgreind helstu rök sem teflt er fram af hálfu umsækj- enda. Afgreiðsla mála byggist síðan á heildarmati á hverri og einni umsókn. Algengast að sótt sé um eftir tveggja ára búsetu Flestir umsækjendur um ríkisborgararétt eru 18 ára eða eldri Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is VATNI hefur verið hleypt af Ár- bæjarstíflunni í Elliðaánum und- anfarna daga svo lónið er nánast horfið og sjá má leirborinn stíflu- botninn. Það er árviss viðburður að botnlokur stíflunnar eru opn- aðar og vatni hleypt af stíflunni til þess að gera laxinum kleift að ganga upp í efri hluta Elliðaánna. Á haustin er svo aftur safnað vatni í stífluna til að hægt sé að framleiða rafmagn í virkjuninni veturinn á eftir. Hún framleiðir rúmlega þrjú megavött eins og Elliðaárvirkjun hefur gert allt frá því starfræksla hennar hófst árið 1921, fyrir nær eitt hundrað ár- um. „Vatnsborðið hækkar á veturna þegar virkjunin er rekin, en svo á vorin gerum við klárt fyrir lax- inn,“ sagði Hreinn Frímannsson, sviðstjóri framleiðslusviðs hjá Orkuveitu Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Gert klárt fyrir laxinn“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HARÐVIÐRI, frost og nöprustu vindar Grænlandsjökuls bíða Mörtu Guðmundsdóttur, ungrar konu, sem leggur nú lokahönd á undirbúning sinn að 600 km skíða- leiðangri þvert yfir jökulinn ásamt sjö manna leiðangri með norska leiðangursfélaginu Hvitserk. Marta gengur yfir jökulinn til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands, en sjálf greindist hún með brjósta- krabbamein fyrir tveimur árum og lauk krabbameinsmeðferð sinni fyrir um ári. Á meðan á meðferð- inni stóð setti hún sér ýmis mark- mið til að styrkja sig í baráttunni við sjúkdóminn og eitt þeirra var að ganga yfir Grænlandsjökul. Hefst leiðangurinn 20. maí. Marta hefur að undanförnu æft göngur, hlaup og lyftingar, en því við viðbótar hefur hún aflað sér reynslu í óbyggðaferðum að vetri til með stuðningi íslenskra fjalla- leiðsögumanna. Gekk hún yfir Sprengisand á skíðum skömmu fyrir páska og kleif Snæfellsjökul á sumardaginn fyrsta ásamt föru- neyti frá Krabbameinsfélaginu og endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte hf. sem styður leiðang- urinn. Býst við erfiðum dögum í byrjun leiðangursins Marta segist búast við erfiðum dögum til að byrja með á meðan hún er að laga sig að aðstæðum og komast í rétta taktinn, á skíðum með þungan sleða í eftirdragi, líkt og pólfari. „Maður þarf að venjast tjaldvistinni og ísköldum fingrum við hin ýmsu verk,“ bendir hún á. Segir hún mikilvægt að færð og veður á jöklinum sé gott og meta þurfi framhaldið eftir hverja dag- leið. Benda má á að oft hafa leið- angursmenn á þessum slóðum lent í miklum stormi og þurft að bíða hann af sér í tjöldum sínum. Með leiðangrinum vakir ekki síst fyrir Mörtu að sýna fram á að ým- islegt er hægt að gera þrátt fyrir að greinast með krabbamein og fólki ýmsir vegir færir. „Þessi leið- angur er stórt markmið en stefnan að þessu markmiði hefur hjálpað mér að komast andlega í gegnum sjúkdómsferlið,“ segir hún. Á skíðum yfir Grænlandsjökul Markmið Marta Guðmundsdóttir byrjar jöklaleiðangurinn 20. maí. Þarf að venjast ísköldum fingrum FIMM hafa lagt fram umsókn til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins vegna auglýsingar á stöðu ríkissak- sóknara. Umsóknarfrestur til emb- ættisins rann út 27. apríl sl. og bár- ust ráðuneytinu fimm umsóknir. Umsækjendur voru Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður, Eg- ill Stephensen saksóknari, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlög- maður, Jón H.B. Snorrason, aðstoð- arlögreglustjóri og saksóknari, og Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari. Ríkissaksóknari er æðsti hand- hafi ákæruvalds. Hann er skipaður af ráðherra ótímabundið og skal fullnægja lagaskilyrðum til skipun- ar í dómaraembætti við Hæstarétt. Ríkissaksóknara til aðstoðar eru vararíkissaksóknari og saksóknar- ar. Bogi Nilsson ríkissaksóknari læt- ur af embættinu 1. júlí nk. Sækja um embætti ríkis- saksóknara Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is GLITNIR hefur keypt tæplega 235 milljónir hluta í bankanum af tveim- ur félögum í eigu Bjarna Ármanns- sonar, sem sagt hefur starfi sínu sem forstjóri Glitnis lausu. Kaup- gengi í viðskiptunum, sem fram fóru 30. apríl, var 29 krónur á hlut en lokagengi bréfa bankans í viðskipt- um þann dag var 26,6 krónur á hlut. Markaðsvirði bréfanna var þannig tæplega 6,25 milljarðar króna en Bjarna voru greiddir ríflega 6,8 milljarðar fyrir þau. Mismunurinn er 550 milljónir króna. Enn eru í eigu Bjarna og fjár- hagslega tengdra aðila tæplega milljón hlutir í bankanum og miðað við kaupgengið 29 er verðmæti þeirra er tæplega 29 milljónir króna. Starfslokasamningur ekki gefinn upp Margir velta vöngum yfir hugs- anlegu verðmæti starfslokasamn- ings Bjarna við bankann en upplýs- ingar um hann er ekki að fá, hann er trúnaðarmál þeirra í milli, og því erfitt að meta virði samningsins. Í fréttum Sjónvarps var fullyrt að meta mætti samninginn á um 800 milljónir króna og að Bjarni fengi greidd laun í heilt ár frá starfslok- um. Þess má þó geta að í næstu árs- skýrslu bankans verður greint frá kostnaði við forstjóraskiptin. Í gær var einnig tilkynnt til kaup- hallarinnar um að nýjum forstjóra Glitnis, Lárusi Welding, hefði verið veittur kaupréttur að 150 milljónum hluta í bankanum á genginu 26,6. Samningurinn er til fimm ára og fyr- ir hvert ár sem Lárus er í starfi fær hann 30 milljónir hluta. Slíkur samn- ingur felur í sér að Lárus hefur rétt á að kaupa hlutina á genginu 26,6 krónur en ekki er hægt að segja til um verðmæti samningsins fyrr en allir hlutirnir hafa verið keyptir. Seldi bréf í Glitni fyrir 6,8 milljarða Bjarni ÁrmannssonLárus Welding

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.